Vísir - 23.08.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 23.08.1938, Blaðsíða 3
VISIR HVAÐ BER ^GÖMA Eftirlit með fasteignasölum. r a JSrðin EiBi er í jfirvofanfli hættn vegna sjávargangs, og ber nanðsjn tii að full- nægjandi varúðarráðstafanir verði gerðar nn þegar. Blöðin liafa rætt um það af liinu mesta kappi oft undanfar- ið, hvað gera þyrfti til að fegra höfuðstaðinn og prýða, og livað gera bæri nú þegar til að ráða bót á ýmsum annmörkum áytra útliti bæj'arins, að svo miklu leyti, sem skjótrar úrlausnar væri von. Mörg af þessum úr- lausnarefnum liafa þegar kom- ist í framkvæmd, en önnur bíða úrlausnar, en stöðugt breytir bærinn um svip. Sama máli gegnir um bæjar- landið. Þar sem áður voru urð- ir og óræktar móar teygist grasvörðurinn um leiti og lægðir og landið tekur nýjan svip. En þótt nokkuð hafi þannig miðað á leið fyrir mannanna verk, hefir nokkuð miðað í eyðileggingarátlina vegna ham- fara náttúrunnar, og verður ekki annað séð, en að tjónið á bæjarlandinu geti orðið miklum mun meira, ef ekki er að gert í tíma. Flestir Reykvíkingar munu kannast við Eiði á Seltjarnar- nesi, en þá jörð á Reykjavikur- hær, en hefir selt hana á erfða- festu, og er nú ábúandi þar Meyvant Sigurðsson bifreiða- stjóri. Allir þeir, sem kunnugir eru i Vesturbænum og hafa gengið EiðLsgrandann út á nesið, — yf- ir öskuliaugana og allar torfær- urnar, — hafa eflaust veitt þvi eftirtekt, að á ári hverju brýt- ur sjórinn landið og étur sig smátt og smátt inn á mýrarnar norðaustan við Seltjarnarnes- veginn, og verður ekki annað séð, ef þessu lieldur áfram, en að hann leggi þarna landið und- ir sig með öllu. Frá Grandan- um milli Eiðistjarnar og sævar liggja gamlir og grónir ösku- haugar, alt út undir íbúðarhús- ið á Eiði, en meðfram. fjörunni liefir verið hlaðinn grjótgarður fyr á árum- Fyrir röskiuii 40 árum voru sléttir melar sjávar megin við grjótgarðinn og muna það ýms- ir góðir og gamlir Reykvíking- ar, er þeir hleyptu gæðingum sínum fram melana og út á nes- ið. Nú hefir særinn étið alla þessa mela, og grjótgarðurinn umhverfis túnið, — sem einnig hefir verið varnargarður gegn sandburði og sjávargangi, — er víða hruninn, en grjót og sandur hefir borist inn yfir tún- ið að Eiði. Fiskreitir voru einnig utan við túngarðinn, en þeir eru allir brotnir og á brottu, en landið innan við garðinn mun víða vera einum metra lægra en grjótgarðurinn og því í yfirvof- andi hættu, ef verulegan sjáv- argang gerir. í túninu á Eiði j stóðu þrjár þurrabúðir. Stóð Káravík veslast á mörkum Páls- bæjar og Eiðis, þá Skaftaholt, sem löngu er lagt niður og Brekka, sem enn stendur uppi, en heyrir undir Seltjarnarnes- hrepp. Iíáravík mun liafa lagst i eyði um aldamótin síðustu, en bær- inn stóð rétt við sjóinn. Nú er svo komið að þar sést annar bæjargaflinn uppistandandi, en liitt hefir sjórinn tekið. Þá má geta þess, að Eiðis- grandinn hefir sjálfur færst all- verulega yfir í Eiðistjörn, þann- ig að hólmi sá, sem var fyrir nokkrum árum í tjörninni miðri, er nú orðinn landfastur, með þvi að sjórinn gengur yfir grandann og ber inn yfir liann sand og möl, en brýtur liann að utan. Mest spjöll urðu af sjávar- ganginum í óviðrinu mikla, er „Pourquoi Pas?