Vísir - 09.11.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 09.11.1938, Blaðsíða 3
VlSIR SVEINN ÞÓRARINSSON: VETUR. Viðtal vid Svein Þórarinsson; Listin er ekki listastefn- ur, en listastefnurnar gefa listinni formið. i >• -• Þau hjónin Agnete og Sveinn Þórarinsson hafa þessa dagana opna málverkasýningu í hinum mikla sal Markaðsskálans við Ingólfsstræti, og eru þar allir veggir þaktir myndum, enda munu þær vera liðlega 70 að tölu í alt. Þau hjónin eru orðin kunn um land alt fyrir list sína, en nú er orðið langt um liðið frá því þau hafa heimsótt höfuðstaðinn eða haldið hér sýningu. Tíðindamaður Vísis hitti Svein að máli nú nýlega og spurði hann spjörunum úr um sýninguna, en þar eru um 60 málverk eftir sjálfan hann, en 10 málverk eftir konu hans. Mér er kunnugt um, að þið hjónin hafið málað mikið í „út- legðinni“ í Áshyrgi, en liverjar eru elstu myndirnar á sýning- unni? „Elsta myndin min er máluð á ísafirði árið 1024 og er af svo- kölluðum „SoIonskofa“, eða Slunkaríki, sem Þorbergur Þórðarson mun kalla það, en elsta mynd konunnar minnar er frá árinu 1925 og lieitir „Stúlka með epli“, segir Sveinn og bros- ir góðlátlega. Hvenær byrjuðuð þér að leggja stund á málaralistina? „Eg lióf nám árið 1919 lijá Ásgrími Jónssyni málara, en það ár naut eg einnig tilsagnar í teikningu hjá Þórarni B. Þor- lákssyni, sem kendi þá teikn- ingu í Iðnskólanum. Varð svo nokkurt hlé á náminu, en einu eða tveimur árum seinna hóf eg nám að nýju hjá Ásgrími Jóns- syni og gekk þá um leið á teikniskóla hjá Guðmundi Thor- steinsson. Að þvi loknu fór eg utan o.g stundaði nám á „Aka- demiinu“ i Kaupmannahöfn í hálft fjórða ár, en þar lcyntist eg konu minni, sem stundaði þar nám um leið og eg, en áður hafði hún gengið á' máiára- og teikniskóla í nokkra vetur. Við íslendingar erum það betur settir en Danir, að þeir verða að ganga undir erfið próf til þess að fá inngöngu á listahá- skólann, en Islendingar og aðrir útlendingar yfirleitt þurfa ekki að ganga undir slikt próf, en senda alhnargar myndir til pró- fessoranna til dómsálagningar, og ef þeir standast gagnrýni þeirra fá þeir inngöngu í skól- ann“. Það hafa alhnargir Islending- ar stundað nám á síðari árum við danska Akademiið? „Já, á eftir mér liafa þau stundað þar nám Óskar Schev- ing, JónEngilberts, Svavar Guðna son og Nina Tryggva. Að min- um dómi er þetta mjög góður skóli, þar sem hæði er kend nú- Límalist og eldri list, en nem- endurnir njóla þar fulls frjáls- læðis, þannig að á persónuein- lcénni þeirra er eklcert gengið, en þau geta þróast óhindrað án nokkurra utanaðkomandi á- lirifa, en shkt er vitanlega mjög mikils virði fyrir listþroska manna“. Hvenær hélduð þér fyrstu sýninguna hér á landi? „Hana liélt eg á Húsavík árið 1921, en eftir að eg liafði lokið námi mínu í Kaupmannahöfn liefi eg haldið sýningar viðs- vegar um landið, t. d. í Reykja- vík, ísafirði, Akureyri, Seyðis- firði og viðar“. Hvaða stefnum lmeigist þér helst að? „Mér finst allar stefnur góð- ar, en hind mig ekki ákveðið við neina þeirra. Að minum dómi verður listin fyrst og fremst að koma innan frá. Það er sýnin á viðfangsefnunum, hið skap- andi hugmyndaflug og einlægni, sem gefur listinni gildi, en alt þetta liggur á bak við hvaða stefnu sem er.