Vísir - 07.09.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 07.09.1938, Blaðsíða 2
VISIR IB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. jltitstjóri: Eristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Áfgreiðsla: Hverf isgötu 12. ýGengið inn frá Ingólfsstræti'). ilnar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 VcrS 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan it/I. Síminn og „Síbería“. IiAÐ hefir verið sagt frá því í * blöðunum, að ríkisstjórnin hafi látið fækka mönnum í simavinnunni hér í bænum. Hefir þetta mælst illa fyrir, og ekki að eins fyrir þá sök, að nokkurir menn hafa verið svift- ir atvinnu, heldur einnig af þvi, að þessi ráðstöfun tefur fyrir því, að viðbótin við bæjarsím- ann, sem svo brýn þörf var orð- in fyrir og ráðstafanir Iiöfðu nú loks verið gerðar til að koma í framkvæmd, geti komið að notum. En það er einmitt vinn- unni við að koma upp hinum nýju símum, sem dregið hefir verið úr, og eru símanotendur sjálfir þó látnir greiða vinnu- launin, með uppsetningargjöld- unum, svo að engum kostnaði er létt af símanum eða ríkissjóði með þessu. Það fer nú eittlivað á milli mála, hver sök eigi á þessari ráðstöfun. Er svo sagt, að at- vinnumálaráðherra hafi að vísu lagt fyrir landssimastjóra, að gæta þess vel, að gjöld símans færi á engu sviði fram úr áætl- un, en landsímastjóra hafi þá orðið það fyrst fyrir að draga úr þessari vinnu og eigi ráðlierr- ann því í rauninni sök á þessu. Hinsvegar er því einnig borið við, að fyrir einhver mistök af hálfu landsímastjóra, séu ekki næg símatæki eða annað, sem með þarf, til að koma sírna- aukningunni í framkvæmd, fyrir hendi, og sé því sökin eink- um landsimastjórans. En hvað sem þvi líður, þá virðist ráð- herrann að minsta kosti ekki ætla að gera neina gangskör að því, að þessu verði kipt í lag, en láta sér í léttu rúmi liggja, jafnt þörf símanotenda fyrir hina nýju síma og verkamanna fyrir vinnuna við að „leggja“ þá. En það er ekki „ein báran stök“ í þessum efnum, af hendi ríkisstjórnarinnar, sem þó væntanlega telur sig „stjórn hinna vinnandi stétta“. Fyrir þremur vikum lét stjórnin hefja atvinnubótavinnu austur í Flóa, eða „Siberíu“ eins og það er kallað í daglegu tali, og eftir því sem Alþýðublaðinu segist frá, „stóð til að vinnunni yrði haldið áfram, þar til „land- ið væri full-undirbúið til rækt- unar“, og hafa unnið þar um 35 menn. En nú hefir það „f-log- ið fyrir“ segir blað kommún- ista, að þessari vinnu verði hætt í lok vikunnar. Það mun nú vera vegamálastjóri, sem hefir umsjón með atvinnubóta- vinnu ríkissjóðs, en ekki er þó látið svo heita, sem hann geti átt nokkura sök á jæssari vinnustöðvun, eins og landsíma- stjórinn á fækkun í símavinn- unni. Segir svo i hlaði kommún- ista, að það „muni“ vera að „tilhlutun” atvinnumálaráð- lierra, að þessi vinna verði stöðvuð, en „ástæðan“ sé sú, að Picykj avikurbær neiti að leggja fram nokkurt fé til vinnunnar! Alþýðublaðið virðist hinsvegar alveg vilja „fría“ atvinnumála- ráðherrann af allri ábyrgð á þessu og jafnvel af því að liafa haft nokkura „tillilutun“ um það, að þessi vinna yrði stöðv- uð. Því segist svo frá, að þessi vinna hafi verið hafin „með það fyrir augum“, að bærinn legði fram fé til liennar (að tveimur þriðju hlutum) á móti framlagi rikissjóðs, en ef það bregðist, muni vinnan lögð niður, og virðist blaðið þó í ranuinni eiima helst líta svo á, að vinnan hljóti þá öllu heldur að leggjast niður af sjálfu sér! Um þetta er nú hinsvegar það að segja, að þessi atvinnu- bótavinna ríkissjóðs austur í „Síberíu“ er bænum gersamlega óviðkomandi fjárliagslega. Það var „stjórn hinna vinnandi stétta“, sem gekst fjnrir því, að sú atvinnubótavinna, sem starf- rækt er fyrir framlag rikissjóðs, væri alveg aðskilin frá atvinnu- bótavinnu hæjarsjóðs. Og síðan sá aðskilnaður var gerður, hefir Iivor aðili staðið straum