Vísir - 09.09.1938, Blaðsíða 6

Vísir - 09.09.1938, Blaðsíða 6
 VÍSIR Föstudaginn 9. sept. 1938. Barnabrek. ÖSru hvoru koma fram radd- ir um það, að framkomu barn- anna hér í hænuni sé á ýmsan bátt ábótavant, og eru þá vand- ræSabörn, með meiri eða minni bneigð til glæpa, ekki sérstak- lega höfð í huga. Börnunum er rnargt fundið til foráttu. Þau eiga að hafa Ijótt orðbragð, kalla til ókunnugs fólks á göt- unni, eða nefna menn ýmsum nöfnum. Þá er það tínt til, að bömin geri aðsúg að gömlu eða íáránlegu fólki. Þegar snjór er, stendur ístöðulitlu fólki geigur af snjókasti barnanna. Yfirleitt ier kvartað undan því, að höm- in séu ekki kurteis i framkomu. Oft er hka um það rætt, og ekki að ástæðulausu, að hörnin geri isér leik að því að hrjóta rúður, skemma blómsturgarða og gera önnur hervirki. Það er óefað, að mikið af þessum aðfinslum liafa við rök að styðjast. Oft gera þó við- jkvæmir menn og vanstiltir úlf- alda úr mýflugu, þegar þessi mál eru rædd. Það er t.d. fjarri öllum sanni, að ekki sé alla- jafna hægt að ganga í friði um götur bæjarins. Hitt er mikið fremur fágæt undantekning. Það er aftur á móti ekki fátítt, aS einstaka menn séu lagðir i einelti, og þá ekki síst þeir, sem eitthvað kynlegt er við. Hvað snjökastiS snertir, er það óneit- anlega dálítið hvimleitt, að eiga von á stórum snjóholta á háls- inn á sér óðar en maður snýr bakí að barnahópnum. Hvað xúðuhrotin snertir er von að menn kvarti, ekki síst, þegar mölvaðar eru rúður fyrir þús- 'úndir króna, eins og átti sér t. d. stað í Sundhöllinni, heint fyrir framan augun á kennur- um Austurbæjarbarnaskólans. En sá, sem vill vera sanngjarn i garð barnanna,verður að skilja hvatir þeirra. Oftast er fjarri þvi, að þessar herferðir gegn heilum rúðum-séu sprotnar af skemdarfýsn. Þær eru blátt á- fram spennandi leikur. „Nú hefir eg „knallað“ tíu rúður, en þú ekki nema fimm“, sagði pilt- ur við leikbróður sinn. Það er ekki margt, sem Reykjavikur- börnin mega „knalla“, en öllum imgum drengjum þykir gaman að hæfa vel. l ; Yfirleitt ættu þeir menn, sem fundið hafa livöt lijá sér til jþess að ræða þessi mál að at- liuga það, að hörn eru börn og hafa ekki náð þroska fullorð- inna, að þau eru full af gáska og fjöxá, svo framarlega sem þau eru heilbrigð. Menn ættu ekki að kippa sér upp við smá- vegis barnabrek. Það mun oftast fara svo, að allar áminningar lieimilanna koma að litlu haldi, þegar kenna skal hörnunum hvernig þau eiga að lifa. Þetta kemur af því, að börnin hafa sinn heim og sinn hugsunarhátt fyrir sig. Þau taka hvert eftir öðru, bæði orðbragð og annað. Dregur hver dám af sínum leikbræðrum, mætti ef til vill segja. Og það getur jafnvel verið varhugavert að banna einu harni að nota þá framkomu, sem leiksystkini þess liafa. Ef eitt harnið fær ekki að fylgjast með hipum, gera þau gys að þvi, og barnið á það á hættu, að njóta sín illa i sínum lióp. Börn og ungling- ar eru ekki vön að hlífa hvert öðru um skör fram. Enda þótt börnin séu oft harðvítug og óvægin, þá hafa þau líka næma réttlætistilfinn- ingu, og sýna stundum hið mesta drenglyndi. Það er því vafalaust hægt að hafa áhrif á þau í þessum efnum, ef«rétt er að farið. En hvernig má þá ráða bót á þessu og hæta siði harnanna? Mér sýnist ráðið einfalt: Skól- arnir eiga að kenna börnunum góða framkomu. Vafalaust reyna kennararnir að liafa góð áhrif á