“ Hvaða verkefni liafið þér helst valið yður? „Eg hefi aðallega lagt stund á að mála landslagsmyndir, en auk þessa hefi eg lagt mikla stund á „manna-komposition- ir“, og í samhandi við það hefi eg lagt mig eftir hinu sérkenni- lega í islensku þjóðlífi, en sér- kenni islensks þjóðlífs eru enn veigameiri en sérkenni íslenskr- ar náttúru.. Eg legg mikla á- herslu á það, að mála ekki ein- göngu landslagsmyndir, þótt málaralistin geti eins vel birst þar og á öllum öðrum sviðum, en því vil eg reyna nýjar leiðir og þótt misjafnlega kunni til að takast, og margt megi finna að viðleitni minni, fælir það mig enganveginn frá því að reyna að komast lengra, og á reynsl- unni læra menn. Annars er mjög erfitt að gera upp á milli verkefna, jiótt mér virðist að fullkomnasta form listar sé mannlífið sjálft. Listamenn geta skapað mesta listaverk, jiótt KAREN AGNETE ÞÓRARINSSON: FÓLK Á HEIÐI. „motivið“ sé auðvirðilegt, þann- ig að verkefnið hefir litla þýð- ingu að því leytinu“. Á hverju hafið þér lært mest? „Af tvennu: Dvöl minni i Ás- byrgi og konunni minni. Af Iienni hefi eg lært að leggja mig allan fram, en hún ræður yfir þrótti og hæfileikum, sem mótar list hennar og sýnir að viðfangsefnin eru henni heilög. Hún er sterkasti og besti kenn- arinn, seni eg hefi haft. Af dvöl minni í Ásbyrgi hefi eg einnig lært mikið. Við hjónin höfum búið þar í sex ár og kynst þjóð- Iífinu. Við höfum málað fólkið bæði úti og inni og eignast ó- gleymanleg „motiv“, og sér- kennin eru mildu meiri upp til sveitanna, en menn taka eftir í fljótu bragði. Hvernig liefir sýningin geng- ið? „Sæmilega. Aðsólcn hefir ver- ið góð, en dálítið misjöfn, og eg hefi selt sex myndir, en nógur er tími til stefnu, þvi að sýn- ingin verður opin til sunnudags- kvölds“. Hvað hyggist þið fyrir, er þið farið héðan? „Við ætlum okkur að leita til útlanda, til þess að kynnast nýj- um viðhorfum, og höldum þá væntanlega sýningar. Konan mín liefir legið um langt skeið á sjúkrahúsi, en er nú á bata- vegi, þannig, að eg vona að þess verði ekki langt að bíða að hún verði ferðafær. Aðalatriðið er þetta, að sækja sér nýja strauma og ný viðhorf, þannig að mað- ur verði ekki of kyrstæður í listinni og á það leggjum við mikla áherslu. Guðrún Guðbrandsdóttir frá Ólafsvik, andaðist í Landspital- anum kl. liðlega 2 i dag. Hún varð fyrir bifreið á Barónsstíg s. 1. laugardagskvöld, sem fyrr var getið. Meiddist hún mjög alvarlega og lá meðvitundar- laus frá því hún var flutt á sjúkraliúsið. Guðrún var 29 ára að aldri og liafði unnið nokkur ár hjá h.f. Smjörlíkisgerðinni Smári. Guðrún heitin var vinsæl stúlka og vel látin. Samúdarkveðja. FB. barst í morgun eftirfar- andi skejdi: Vottum hérmeð ástvinum og ættingjum skipshafnarinnar á b.v. Ólafi okkar innilegustu samúð. Skipshöfnin á Reykjaborg. Mikkjel Fönhus: Skíða- kappinn. Skáldsaga. — Gunnar Andrew þýddi. Prentsmiðjan ísrún. ísa- fjörður. MCMXXXVIII. Af öllum þeim aragrúa bóka, sem út hafa komið í liaust, má hildaust fullyrða, að þessi sé einna Iíldegust til þess að heilla hugi glaðlyndrar, hraustrar æsku, sem kann að meta snjalla skáldsögu óg gildi góðrar í- þróttar. Skíðafólkið, ungt og gamalt, verður einhuga um, að þetta sé bók að þess skapi, en Kamal Ataturk liggnr fyrir dauðanum. EINIÍASKEYTI TIL VlSIS London í morgirn. Frá Istanbul koma nú þær fregnir, að heilsu Kamals forseta hafi skyndilega hrakað mjög mikið. Stundai hann átta frægir Iæknar og gáfu þeir á miðnætti í nót$ út þá tilkynningu, að ástand hans væri mjög alvarlegL Jalalbayer, forsætisráðherra, sem fór aftur til Angom á mánudag, snéri aftur til Istanbul í dag. Rétt fyrir mánaðamótin var Kamaí svo veikur að hann var talinn af í þrjá daga. Er það nýrnarsjúkdóm- ur, sem þjáir hann. í þrjá daga lá Kamal meðvitundar- laus og fengu Iæknar hans ekkert aðgert. Ensvo vaknaði hann skyndilega og sagði: „Eg er þyrstur. Gefið mér appelsínusafa“. Bað hann síðan um dagblöðin og varð reiður, er hann sá þess getið þar, að hann hefði veiið talinn af. En er mannfjöldinn frétti, að hann hefði aftur fengið meðvitundina, þusti hann að höllinni, þar sem hann lá og hylti hann. Voru læknarnir orðnir vongóðir um að hann myndf ná albata, er honum versnaði svo mjög aftur. Kamal a^er afarmikill matmaður og etur ótrúlega mikið kryddL Er það orsök sjúkdóms hans. United