Vísir


Vísir - 18.08.1938, Qupperneq 2

Vísir - 18.08.1938, Qupperneq 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Blmr: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Siðgæði. Blað forsætisráðherrans telur það „furðulegt“ mjög, „hversu lengi“ er „tönnlast“ á útvarps- málinu í blöðunum. Og svo langþreytt er blaðið orðið á þessum umræðum, að það fær ekki lengur staðist þá freistingu, að lýsa skoðun sinni á miálinu alveg afdráttarlaust og falslaust með öllu. Það segir hreinskiln- islega, að málið sé nú þegar nægilega „upplýst“ til þess að allir megi sjá það og skilja, hversu „léttvægt“ það sé og í alla staði ómerkilegt. Og fyrst og fremst liggi það alveg í aug- um uppi, ftð niálið sé ekkert „siðgæðismál“. Blað forsætisráðherrans lítur svo á, að það komi ekki á nokk- urn hátt „siðgæði“ við, þó að forstjóri ríkisstofnunar setji ungum stúlkum, sem eru að „komast af barnsárunum“, það skilyrði fyrir atvinnu við stofn- unina, að þær gangi til „fylgi- lags“ við hann. Þetta er efni „kærunnar“, sem komin er fram á hendur útvarpsstjóranum. En hlað for- sætisráðherrans segir að það þurfi ekki annað en að rekja efni þeirrar kæru, til að gera sér ljóst, að hér er ekki um siðgæð- ismál að ræða! Þannig lítur blað forsætisráð- herrans á málið, og þannig lít- ur ráðherrann þá væntanlega einnig á það. En þá er það held- ur ekkert „furðulegt“, þó að ráðherrann hafi ekki fundið á- stæðu til þess að láta rannsaka það, hvort kæran á hendur út- varpsstjóranum mundi á nokkr- um rökum bygð. Hann hefir tal- ið málið nægilega „upplýst“ með kærunni, af því að þó að það væri alt rétt og á rökum bygt, sem í kærunni felst, þá sé það „léttvægt fundið“ og gefi ekkert tilefni til nokkurra að- gerða gagnvart útvarpsstjóran- um. Þannig er háttað um „sið- gæði“ forsætisráðheirans og blaðs hans. En til hvers er þá ráðherrann að afsaka afskiftaleysi sitt af málinu með því, að rannsókn verði látin fara fram á því, í sambandi við rekstur meiðyrða- mjála útvarpsstjórans? Og til hvers var blað ráðherrans að gefa það í skyn á dögunum, að hann hefði ekki enn „sagt sitt síðasta orð“? Er það ekki „síð- asta orð“ ráðherrans í málinu, þetta, sem blað hans segir um það í gær, að það sé þegar nægi- Iega „upplýst“ og „Iéttvægt fundið“? Og væri þá nokkur skaði skeður, fyrir þeirra hluta sakir, þó að einkamálarekstur útvarpsstjórans yrði látinn nið- ur falla ? Þvi má að vísu ekki gleyma, að blað forsætisráðherrans lét svo um mælt s.l. sunnudag, að útvarpsstjórinn hefði verið kærður fyrir „hinn glæpsamleg- asta ásetning“ gagnvart stúlku þeirri, sem kæruna sendi. En að sjálfsögðu hefir það komið í ljós, við nánari athugun, þegar farið var að „rekja efni kærunn- ar“, að það væri „létlvæg“ sak- argift og ekkert „siðgæðismál“ og engin refsing við því lögð. En af hverju er þá verið reka útvarpsstjórann til þess að liöfða þessi meiðyrðamál, ef ekkert af því, sem á hann hefir verið borið, er á nokkurn hátt saknæmt, hvorki lagalega né siðferðilega? Er það af því, að forsætisnáð- herrann sé í einhverjum vafa um það, að siðgæðis-hugmyndir hans séu í fullu samræmi við það, sem allur almenningur skil- ur við það hugtak, svo að hann þykist þurfa að láta dóm ganga um það, hvort réttara sé? En sé svo, verður ekki betur séð, en að hann hljóti að tapa mál- inu, hvernig sem það fer! Því að vinni útvarpsstjórinn mál sín, þá er það fyrir þá sök, að dómarinn kemst að þeirri nið- urstöðu, að á hann liafi verið bornar ærumeiðandi sakir, og þá stenst ekki sá úrskurður ráð- herrans, að þær sakir liafi ver- ið „léttvægar fundnar“ og um ekkert „siðgæðismál“ sé að ræða. En tapi útvarpsstjórinn málunum — verður þá litið svo á, að „siðgæði“ hans sé þar með borgið ? Reykjavik 6040 st. kestmanoaeyjar 5452 st. lÓhagstætt veður var í gær, en árangur þó sæmilegur í bæja- kepninni. Var kept í sex grein- um í gærlcveldi og fengu Reyk- vikingar samtals 6040 stig, en Vestmannaeyingar 5452 stig. Mótið heldur áfram'á laugar- dag, hefst þá kl- 3 um daginn. Hér fara á eftir úrslit liinna ýmsu greina: 1500 m. híaup (R. 1026 st. — V. 872 st.): 1. Guðbj. Árnason (R) 4:43,3. 