Vísir - 20.09.1938, Síða 2

Vísir - 20.09.1938, Síða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Ilverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstrætil. S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Nokkru nær? í erlendum fréttum blaðanna í gær var sagt frá þvi, að fransk- ir og breskir ráðherrar hefðu á fundi i London komið sér saman um „tillögur til lausnar á deilunni i Tékkoslóvakíu“. í aðalatriðum eiga þær tillögur, að þvi er sagt er, að vera sam- hljóða uppástungum Hitlers, eða á þá leið, að þau héruð, þar sem Sudeten-Þjóðverjar eru í algerum meiri hluta, skuli sam- einuð Þýskalandi, að undan- genginni þj óðaratkvæðagreiðslu, en í öðru, þar sem Súdetar eru í meiri hluta, en ekki eins miklum, skuli komið á sjálfs- stjórnarfyrirkomulagi innan tékkneska ríkisins. En þó að stjórnir Breta og Frakka hafi komið sér saman um einhverjar slíkar tillögur, þá er ekki endi bundinn á deil- una með því, eða trygð friðsam- leg lausn hennar. Talið er i skeyti til Vísis, frá United Press í London, að tillögurnar muni „því skilyrði háðar, að stjórnin í Prag fallist á þær“, og að sjálf- sögðu þurfa Þjóðverjar einnig að samþykkja þær. En hvorl- tveggja getur brugðist. Þó að tillögurnar séu í „að- alatriðum“ samhljóða uppá- stungum Hitlers, þá er ekki ó- sennilegt, að deilur geti risið út af einhverjum aukaatriðum, svo að ekkert verði úr samkomulagi við Þjóðverja. Ágreiningur kynni t. d. að rísa út af því, með hverjum hætti, eða undir hverra stjórn þjóðaratkvæðagreiðslan eigi að fara fram. Sagt hefir verið frá því, að Þjóðverjar hafi krafist þess, að Tékkar yrðu á brott með her sinn og lögreglu úr Súdetaliéruðunum, áður en atkvæðagreiðslan færi fram, og Henlein og hans mönnum falin lögreglustjórnin og fram- kvæmd eða umsjón atkvæða- greiðslunnar. En ólíklegt er, að á slíkt sé fallist í tillögum Breta og Frakka, enda kemur vart til mála, að Tékkar gætu fallist á það. Hinsvegar væri hugsanleg sú málamiðlun, að atkvæða- greiðslan yrði látin fara fram undir hlutlausri yfirstjórn. í annan stað er þess að geta, að Tékkar hafa til þessa tekið því allfjarri, að fallast á að þjóð- aratkvæðagreiðsla í Sudetahér- uðunum yrði látin skera úr um framtíð þeirra. Og samtímis því, að bresku og frönsku ráðherr- arnir voru að ráða ráðum sínum i Lundúnum, lýsti Hodza, for- sætisráðherra Tékkoslóvakíu, yfir því í ræðu, að tékkneska stjórnin „myndi ekki geta fallist á þá lausn deilunnar, að Sudeta- héruðin yrðu afhent Þjóðverj- um“, og fullyrti, „að þjóðarat- kvæði myndi ekki verða látið fram fara“. En ef við það verð- ur látið sitja, af hálfu Tékka, eru forsendurnar fyrir tillögum Frakka og Breta brostnar, og friðsamleg lausn deilunnar á þeim grundvelli úr sögunni. Hitt er augljóst, að Frölckum og Bretum muni það mjög nauðugt, að grípa til vopna til stuðnings Tékkoslóvakíu, út af þessari deilu, sem þeir og telja að leysa mætti friðsamlega, með þeim hætti, sem báðir aðil- ar gætu látið s(æ lynda. Þarf því ekki að efast um það, að af þeirra hálfu mundi verða lagt allfast að Tékkum, að sætta sig við það sem þeir leggja til og samkomulag næst um við Þjóð- verja. Mætti jafnvel svo fara, að Frakkar teldu sig þá lausa