Vísir - 31.10.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 31.10.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. ' j _ i Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmi'ðjan h/f. Trúðar og loddarar. If ommúnistaflokkurinn nýi, ** flokkur þeirra Brynjólfs og Héðins, sameiningarflokkur al- þýðu — sósíalistaflokkurinn, eða sameinaði sósíalistaflokkur- inn, en þannig er hann nú einn- ig nefndur, hefir sent stjórnar- flokkunum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum sam- fylkingartilboð, eða tilmæli um að þeir „tæki upp samvinnu“ við þennan „nýja flokk“. Tilboð þetta, birtist á laugardaginn í að- alblaði nýja flokksins, sem áð- ur var blað Kommúnistaflokks- ins, og er, að sið kommúnista, geisi langt og málskrafsmikið. Flokkurinn fer, í þessu til- boði sínu, fram á það, að stjórn- arflokkarnir myndi, ásamt hon- um, það, sem hann kallar „lýð- ræðisbandalag alþýðu“. En hlut verk þessa bandalags á að vera það, að „beita sér eindregið fyrir brýnustu nauðsynjamiál- um alþýðunnar í landinu“, svo sein: viðreisn og efling atvinnu- lífsins, verndun og eflingu lýð- réttinda og menningar og varð- veislu sjálfstæðis þjóðarinnar. En þó að þessi atriði muni vera flest á stefnuskrá stjórnarflokk- anna“, þykir flokknum ber- sýnilega engin vanþörf á því, að skýra það allítarlega, hvað í þeim felist, „til þess að betur verði ljós afstaða flokks okkar“, eins og í bréfinu segir. Koma svo þessar skýringar á hverju einstöku atriði í 4 og 5 liðum, og loks er það tekið fram i byrjun, að „til fyllri skýringar á þessum atriðum öllum“, leggi flokkurinn fram „starfsskrá sína, samþykta á stofnþingi flokksins.“ En þó að „flest þessi atriði séu á stefnuskrá stjórnarflokk- anna, og þó að „ekkert þeirra gangi á nokkurn hátt gegn yfir- lýstum stefnumálum stuðnings- flokka ríkisstjórnarinnar“, eins og í bréfi „nýja“ flokksins seg- ir, og þó að bæta megi við, að allir stjórnmálaflokkar í land- inu séu vafalaust sammála um þessi atriði, þá þykist flokkur- inn ekki geta komist hjá þvi, að hóta stjórnarflokkunum fullum fjandskap sínum, ef þeir vilji ekki gera „bandalág“ við hann, til þess að „beita sér eindregið fyrir“ þessum nauðsynjamúl- um alþýðunnar! Hver slcyldi svo sem ekki „vilja“ „beita sér eindreg- ið“ fyrir viðreisn og eflingu at- vinnulífsins, verndun og eflingu lýðréttinda og menningar og varðveislu sjálfstæðis þjóðar- innar? Að minsta kosti í orði kveðnu. Og þó að stjórnarflokk- unum liafi ekki tekist það sem best í framkvæmdinni, þá er það eklci af þvi, að þeir „vilji“ það ekki. Til þess þarf ekki að stofna þetta „lýðræðisbandalag alþýðunnar“, sem „nýi flokkur- inn“ telur svo brýna nauðsyn á. En eilt er að „vilja“ og annað að „geta“. Og þó að jæssi nýi flokkur þeirra Brynjólfs og Héðins gengi í lið við stjórnar- flokkana, þá yrði engin breyt- ing á því. Hitt dylst mönnum ekki, að flokkurinn muni sækja það all- fast að komast í eilthvert banda- Iag við stjórnarflokkána. Og í rauninni væri hann allvel að því kominn, og skifti ekki miklu máli, þó að einu „núlli“ væri bætt þar við. Hinsvegar væri það engin furða, þegar athuguð eru skrif þau sem birst hafa í blöðum flokksins að undan- förnu, um stjórnarflokkana, j>ó að einhverjum flokksmannanna þætti nú kynlega við bregða, og flokkurinn ekki vera eins vand- ur að virðingu sinni, sem seski- legt væri, ef hann sækir það mjög fast, að komast í slíkan fé- lagsskap. I blöðum sameiningarflokks- ins hefir helstu mönnum Al- þýðuflokksins verið lýst sem „pólitískum spekúlöntum” og „trúðum“, sem vildu hafa verkalýðshreyfinguna að „leik- soppi“ í