Vísir - 29.10.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 29.10.1938, Blaðsíða 3
VÍSIR TILLÖGUR TIL BÆJARSTJÓRNAR UM STÆKKUN SLIPPSINS. Hæstaréttardðmnr. Þurkví fyrir 4000 smál. skip og stæði til togarabygginga. Slippurinn og Stálsmiðjan hafa í sameiningu sent bænum tillögur, er fyrirtækin gera um stækkun Slippsins og aukning, þannig, að það rísi upp skipasmíðastöð er yrði samkepnisfær að heita má að öllu leyti við erlendar skipasmíðastöðvar. Vísir snéri sér til Sigurðar Jónssonar, framkvæmdarstjóra Sliþþfélagsins og leitaði hjá honum upplýsinga um mál þetta og forsögu þess: Sigurður Jónsson, verkfr. — Til skamms tima þurftu Isíendingar að senda togara sína til annara landa, er gera þurfti á þeim mildar viðgerðir og endurbæta þá, segir Sigurð- ur. — En nokkur breyting varð á þessu fyrir 5 árum, er Slipp- félagið bygði hér tvær dráttar- brautir (50Ó og 1000 smál.) fyrir togara og strandferða- skipin, en vélsm. Héðinn og Hamar reistu stálsmiðju, er annast gat plötuviðgerðir. Mim láta nærri, að þessi fyrirtæki, Slippfélagið og Stálsmiðjan, hafi s.l. 5 ár skapað árlega a. m. k. 500 þús. kr. atvinnuaukn- ingu í iðninni hér í bænum og sparað jafnframt annað eins í erlendum gjaldeyri. — Hve miklum gjaldeyri mun nú varið til viðgerða er- lendis? — Erlendis er ennþá gert við íslensk skip og erlend, er hér fá bráðabirgðaviðgerð, fyrir um 1400 þús. kr. árlega. Væri þess- ar aðgerðir framkvæmdar hér, mundu þær árlega skapa at- vinnu, er næmi um miljón kr. í vinnulaunum. Þá myndi og skapast aðstaða til að byggja hér skip af stofni og myndi það. enn auka atvinnuna. — Eiga verkstæði okkar erf- itt uppdráttar i samkepninni við þau erlendu? — Já, og eru margar ástæð- ur til þess; enda aðstöðumunur- inn mikill. Háir innflutnings- tollar eru á flestu efni til þessa iðnaðar, alt að 40% af inn- kaupsverði, verkstæði okkar greiða hærri vinnulaun, miklu hærri opinber gjöld, þrefalt dýr- ari raforku og helmingi hærri vexti, en þau verkstæði, er þau keppa við. íslensku verkstæðin búa við innflutningshöft og er nærri innflutningsbann á sumu nauðsynlegu efni og vélum til iðninnar. Yfirleitt hefir þessum iðnaði verið litill sómi sýndur af hálfu hins opinbera og er hann þó liklegastur, sé hann frjáls, til að skapa meiri atvinnu en nokkur annar iðnaður i land- inu. — En þrátt fyrir þetta er þó verðmunur hjá okkur og hin- um erlendu verkstæðum ekki eins mikill og vænta mætti og i sumum tilfellum mun ís- lenska verðið vera samkepnis- fært. Væri íslensku verkstæðun- um sköpuð sambærileg aðstaða og keppinautarnir hafa, hverj- um á sínum stað, myndi þau vera fullkomlega samkepnisfær við hin erlendu. — I hverju eru tillögur ykk- ar fólgnar? — Við stingum upp á, að gerð verði ein dráttarbraut ennþá, er taki 1500 smálesta skip, og er þá hægt að taka hér á land öll íslensk skip. Þessi braut ýrði vestan hinna, sem nú eru til, en austan þeirra og vestan Æg- isgarðs ráðgerum við þurkví þar sem