barnið, en það er ekki nægilegt. Það verður beinlínis að taka upp kenslu í góðri framkomu sem skyldunáms- grein, ef nokkur verulegur ár- angur á að fást. Það verður að sýna hörnunum liverir góðir siðir eru við allskonar tækifæri. Slík kensla mynd koma að góðu gagni, jafnvel miklu meira en margt annað, sem kent er. En kennarinn þarf þá að vera á- gætur. Hér í Reykjavík ætti að vera unt að finna bæði karla og konur, sem sjálf væru prúð- menni, og fær um að kenna þessa mikilvægu námsgrein. Það er fullorðnu mönnunum að kenna, að börnin eru ósiðuð, en ekki börnunum. Þeim ber að sjá þeim fjair kenslu og fyrir- myndum. Lj. Guðbrandur Jónsson: Þjóðix, sem eg kyntist. Útgefandi: Bókaverslun Guðm. Gam- alíelssonar. Guðbrandur Jónsson prófess- or er ekki við eina fjöhna feld- ur i bókmentastarfsemi sinni, enda liggur liún á sviðinu frá samningu orðabóka og alt til Iiins léttasta skáldskapar og gefur það nokkura hugmynd um hve Guðbrandur prófessor er fjölgáfaður ritliöfundur. I bók þeirri, sem hér liggur fyrir til umsagnar birtast noklc- urir af þeirn fyrirlestrum, sem prófessor Guðbrandur liefir haldið í útvarpinu nú að und- anförnu og mun óhætt að full- yrða að fáir séu betur séðir þar af almenningi en hann. Það er léttur blær og viðfeldinn yfir flestu sem liann lætur frá sér fara, djörf tilþrif, víðsýni og sanngirni, sem enginn lieima- alningur hefir til brunns að bera, ritsnild og fagurt mál, en flutningurinn svo lifandi að liann leikur sér að því að stökkva með lilustendur heims- endanna á milli án þess að nokkurum verði rneint af slík- um heljarstökkum, I inngangsorðum þessarar bókar segir liöfundurinn það sjálfur, að í dómum sínum um hinar ýmsu þjóðir fari hann að eins eftir eigin viðkynningu, •*— dómurinn sé „subjektiv“ og ekkert þar umfram, enda verði „menn að gá að því að það er ekki eins og guð liafi sagt það þó Guðbrandur segi það“, en hinsvegar hefir liann leitast við að segja rétt frá í öllum atrið- um. Sá, er þetta ritar hefir óveru- lega viðkynningu af erlendum þjóðum, og getur því engan efn- isdóm felt um innihald bókar- innar, sem bygður væri á slíkri kynningu, en bókin virðist bera það með sér, að vel sé í Sigurður Önundsson. Fæddur 1. júní 1914. Dáinn 23. maí 1938. Kveðja frá vini. Ástkæri vinur, yndi lífs míns varstu, æska þín veitti margar Ijúfar stundir. Háttprúður jafnan, lijarta dygðugt barstu, liugur minn kættist, nær þú hjá mér undir. Skjótt ertu hurt — sem barst mér ylinn bjarta blessun og sælu veittir mínu hjarta. Deili ég ei við drottinn guð á hæðum, dýpra liann veit en hjarta mitt nær skilja. Hann, sem í kærleik bliðum býtir gæðum, best er það alt, sem lýtur lians að vilja. Krýp ég því djúpt og lýt þeim drottins dómi, dýrð guðs og vegsemd sérhver tunga rómi. Sigurður, þér ég þakka öll þín gæði, þú veittir gleði mér á lífsins brautum, minningar binda marga kærleiks þræði mjög var þér kært að greiða úr vöndum þrautum. Æskan og trygðin hundu traustu böndin bjó mér hið góða hlýja vinarhöndin. Von min er sú, að vegir mætist aftur vinur minn, þar, sem leiðir aldrei þrýtur. Því fær til leiðar komið drottins kraftur hvar þú í lierrans skjóli sælu nýtur. Syngjandi lof þeir drotni er dauðan deyddi dýrðlegt gaf líf, og jarðlifsmeinum eyddi. E. B. hóf stilt í öllum greinum og fullrar sanngirni gætt. Er óhætt að fullyrða að bók þessi ætti að vera