Vísir - 11.11.1938, Síða 2

Vísir - 11.11.1938, Síða 2
2 VTSIR Föstudaginn 11. nóvember 1938, ÖAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsslræli). Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Réttindin. h LÞÝÐUBLAÐIÐ segir í " gær, að það sé með öllu til- hæfulaust, og hin argasta blekk- ing, að allir „aðrir en Alþýðu- flokksmenn séu „réttindalausir í verkalýðsfélögunum“. Það sé því hin „ósvífnasta blekking“, sem blöð sjálfstæðismanna hafi haldið fram, að sjálfstæðis- menn i Dagsbrún eða öðrum verkalýðsfélögum, þurfi að „brjóta af sér ok socialismans.“ Þeir hafi „nákvæmlega sama rétt og aðrir .til þess að vera kosnir formenn eða í aðrar trúnaðarstöður „innan félag- anna“. Blaðið getur þess hins- vegar, að það sé að visu rétt, að það muni aldrei liafa komið fyrir, að Sjálfstæðismönnum í verkalýðsfélögunum hafi verið „trúað fyrir neinu sliku“! En það sé einungis af því, að þeir hafi „ekki i einu einasta verka- lýðsfélagi haft traust til þess að vera kosnir í trúnaðarstöður“! Þannig játar blaðið það, að þessi „réttindi“ sjálfstæðis- manna „innan“ verkalýðsfélag- anna, hafi ekki verið annað en nafnið, enda að eins „á papp- írnum“, því að þeim hafi svo sem að sjálfsögðu, verið bolað frá ölhun trúnaðarstöðum „innan“ verkalýðsfélaganna. En engum kemur til hugar, að sjálfstæðismönnum meðal verkamanna, væri ekki eins vel treystandi til, að gegna trúnað- arstörfum í félögum sínum, og hverjum öðrum, ef ekki væri einmitt vegna „oks socialism- ans“. En við þetta bætist svo það, sem Alþýðublaðið játar nú líka að vísu að skorti á að sjálf- stæðismenn hafi réttindi til jafns við Alþýðuflokkmenn „innan“ verkalýðsfélaganna, en blaðið segir líka, að séu þau einu „réttindi“ (ef réttindi skyldu kalla, að manni skilst, af því að orðið er haft innan til- vitnunarmerkja): að þeir liafa ekki rétt til „að senda fulltrúa á Alþýðusambandsþing“. En hvaða máli skiftir það, þó að þeir séu „að eins“ sviftir rétt- inum til þess að taka nokkurn þátt í yfirstjórn verkalýðssam- takanna, eða þó að þeir fái eng- in álirif að hafa á Iagasetningu þeirra eða starfsreglur! — Al- þýðublaðið segir, að það skifti engu, af því að þó að þeir hefðu þennan rétt „á pappírnum“, þá væri hann þeim „einskis virði“, sakir „fylgisleysis þeiira meðal verkalýðsins“! Eða með öðrum orðum, af því að þeim mundi einnig verða bolað frá því trún- aðarstarfi „innan“ verkalýðs- samtakanna, meðan ekki er brotið af þeim „ok soeialism- ans“. En ef verkalýðssamtökin væri nú leyst undan „oki soci- alismans", eða j>að væri „brot- ið“ af þeim með einhverjum liætti, og allar kosningar innan þeirra færu fram samkvæmt viðurken dum lýðræð isreglum, væri þá ekki hugsanlegt, að sjálfstæðismennirnir í félögun- um aræddu að kjósa flokks- menn sína í trún&ðarsiföður bæði „innan“ félaganna sjálfra og jáfnvel til þess að gegna fulltrúastörfum iá sambands- þingi þeirra? Alþýðuflokkurinn hefir hald- ið því fram, að lýðræðið í land- inu yrði ekki fullkomlega trygt, nema komið yrði á hlutfalls- kosningum, til Alþingis um land alt. En er þá ekki alveg sama máli að gegna um verka- lýðssamtökin? Og er það ekki verkalýðssamtökunum fyrir bestu, alveg eins og þjóðar- heildinni, að þeim sé stjórnað samkvæmt grundvallarreglum lýðræðisins ? Það leikur nú grunur ó því, að Alþýðuflokkurinn sé að vísu eins og nú er komið, ekki eins eindregið fylgjandi fullkomnu lýðræði í landinu og áður, og að honum muni þykja það „liæfi- legt“ lýðræði, sem landsfólkið á nú við að búa, af ]>ví að „oki“ framsóknar—socialismans mundi liætta búin af meira lýð- ræði. Innan verkalýðssamtak- anna telur hann það „hæfilegt“ lýðræði, að hann ráði þar einn öllu, og svo mundi einnig um „lýðræðið“ í landinu, ef hann mætti ráða. Kirkjan og bálfárirnar. Biskupinn yfir Aberdeen mælti á þessa leið þegar hornsteinn var lagður að bálstofu borgai'- innar á s. 1. ári: „Eg hefi ætíð verð hlyntur bálfarahreyfingunni og mér er það ánægja, að helstu nútíma guðfræðingar og kirkjuhöfð- ingjar í Bretlandi líta sömu augum á. Hinir mörgu prestar, sem hér eru viðstaddir, geta borið vitni um, að andstaða gegn bálförum styðst ekki við kristna lcenningu. Það er ekki nema blind og barnaleg lijátrú að fordæma bálfarir, og halda því fram, að þær komi í bág við kristna trú. Bálfarir eru einmitt heppilegar nú iá dögum þar sem mikill mannfjöldi hópast sam- an í borgum. Vitanlega eru það gömul og fráleit hindurvitni, að líkamspartar sem grafnir eru i jörðu, verði settir saman á ný. Páli postula hefir vist aldrei komið til hugar, að kenning hans yrði túlkuð á svo fráleitan veg. Líkami vor er ekki annað en einskonar flík utan um sál- ina. Og þessi fatnaður er oft slitinn og illa farinn. Hinn and- legi líkami vor er alt annars eðlis, og á alt öðru „plani“, en þar sem hvíla jarðneskar leifar mannanna. Eg liefi mælt svo fyrir, að likami minn skuli bál- settur, þegar þar að kemur.“ (Tilk. frá Bálfarafélagi ís- lands. — FB.). Fearl S. Bnck fékk bók- mentaYerðlann Nobels London, 10. nóv. FÚ. Úthlutun bókmentaverðlauna Nobels fór fram í dag og hlaut þau ameríski skáldsagnahöf- undurinn Pearl Buck, sem kunnust er fyrir skáldsögu sína „Gott land“. Bresk blöð fordæma GyOingaofsókn- irnar í Þýskalandi. Eresk-þýskar samkomu- lagsumleitanii* kunna ad fara lit um þúfui* vegna ofsóknanna EINKASKEYTI TIL VfSIS. London í morgun. Byðingaofsóknirnar, sem hófust í Þýskalandi og Austurmörk, er fregnin barst um andlát von Rath, sendisveitarritara í París, héldu áfram í gær. Þær hófust 1 Miinchen, þar sem nazistar mintust bjórstofuuppreistarinnar (8. nóv. 1923), en breiddust brátt út til annara borga landsins. Gyðingaofsóknirnar eru fordæmdar í breskum blöðum í morgun og líta þau svo á, að áhrifin kunni að verða þau, að erfiðara verði að ná bresk-þýsku samkomulagi um vandamál álf- unnar. Lundúnablöðin í morgun fordæma einróma Gyðingaofsóknirnar. Daily Telegraph segir, að það hafi verið látið viðgangast, að ráðist hef ði verið á Gyðinga af villimannlegum ofsa, sem veki hrylling um allan hinn mentaða heim. News Chronicle er þeirrar skoðunar, að of- sóknirnar muni hafa þau áhrif, að erfiðara verði um allar samkomulagsumleitanir Breta og Þjóðverja og kunni svo að fara, að sam- _ komulagsumleitunum verði frestað af þess- um sökum. Blaðið segir, að hið „sadistiska“ æði, sem brotist hafi út í Þýskalandi, muni vekja hryll- ing og gremju hvers einasta Breta. Leiötogar nazista munu hafa séð fram á það þegar í gær, að það gæti haft hinar alvarlegustu afleiðingar, ef taumlaisar ofsóknir í garð Gyðinga héldi áfram, og þess vegna tilkynti Göbbels útbreiðslumálaráðherra fyrir hönd stjórnarinnar, að einstaklingum væri bannað að halda áfram árásum sínum á verslanir og’ hús Gyðinga, því að fólkið hefði farið nógu langt í því, að láta reiði sína í ljós. Jafnframt tilkynti Göbbels, að ríkisstjórnin mundi setja ný Iög varðandi Gyðinga og var því með