gera má við 4000 sm. skip. Eru þá ferðamannaskipin, sem liingað sigla á sumrin einu skip- in, sem við getum ekki dregið a land eða i þurkvi, því að stærstu flutningaskip, er liing- að koma, eru ekld stærri en 4000 smál. Með þessum viðauk- um er hægt að liafa 6—7 togara á landi í einu. Þá ráðgerum við tvær aðgerðarbryggjur, þ. e. bryggjur, þar sem hægt er að leggja skipum, er gera má við á floti. Aðra þessa bryggju er Reykjavíkurhöfn þegar byrjuð að byggja, en hin þar sem Hauksbryggja er núna og öllu lengri. Vestan hennar yrði svo tvö skipasmiðastæði, þar sem byggja mætti skip af togarastærð. Fyrir ófan braut- irnar verða svo efnisgeymslur, smiðjúr og önnur verkstæði, er þai'f til þess að annast slíkar viðgerðir. — Til þessa þarf að breyta lóð Slippsins? — Já, og við ráðgerum að hún stækki úr 5000 m2 í ca. 18 þús. m2. Annars er leigusamn- ingurinn útrunninn árið 1951 og auk þess er á skipulagsupp- drætti bæjarins gert ráð fyrir að Mýrargata liggi yfir lóðina, einmitt þar sem verkstæði okk- ar eru nú og verða, en vonandi fæst því breytt og leigusamn- ingurinn framlengdur. —■ Kostnaðurinn? —• Gera má ráð fyrir að þetta kosti 4—5 milj., en við höfum líka áætlað, að launa- greiðslur þessa fyrírtækis muni nema um tveim miljónum ár- lega. t Er vonandi að það megi tak- ast að hrinda þessu fyrirtæki I framkvæmd hið fyrsta, því að það mundi reynast til mikilla hagsbóta, enda hljóta allir að vera á cinu máli um nauðsyn þess. -------- ■ --------------- Súðin var við Eyjar sí'ðla í gærkvöldi. í gær var kveðinn upp dóm- ur í Hæstarétti yfir Gísla Finns- syni, bifreiðarstjóra, Grettisgötu 82, en hann var kærður fyrir að hafa ætlað að hafa fé út úr tryggingarfélagi á sviksamlegan liátt. Málavextir voru þeir, að 30. sept. 1937 var Gísli á ferð í bíl sínum milli Akraness og Reykjavíkur. - Þegar hann var staddur í brekku hjá Hvítanesi kveikti hann í bilnum og lét hann renna út af veginum og brann liann niður við sjó. En sjálfur lagðist Qísli niður og er menn komu að þóttist hann | meðvitundarlaus o. þ. u. 1., eins og hann hefði fengið byltu, er hann forðaði sér úr bílnum. Gísli játaði þó hið sanna fyrir lögreglunni eftir skammar yfirheyrslur. I undirrétti var Gísli dæmdur í 50 daga einfalt fangelsi, en Hæstiréttur þýngdi dóúiinn í 100 daga. Messur á morgun. 1 dómkirkjunni: Kl. ii, síra Friðrik Hallgrímsson (ferming). 1 fríkirkjunni: Engin messa vegna veikinda sr. Árna Sigurðs- sonar. 1 Laugamesskóla: Kl. 10.30 barnaguðsþjónusta, kl. 5 síra Garð- ar Svavarsson messar. 