af sín- um hluta vinnunnar, án fram- lags af hins hálfu. Og auðvitað kemur það ekki til mála, að bæjarsjóðurheri nokkurnkostn- að af vinnu sem framkvæmd er ulan bæjarins og ekki að neinu leyti i hans þágu. — Blöð „hinna vinnandi stétta“ verða þvi algerlega að eigast við um það sín á milli og „stjórn Iiinna vinnandi stétta“, hvort þessari „Siberíu“-vinnu verður lialdið áfram eða hún verður stöðvuð. Tvöfalt blað (8 síður) verður gefið út af Vísi næstkomandi föstudag, og verður því svo hagað framvegis á föstudögum, f>Tst um sinn. Nokkrar breytingar verða þá um leið gerðar á blaðinu þannig t. d. að kvennasíðan, sem hingað til hefir verið í sunnudagsblað- inu verður flutt yfir í föstudags- blaðið og efni hennar aukið lil mikilla muna og gert fjölbreytt- ara, en um leið vinst rúm í sunnudagsblaðinu. Það skal tekið fram, að hér er að eins um tilraun að ræða, sem beinist að því að uppfylla frekar kröfur lesendanna og stækka blaðið frá því sem nú er, en ýmsir erfiðleikar eru á því að gera blaðið svo fjölbreytt sem skyldi einkanlega á þeim tíma sem auglýsingarnar eru mestar. Hvemig sem tilraun þessi kann að reynast og hvað sem líður þessari stækkun blaðsins í framtíðinni, vona útgefendur blaðsins að tilraun þessi megi leiða til nokkurra bóta, og þeir munu vinna að því hér eftir sem hingað til að verða við kröfum allra lesenda blaðsins. Auglýsendur eru vinsamlega beðnir um að senda þær auglýs- ingar, sem birtast eiga á föstu- dag í blaðinu svo tímanlega sem þeim er frekast unt, — helst á fimtudag, en eigi síðar en kl. 10.30 á föstudagsmorgun. adeiiis Loftup, Times leggur til að Sudeten-ÞjóOverjar fái sjálfsákvörðunarrétt um mái sín. Frakkap og Rússsap nmnu ekki geta unað við slíka lausn málanna. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Um alla álfuna er nú um það spurt, hvort tékk- neska ríkisstjórnin muni hafa fallist á kröfur þær, sem Henlein bar fram í Karlsbad í apríl s. I. fyrir hönd Súdeta. Áður hafði alment verið búist við því, að ekki gæti til þess komið að Tékkar féllist á þessar kröfur, þar sem með þeim væri hróflað við þeim grundvelli sem lýðveldið hvíldi á. Nú eru uppi um það ýmsar getgátur, hvaða ákvörðun stjórn Tékka hafi tekið á 5 klst. fundi sínum í fyrradag, en Hodza mun nú hafa rætt við Kundt um það, sem þar fékst niður- staða um. Víða koma fram getgátur um, að Tékkar hafi fallist á Karlsbad-kröfurnar að mestu leyti, en aðrir ætla, að þeir hafi að eins fallist á sumar þeirra. Sam- þykt þeirri, sem gerð var á stjórnarfundinum, átti að halda stranglega Ieyndri, en eitthvað mun þó hafa síast út um það, og haldið er, að Henlein, sem nú er kominn til Niirnberg, þar sem flokksþing nasista var sett í gær, hafi vikið að þessu máli við Hitler. En frá Nurnberg berast nú fregnir um það, að þýskir stjórnmálamenn, sem best skilyrði hafa til þess að fá fregnir um það, er fer á milli Tékka og Súdeta telji, að talsvert skorti á það, að með tilboði Tékka sé fullnægt kröfum Þjóð- verja og muni þeir því hvetja Súdeta til að krefjast frekari tilslakana. í ritstjórnargrein í Times í morgun er komið fram með tillögu um það, að ef allar samkomulagsumlcitanir fari út um þúfur og engin friðsamleg lausn sé sjáan- Ieg, gæti Tékkar leyft Súdetum að sameinast Þýska- landi. Að minsta kosti yrði að taka til greina óskir Sú- deta, hvernig svo sem deilan yrði leyst, því að með öðru móti væri ekki hægt að koma til leiðar varanlegri lausn hennar, en sú lausn, sem ekki er til frambúðar, er gagnslaus. í sambandi við þetta er vert að minna á, að allsterk rök hafa verið leidd að því, að Hitler muni, er hann gerir utanríkismálin að umtalsefni í Niirnberg, í viku- lokin, krefjast þess að þjóðaratkvæði fari fram í Sú- detahéruðunum, þ. e. að Súdetar fái sjálfir að ákveða framtíð sína, en með því væri að sjálfsögðu best trygt, að málið yrði leyst Þjóðverjum að skapi. Það er því