íslendingum mikill fengur, bæði þeim til leiðbeiningar sem utan fara, og einnig hinum sem lieima sitja og eiga þess ekki kost að kynn- ast erlendum þjóðum. Bókin er i senn mjög skemtileg og mjög fróðleg. K. G. EyvindaF- stadalieiði. í sambandi við bílferðir þær, sem farnar hafa verið í sumar milli Hveravalla að sunnan og Svartárdals og Sléttárdals (Svínadals) i Húnavatnssýslu að norðan, liefir útvarpið — og síðan hlöðin eftir því — hvað eftir annað talað um einhverja „Eyvindartunguheiði“, sem um liafi verið ekið, er eystri leiðin var farin, þ. e. leiðin milli Svart- árdals og Hveravalla. Á þessari leið er engin Eyvindartungu- heiði, heldur liin alþekta Ey- vindarstaðaheiði. Það er leiðin- legt, að relca sig á svona vitleys- ur, en ekki man eg eftir því, að neinn liafi orðið til þess, að leið- rétta þetta. Útvarpið mun eiga sökina á þessu i fyrstu, en vissu- lega var blöðunum óskylt, að apa vitleysuna eftir því, og það oftar en einu sinni. Og viss þyk- ist eg um það, að ekki muni Páll Sigurðsson, bílstjóri, sá er stjórnaði ferðinni um Eyvindar- staðaheiði að Hveravöllum og alla leið siiSut* hingað, hafa sagt útvarpi og blöðum, áð Ílalin hafi ekið suður „Eyvindartungil- heiði“. Hann vissi það að minsta kosti mæta vel, er hann lagði af stað frá Blönduósi í suðurferð- ina, að leið hans mundi liggja um hina gömlu og góðu Eyvind- arstaðaheiði. Kunnugur. Gírlausir bílar. Fyrir nokkuru var frá því sagt í skeytum, að Itala einum, búsettum í London, hefði tekist að smíða „gir“-lausan bil, Upp- fmninganl^urinn beitir Piere Salerni (nafnið er ekki þýtt) og hefir Iiann unnið að uppfinn- ingu sinni undanfarin 20 ár. Að ytra útliti er vagninn eins og hver annar 21 ha. vagn, en þegar litið er í vélarhúsið, er 33 sm. langur og 25 sm. digúr sí- valningur þar sem „gír-kassinn“ er venjulega. Ökumaðurinn þarf að eins að hugsa um stýrið, fót- hemlu og fótbensínið. Mesti kosturinn við þenna vagn er talinn sá, að menn þreytastað lieita má ekkert við að aka honum. Þá er liann eklci nema 23 sek. að komast upp í 115 km. lcraða á klst, en með „gír“-skiftingum tekur það 36 sek. Auk þess minkar hensín- eyðslan um 33%—50 af hundr- aði, J En þótt kostir þessarar upp- finningar séu taldir svo miklir, eru sérírÓSir menn þó þeírrar skoðunar, að þess verðí all-langt að bíða, að þeir verið notaðir ahnent. Ástæðuna telja þeir þá, að menn hafi svo gaman að „skifta gírum“, að þeir vilji heldur liafa þá skemtun, en að draga úr reksturskostnaðinum og auka þægindin við stýrið. Niðn r suðudó sirnar =-----bestap frá Dðsaverksmiðjonii HRÓI HÖTTUR og menn hans. — Sögur í myndum fyrir börn. ]g7. RAUÐSTAKKUR. — Eg stend við hlið yðar, herra, .............. — Hafðu þig hægan! Við höfum — Hver er tilgangurinn, Ivan ridd- er þér berjist við Hugo. — Eg skipun um að fara með þig til ari? — Hægan, Rauöstakkur. þakka trygð þina, Rauðstakkur. . . Ivans riddara. (Gerðu eins og >ér er skipað. LEYNDARMÁL 68 HERTOGAFRÚARINNAR jeg, eittlivert afl, sem hafði mig alveg á valdi sinu. Stundum — síðar — reyndi eg að gera mér grein fyrir þessu. I herhergi mínu var fé mitt, bll plögg og skjöl bréf frá móður minni — Jninjagripir, það, senr eg átti og var mér mikil- vægt. En aldrei hefir mér dottið í liug, að eg hafi lagt mig í hættu vegna þessa. Reykjarmökkinn lagði út úr gluggum og göngum á fyrstu hæð — en við endann á