1 fríkirkjunni í Hafnarfirði: Kl. 2. síra Jón Auðuns. Kálfatjarnarkirkja: Kl. 2, síra Garðar Svavarsson. Veðrið í morgun. í Reykjavík 6 st., heitast á land- inu í morgun 7, kaldast i nótt 4 st. Úrkþma í gær og nótt 4,6 mm. Sólskin í gær 1,8 st. Heitast á land- inu í morgun 9 st., á Raufarhöfn; kaldast 1 st., á Horni. — Yfirlit: Djúp lægð yfir Grænlandshafi á hreyfingu í austur. Horfur: Suð- vesturland til Vestf jarða:' Sunnan og suðaustan kaldi og rigning í dag, en allhvass norðvestan með éljum í nótt. Garðar Þorsteinsson, hæstaTéttarmálaflutningsm., er 40 ára í dag. Höfnin. Gulltoppur kom frá Englandi síð- degis í gær og Þórólfur í morgun. Maahattan Cocktail. (Tískan 1938). Myndin, sem Nýja Bíó byrjar að sýna á morgun, sunnud., er sannkölluð tískumynd. Hefst liún á þvi, að í hinni stóru tískuverslun „Magasin Gurson“ er verið áð útbúa brúðarkjól stúlku einnar, sem fer þess á leit við eiganda tískuhússins, að hann sjái um það, að kjóllinn verði ekki tilbúinn á tilteknum tima. Eigandi „Magasin Cur- son“ vill ekki stofna hinu góða nafni verslunar sinnar í hættu | og neitar að gera þetta fyrir | stúlkuna. En hún tekur þá IÍS sinna ráða og .... Þylcír ekM rétt að segja meira frá efni myndarinnar, en bíógestir ætte að sjá hana þvi að hún er veS þess verð. Mýndin hefir hloti® einróma lof érlendis og m. a. cg ekki sist íyrir það, hve állir litir eru skýrir og fagíráv Hún er fuli af tísktdögœna, tískusögvum ®g tískukJæSaná. Þeir, sem fylgjast með tisktnmá sjá þessa mynd. Aðalhlutverkin leika Wamer Baxter, Joan Bennelt, HeJen Vinson, Miselia Auer, ATaxs Mowbray og margir fleirL Þýskur togari kom í gær með veik- an mann. Fór aftur í morgun. — Laxfoss fer í Breiðafjarðarferð í kvöld. Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Vestmanna- eyja frá Gautaborg. Goðafoss er í Reykjavik. Fer vestur og norður um land til útlanda 31. þ. m. Brúar- foss er á leið til Vestmannaeyja frá Leith. Dettifoss er á leið til Grimsby frá Vestmannaeyjum. — Selfoss er á leið til Rotter- dam. Hjúskapur. *í dag verða gefin saman í hjóna- band af síra Bjarna Jónssyni ung- frú Lovísa Helgadóttir og Kristján Vattnes Jónsson. Heimili þeirra verður á Lindargötu 43. 1 dag verða gefin saman í hjóna- band af síra Bjarna Jónssyni, Jó- hanna Alexandersdóttir og Isleifur Þorkelsson veVslunarmaður. Heim- ili þeirra verður á Skeggjagötu 19. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Jórunn Pálsdóttir frá Borgarnesi og Pétur Tómasson frá Akureyri. I.eiðrétting. Á bls. 5 í sunnudagsblaði Vísis, sem borið er út í dag, stendur (und- ir neðri myndinni): Frá Hvítar- vatni, en á að vera Frá Hítarvatni'. Munið skemtun Sjálfstæðísmanna að Hótel Borg í kvöld. HefsS' kl. 8.30. Hekla fór í gær áleiðis til Ameríku nsiáS síldarfarm. Fram, I. og II. flokkur. Sanieiginleg aef- ing á morgun á íþróttavellinum kL 2. — Aflasölur. 1 gær seldu i Grimsby: Belgatma 1043 vættir fyrir 812 sterlíngspisnái og Max Pemberton 1292 vættir fyr- ir 943- Þeir, sem kynnu að hafa eftirtalda happdrættís- miða frá hlutaveltu Kvennadeildar Slysavamafélagsins, eru góðfúslega beðnir að framvísa þeim fyrir næstu mánaðamót á skrifstofii Slysavarnafélagsins: Nr. 482, 286, 593- 774 og 1419- Skemtun Sjálfstæðismanna. Meðal ræðumanna á skemmtun- inni í kvöld verður form. ílokksins, Ólafur Thors, og Valtýr Stefáns- son ritstjóri. Halldór Stefánsson, læknir, Ránargötu 