allra mála við Tékka, ef þeir þverskölluðust, eða vildu ekki hlíta forsjá þeirra um friðsam- lega láusn deilunnar, þó að ann- ars vegar liggi við borð ný lieimsstyrjöld. Hinsvegar eiga Tékkar líka aðra volduga bandamenn, auk Frakka, þar sem Rússar eru, og ef til vill hrís þeim því ekkert hugur við því, að „ganga á liólm“ við Þjóðverja með þá að baki sér, jafnvel þó að Frakkar og Bretar brygðust. er markmið Náttúrulækninga- félags íslands, sem stofnað verður hér í bænum. Háttúrulækningafélag Islands “ er ákveðið að stofna hér í bænum og er aðalhvata- og for- göngumaður félagsstofnunar- innar Jónas Kristjánsson lækn- ir frá Sauðárkróki, sem um langt skeið hefir unnið að því, að leiða mönnum fyrir sjónir, hversu nauðsynlegt þjóðinni er, að breyta um mataræði og lifn- aðarháttu, og eru skoðanir lians í þessu efni kunnar af ágætum fyrirlestrum hans og ritgerðum. Margir mætir menn liafa á- huga fyrir þessum málum og má fullyrða að stofnun Nátt- úrulækningafélags íslands eigi vísan ,stuðning margra góðra manna. — Eg álít, sagði Jónas Krist- jánsson í stuttu viðtali við Vísi i morgun, að heilsufari þjóðar- innar sé hætta búin af núver- andi mataræði og lifnaðarhátt- um og eitthvað verði að gera til þess að koma í veg fyrir vax- andi kvillasemi og hrörnun þjóðarinnar. Mataræði. þjóðar- innar á mikinn þátt í því hversu ýmsir kvillar fara i vöxt, melt- ingarsjúkdómar o. m. fl. Eg lít svo á, að þetta verði að færa til réttari vegar. Tilgangurinn með stofnun Náttúrulækningafélags íslands er að gefa þeim, sem hafa áhuga fyrir bættu heilsufari þjóðarinnar kost á að vinna að þessum málum. Er hugmyndin að koma upp heilsuliæli til máttúrulækninga, þar sem sjúklingarnir eru læknaðir á náttúrlegan hátt, en ekki með meðulum. —o— í augl., sem birt er í blaðinu i dag, er sagt nánara frá hinni fyrirliuguðu félagsstofnun, en stofnfundur þess verður aug- lýstur síðar. Réttir fara nú að hefjast, og ver'ða þær fyrstu, Þingvalláréttir og Gjábakka- réttir, á mánudag. Hafravatnsrétt- ir ver'Öa á þriðjudag, Kollafjarðar á miðvikudag, en á föstudag Skeiða og Landréttir. Tékkneska stjórnin krefst skýringa á tiiiðg- nm Breta og Frakka. Setning Háskólans fór frant í dag. Búist er við að Háskólinn flytji í kin nýju húsakynni sín inoan 2-3 ára. ¥epkalýðsfélögm bresku rísa upp gegn miðlunar- tillögum og víta svikin viö Tékkoslóvakíu. EINKASKEYTI TIL VfSIS. London í morgun. Tékkneska stjórnin kom saman á fund síðdegis í gær, er sendiherra Breta hafði afhent henni tillögur þær, sem Bretar og Frakkar hafa náð samkomulagi um. En um þessar tillögur hefir engin opinber tilkynning verið birt, en blöð um alla álfuna ræða höfuðefni þeirra, sem áður hefir verið getið. Að því er United Press hefir fregnað frá Prag mun tékkneska stjórnin helst hallast að því, að fallast á hinar fransk-bresku tillögur sem samningsgrundvöll, heldur en hætta á það, að Tékkar einir verði að berjast gegn Þjóðverjum. Tékkneska stjórnin mun senda beiðni til París og London um frekari greinargcrð fyrir tillögunum, þar sem hún geti ekki fallist á þær endanlega fyrr en nánari upplýsingar séu fyrir sendi um það skipulag er, sem þessar þjóðir hafa í huga, að því er Tékkóslóvakíu