2. Konráð Kristins- son (R) 4:45,4. 3. St. Jónsson (V) 4:48,4 og 4. Gunnar Bjarna- son (V) 5:05,0. Hástökk (R. 945 —V. 828 st-) 1. Anton Bjömsson (R) 1.54,5 m. 2. Guðm. Sigurjónsson (R) l. 475 m- 3.—4. Gísli Engilberts- son (V) og Gunnar Stefánsson (V) báðir með 1.45 m. Kringlukast (R. 1223 — V. 1011 st.): 1. Sig. Finnsson (R) 38-38 m. 2. Gunnar Huseby (R) 34.63 m. 3. Jóh. Vilmundarson (V) 32.63 og 4. Ingólfur Áma- son (V) 32.60 m. 80 m- hlaup (R. 910 — V. 910 st.): 1. Jón Kárason (V) 10,1 selc. 2.—3. Guðm. Gíslason (R) og Þórh. Einarsson (R) 10,2 sek. 4- Oddur Ólafsson (V) 10,3 sek. Langstökk (R. 988 — V. 919 st.): 1. Sig. Finnsson (R) 5.87 m-, 2. Oddur Ólafsson (V) 5.59 m. 3. Þór. Einarsson (R) 5.57 og 4. Þorst. Magn. (V) 5.54 m. 1000 m. boðhlaup (R. 948 — V. 912 st.): 1. Reykjavík 2:18,2 2. Vestmannaeyjar 2:20,0. Franco nndirbýr allsherjar sdkn. Fnndor vísiÐda- fflanna í Gambridge. London 18- ágúst. FÚ. Um 3000 vísindamenn eru samankomnir á fundi í vís- indafélaginu breska, en fundur- inn hófst í Cambridge í gær- Svar hans viðvíkjandi brottflntningi erlendra sjðlfboðaiiða verðnr birt í dag. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Franco er nú, að því er menn ætla, í þann veginn að hefja stórkostlega sókn á öllum vígstöðvum. Fregnir um þetta eru aðallegfa frá Frakklandi komnar og ætla menn þar, að hann muni freista að bæta aðstöðu hersveita sinna sem mest á öllum vígsíöðvum án frekari tafa, þar sem yfir vofir að spænsku-frönsku landamærin verði opnuð aftur, náist ekki samkomulag um brottflutning erlendu sjálfboðaliðanna, en svar Francos við tillögunum viðvíkjandi brottflutningnum mun verða birt í dag. Samkvæmt fregnum frá Bayonne lokuðu uppreistar- menn landamærunum við Irun á Norður-Spáni í gær. Er talið, að herliðsflutningar í stórum stíl standi fyrir dyrum, og sókn á öllum vígstöðvum, en einkanlega muni Franco fyrst í stað leggja áherslu á að herða sókn- ina á norðurvígstöðvunum. Frakkar ætla, að Franco muni hefja sókn innan fárra daga. United Press. London 18. ágúst. FÚ. Ekkert er ennþá kunnugt um innihaldið í svari Francos við áællun bresku stjórnarinnar um brottflutning útlendra sjálf- boðaliða frá Spáni. Útdráttur úr svarinu kemur til London í dag, en allur texti þess liggur ekki fyrir í London fyr en á laugardag. jÓstaðfest frétt frá Burgos segir, að svarað sé í lieild sinni á þá leið, að Franco geri sér von um að samkomulag geti orðið og að Franco hafi gert fjölda af tillögum um það, hvernig sjálfum brottflutningn- um skuli liagað. Breska tveggja manna nefnd- in, sem nýlega var sett á stofn til þess að rannsaka loftárásir á spanskar horgir, hvort sem þær væru gerðar af hálfu Francos eða stjórnarinnar, hefir nú fengið fyrsta verkefni sitt. Spanslca stjórnin hefir beðið nefndina að rannsaka loftárásir þær, sem gerðar hafa verið á Alicante nýlega svo að nefndar- mennirnir fljúga í dag frá Tou- lose í Frakklandi til Alicante. Ibúar Hankow fluttir úr borffiimi vegna tídra loftárása. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Samkvæmt opinberri tilkynningu, sem gefin var út í Hankow í gær, biðu 200 menn bana, en 500 særð- ust, er 18 japanskar flugvélar gerðu loftárás á Changsa. Ennfremur hafa verið birtar skýrslur um manntjón í loftárásum Japana á Hankow undanfarnar vikur. Hafa alls beðið bana í loftárásunum um 2200 manns. Þar með eru ekki taldir kínverskir hermenn, sem drepnir hafa verið í loftárásum á Hankow, en flugmenn Japana hafa lagt sig mikið eftir því að undanförnu, að gera loftárásir á flugskýli og hermannaskála kínverska hersins við Hankow, og hefir einnig þar orðið mikið manntjón. Hinar tíðu loftárásir á Hankow hafa leitt til þess, að Chiang-Kai-shek hefir fyrirskipað að flytja á brott alla íbúa borgarinnar. Er brottflutningnum vel á veg komið. United Press. Rayleigh lávarður, forseti fé- lagsins, flutti ræðu í fundar- byrjun og bauð gestina vel- komna. Því næst tók hann upp vörn fyrir vísindamenn nútím- ans, sem hann sagði að væru sakaðir um að bera ábyrgð á því hve nútíma styrjaldir eru ægilegar. „Engin getur séð það fyrirfram til hvers nýjar vís- indalegar uppgötvanir kunna að verða notaðar, sagði hann. Og eins og það er ómögulegt að hafa stjórn á hvað vísindamenn- irnir uppgötva, jafn ómögulegt er að stjórna þvi til hvers upp- gölvanirnar verða notaðar. Heifflsmeistari í 3ja smn. Henry Armstrong vann í gær þriöja. lieimsmeistapatitilinn. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Frá New York er símað, að svertinginn Henry Arm- strong, sem er heimsmeistari bæði í weltervigt og fjaðurvigt, hafi í nótt sigrað Lou Ambers á stig- um, eftir 15 lota bardaga. Ambers var heimsmeistari í léttvigt og er~ Armstrong því orðinn heimsmeistari í þeim þyngdarflokki einnig. Er hann fyrsti maðurinn í heiminum, sem er heimsmeistari í þrem þyngdarflokk- um. Bardaginn átti að fara fram fyrir viku síðan, þ. e. 10. ágúst, en þar eð hann átti að fara fram undir berum himni, varð að fresta honum um viku tíma vegna úr- komu. United Press. Þetta er í 17. sinn sem blökku- maður verður heimsmeistari í hnefaleikum og hafa þeir verið heimsmeistarar í öllum þyngd- arflokkum nema fluguvigt. I bantamvigt: George Dixon 1890—92, þá fluttist hann upp í fjaðurvigt og varð þar einnig heimsmeistari. A1 Brown 1929 —35. í fjaðurvigt: George Dixon 1893—1900. Kid Chocolate 1932 —33. Henry Armstrong 1937. í léttvigt: Joe Gans 1902—08. Henry Armstrong 1938. 1 weltervigt: Joe Walcott 1901 —04. Dixie Kid (varð heims- meistari 1904). Young Jack Thompson (1930). Henry Arm- strong 1938. í millivigt: „Tiger“ Flowers 1926—28. „GorilIa“ Jones 1932. í léttþungavigt: „Battling“ Siki 1922. John Henry Lewis 1935. I þungavigt: Jack Johnson 1908—1915. Joe Louis 1937. Um þessar mundir eru því 5 heimsmeistara-titlar í höndum blökkumanna og á Henry Arm- strong þ r j á þeirra. Það er því engin furða á því, að Ameríku- menn skuli kalla hann „the boxing wonder“, eða undra- boxarann. Frá Hjðlteyri. Á Hjalteyri lönduðu í gær og í nótt: Huginn með 917 mál, Gulltoppur 1589, Þórólfur 748, Brimir 1608 og Garðar 692- Kl. 9 í morgun voru að landa Helga og Gloria, en Jökull, Huginn II., Fjölnir og Skallagrímur biðu. Til Hjalteyrar eru nú komin. um 170.000 mál, en þangað bár- ust í alt fyrrasumar tæp 190.000 mál. Japaoir og Hússar jafna deilDmál sín friðsamlega. Stjómir Sovét-Rússlands og Japan hafa ákveðið að ef þess gerist þörf i framtíðinni, að jafna ágreining milli þessara ríkja, þá skuli ekki gripið til vopna, heldur farið venjulega stjórnmálaleið. Var þetta ákveð- ið i gærdag er japanski sendi- herrann í Moskva heimsótti ut- anríkismálaráðuneytið rúss- neska tjáði rússneslcu stjórn- inni að Japanir hefðu nú að öllu leyti fullnægt vopnahlésskilmál- unum. —■ FÚ. EFTIR LOFTÁRÁS Á HANKOW,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.