Vísir - 21.09.1938, Síða 3

Vísir - 21.09.1938, Síða 3
VISIR Bcetar fréttír Almenningur hallast að bannlögum. Vidtal við Pétup Sigurðsson. Pétur Sigurðsson erindreki er nýkominn úr ferð norðan úr Strandasýslu, en þangað fór liann til þess að reka erindi góð- templarareglunnar og stofnaði hann meðal annars stúku á Hólmavík og voru stofnendur 18. Fór liann einnig út á Sel- strönd og stofnaði þar stúku með 17 stofnendum. Tíðindamaður Vísis hitti P.ét- ur að máli og spurði hann frétta úr ferðalaginu. — í Steingrímsfirði er mikill áhugi fyrir bindindismálum og ekki með öllu að ástæðulausu. Hólmavík er þrifalegt pláss og var þar annríki allmikið, þrátt, fyrir það, að síldarsöltun væri að verða lokið, og voru menn við heyskap og' ýms störf önn- ur fyrir veturinn. í Steingríms- fjörð hefi eg ekki komið í yfir 20 ár, en viðkynning mín af Strandamönnum var hin ákjós- anlegasta, og kom mér það ekki á óvart, með því að eg hafði góða hugmynd um fólkið frá fyrri kynningu, þótt langt væri um liðið. Á Selströnd var dvöl mín styttri en á Hólmavík, en þar gisti eg á hinu prýðilegasta heimili, að Drangsnesi, og féll mér yfirleitt vel við fólkið á Ströndum. Hvernig leist yður á atvinnu- hætti í sýslunni? Mér leist vel á þá, að svo miklu leyti sem eg hafði aðstöðu til að dæma um það. Hólmavík virðist vera uppgangspláss og stunda menn þar jöfnum hönd- um sjávarútveg og landbúnað og hefir verið allmikil sildar- söltun þar í sumar. Á Selströnd stunda menn öllu meir sjó en landbúnað og á eg þar einkan- lega við Drangsnes og nágrenni. Létu menn yfirleitt vel af hag sínum þar nyrðra. Hvernig fellur yður ferðalög- in hér á landi? Þau liafa ýmsa erfiðleika í för með sér, en hjörtu blettirnir eru þó miklu fleiri, og eftir þessi 8 ár, sem eg hefi ferðast hér um, hefi eg engu minni áliuga en fyrst fyrir starfi því, sem eg faist við. Eg hef altaf séð mik- il og góð tækifæri til að vinna að ýmsum menningarmálum á landi voru einmitt á þennan liátt, og sé ekki einstrengings- lega lialdið á málunum, er mað- ur viss um að ná góðu sam- starfi við allan almenning, og engu síður forystumenn í menn- ingarmálum. Auk starfs míns í þágu bindindismálanna hefi eg flutt erindi um almenn .menn- ingarmál og er þeim oftast vel tekið og aðsóknin jafnan góð, og liefi eg því undan engu að kvarta. Hvað segið þér um afnám bannlaganna? Eg tel afleiðingarnar hafa orðið liinar verstu, nema hvað almenningur hefir áttað sig bet- ur á hvað réttast er i þeim efn- um. Ðrykkjuskapur hefir auk- ist að mun, en á sama tíma hef- ir bindindisáhugi farið stórlega vaxandi, og er fult útlit fyrir, að almenningur muni ekki til lengdar una því ástandi, sem nú ríkir i áfengismálunum. Gullbrúðkaup í dag. I dag eiga gullhrúðkaup Matt- hías Ólafsson fyrv. alþingism. og kona hans Marsibil Ólafs- dóttir, en þau eru nú búsett í Borgarnesi, Iijá tengdasyni