höndum sér. En „við þetta bætist“, segir blað það, sem áður var málgagn Komm- únistaflokksins, að Alþýðu- flokkurinn (,,Skjaldborgin“) „ber ábyrgð á ríkisvaldi, sem er í flestum höfuðatriðuin and- stætt verkalýðshreyfingunni og baráttu hennar“! Og „við þetta bætist ennfremur“, segir blaðið, „að verkalýðurinn veit, að Skjaldbörgin muni beita valdi sinu „til pólitiskra hermdar- verka“ gegn verkalýðsfélögun- um, sem ekki eru að hennar skapi! — Hvaða erindi getur Samein- ingarflokkur alþýðunnar — Só- síalistaflokkurinn, sem er „sjálfkjörinn“ til þess að vera „sverð og skjöldur“ verkalýðs- ins, átt i slíkum félagsskap? — Ef til vill sama erindið og hinir trúðarnir og loddararnir, sem „leika þar um völl fyrir“. To0ai'i tekinn Iandhelgí. Varðbáturinn Óðinn kom á laugardagskveld hingað með breskan togara, Fleming frá Hull, sem hann hafði tekið að landlielgisveiðum í Garðssjó. Skipstjóri á Fleming játaði brot sitt og var i undirrétti dæmdur í 21.100 kr. sekt. Hann áfrýjaði dómnum. Edouard Daladier slítur allri samvinnu vid kommúnista. • M í Hann álögor boðar ofl skatta ofl tramtíð stjórnarinnar á hverjar nndirtektir tillðgnr hans tá. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. r A þingi róttæka flokksins, sem haldið var í Mar- seille, varð sú stefna algerlega ofan á, að slíta öllu sambandi við kommúnista, en alþýðu- fylkingin þar í landi er úr sögunni. Á undangengnum árum hafa rauðu flokkarnir stöðugt fært sig upp á skaftið, en gengi þeirra hefir farið mjög hrakandi upp á síðkastið, og er nú stefnt alveg í gagnstæða átt við það, sem kommúnistar vilja. í ræðu þeirri, sem Daladier flutti á flokksþinginu í Marseille, fordæmdi hann stefnu og framkomu komm- únista, sagði í öllu slitið samstarfi við þann flokk og lýsti yfir, að alþýðufylkingin væri ekki lengur til. Var þessu tekið með afskaplegum fögnuði af öllum þingheimi og hrópuðu menn einum rómi: „Lifi Frakk- Iand, lifi Daladier!“ í ræðu, sem Edouard Herriot flutti, en hann er for- seti fulltrúadeildar þjóðþingsins, hylti hann Daladier, og var ummælum Herriot tekið með miklum fögnuði. Bonnet utanríkismálaráðherra talaði einnig á flokks- þinginu og lýsti yfir, að ófriður hefði áreiðanlega brot- ist út, ef Múnchen-samkomulagið hefði ekki verið gert. F (ranska stjórnin kemur saman á fund í dag til þess að ræða tillögur stjórnarinnar til fjáröflunar og við- skifta-, atvinnu- og fjárhagslfíinu vfirleitt til við- reisnar. Daladier forsætisráðherra hefir, sem kunnugt er, gagnrýnt kommúnista harðlega, og bæði socialistar og kommúnistar hafa vítt Daladier og Bonnet fyrir stefnu þeirra í utanríkis- málum o. fl. og alþýðufylkingin í Frakklandi er nú talin úr sögunni. Er nú mjög um það rætt hvort Daladier muni hafa nægan stuðning til þess að koma fram áformum sínum, fjárhags- og atvinnulífinu til viðreisnar. Aðstaða Daladiers er nú mjög sterk, að þvi leyti, að flokkur hansí róttæki flokkurinn (radikal-socialistar) hefir fallist á stefnu hans yfirleitt, í utan- og innanríkismálum, og er aðstaða lians yfirleitt talin sterk með þjóðinni, en mótspyrnan fer þó harðnandi meðal róttæku flokkanna. Mikið veltur á því hverjar undirtektir tillögur þær fá, sem Daladier nú leggur fyrir stjórn sína, en hann mun að líkindum nej'ðast til að boða nýja skatta og álögur, en Daladier heldur þvi fram að þjóðin verði að leggja á sig miklar bju-ðar, vegna þess hversu hættumiklir tímarnir séu og horfur allar ískyggi- legar. Hið kunna Parisarblað Malin spáir því i morgun, að Daladier muni boða hækkun eignaskatts og erfðaskatturinn verði hækk- aður til mikilla muna. Telur Daladier þessa leið affarasælasta og hentugasta til réttlátari skiftingar þjóðarauðsins. United Press. ' v -'«**' m WM:kM} ÞEGAR DALADIER KOM TIL MUNCIIEN. Fremstir á myndinni (berhöfðaðir) eru þeir von Neurath og Daladier (t. h.). Bróðir Franco’s og menn aðrir farast í flug* slysi. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Fregn frá Burgos hermir, að bróðir Franco yfirhershöfðingja hafi farist í flugslysi við Majorca. Þessi bróðir Franco, Ramon að skírnarnafni, var herdeildar- foringi. Flugslysið bar að höndum s.I. viku, er flugvélin var á leið milK Majorca og Spánar. Lenti hún í miklum stormi og hrapaði í sjó niður og fórust allir, sem í henni voru, Ramon herdeildarfor- ingi og 4 menn aðrir. öll líkin, að einu undanteknu, hafa fundist á floti um 9 míL ur norðaustur af Formentor-höfða. United Press. Bretar herða siknina hendnr á uppreistar- mðnnnm i Palestinn. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Leitað hefir verið undanfarið að uppreistarmönnum í borg- inni Gaza. Bresku hermennirnir, sem hafa tekið borgina, hafa þegar liandtekið 150 menn sem grunaðir eru um að vera á bandi uppreistarmanna. Þá hafa hermennirnir fundið ógrynni af skammbyssum og skotfærum handa þeim, svo og sprengikúl- ur af tyrkneskri gerð. Leyniskyttur eru margar fyrir utan borgina og halda þar áfram að skjóta úr fylgsnum sínum, en búið er að uppræta þær innan borgarinnar. Uppreistarmenn hafa slitið símasam- bandinu og samgöngum milli Gaza og annara borga með því að brenna símastaurana og rífa upp járnbrautarteinana á löngum svæðum. United Press. Borgin Gaza er einnig nefnd Guzzeli. Hún stendur nærri Miðjarðarhafi. Gaza var fyr á tímum Filisteahorg og er mik- ilvæg frá liernaðarsjónarmiði. íbúatalan er um 20 þúsund. Á heimsstyrjaldarárunum var allmikið barist um Gaza. Árið 1917 reyndu Bretar tvisv- ar að taka Gaza með áhlaupi, en mishepnaðist. Þriðja áhlaup- ið, undir stjórn Allenbys, hepn- aðist í nóvember 1917. 11. í! landi kniilr til Póllaiðs. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. P lands. lólska stjórnin hefir nú tekið þann kost, að veita viðtöku fólki þvi, sem þvska stjórnin hafði látið flytja nauðugt til landamæra Pól- Fólk þetta er alt með vega- bréf frá Póllandi og meginhluti þess pólákir Gyðingar. Pólska stjórnin lét fyrir nokkuru það boð út ganga, að allir pólskir borgarar erlendis yrði að láta endurskoða vegabréf sín innan ákveðins tíma, ella jTði þau feld úr gildi, en þá hefði Pólverjar þeir, sem hér er um að ræða og þetta vanræktu, staðið uppi vegabréfs og varnarlausir, þrátt fyrir það, að mikið væri í húfi fyrir þelta fólk, vanrækti það að lilíta ráðum pólsku stjórnar- innar, en þýska stjórnin taldi fólk þetla réttindalaust i Þýska- larnli, er vegabréf þess yrði ó- gild, og hóf flutning á því til landamæranna. Neituðu Pólverjar að taka við þvi i fyrstu og hefir staðið í miklu stappi um þetta milli pólsku og þýsku stjórnarinnar. Ekki er enn kunnugt, hvort Pólverjar laki við öllu því fólíd, sem flutt hefir verið lil landa- mæra Póllands, frá ýmsum hlutum Þýskalands. Sennilega vérður tekið við öllum þeim, sem fæddir eru í Póllandi, og ef til vill fleirum. Fyrstu járn- brautarlestirnar með þetla fólk voru nú komnár til Varsjá og voru í þeim um 1500 manns. Járnbrautarlestir með pólskt fólk frá Þýskalandi eru ýmist lcomnar eða að koma til ýmissa borga Póllands. Mun hér vera um að ræða 11.000 manns, sem veitt verður viðtaka fyrst um sinn. Verður það miklum erfið- leikum bundið, að útvega fólki þessu samastað og atvinnu. United Press,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.