snerti, eftir að Súdetahéruðin eða hluti þeirra hafa verið sameinuð Þýskalandi. Þessa stefnu hefir tékkneska stjórnin tekið í von um, að geta komið því til leiðar, að skilmálarnir verði Tékkóslóvakíu hagstæðari en nú lítur út fyrir, að þeir verði. Aðalráð verklýðsfélaganna hresku kom saman á fund á mið- nætti síðastliðnu til þess að ræða þetta mál, en ráðið hefir haldið margra fundi undanfarna daga, án þess nokkur ályktun væri gerð. Á fundinum í nótt var samþykt ályktun þess efnis, að fransk-bresku-tillögurnar væru skammarleg svik við Tékkó- slóvakíu — hér hafði lýðræðisþjóð verið svikin með þeim liætti, að skapað væri hið hættulegasta fordæmi fyrir framtíðina. Ráðið segir, að menn muni verða lostnir skelfingu við að frétta, að Bretar og Frakkar skuli hafa fallist á að skifta Tékkó- slóvakíu og láta af hendi við annað ríki mörg héruð landsins — án þess að bera þetta fyrst undir ríkisstjórn Tékkóslóvakiu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefir United Press fregnað, að mikillar mótspyrnu gegn tillögunum sé að vænta í breska þinginu, innan íhalds- flokksins, aðallega meðal fylg- ismanna Churchills og Athony Eden. Búast menn við, að þeir muni mótmæla kröftuglega, að Bretar fallist á, að Súdetahéruð- in verði látin af hendi við Þjóð- verja. Stjórnarandstæðingar munu verða móti samkomulaginu. United Press. Fundur í Dresden. Nefndará- form Súdeta. — Enskir og ame- rískir blaðamenn handteknir. — London 20. sept. FÚ. I Dresden var í gærkveldi haldinn mikill fundur Súdeta. Sibekovsky, einn af leiðtogum Súdeta, flutti ræðn og sagði: Þér munuð koma heim til lands yðar eins og hermenn, þér fór- uð elcki burt til þess að bíða auðum höndum, stund frelsis- ins nálgast og stund hefndar- innar er að koma. Stofnun sjálf- boðaliðssveitanna er svar Súd- eta til tékknesku stjórnarinnar, fyrir að leysa upp flokldnn. — Fleiri ræður voru haldnar. Einn ræðumanna sagði meðal ann- ars: Vér höfum bygt upp nýjan flokk og hans viðfangsefni er ekki það, að finna lausn í mál- inu, heldur koma fram hundr- aðfaldri hefnd. Vér munum sýna heiminum, að vér erum færir um að knýja fram mál- stað vorn og ekkert tjón, sem Súdetum hefir verið gert, mun skoðast bætt, fyr en það hefir verið bætt tífalt. Á fundi þess- um voru amerískur blaðamað- ur og blaðamaður frá Reuter teknir fastir og haldið í gæslu- varðhaldi á aðra ldukkustund. Hafði múgurinn áður ráðist á liinn ameríska blaðamann. HORTHY HEIMSÆKIR HITLER Á NÝ. Fregn frá Budapest segir, að Horthy ríkisstjóri Ungverja- lands muni fara til fundar við Hitler í Berchtesgaden í dag. Er- indi hans er að leita liðveislu hjá Hitler til stuðnings kröfumUng- verjalands, um að því verði af- hentur hluti af Tékkoslóvakíu. Vinnuveitendafélagið tilnefndi i gær Kjartan Thors til þess að taka sæti í Félagsdómnum fyrir þess hönd, en til vara Jón Ásbjörnsson hrm. Setning Háskólans fór fram í dag og liófst hún í neðri deildar sal Alþingis kl. 11 árdegis að viðstöddu fjölmenni. Auk prófessora og nemenda voru þar allmargir gestir Há- skólans, forsætisráðherra, sendi- herrar erlendra ríkja, lögmað- ur, erlendir gestir o. fl. Söngflokkur söng hátíðaljóð- in, en að því loknu hélt rektor