12, símí 2234, er næturlæknir í nótt og aðra nótt, og helgidagslæknir á morgun. Aheit á Hallgrímskirkju, í Saurbæ, afhent Vísf: 5 kr. fra konu i Grindavík. Besti flugmaður Francos — og flugsveit hans. ®tur -------------- EDWARD S. DE PURY, Saragossa í okt. Fræknasti flugmaður þjóð- ernissinna og foringi „Bláu sveitarinnar“ er Joaquin C. Gar- íéia Morato, 34 ára að aldri, ættaður frá Malaga. Þar eð Morato berst nú langt frá Sara- gossa, fékk eg samtal við liann fyrír U. P. i síma, rétt áður en liann flaug af stað með sveit sína lil að njósna um fjand- mennina. Morato heldur því fast fram, að allir flugmenn lians sé spánskir „og öll afrek okkar sýna, að í lofti standa spænskir flugmenn hvergi að haki flug- mönnum nokkurrar annarar þjóðar“. Þegar borgarstyrjöldin braust út var Morato staddur í London við að athuga flugvélar fyrir spænska flugherinn. Hann hauð Franco þegar þjónustu sina og fór að stofna flugsveit sína. „Þau tvö ár, sem sveit mín hefir verið til, höfum við skotið niður 140 óvinaflugyélar“, sagði Moratp, fréttarltara United Press. 34 sigrar. Morato, sem liefir skotið nið- ur fleiri flugvélar, en nokkur annar spænskur ílugmaður, segir svo frá: „Friá þvi að ófriðurinn hófst hefi eg skotið niður 34 flugvélar fyrir fjandmönnunum. í hvert sinn sem eg skýt niður flugvél, geri eg rispu í beltið mitt, alveg eins og Indiánarnir gerðu, er þeir flettu fjandmenn sína böfðuðleðrum, því að flug- vélarnar, sem eg skýt niður, jáfnast á við höfuðleður Indí- ánanna. — Eg hefi lent í um 150 bardögum í lofti og skotið niður vélar af ölluin teg- undum. Meðal þeirra eru vélar af Nieuport-gerð, smiðaðar á Spáni fyrir stríðið, Loire og Bevoitine-vélar, frá Frakklandi, hinar rússnesku „chato“-vélar, sem eru eltingaflugvélar af amerískri gerð (Curtiss) en smíðaðar í Rússlandi, og loks eru amerísltar .Boeiug'Vélar,, smíðaðar i Rússlandi og kallað- ar „ratas“ (rottur) af okkar mönnum, en „moscas“ (flug- ur) af þeim rauðu. Af sþrengjuflugvélum hefi eg skotið niður franskar tveggja véla Potez-flugvélar, rússnesk- ar Martinvélar og „Katiuskas“- vélar, smiðaðar í Rússlandi og margar aðrar tegundir1* Cúrtisvélárnar góðar. „Hvað viðkemur flugvélum f j andmannanna, þá tel egað erf- iðast sé að skjóta niður Curliss- vélarnar, vegna þess hve vel þær eru vopnaðar og láta vel að stj'órn, en af sprengjuflugvélun- um eru „Katiuskas“ erfiðastar viðureignar. E11 in ga f l u g vél ar ókkár eru hinsvegar hraðfleyg- ari og sterkbygðarí og þola því miklu hetur alt það erfiði, sem á flugvélar þarf að leggja í bar- daga. Eg kalla sveitina mína bláu sveitina, af þvi að blái liturinn er bæði litur himinsins og fal- ángistanna. Á hverja flugvél er málað merki okkar: Hringur, sem í eru þrír fuglar: Fálki, örn og kondór, en það éru mestu flugfuglarnír, sem kunnugt er. Einkunnarorð okkar eru einnig máluð á vélarnar og eru þau þessi. „Yista, suerte y al Toro“: Gott skygni, heppnin með okkur og svo leggjum