sín- um, Ólafi Magnússyni, skip- ;stjóra. Þau hjónin eru hæði Vestfirð- irigar að ætt, ætluð úr Dýrafirði og hefir það að vissu leyti sett svip s'inn á líf þeirra hjóna. Hef- ír Mattliías átt sæti á þingi fyrir fæðíngarhérað sitt og rækt allar gkýldur sínar gagnvart héraðinu með míkilli prýði. Sat hann á þíngí á árunum 1912—1919 og vann þar öll störf með mikilli samviskusemi og drenglund, en það hvorutveggja hefir einkent alt dagfar hans. Þau hjónin hafa verið búsett Iiér í Reykjvaík um alllangt skeið og hefir Matthías starfað til skamms tíma að verslunar- störfum, og munu allir vinir þeirra hjóna senda þeim lilýjar kveðjur á þessum heiðursdegi þeirra. Hjónaband þeirra hefir vefíð til l'yrirmyndar og hafa þau áll miklu harnaláni að fagna. Af 15 hörnum, sem þau eignuðust, eru 11 upp komin, en 4 hafa látíst. í dag geta þau hjónin horft yl'ir farinn veg og notið óskiftr- ar gleði, með því að þau hafa öllum gott gert, sem þau hafa átt kynni við, og allir vinir þeirra munu í dag votta þeím þakklæti sitt og árna þeim allra heilla á ófarinni leið. B. SLYSAVARNIR NORÐMANNA. Oslo 20. sept. Á ársfundi Slysavarnafélags- ins norska í dag tilkynti for- maður félagsins, Paust útgerð- armaður, að ári 1937 liefði björgunarskúturnar hjargað alls 50 manns og aðstoðað um 2000 háta, sem á voru um 5000 menn, til hafnar, vegna hilana tða ofveðurs. NRP—FB. [] Edda 59389267 — fjárhagsst.:. Listi í Q og hjá S.-. M.-. til laug- ardagskvölds. Veðrið í morgun. 1 Reykjavík io stig. Heitast i gær 12 stig, kaldast í nótt 8 stig. Úr- korna í gær og nótt 0.5 mm. Sól- skin í 2.4 stundir. Heitast á land- inu i morgun 10 stig, hér, á Rauf- arhöfn og Hólum í Hornafirði, kaldast 5 stig, á Blönduósi. Yfirlit: Alldjúp en nærri kyrstæð lægð um 400 km. suður af Vestmannaeyjum. Horfur: Su'Övesturland, Faxaflói: Austan og norðaustan gola. Úr- komulaust a'Ö mestu. Skipafregnir. Gullfoss er i Kaupmannahöfn. Goðafoss er á leiÖ til Hull frá Ham- borg. Brúarfoss fór frá Isafirði kl. 7 í morgun, áleiðis til Blönduóss. Dettifoss fer til útlanda í kvöld.Lag- arfoss er í Leith. Selfoss er á leið til Grimsby frá Ólafsfirði. Ljósatími bifreiða og annara ökutækja er frá kl. 7 siðd. til kl. 5.40 árd. Einn herpinótabátanna, sem enn er að veiðum fyrir norð- an, veiddi fyrir 10 þús. kr. í s.l. viku. Herpinótabátarnir veiða ein- göngu í salt. Hjúskapur. Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Þorsteini L. Jónssyni ungfrú Halldóra Guð- mundsdóttir og Jón Ágústsson. — Heimili ungu hjónanna er á Lauga- veg 50. Fjeldgaard og Flatau fara til Akureyrar snemma í fyrramálið. Munu þau sýna þar dans á laugardag kl. 7.30 í sam- komuHúsinu. Bílaárekstur varð í morgun við höfnina milli strætisvagns nr. 974 og vöruflutn- ingsbifreiðar nr. 858, sem notuð er til kolaflutninga. Strætisvagninn skemdist dálítið. Gengið í dag. Sterlingspund ......... kr. 22.15 Dollar ............... _ 4.6014 too ríkismörk........ — 183.78 — fr. frankar....... — 12.56 ~ telgur ............. _ 77.57 — sv. frankar....... — 104.37 — finsk mörk........ — 9.93 — gyllini.............. — 248.79 — tékkósl. krónur .. — 16.18 — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur .. — 111.4. — danskar krónur .. — 99-75 Register-mörk. Gengi þýskra registermarka er « nú kr. 96.00. Nýjar bifreiðaleiðir. Nýlega fór bifreiðin H 14, bíl- stjóri Skarphéðinn Jónasson, út yf- ir Skeifárgil á Tjörnesi, alla leið til Breiðuvikur, og var 4 klukku- tírna báðar leiðir. Bifreið hefir aldrei fyr komið út fyrir Skeifár- gil, og hefir það verið talið ófært, en góður bílvegur er báðum meg- in við það, út að Hallbjarnarstöð- urn. Skarphéðinn álítnr, að gera megi greiðfæran veg yfir gilið lneð litlum tilkostnaði. — Fyrir skömmu efndi Þorsteinn Jónsson, kaupfé- lagsstjóri í Reyðarfirði, til bilferð- ar um Brúarörœfi, — en þau liggja norðan Brúarjökuls og aústan Kreppu, Tveir bilar tóku þátt í för- inni, annar frá Reyðarfirði, en hinn úr Eskifirði. Þeim bíl ók Jón Grímsson, bankastjóri og Markús Jensen kaupfélagsstjóri. Leiðsögu- maður var Sigfús Sigurðsson, Brú. Alls voru í ferðinni 11 menn. Ekið var frá Brú inn öræfin vestur und- ir Kreppu, nærri Vatnajöklí. Alla voru farnir um 50 kílómetrar frá Brúarveginum. Innan til á öræfun- um er greiður bílvegur. Ferðin gekk vel. (FÚ.). Farsóttir og manndauði í Reykjavik vikuna 29. ágúst til 3. sept. (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 58 (70). Kvefsótt 95 (85). Iðrakvef 16 (9). Kveflungnabólga o (1). Taksótt 1 (1). Skarlatssótt 1 (2). Munnang- ur 1 (1). Mænusótt 3 (0). Manns- lát 7 (9). — Landlæknisskrifstof- an. (FB.). Spennistöðvar. Bæjarráð samþykti á fundi síð- astl. föstudag, að taka tilboði frá Ólafi Th. Guðmundssyni, um bygg- ingu spennistöðva við Vitastig og Grandaveg fyrir 8900 kr., svo og að taka tilboði frá Jóni Guðjóns- syni, Berg. 50, um að gera undir- stöður undir 5 spennistöðvaskúra fyrir 2200 kr. Bára Sigurjónsdóttir, Hafnarfirði, byrjar danskenslu í Oddfellowhúsinu 3. okt. næstk. Mun ungfrúin kenna ballet, step og samkvæmisdansa, þar á meðal Lam- beth Walk og Palais Glide. — All- ar nánari upplýsingar fá menn í síma 9290. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2234. Næturvörður í Reykja- víkur apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unni. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.20 Hljómplötur : Ensk lög. 19.50 Fréttir. 20.15 Útvarpssagan. 