Vísir - 21.09.1938, Page 2

Vísir - 21.09.1938, Page 2
VISIR VÍSIR DAGBLAS Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Kraftaverk. CVO virðist nú, sem deilan U um Tékkóslóvakíu muni senn til lykta leidd. Það er ekki aðeins komið á fult samkomu- lag milli ríkisstjórna Breta og Frakka um lausn deilunnar. Samkvæmt síðustu fregnum eru líkur til, að stjórnin í Tékk- óslóvakíu fallist á tillögur þeirra. Og svo brátt ber þetta að, að helst virðist svo sem lausnin hafi verið fyrirfram á- kveðin, en að „samkomulags- umleitanirnar“ undanfarna daga hafi verið mestmegnis að nafninu til, og í rauninni aðeins lokaþáttur leynilegra samninga, sem á undan hafi verið gengnir. Það er ekkert leyndarmál, að mjög náið samband er á milli ýmsra áhrifamanna Þjóðverja og nokkurs hluta breska íhalds- flokksins, þess hlutans, sem ná- komnastur er aðalmönnum bresku stjórnarinnar, og m. a. hefir umráð yfir „Times“, auk annara áhrifarikra blaða * í Bretlandi. Fyrir áhrif þessa flokksbrots liafa orðið ýmsar breytingar á ensku stjórninni undanfarna mánuði, m. a. sú, að skift var um utanríkismála- ráðherra. Hefir þessi hluti flokksins unnið eindregið að aukinni samvinnu milli Breta og Þjóðverja og ítala, en Ant- hony Eden var þrándur í götu þeirrar samvinnu og varð hann fyrir þá sök, að víkja úr stjórn- inni. En síðan hann fór frá, liafa völd hinna þýsksinnuðu í flokknum og ríkisstjórninni farið mjög vaxandi. Og það er ekkert vafamál, að fyrir milli- göngu þeirra hefir síðan verið unnið að því af kappi, að „undir- búa jarðveginn“ fyrir bresk- þýsku samvinnuna. En til þess að sú samvinna gæti tekist, varð fyrst og frémst að ná samkomu- lagi um mál Tékkóslóvakíu og það virðist nú hafa tekist. Hefir það vafalaust orðið fyrir milli- göngu þessara bresku Þjóð- verjavina sem á bak við tjöldin hafa undirbúið samkomulags- grundvöllinn í samráði við þýska áhrifamenn og trygt sam- komulagið um liann. Þannig hefir samkomulagið þá að öllum líkindum verið trygt, áður en breski forsætis- ráðherrann fór flugferð sína á fund Hitlers! En ef svo hefir verið, þá var heldur ekkert átt á hættu, þó að „Times“ birti „kröfu“ sína um það, að Súd- etahéruðin yrðu sameinuð Þýskalandi, áður en lokið var hinum opinberu „samkomu- lagsumleitunum“ og viðræðum þeirra Chamberlains og Hitlers, sem að öðrum kosti hefði verið óverjandi frumhlaup af hlaðsins Iiálfu. En eins og komið var, eða gera má ráð fyrir að komið hafi verið, ef samkomulag hefir þeg- ar verið orðið um þessa „kröfu“ blaðsins, þá var það í rauninni ekki nema að vonum, að það, 1 sem blað hinna „þýsksinnuðu“, vildi með þessum liætti eiga opinbert frumkvæði að því, að málið yrði leyst á þann hátt, sem aðstandendur þess höfðu leynilega unnið að og fullvist mátti telja að ofan á yrði að lokum. En þó að „gangur málsins“ liafi ef til vill verið þannig, á bak við tjöldin, þá þarf það ekki á nokkurn liátt að draga úr áhrifum hins tilkomumikla- lokaþáttar samkomulagsumleit- ananna, sem fram fór fyrir opnum tjöldum, er breski for- sætisráðherrann flaug á fund Hitlers, til þess að