Háskólans, Niels Dungal pró- fessor, setningarræðu. Benti hann m. a. á það, að senn hvað liði stæði fyrir dyruip. að Há- skólinn flytti í hin nýju og veg- legu húsakynni sín, en til þessa hefði húsnæðisleysi, féleysi og aðrjr erfiðleikar staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun Háskólans. Hinsvegar væri það ekki nægj- anlegt að Háskólinn flytti í hin nýju og veglegu húsakynni, heldur væri hitt aðalatriðið, að prófessorar og nemendur legðu fram alla krafta sína í þágu vísinda og mentunar. Háskólinn hefði til þessa aðallega verið embættismannaskóli, þ. e. hann hefði undirbúið embættismanna efni, en það væri aðeins annar aðalþáttur starfsemi hans, með því að honum bæri að helga sig vísindum og efla á þann hátt hið andlega líf þjóðarinnar. Vegna fámennis og fátæktar gætum við íslendingar ekki staðið jafnfætis öðrum menn- ingarþjóðum á flestum sviðum, en þó mætti vænta þess, að ýms- ar greinar vísinda gætu eflst svo hér á landi, að þjóðinni yrði sómi að, en vinnan væri grund- völlur allra vísindaiðkana. Að- búnaður prófessoranna væri þannig frá hendi ríkisins, að þeir gætu ekki lielgað Háskól- anum alla starfskrafta sina vegna lágra launa og auka- starfa, sem þeir neyddust til að hafa með höndum og bæri því nauðsyn til að hagur þeirra væri réttur til muna frá þvi sem nú væri. Hvatti hann nemendur til þess að rækja nám sitt af alúð og samviskusemi, þannig að það mætti bera sem bestan árang- ur og verða þeim, aðstandend um þeirra og þjóðinni í heild að sem mestu gagni. Að lokinni ræðu rektors söng söngflokkurinn að nýju, en þvi najst afhenti rektor hinum nýju nemendum hásltólabréf þeirra. Að því loknu var þjóðsöng- urinn sunginn og setningu Há- skólans þar með lokið. í fyrra voru um 225 nemend- ur í Háskólanum og mun fjöldi nemendanna verða svipaður í ár. Þegar hafa innritast um 20 nemendur í ýmsar deildir Há- skólans, en búist er við að um 50 nemendur innritist á þessu ári. Húsnæði það, sem Háskólinn liefir nú, er með öllu óviðun- andi. Er það grunnhæð Alþing- ishússins, stofurnar dimmar og þröngar og rúma tæpast nem- endafjöldann í hverri deild. Há- ir þetta kenslu að ýmsu leyti, og er því ekki að furða að pró- fessorar og nemendur fagni þvi, að innan fárra ára á Háskólinn að geta flutt í hin nýju og veg- legu húsakynni sín. Kosningap í Svíþjóð Einkaskeyti FÚ. Af fregnum þeim, sem komn- ar eru urn kosningarnar til efri deildar sænska þingsins, er það ljóst, að jafnaðarmenn vinna nálega allsstaðar á og hafa unn- ið mörg ný þingsæti. Frjálslyndi þjóðfloklcurinn vinnur einnig á, sömuleiðis hændaflolckurinn, en hægri flokkurinn og lcommúnistar tapa. Er helst útlit fyrir að jafn- aðarmenn fái hreinan meiri hluta í efri deild. t sambandi við þessar lcosninga-niðurstöður segir Per Albin Hanson forsæt- isráðherra: Yér munum fram- vegis fara með þau völd, sem oss er trúað fyrir, með fullum skílningi á þeirri miklu ábyrgð, er á oss hvílir. MUSSOLINI og helstu foringjar hans horfa inn í fallbyssukjaftana. Þetta eru byssur af nýjustu gerð, sem verða teknar í notkun í næsta ófriði, sem Italir lenda í, en þess verður væntanlega ekki langt að bíða.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.