þess- um göngum var herbergi mitt. Eg mætti von Kessel. „Hvert ætlið þér! Eldurinn er að læsa sig um göngm. Það væri óðs manns æði — “ En eg var kominn fram lijá honum áður en eg vissi. Eg fór úr jakkanum og vafði honum um höfuð mér. Einhvern veginn — eg veit ekki hvernig — tókst mér að komast til herbergis mins. Eg man að eins, að þegar eg snerti liurð- íirsnerilinn brendi eg mig. En hvernig sem eg reyndi gat eg ekki opnað Imrðina. Það var hægt að snúa lyklinum í skránni eins og vanalega. :en það var ekki liægt að opna. En i þessum svifum tók eg eftir jám- holta öðrum megin — og öðrum hinum megin. Eg þuklaði á hurðinni og fann járnslá, sem sétt hafði verið fyrir dyrnar. „Því er þá svona varið. Og gluggarnir vita að Melnu — straumharðri.“ En eg var ekki eins undrandi og ætla mætti. Eg skildi undir eins livernig i öllu lá. Þeir héldu, að eg væri enn í herbergi mínu. Það átli að losna við mig með þessum hætti. Eg æddi af stað sömu leið og eg liafði komið. Og eg var ekki fyrr kominn niður, en eg heyrði ógurlegt brak. Stiginn og gólfið í göngunum hafði Iirunið. Þegar eg kom aftur til stórhertogafrúarinn- ar, móður, með æði í augum, og brunasár, stóð stórhertoginn lijá henni og von Hagen. „Monsieur Vignerte,“ sagði hann fagnandi, er liann sá mjg. „Það er sem steini sé af mér létt, er eg sé .yður lieilan á liúfi. Þér virðist koma langt að.“ „Já, — eg kem langt að,“ sagði eg og riðaði. „Styðjið hann,“ skipaði stórhertogafrúin, og von Hagen hlýddi henni. „Varið ykkur,‘ sagði stórhertoginn alt í einu og við hlupum öll aftur á hak. „Þetta var það, sem eg óttaðist.“ Hann liafði gripið konu sina, um leið og liann hörfaði til baka. Feikna loga, purpurabláum og gullnum, skaut í loft upp, og ógurleg sprenging varð. Veggir kastalans hrundu með braki og hrest- um, en timbur og grjót lientist í allar áttir — og alt í kringum okkur. Nálægt okkur stóð Muller kapteinn. Steinn lenti á höfði lians og liann hneig niður og blóðið lagaði úr honum. Sprengingin hafði vafalaust orðið í rannsókn- arstofu Cyrusar Beck. Slökkvilið Lautenburg kom nú á vettvang og herlið var einnig á leiðinni. Iílukkan um eitt var slökkviliðið búið að ná valdi á eldinum. Klukkan liálftvö var verið að hera út fvrstu líkin. En klukkan ura tvö sáust fyrstu merki þess, að færi að roða af nýjum degi. I þvi gengu fjprir hermenn hjá með lík á börum — alt sundur tætt. Það var lik Cyi-usar Beck prófessors. Stórhertoginn beygði sig yfir hann og sagði: „Það var ekki við öðru að húast en svona færi fyrir lionum iá endanum.“ Það voru þakkirnar, sem Cyrus Beck, prófes- sor frá Kielar háskóla fékk. Stórliertogafrúin, Melusine og eg fórum inn í vinstri álmu kastalans. Þá var klukkan um sex. Allar líkur hentu til, að það mundi verða heitt um daginn, því að himinn var alheiður. Melusine liafði komið til okkar skömmu eftir að við urðum eldsins vör. Hún liafði aðstoðað stórhertogafrúna við að binda um sár þeirra, sem fengu brunasár, slökkviliðsmanna og lier- manna. Aurora sagði ekki orð af vörum, en við sá- um að henni var mikið í liug, og vildum ekki trufla liana. Alt í einu horfði liún upp og benti mér bros- andi á fugl á flugi. Hann kom úr austurátt og flaug yfir okkur. Hann flaug yfir enska garð- inp í áttina til Melnu. Ánnar kom og sá þriðji og svo tíu eða tuttugu. .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.