finna þau ráð, er duga mættu, til að koma í veg fyrir það, að ófriður bryt- ist út. Eftir því sem þá horfðsit á, að minsta kosti að ytra útliti, virtist sem til þess mundi þurfa alt að því „kraftaverk1, að því yrði bjargað við. En þó að af- rek það, sem breski forsætis- ráðherrann vann í því skyni, hafi ef til vill aðallega verið táknrænt, þá hefir „kraftaverk“ eigi að síður verið unnið, og til- ganginum er náð, ef tekist hef- ir að koma í veg fyrir ófriðinn, sem yfirvofandi hefir verið. Sjálfstæðismenn stofna með sér félag á Bíldudal. Sunnudaginn 18. sept. s.l. var stofnað sjálfstæðisfélag á Bildu- dal, sameiginlegt fyrir Suður- fjarðahrepp og Dalahrepp. — Stofnendur voru alls 101. For- maður félagsins var kosinn Elías Jónsson frá Ilvestu. Með- stjórnendur voru kosnir, úr Dalahreppi Kristófer Kristófers- son bóndi í Hvestu, úr Suður- fjarðahreppi Hálfdán Guð- mundsson, Kristin Hannesdótt- ir og Þorkell Jónsson. Félagið hlaut nafnið Sjálf- stæðisfélagið Örn. — Á fundin- um var samþykt einróma áskor- un til Gísla Jónssonar umsjón- armanns, um að verða i kjöri í sýslunni af hálfu Sjálfstæðis- flokksins, við næstu kosningar til Alþingis. Þakkaði fundurinn honum, í fundarlok, fyrir ötular og óeigingjarnar framkvæmdir í atvinnulifi Bíldælinga á þessu ári. Hin nýja rækjuverksmiðja, er nú að ráða til sín starfsfólk og mun hefja starfsemi sina í þess- ari viku. Hefir þegar verið soðið niður i noklcur hundruð dósir og hafa þær reynst prýðilega. Fiskimjölsverksmiðjan hefir þegar verið tekin í notkun og kaupir hún allan úrgang sem til fellur frá bátum og fryslihús- inu. Hefir þetta orðið til þess, að verð á nýjum fiski á Bíldu- dal hefir hækkað um 1 eyri kg. lil sjómanna. Gísli Jónsson hefir nýlega keypt mótorskipið „Geysi“ frá Bíldudal, sem strandaði við Auðkúlu fyrir tveim árum. — Hefir hann þegar gert ráðstaf- arnir til þess að taka skipið út og hyggst hann að láta gera við það og nota síðan til fiskveiða. Myndi það bæta allmjög skipa- kost Bílddælinga, sem svo mjög hefir gengið úr sér hin síðari ár. — SÍLDVEIÐARNAR. Saltsíldaraflinn nam þ. 17. sept. 325.337 tn., þar af matjes- verkað 109.306 tn. I fyrra nam saltsíldaraflinn 206.147 tn. ,— Af Faxaflóasíld er nú búið að salta 2.411 tn. — Bræðslusíldar- aflinn er 1.523.704, í fyrra um sama leyti 2.165.640. Mikill viöMnaðar Þjöö- verja við landamæri TékkoslóvakíQ. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Fregnin um það, að ríkisstjórn Tékkóslóvakíu hefði fallist á tillögur Breta og Frakka sem samkomulagsgrundvöll, voru bornar til baka í tilkynningu frá Prag, en jafnframt var tilkynt að tékkneska stjórnin mundihefjastjórnmálalegarviðræð- ur með það fyrir augum, að fá nánari skilgreiningu á tillögunum. Kom glögt fram í tilkynningu þessari, að stjórnin vill í lengstu lög reyna að bjarga núverandi landamærum Tékkóslóvakíu. En þrátt fyrir vaxandi mótspyrnu í Bret- Iandi og Frakklandi, gegn tillögum Breta og Frakka, voru sendiherrar þessara þjóða í gær kl. 2.15 látnir fara á fund dr. Benes, ríkisfor- seta Tékkóslóvakíu, til þess