“ fórst. Brotn- aði landið þá gífurlega og stór skörð braut í varnargarðinn, enda flaut bátur úr naust upp að íbúðarliúsinu að Eiði, og má nokkuð marka sjávarganginn af slíku. Skæðust eru norðvest- anveðrin, með þvi að þá stend- ur veðraliamurinn beint upp í vílcina, en opið haf liggur úti fyrir. Slíkir norðangarðar eru tíðir á vetrum, og þótt magn þeirra sé misjafnt valda þeir á- valt einhverju tjóni og eyðist l>á af er tekið, þannig að óvist er hve liinn gljúpi jarðvegur hamlar sænum lengi, þótt enn standi hann nokkuð i vegi. Ábúandinn að Eiði fullyrðir, að á ári hverju valdi sjórinn verulegu landbroti og skemmi túnið til mikilla muna með grjótburði. Hinsvegar eru lík- indi til að þeim mun erfiðara verði að ráða bót á þessum vandræðum sem lengra líður, Einum manni er ofvaxið að gera það, sem gera þarf til úr- lausnar, og ætti bærinn þvi að hlutast til um, að varnargarður verði hlaðinn á þeim stöðum, sem landbrotið er mest og hætt- an nálægust á þvi, að sjórinn brjótist inn yfir hið lága land, sem að innanverðu liggur. Mik- ið mun ekki þurfa til þess að ráða bót á þessu til bráðabirgða, en það ætti hafnarnefnd, sem væntanlega fjallar um málið, að kynna sér rækilega, sem og hvort lientugra er að ráða bót á þessu til bráðabirgða eða lang- frama, miðað við þann kostnað, sem af þessu Ieiðir. Verði það ráð tekið í tima, má afstýra miklum vandræð- 'um, —- jafnvel mildu meiri, en menn gera sér ljóst að litt rann- sökuðu máli. Skriftarnámskeið. Frú Guðrún Geirsdóttir efnir til skriftarnámskeiðs innan skannns, og verður því lokið 1. okt. Er það þvi hentugt skóla- fólki. Frúin hefir sem kunnugt er stundað skriftarkenslu um langt árabil liér í bæ. Hefir hun þvi langa rejnslu sem skriftar- kennari. Sonðmðt Norðlend- ingafjðrðnngs. Besta afrekið vinnur 13 ára stúlka, er setti nýtt ís- landsmet í 200 m. bringu- sundi. Eins og gelið hefir verið um hér i hlaðinu liófst sundmót Norðlendingafjórðungs laugar- daginn 13. ágúst s.l., en tvö fé- lög tók'u þátt í mótinu: Sundfé- lagið Grettir og íþróttafélagið Þór. Fréttaritari Vísis á Akureyri skýrir svo frá, að sundmótinu hafi lokið í fyrradag og hafi þessir þátttakendur orðið fyrst- ir, hver í sínum flokki: í hundrað metra sundi kvenna, frjálsri aðferð, varð sigurvegar- inn Steinunn Jóhannesdóttir úr Iþróttafélaginu Þór, á 1 mín. 40.4 selc. I 400 metra bringusundi karla varð Kári Sigurjónssn, úr í- þróttafélaginu Þór, fyrstur á 7 mín. 5.2 selc. I 50 melra sundi kvenna, frjálsri aðferð, varð Gunnhildur Snorradóttir fjæst að marki á 39.6 sek., en hún er i sundfé- laginu Gretti. I 400 metra sundi karla, frjálsri aðferð, varð Jónas Ein- arsson úr Gretti fyrstur á 6 mín. 40.8 sek. Besta afrek sundmótsins var met það í 200 metra bringu- sundi kvenna, sem Steinunn Jó- hannesdóttir (Þór) setti, en hún cr að eins 13 ára gömul og tólc ein þátt í sundinu. Sjrnt hún vegalengdina á 3 mín. 33.4 sek. og setti nýtt íslandsmet, en