álitið mjög mikilvægt, að Times skuli koma með ummæli um þessar mundir, þar sem óbeint er lagt til, að Súdetar fái að taka 'ákvörðun um fram- tíð sína upp á eigin spýtur. En það eru ekki miklar líkur til, að Tékkar geti fall- ist á neitt slíkt. Þeir hafa nú teygt sig eins langt í áttina til samkomulags og auðið er, og þeir munu ekki fallast á þjóðaratkvæði eða láta Súdeta-héruðin af hendi, nema þeir sé kúgaðir til þess, en engar líkur eru til að Frakkar og Rússar, sem hafa heitið Tékkum stuðningi, fallist á slíkar tillögur. Næstu dagar geta orðið örlagaríkir. Tékkar hafa gert hverja tilslökunina á fætur annari í von um friðsam- Iega Iausn deilunnar, en úrslitatilboði þeirra verður að líkindum hafnað. Tékkar telja sig ekki geta gengið Iengra. Tékkar og Slóvakar alment telja stjórnina þeg- ar hafa slakað of mikið til. United Press. Þísknr prófessor hverfur f Noregi. Oslo 6. sept. Á þýska skemtiferðaskipinu Monte Rosa, sem þ. 20. ágúst hafði viðkomu á Balestrand, var meðal farþega þýskur prófessor frá Berlín. Þegar hann kom á land er sagt, að hann hafi Iýst yfir í heyranda hljóði, að hann væri ófús að hverfa aftur til Þýskalands. Var þýskum yfir- völdum gert viðvart og hafa þau farið fram á það við léns- manninn í Balestrand, að hann sjái um, að prófessorinn fari aftur til Berlín. En hann var þá farinn inn í Sogn upp á eigin spýtur og fréttist til hans þar víðar og seinast á Aurland, en ekki vita menn hvar hann er niður kominn nú. Þar sem hann liefir ekki dvalarleyfi í Noregi, leitar norska lögreglan hans. — (NRP—FB). Á LANDAMÆRUM TÉKKÓSl/)VAKÍU. Tékkar eru við því búnir, að styrjöld brjótist út, ef sam- komulag næst ekki í deilunni við Súdeta. Á landamærunum hefir verið komið fyrir gríðarstórum fallbyssum og ef Þjóð- verjar gera tilraun til þess að hertaka Súdetalandið, verða fallbyssurnar teknar í notkun. „Undir eins og fyrsti þýski hermaðurinn stígur fæti á téklcneska jörð, verður hleypt af öll- um fallbyssum við landamærin“, sagði Rudolf Beran nýlega, en hann er formaður Bændaflokks Tékkóslóvakíu. Hershöfdmgfi f»r alrædis^ald til þess ad Isæla niðar óeirðir i Marseille. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Frakkneska ríkisstjórnin hefir gefið út tilskipun til þess að ráða bót á ríkjandi öngþveitis- ástandi í Marseille, en þar ‘>hefir verið háð haf narverkfall um helgar um alllangt skeið undanf arið. Lagði ríkisstjórnin tillögur til samkomulags fyrir at- vinnurekendur og hafnarverkamenn og lýsti yfir, að hún teldi knýjandi nauðsyn, að báðir aðilar samþyktu þær. Neituðu þeir að fallast á þær yrði stjórnin að grípa til sinna ráða. Verkamenn neituðu að fallast á tillögur stjórnar- innar, en atvinnurekendur féllust á þær. Gaf þá ríkisstjórnin út tilskipun þá, sem að framan var nefnd. Samkvæmt henni verður settur hershöfð- ingi yfir Marseille og hefir hann vald til þess að skipa menn til vinnu og segja þeim upp, ákveða laun og vinnuskilyrði, og nota herlið, ef þörf krefur, til þess að öll vinna geti gengið sinn eðlilega gang við höfnina. United Press. fram á aðstoö, en blaðið gengur út frá að ríkið verði að standa straum af mestum hluta þess verks, sem vinna verður til end- urbóta. (NRP—FB). Síra Bjarni Jónsson á konungsfundi. Við biskupsvígslu sem fram lór í dómkirkju Kaupmanna- hafnar í gær var viðstaddur Bjarni Jónsson vígslubiskup frá Islandi og tok þátt í athöfninni. Bjarni fór í dag í heinisókn lil konungs. (FÚ.). Mlljónatjóo í Noregl af Töldnm vatnavaxta. Oslo 6. sept. Betra yfirlit hefir nú náðst yfir tjónið af völdum vatna- vaxtanna í Guðbrandsdal. Að undangengnum athugunum tel- ur Morgenbladet að tjón á eign- um nemi 3—4 miljónum króna, þar af 1—2 miljón króna tjón á vegakerfi á Opland og 200.000 kr. á járnbrautum ríkisins. Engir bænda þeirra, sem orðið hafa fyrir tjóni, hefir farið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.