20.45 Hljómplötur: a) „Ameriku- maður í París“, eftir Gershwin. b) „Galdranemandinn“, eftir Dukas. c) Lög leikin á blásturshljóðfæri. K O N U R I KÍNASTYRJÖLDINNI Meira en 10 þús. kínverskra stúlkna liafa haft skifti á silki- sokkunum sínum og öðrum fínum fötum og klæðast í þess stað svellþykkum ullarsokkum og grófgerðum hermannaföt- um. Eru þær flestar stúdentar, en hafa lagt bóknámið á hilluna og læra í þess stað að brytja niður japanska hermenn. Stúlkurnar hafa verið æfðar af Þjóðverjúnum, sem voru í þjónustu Chiangs Kai-sheks, en eru nýlega farnir heim flestir. Stúlkurnar þykja mjög hraustar og ennþá hefir engin þeirra verið tekin til fanga. — Fremja þær sjálfsmorð, ef þeim er ekki undankomu auðið og Japanir ætla að handtaka þær. Romin heim Helga M. Nielsdúttlr Ijósmódip ORGEL frekar gott, óskast. Sendið til- boð um verð og legund á afgr. blaðsins, merkt: „Orgel“. Lítid hús í Noröurmýpi til sölu. Lausar íbúðir. Tilboð, merkt: „Litið“, sendist á afgr. blaðsins fyrir 23. þ. m. Stðlar - dívansr 1 bólstruð húsgögn hest fráokkur. KONRÁÐ GÍSLASON & ERLINGUR JÓNSSON, Skólav örðust. 10. Baldusg. 30. Nidursudu nýkomin, margar stærðir. Ví5in Laugavegi 1. Ctbú, Fjölnisvegi 2. Píanó sérlega gott og vandað til sölu. Upplýsingar Lokastíg 5. — Aöalumboð: porður Suisson a Co. Reykjavílt NiðnrsnBnddsirnar .- bestar frá DÖSAVERKSMIBJDNNI Beddar Krisliáiis Sieirssooar. TIL MINNIS! Kaiðhreinsað þorskalýsi ir. 1 með A og D fjörefnum. Fæst alltaf. Sig. Þ. Jðnsson, Laugavegi 62. - Sími 3858. HREINS HREIN S" s ápaspænir eru framleiddir úr hreinni sápu. í þeim er enginn sódi. Þeir leysast auðveldlega upp, og það er fullkomlega örugt að þvo úr þeim hin viðkvæmustu efni og fatnað. Reynið Hreins siápu- spæni, og sannfærist um gæðin. í B Ú Ð til leigu. 3 stofur og eldhús með ölluna þægindum i Norðurmýri, til leigu 1. nóvember. Fyrirfram- greiðsla til vors æskileg. TRboS, merkt: „Þægindi“, leggist inn a afgr. blaðsins fyrir 23 þ. nu Maður í góðri stöðu, vel efn- aður, óskar að kynnast stúlku af góðum ættum. Þær sem vilja sinna þessu, sendi nöfn sín á- samt upplýsingum og mynd til afgreiðslu Vísis, merkt: „A. Kr. S.“ Óliætt að treysta þag- mælsku. Myndimar endur- sendast. í réttirnar Skeiðaréttir Landréttir Fijétsblíðaréttir Ódýrap sætaf erðir Bifreiðastððin GEYSIR Sími 1633 og 1216. Ný Liinr Kjöt & Fiskur Símar 3828 og 4764. feKENSLAK KENNI íslensku, dönsku og ensku. Jón J.Simonarson, Grett- isgötu 28 B. (841 FIÐLU-, mandolin- og gultar- kensla. Sigurður Briem, Lauf- ásvegi 6, sími 3993. (216 KENSLU: Isl., Dönsku. Ensku, Frönsku, Þýsku, lestur méð nemöndum, undirbúning undir skólapróf býður Púll Bjarnar- son, Tjarnarg. 4. (60S iTAPAfl-FUNCItil Á MÁNUDAGINN tapaðist hrún taska með gleraugum og öðru smádóti nálægt V. B. K. Finnandi er vinsamlega heðínn að gera aðvart í síma 3778. (1016 iTi ^FUNDIFF^TÍLKyNNlNi St. FRÓN nr. 227. — Fuud- ur verður annað kvöld kl. 8. —► Dagskrá: 1. Upptaka nýrra fé- laga. 2. Nefndarskýrslur. — 3. Önnur mál. — Hagskrá: a) Hólmfríður Árnadóttir, kensln- kona: Sjálfvalið efni. h) Frón- húi. — Félagar, fjölmennið og mætið kl. 8 stundvislega. (1086

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.