eldra metið átti Jóhanna Erlingsdótt- ir úr sundfél. Ægi í Reykjavík, en það var 3 mín. 34.8 sek. Þar sem Steinunn hafði engan til að keppa við, má gera ráð fyrir að hún geti bætt met sitt enn frek- ar, og vonandi gefst henni kost- ur á að reyna getu sína hér í Sundhöllinni við tækifæri, og keppa þar við hinar sunnlensku slallsystur sinar. Valsmenn. Stjórn Vals hefir beðið Vísi aÖ geta þess, að nú séu merki (nælur) félagsins komin aftur, og eru seld í Versl. Varmá, Hverfisgötu 84. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 1—3. „Y“ skrifar blaðinu smá at- Iiugasemdir um fasteignasala hér í bænum. Hann er bersýni- lega ekkert ákaflega hrifinn af sumum þeim mönnum, sem til þessa starfs liafa valist og telur nauðsyn bera til þess, að opin- bert eftirlit sé haft með því, að einungis heiðarlegir og sam- viskusamir menn fáist við fast- eignasölu. „Oft liafa þeir,“ segir bréfritari, „milli lianda sinna aleigu manna, sem tekist hefir að safna nokkrum fjármunum saman. Kaupandinn hefir oft ó- verulega þelckingu á húsum, og öðru því, er að liúsakaupum lýtur. Ef einhver ósvifinn brask- ari sest niður sem fasteignasali, getur liann með einni einustu sölu gert að engu allar fjárreið- ur kaupandans, og komið lion- um að auki i óbærilegar skuldir. Síðan nefnir bréfritari dæmi þess, að slíkir hlutir eigi að hafa gerst hér í bænum. Það verður ekki um það deilt, að mikið er rétt í þessum at- hugasemdum. Nauðsynin um eftirlit með fasteignasölum verður ekki dregin í efa. Hins ber og að geta, að reyndir og samviskusamir fasteignasalar sjá heiðri sínum best borgiðmeð því, að gæta sem best liagsmuna kaupandans jafnt sem seljand- ans, koma oft í veg fyrir að ó- reyndir menn geri stórar skyss- ur í þessum málum. En hvers þarf kaupandinn að gæta, þegar liann kaupir sér liús. Blaðið snéri sér til fast- eignasala nokkurs, og gefur hann þvi eftirfarandi leiðbein- ingar: Það fyrsta, sem kaupandan- um ber að athuga, er húsið sjálft. Skiptir þá miklu máli hvar húsið er í bænuni. Húsa- leiga og verð húsa fer mjög eft- ir þvi. Þá er annað: Er það sennilegt að umhverfið breytist? Það má vera, að leggja eigi götu þar, sem húsið stendur nú, að taka eigi nokkurn hluta lóðar- innar undir götu, að sýnilega verði i framtiðinni bygt þannig fyrir liúsið, að umhverfið stór skennnist, eða taki að meira eða minna leyti fyrir sól, o. s. frv. f þessu efni er það mjög bagaIegS„ að ekki skuli vera til ákveðinn skipulagsuppdráttur af bænum, því viða er það svo, að alt er á reiki með framtíðarskipulagið. Það er auðvitað mál, að kaup- andinn ætti að ómaka sig til þess að athuga hiisið sjálft, hve gamalt það er, hversu því er haldið við, hvernig það er bygt, herbergjaskipun o. s. frv. Ef kaupandinn hefir ekki vit á þessu sjálfur, á hann að fá sér- fróðan mann til að athuga það. Ef gömul hús eru keypt, þarf oft að gera á þeim breytingar, og verða slíkar aðgerðir oftast dýr- ari en ráð er fyrir gert í upphafL Þá kemur að verði húsanna. í þvi efni ber ekki einungis aS taka tillit til skráðs kaupverðs, lieldur einnig til