við í nautið. Er það síðasta tekið úr miáli nauta- bana. Að jafnaði eni 14 menn i sveit minni, allir valdir fyrir dirfsku og æðruleysi og þótt þeir séu ungir að árum, eru þeir gamlir að reynslu. Það vantar ekki umsækjendurna, þegar einhver hverfur úr Bláu sveit- inni“. Aðrir „ásar“. (Þá flugmenn í heimsstyrj- öldinni, sem skutu niður fleiri en 5 fjandmenn, kölluðu Eng- lendingar, og aðrir, „aces“ — ása). „Af þessum 14 mönnum, sem með mér eru, hefir t. d. kapt. Julio Salvador skotið nið- ur 24 fjandmannaflugvélar, commander Angel Salas 15, Manuel Vezquez 14, Miguel Guerrero 13, Arisildes Garcia Lopez 12, Miguel Garcia Pardo 12 og Javior Allende 6 flugvél- ar. Flokkurinn hefir auk þess skotið niður tvo stóra loftbelgi og einn lítinn og skaut Salvador þá alla, en Salas neyddi skip- stjórann á eimskipinu „Cala MorIanada“ til þess að sigla skipinu til Viaroza. Allende mun þó vera hugað- astur manna minna, því að orð- ið „hætta“, finst yfirleitt ekki i orðasafni hans. Æfintýri. 1 september síðastliðnum framdi Salas á Estremadura- vígstöðvunum einna mestu hetjudáð flugsögunnar. Hann hafði flogið upp ásamt 17 öðr- um og lenti í bardaga við 31 elt- ingaflugvél og 18 sprengjuflug- vélar. Salas réðist þegar að þrem Martin-sprengjuflugvél- um, er flugu saman og eyði- lagði eina í fyrslu atrennunni. Féll hún til jarðar i logum, en áður en hún kæmi niður, var Salas búinn að eyðileggja báðav hinar. En honum nægði þetta ekki og skaut því niður eina elt- ingaflugvél. Þegar hún lenti kom í ljós, að flugmaðurinn var foringi hinnar sveiiarinnar, Redondo kapt., sonur borgar- stjórans í Madrid. Salas var að eins 5 mín. að koma þessum flugvelum fyrir kattarnef og mun það vafalaust vera heims- met. Um æfintýri mín er það að segja, að það sem hafði mest á- lirif á mig, skeði, er eg var á flugi yfir Madrid í desemher 1936 við þriðja mann. Með mér voru Salvador og kapt. Berm- udez de Castro. Við? vortiin kS verja sprengjuflugvélar agtenifc- um þá í bagdaga við;3S eB5nsa- flugvélar. Okkur tókst aS sk|óÍEat ótta niðm% en ráKum- líínar 5t flótta. Eftir þettá HöÉrnii v!5 verið taldir ósigrandT r ÍoftL Félagar mínir fengir heíðnrs- merki, en eg fékk „cruzr Iaure- ada de San Fernandó“, en þaS er hæsta heiðursmerki þjóðera- issinna á Spáni. Eyðilagði tvær sprengjuflugvélar. EftiT annan bardaga, er eg hafði skotið mður tvær Marfín- sprengjuflugvélar, er voru æ flugi yfir að landsvæði okkar, óskaði Franco sjálfur mér til liamingju með sigur mxnm. Fyrir rúmum tvefnr mánu’ð- um, þegar barist var um Teruel, lenti eg einn i bardaga við 35 sprengj uflugvélar og 12 eltinga- flugvélar. Mér tókst að skjöfcs, niður tvær sprengjuflugvélár af þeirri gerð, er við nefndum „papayagos“ (fiðrildi). Eg álit Andalúsíubúann hesta flugmanninn fyrir eitfngaflBg- vélar. Ef til vill er það skapferli hans, snarræði og kænska, senjs gera hann að sönnurn hardagá- manni“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.