Presa. Kamal Ataturk hefir á liálf- um mannsaldri skapað nýtt riki. Orðtalc lians hefir að visu verið: „Tilgangurinn lielgai- meðalið“ og meðulin hafa oft verið harla fyrirlitleg, en Kamal misti ald- rei sjónar á hinu upprunalega markmiði sínu: Að skapa ein- liuga, lífseiga þjóð og fastheld- ið, nútíma ríki. Kamal fæddist árið 1881 í Saloniki á Grikklandi, en þá var sú borg emi á valdi Tyrkja. Hann liét í fyrslu aðeins Must- afa, en kennarar hans nefndu hann Kemal (hiim duglega) og er það arabiska. Siðan breytti hann því í Kamal, en það er tyrkneska. Foringjar í hemum nefndu hann „hinn sigursæla“ (Gazi), en sjálfur hefir hann tekið nafnið Ataturk Tyrkja). Eftir striðið neilaðl hnnn a3 láta her sinn af hendi og MS inn i Anatoliu: „Hér verð egþar til þjóðin er orðin sjálfstæð**. Síðan sigraði hann Armena, Frakka og Grikki, er börðost gegn lionum með blessnn Bandamanna. Voru Brefar jafn- vel að hugsa um að fára í strið við hann, en hættu víð þaðu Ivamal gat þvi farið til Koir- stantinopel og rak saldanúm frá völdum og hefir siðan veriS einvaldur. Hepnin hefir ekki verið eins með honum i ástamálum. llaim kvæntist Latífee Hanum;. evnni h elstu kvenrét tindakonuTyrkja, en þau skildu eftir stutta sam- búð. þeir verða langtum fleiri, sem táka þar undir. Sagan liefst kvöldið áður en fimtíurasta- hlaupið hefst og Hallsteinn Kvisslo er kominn til Oslo, til þess að taka þátt i því. Og fyrstu 50 siður sögunnar eru lýsing á því — bráðskemtileg — og Hallsteinn Kvisslo sigrar. En þvi fer fjarri að bókin sé öll lýs- ’ ing á skiðahlaupum eingöngu. Hún lýsir skíðakappanum sjálf1 um og fleiri kom'a við sögu. Lýsingarnar eru snjallar og lif- andi. Efni hókarinnar verður ekki rakið hér; margt drífur á daga skíðakappans, og sagan er öll skemtileg og hressileg. Slíkra bóka er þörf banda æskulýðn- um og Gunnar Andrew, kennari á Isafirði, maður áhugasamur um íþróttir og framlið æsku- lýðsins, á þakkir skilið fyrir að hafa komið bókinni út á ís- lenslcu. Þýðingin er lipur og lif- andi og þýðandanum til sóma. Mikkjel Fönlius er kunnur norskur skáldsagnaliöfundur, fæddur í Aurdal syðri 1894. Ár- ið 1917 kom út fyrsta skáldsaga hans, „Skoggangsmand“, en 1919 kom „Der vildmarken sus- er“ og 1929 „Det skriker fra Kverevilljuvet“ o. s. frv. Það hefir verið sagt um Fönhus, að enginn norskur skáldsagnaliöf- undur sé eins kunnur dýralifT f fjöllum og skógum Noregs sem hann, en náttúrulýsingar hans eru með slíkum ágætum, að á síðari áratugum hefh' enginn ritliöfundur komið fram á sjón- arsviðið, sem stendur lionmn framar. Slíkum höfundi er vert að kynnast. a. Prentmyn dastöfa n LElFTLjR býr tii I. f/okks prent- myndir fyrir lægsta verQ. tiafíT 17. Sírni 5 '379 ; fréiiír Veðrið í morgnn. I Reykjavík — 2 st., heítast Ii gær i, kaldast í nótt — 4 st. fír- koma í gær og nótt 0,1 mm. Sól— skin í gær 1,5 st. Heitast á Iandúrai í morgun 3 st , í Eyjum, kaídast. — 9 st., : Akureyri. — Yfirlit- Alldjúp lægð um 1200 km. suðvest- ur af Reykjanesi.. Önnur skamt vestur af Bretlandseyjum á hraðri hreyfingu í nor'Öur. — Horfurz SuÖvesturland, Faxaflói: HægviíSri í dag, en hvessir á austan í nótt., með snjókomn eða rigningu. Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Hamíjorgar. Goðafoss var á Ráufarhöfrr í morg- un. Brúarfoss var á Blönduósi. 5 morgun. Dettifoss fór frá Hamborg í gær. Lagarfoss er í Leith. Selfoss er á leið til Vestrnannaeyja frá Immingham. Væntanlegur á fimtu- dag. Varoy fór í gær vestur og norður um land til útlanda. Gísli Sigurðsson, eftirhermuleikarinn þjóðfrægf, heldur fyrstu skemtun sína á haust- inu annað kveld í Gamla Bíó. Hef- ir Gísli aukið og bætt skemtíatríði sín og hefir honum horist veisla“ margra góðra manna. aðeixis Loftup.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.