þess hve kjör eru á lánum þeim, sem á húsinu hvíla, það hefir t. d. mikla þýð- ingu á stórum lánum, hvort vextimir eru 1% hærri eða lægri en venjulegt er. Annað atriði er það, hvort Ióðin er leigulóð eða eignarlóð. Margir kaupendur virðast ekki gefa þvi atriði mikinn gaum, enda þótt það inuni allverulegu á árlegam útgjöldum húseigandans. Og svo er að lokum eitt, sem ótrúlega fáir kaupendur gera sér fyllilega ljóst: Hefir kaup- Eins og kunnugt er, var lialdin ráðstefna í sumar í Evian í Frakklandi, til þess að ræða um vandamál þau, sem við er að stríða, af þeim sökum, að fjöldi manna í ýmsum löndum á við ofsóknir að búa eða aðrar þrengingar, og eiga i rauninni ekki lengur neitt föðurland. Margt af þessu fólki hefir þegar flúið sin fyrri heimkynni — eða verið rekið þaðan harðri liendi — og liefir ekki fengið neinn varanlegan samastað. Aðrir liafa verið sviftir atvinnu eða verið fluttir í „flóttamannabúðir“ eða fangelsi. En að greiða götu þessa fólks er eitthvert hið mesla vandamál nútímans mannúðlegs eðlis. Og það var markmið með Evian-ráðstefnunni, að reyna að finna leið til þess, að koma á laggirnar varanlegri leiðbeiningar- og hjálparstarfsemi í þessu skyni. Varð það að ráði, að fastanefnd, sem skipuð var fulltrú- um ýmissa þjóða, hefði aðalsetur í London, og er nefndin nú tekin til slarfa. Þörfin á þvi, að undinn væri bráður bugur að því, a'ð hafist væri handa um auknar aðgerðir til hjálpar pólitískum flótta- mönnum og öðrum, sem eiga „einhverrn veginn — ekkert föðurland“, varð brýnni en nokkuru sinni, er það bættist ofan á alt annað, að hjálpa varð fjölda fólks, sem heima átti í Austurríki, en gat þar ekki lengur verið. • En I rauninni er hér um að ræða framhald á hjálparstarf- semi, sem unnið hefir verið að í tvo tugi ára, eða alt fná því er sú varð afleiðing rússnesku stjórnarbyltingarinnar, að fólk varð að flýja land í stórhópum. Frjálslyndar ríkisstjórnir og fé- lög víða um heim, sem hafa mannúðarmál á stefnuskrá sinni hafa unnið miklð verk til hjálpar pólitískum flóttamönn- um. En það var ekki að eins flóttafólki frá Rússlandi, sem aðstoða þurfti, heldur fólki í ýmsum öðrum löndum, sem bjó við ofsóknir valdhafanna, en eins og kunnugt er, eru það einkum Gyðingar, sem mestar ofsóknir hafa átt við að búa, í Póllandi, Þýskalandi, Austur- ríki og fleiri Iöndum. Það eru ekki neinir smáliópar, sem um er að ræða, því að svo segja þeir, sem gerst vita, að tala hinna ofsóttu undangengna tvo áratugi, nemi miljónum.- 9 í ýmsum löndum liefir ríkis- stjórnirnar algerlega skort um- burðarlyndi í garð þessa fólks. Stjórnarbyltingar og borgara- styrjaldir hafa leitt til þess, að til valda komu menn sein gerðu þjóðernisminnihlutum sem erf- iðast fyrir í hvívetna og þrengdu kosti þeirra á alla lund. Ofsókn- irnar liafa víða gengið svo langt, að menn hafa verið sviftir borgararétti, atvinnu og eign- um, fyi-ir það eitt að liafa staðið á öndverðum meið við valdhaf- ana, eða af því að þeir voru brennimerktir sem óæðri þjóð er einskis réttar ætti að njóta. Mannúðarfélög liafa lagt fram stórfé