að hvetja hann til þess að beita sér fyrir því, að stjórnin fallist á tillögur Breta og Frakka skilmálalaust, þar sem málið þoli enga bið. Helstu ráðherrar í tékknesku stjórninni komu saman á fund, þegar sendiherrarnir höfðu borið fram þessi tilmæli. Hafa stað- ið yfir sífeldir stjórnarfundir síðan er þetta var og lauk þeim ekki fyrr en í dögun. Ríkisstjórnin mun öll koma saman á fund í dag til þess að taka fullnaðarákvörðun um afstöðuna til tillaga Breta og Frakka. Lundúnablöðin birta fregnir um það, að Þjóðverjar hafi feikna mikinn hernaðarlegan viðbúnað og hafi 22 þýsk her- fylki verið send til landamæra Tékkóslóvakíu. Menn óttast, að þessi herfylki fái skipun um að fara inn yfir landamæri Tékkóslóvakíu, nema stjórnin í Prag fallist skil- málalaust á tillögur Bretabg Frakka. Þjóðverjar munu krefjast þess, að Tékkar fallist á tillögurnar áður en Hitler og Cham- berlain ræðast við í Godesberg, en sá fundur er nú ákveðinn kl. 3 á morgun. Mikill ótti er ríkjandi um hvað gerast muni á þessum fundi vegna frétta, sem borist hafa um það, að Hitler muni bera fram kröfur um frekari sundurlimun Tékkóslóvakíu, til þess að um leið og Súdetarisameinist Þýskalandi geti pólsku og ung- versku þjóðemisminnihlutarnir sameinast Póllandi og Ung- verjalandi. Komu ungverskir ráðherrar til Þýskalands í gær til þess að ræða við Hitler, og mun þessar kröfur éinnig hafa borið á góma. Jafnframt harðnar mótspyrnan í Bretlandi og Frakklandi stöðugt gegn því, að lýðræðisríkin láti undan kröfum Hitlers. United Press. Orðsending Tékka til Breta og Frakka. — Rússap liafa heitið Tékkum aðstod* London, í morgun. — FO. Tékkneska stjórnin hefir beðið stjórn Frakklands og Englands, að endurskoða þá af- stöðu sína, að Súdetaliéruðin verði sameinuð Þýskalandi. Þá er lögð áliersla á það, að tékkn- eska stjórnin sé reiðubúin til þess, að taka fylsta tillit til minni hlutanna, en sé ákveðin í því, að láta hvergi ganga á rétt tékkneska ríkisins. Þá er í þessum boðskap minst á gerðardómssamninginn sem gerður var milli Þýska- lands og Tékkóslóvakíu 1925 og staðfestur að nýju af Þýska- landi um leið og Austurríki var innlimað. Samkvæmt þessum samningi ber að jafna allan á- greining milli þessara ríkja, annað livort með fimm manna gerðardómi, er skipaður sé ein- um fulltrúa frá hvorum aðila og þremur hlutlausum mönnum, eða af alþjóða dómstólnum í Haag. Þá er frá því skýrt, að Hitler hafi lofað Póllandi og Ungverjalandi stuðningi sínum við sjálfsstjórnarkröfur pólsku og ungversku minnihlutanna í Téklcósló vakíu. Fréttastofa í Varsjá skýrir frá því, að Pólland hafi hótað tékknesku stjórninni að grípa til vopna ef ekki verði fallist iá kröfur pólska minnihlutans og að pólska stjórnin geti ekkert ábyrgst viðvíkjandi landamær- um Tékkóslóvakíu, meðan enn séu pólskir menn innan vé- banda liennar. Fulltrúar Rússlands á Þjóða- bandalagsfundinum í Genf hafa staðfest það, að á sunnudaginn var hafi tékkneska stjórnin spurst fvrir um það formlega, hvort Rússland væri reiðubúið til þess að koma Tékkóslóvakíu til aðstoðar samkvæmt