Vísir - 04.11.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 04.11.1938, Blaðsíða 4
4 VlSIR Föstudaginn 4. nóvember 1938 Parísartískan. AS þessn sinni birtast myndir í blaðinu frá tveimur tísku- liúsum i París, og eru þær sem liér segir: Yst til liægri er kápa frá Paquin, úr ryðrauðu flaueli, og er hún prydd með skinni af rauðref. Hatturinn, sem notað- ur er við kápuna, er úr flóka (filti) og flaueli, og er með sama lit og kápan. Þiá er slá, kjóli og hattur frá Schiaparelli. Sláin er úr brúnu ullarefni og brydduð með gaupu-skinni. Pilsið er úr sama efni og sláin, en blússan, sem sést vel á myndinni til liliðar, er mjög einkennandi fyrir Schiaparelli að því, er snertir sniðið á henni, — fellingarnar og axlastykkiðf. Blúsan er úr brúnu ullarefni (jersey), en við bana er notað brúnt leðurbelti með gyltri spennu. Hatturinn er úr brúnum flóka, en stuttir „jersey“-hanskar eru notaðir við klæðnaðinn. TwroTrr „Torben Mask“ lieitir nýtt fegurðarmeðal frá Marinello, sem mikið er látið af. Er talið að löng reynsla sé feng- in fyrir þvi við rannsóknir sér- fræðinga, að það sé bæði fljót- virkt og liúðinni holt, en eink- um sé það hentugt fyrir konur, sem þurfa að fara með litlum fyrirvara í samkvæmi. Verkefni til prófs í hjúskaparfræðum. f síðasta blaði var skýrt frá hjúskapárkenslunni i Ameríku, og var þess getið að birt myndu verða nokkur verkefni, sem ungfrúrnar hefðu fengið til prófs, og er þá að eins um skrifleg verkefni að ræða. Svör- in, eins og þau eru talin eiga að vera, eru birt hér á eftir. 1. Hr. X hefir stúlku í þjónustu sinni, sem er einkaritari hans, en hún er bæði falleg og ljós- hærð. Gróa á Leiti sér hann einu sinni verða samferða einkpritaranum af skrifstof- unni, og lmn hleypur strax með það í frú X. Hvernig á frú X að bregðast við þessu slúðri, og hvernig á hún að koma fram gagnvart manninum. 2. .Hér er upphafið, en endirinn eigið þið að leggja til, og hann má ekki vera yfir 200 orð: Frú Brown á mann, sem unir öllum stundum við golf- leik. Hann eyðir þar öllum frí- stundum sínum, en hún hefir engan skilning á leiknum og leiðist í samkvæmunum. Frú Brown er hýggin kona, og þess- vegna ákveður hún .... 3. Hjónin Johnson eiga að eins eitt barn, baldinn dreng, sem er erfitt að tjónka við. Foreldr- ariiir hafa mjög ólíkar skoðan- ir um uppeldið, og rífast allan daginn um drenginn. Hvaða á- byrgð bera þau hvort um sig á uppeldinu, er þau skilja ekki hvort annað. 4. Frú Smith er mjög afbrýði- söm, en það er einkum æsku- vinkona liennar, sem liún grun- ar um græsku. Hún býður henni að búa hjá sér i tvær vikur, og lætur hana vera eina með mann- inum svo oft sem unnt er. Var þetta rétt hjá henni, eða var það of áhættusamt. Svör í sömu röð. 1. I sporum frú X myndi eg svar Gróu þannig: „Já, þetta kemur alveg heim, og eg liefi beðið manninn minn um þetta. Vesalings stúlkan liefir unnið svo mikið upp á síðkastið vegna uppgjörsins, að hann mátti til að sýna henni þakklætisvott. Eg myndi síðan — nokkuru seinna — segja manninum mínum frá því, að einn af kunningjum okk- ar liefði sést fara út með einka- ritara sínum og sæist þau oft saman á opinberum stöðum. Þegar maðurinn minn lýsti van- þóknun sinni á þessu myndi eg taka máli mannsins, en með því væri hálfur sigur unninn, því að forboðnir ávextir þykja bestir. Þegar manninum mínum væri þannig orðið kunnugt um það, að hann væri ekkert að aðhaf- ast á móti mínu skapi, myndi hann verða leiður á og forðast alla endurlekningu í þessu efni. 2. .... að semja við mann sinn á þeirn grundvelli, að hún skuli fara með honum í golf- klúbbinn í fjórða eða fimta hvert skifti, en í staðinn verði hann að fara með henni á söng- skemtun, dansleik eða í leikhús- ið. Það er engin nauðsyn á að hjón séu altaf saman, en að þau hafi sameiginleg áhugamál. 3. Hjónin skifta uppekli barns- ins á milli sín, þannig að hvoru þeirra er óheimilt að skifta sér af ráðstöfunum hins. Konan sér um að drengurinn sé hrein- legur og kurteis í framkomu, og að hann sitji rólegur við borðið, en faðirinn sér um að hann stundi skólann og hefir eftirlit með liegðun hans og framför- um þar. Um þetta samkomulag má drengurinn ekkert fá að vi ía, en hann fær skilning á því af sjálfu sér hver það er, sem ræður í hverju tilfelli. Hjónin mega aldrei gagnrýna gerðir hvors annars að drengnum á- heyrandi. Þau reyna svo að finna orsökina að því að dreng- urinn er svona erfiður og ef þau geta ekkert við hann ráðið get- ur verið gott að senda hann að heiman. 4. Eg myndi ekki haga mér á þennan veg, enda er það svipað því og ef eg færi að leyfa Dömur! Ávalt fjölbreytt úrval af dömuhöttum. Til fermingargjafa afar smekklegar Töskup - Burstasett og margt fleira. Sigrídur Helgadóttir (Hattaverslun M. Levi). (Hljóðfærav. K. Viðar). Lækjargötu 2. Haustfrakkar og Vetrarkápur kvenna. Mjög fallegt úrval. Nýjasta tíska. Lágt verð. Terslun Kristínar Siguröardúttu Laugaveg 20 A. Sími 3571. - i; 'm Fepmingar jjjafir • Fallegasta úrval af nýtísku kventöskum, visitkortamöppum, seðlaveskjum, buddum, vasaspeglar og greiður, ferðaáhöld, skjalatöskiir, handtöskur o. fl. alt hentugt til fermingargjafa og með sanngjömu verði. Hljódfæraiiúsid. Bankastræti 7. Nyfr liattar koma fram daglega. Höfum einnig hattapunt, kjóla- blóm, spennur og margt fleira. Hattabúö Soffíu Pálma Laugavegi 12. — Sími 5447. Hreinsar hárið fljótt og vel og gefur því fallegan blæ. Amanti Shampoo er algerlega óskaðlegt hárinu og hársverðinum. Selt í pökkum, fyrir ljóst og dökt hár. — Fæst víða. manninum mínum að fara á stefnumót. Með því að gefa hon- um svo mikið frjálsræði gæti hann fengið þá hugmynd, að mér stæði nákvæmlega á sama um hann, og að eg gerði þetta til þess eins að losna sjálf. aðelns Loftur, ÍCÍÍÍÍOOOOÍÍÍÍOOÍÍOOOOÍSOOÍJOÍSOÍSC Höfum ávalt fyrirliggj- andi liinar heimskunnu fegnríaríðrnr. Gefum MASSAGE og TORBEN MASK. r Hall Tjarnargötu 11. Sími 3846. soocsooootsoooooooocsoooocsoác Klæðið kuldann af ykkur í ullar- Laugavegi 40.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.