í þessu skyni, en þau hafa ekki aðstöðu til þess að veita pólitiskum flóttamönn- um nauðsynlega vernd, útvega þeim vegabréf og dvalarleyfi um stundarsakir, meðan verið er að ráða fram úr málum þeirra o. s. frv. Engin alþjóða- stofnun hefir verið til, sem hefir getað tekið að sér alla yfirstjórn þessra mála, en Þjóðabandal. hefir þó talsvert gert í þessum málum. Það kom á fót tvenns- konar hjálparstarfsemi í þessu skyni. Önnur þessi stofnun er Nansen-stofnunin svo nefnda, sem lióf starfsemi sina 1921, en hún hefir útvegað tveimur miljónum manna ný heim- kynni og auk þess hjélpað mikl- um fjölda manna á annan liátt. En starfsemi þessarar stofnun- ar, sem ráðgert var að liætti í lok yfirstandandi árs, nema aðrar ráðstafanir væri gerðar, var bundin við flóttamenn frá Rússlandi, Armeniu, Saar-hér- aði og nokkurum öðrum lönd- um og landshlutum. Hún hefir ekki haft með höndum að greiða fyrir flóttamönnum frá Þýskalandi, Austurríki og Spáni. Eftir að Riissar gengu í Þjóðabandalagið 1934 unnu þeir á móti þvi, að Nansenstofn- un færði út kvíarnar. Þeir vilja ekki stuðla að framhaldsrekstri stofnunar, sem verndar flótta- menn frá Rússlandi, sem þeir líta á sem fjandmenn sovéf- rikjanna. En 1936 var komið á laggirnar hjálparstarfsemi til handa flóttamönnum frá Þýska- landi. Bretar liafa verið því lilyntir, að þessi stofnun hefði einnig með höndum að greiða fyrir fló.ttamönnum frá Austur- ríki. Flestir flóttamenn frá Þýskalandi og Austurríki eru Gyðingar. En meðal Austurrik- ismanna, sem útvega þarf ný heimkynni, eru og margir aðr- ir, stuðningsmenn fyrrverandi rikisstjórna, þeir, sem unnu að því að Habsborgaraættin kæm- ist aftur að völdum, og and- stæðingar nazismans. Nýjustu skýrslur herma, að Gyðingar í Austurriki sé 350.- 000 talsins, en í Þýskalandi 550.000, og eru þá taldir að eins þeir sem eru hreinir Gyðingar. En ýms lög í Þýskalandi, sem bitna á Gyðingum, niá einnig til fjölda annara, sem Gyðingablóð rennur í æðuin. Það er litlum efa undirorpið, að valdhafarnir í Þýskalandi, Póllandi og fleiri löndum, vilja, ef unt værl koma öllum Gyðingum úr landi. Ei-fiðleikarnir eru stórkosf— Iegir, ekki sist að því er það snertir, að ú tvega landflótta Gyðingum varanlegan sama- stað. Allír vita hver árangur hefir orðið af þvi, að stofna Gyðingaheimili i Palestina. Fjöldi Gyðinga Iiefir flutsl jiangað og þeir hafa komið sér vel áfram, en landnám þeirra hefir kveikl þann eld hafurs og- hermdarverka i Landinu helga„ að Bretar verða að Iiafa þar mikinn hernaðarlegan viðbúnaS til þess að koma í veg fjæir styrjöld milli Gyðinga og Araba og þrátt fyrir alt, sem gert hef- ir verið, líður ekki svo einn dag- ur, að fleiri eða færri liermdar- verk sé unnin. Hinnar nýju alþjóðastofn- unar í London biður mikið og vandasamt verk. Menn gera sér vonir um, að af þvi muni margf gott leiða, þótt augljóst sé, a?S þar til andi lýðræðis og bræðra- lags verður ríkjandi með þjóð- unum alment, nnini miljönir manna eiga við ofsóknir og margskonar þrengingar að Ima.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.