sáttmál- anum um gagnkvæma aðstoð þessara ríkja, og að rússneska stjórnin hafi svarað því, að hún væri reiðubúin til að veita slíka aðstoð ef til ófriðar drægi. Chamberlain forsætisráð- herra liefir neitað að verða við beiðni Attlee um að kalla sam- an þing. í svari sínu til Attlee segir hann að þingið fái tælci- færi til að ræða þessi mál siðar og ráðstafanir muni verða gerð- ar til þess að kalla það saman þegar hann hafi i höndum á- kveðnari og ítarlegri skýrslur að leggja fyrir það en hann hafi nú. í bréfinu segir ennfremur, að forsætisráðherrann standi nú í að leysa hið torveldasta og viðkvæmasta mál og geti það haft liinar alvarlegustu afleið- ingar fyrir bresku þjóðina, ef ekki sé með þetta mál farið af ítrustu gætni, og lýkur forsæt- isráðheiTann bréfinu með þvi að segja, að sér mundi verða ó- kleift að leysa þetta vanda- sama starf af hendi, ef þingið væri kallað saman nú. HUNDRAÐ BLAÐAMENN TIL GODESBERG. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. Tæplega hundrað blaða- menn fóru í gær um kl. 6/2 frá London til Godesberg við Rín, til þess að vera þar með- an þeir Chamberlain og Hitl- er ræðast við. Meðal blaða- mannanna eru menn frá öll- um stærstu blöðum Banda- ríkjanna og Kanada og öllum fréttastofum heims. Fóru þeir í þrem sérstökum vögn- um. Þetta eru þó ekki allir blaðamennirnir, sem við- staddir verða fundinn, því að allmargir eru þegar komnir á vettvang. Webb Miller, fréttastjóri U. P. í Evrópu, var í þessum hundrað manna hóp. Er hann elstur þeirra og án tvímæla sá reyndasti. United Press. Eldnr í fötnm drnkkins manns, sem hafðl sofnaS nti á götn. „FRÖNSKU EGGIN“ eru þessi loftskeyti kölluð, sem hér birtist mynd af. Flugmenn í Reims eru að koma þeim fyrir i flugvélarnar, en slík skeyti vega 500 kíló. Flugæfingar þær, sem fram fóru á vigvell- inum Champagne, sýndu Ijóslega hvílík spellvirki slík skeyti geta unnið, en stærð þeirra geta menn gert sér grein fyrir, ef þeir miða skeytið við mermina, sem eru að koma þvi fyrir. Kl. 6 í morgun urðu vegfar- endur varir við mann, semhafði sofnað á gangstéttinni fyrir framan hús við Garðastræti. Raulc úr fötum mannsins, sem mun hafa verið að reylcja siga- rettu, er hann lagðist þarna fyr- ir, en liún dottið milli fala hans. Voru fötin farin að sviðna tals- vert, er lögreglan, sem gert var aðvart, kom á vettvang. Flutli hún manninn, sem er norskur sjómaður, út i skip hans hér á liöfninni. Talið er, að maðurinn mundi hafa getað brenst illa, ef honum hefði eigi borist hjálpiii i tæka tíð. Skátafélag Reykjavíkur. Undanfarið hafa staðið yfir samningar milli skátafélaganna „Væringjar" og „Ernir“ um að sameina félögin og var stofnfund- ur hins nýja félags, er hlaut nafn- ið Skátafélag Reykjavíknr, haldinn síðastliðinn sunnudag. Fundurinn samþykti 1)ráðahi rgðareglugerÖ fyr- ir félagið og kaus stjórn. Stjórnina skipa: Félagsforingi Leifur Guð- mundsson, gjaldkeri Björgvin Þor- björnsson, ritari Þórarinn Björns- son, meðstjórnendur Hörður Jó- hannesson og Daníel Gíslason.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.