þessu boðað, að það, sem gert yrði frekara gagnvart Gyðingum, vegna morðsins á von Rath, yrði gert af stjórninni. Þrátt fyrir þetta var árásun- um haldið áfram löngu eftir að þessari tilkynningu var útvarp- að. Að því er United Press hefir fregnað verða sett allmörg ný lög varðandi Gyðinga. GÖBBELS. M. a. verða sett lög, sem banna Gyðingum að búa ann- arsstaðar en á tilteknum svæð- um. Verða sérstök hverfi í borgunum ætluð Gyðingum og mega þeir hvergi annarsstaðar búa eða reka viðskifti. Höfð verða skifti áeignum Gyðingaog þeirra, sem „aríar“ teljast. Allar eignir Gyðinga í hinum „arisku“ hverfum horganna verða tekn- ar af Gyðingum, en þeir fiá aðr- ar eignir í staðinn í þeim liverf- um, þar sem þeim verður heim- ilað að búa. Nánari tilkynning- ar um þessi efni og önnur eru væntanlegar um næstu helgi. Að því er United Press hefir fregnað mun það vaka fyrir stórninni, að ganga í eitt skifti fyrir öll frá þessum máíum á þann hátt, að ekki þurfi neitt að deila um það framar hvað gera eigi við Gyðinga — með því að aðskilja þá frá öðrum íbúum landsins fáist varanleg lausn á þessum málum. United Press. Yfir 20 Gyðingar hafa fram- ið sjálfsmorð í Vínarborg. Handtökum Gyðinga er haldið áfram þar í borg og er giskað á að búið sé að fangelsa þar um 10.000 Gyðinga. Fréttastofa þýsku stjói’nar- innar og þýsk blöð gefa í skyn, að í sumum tilfellum hafi Gyð- ingar sjálfir kveikt í húsum sínum, í því augnamiði að fá vátryggingarfé útborgað. Erlendum fréttariturum ber saman um, að eigi verði annað séð en að um skipulega árásar- sarfsemi gegn Gyðingum sé að ræða. í einni fregninni er það haft eftir mönnum, sem tóku þátt í árásunum að þeir viður- kendi að þeir væri nasistar, en auðvitað væru þeir ekki ein- kennisklæddir, og þeir hefðu ekki ráðist að Gyðingum að boði æðstu yfirmanna sinna. — (FÚ.). í gi’ein sem „Angriff“ birti í gærkvöldi segir á þessa leið: Hver einasti Gyðingur verður látinn sæta ábyrgð fyrir morðið á von Rath og fyrir hvaða móðgun eða tjón sem þýskum manni verður auðýnt hvar sem er í heiminum. Fyrir alt slíkt mun hver einasti einstaklingur Gyðingakynflokksins verða að borg mikunnarlaust. Seinustu fregnir í morgun herma að Hitler sé á ráðstefnu við þá Göring, Göbels, Hess og von Ribbentrop til þess að íhuga frekari ráðstafanir gegn Gyð- ingum. (FÚ.). Framh. erlendra frétta á bls. 7. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. J4/. A. So/íli/l: ,/ návígi‘ Ágætur leikur frú Soffíu Gudlaugsdóttur og Indriða Waage. Návígi eftir W. A. Somin, leikrit í þrem þáttum. Leik- stjóri Indriði Waage. Það er best að byrja á leik- skránni. Það er auma plaggið, Ilún segir manni heiti leikrits og liöf., leikstjóra, leikenda, hvar leikurinn gerist, hvenær sé lengst hlé milli þátta, hver leik- tjöldin málaði, hver sé ljósa- meistari, og liún liefir hlaðsiðu um leikrit Jólianns Frímanns, „Fróðá“, sem leilcfélagið ætlar nú að fara að leika og aðrar fyr- irætlanir félagsins, byrjandi í Danmörku, skvettandi sér um Rúmeníu austur í Kína og það- an til Parísar. Auk þess er manni vísað á að drekka „o- rangcade“, appelsínulímonaði úr Sanitas og Agli, á „Dætur Reykjavíkur“og á að ljósmynda sig hjá Lofti o. fl. slíkt. Þetta er alt. En það er alveg brent fyrir að skráin svari þeirri spurningu, sem manni er efst í huga, hver höf. sé. Nafnið er hægt að lesa í leilcskránni, en hvað er um hann að segja. Það sést þar hvergi. Er það af því, að farið liafi fyrir útgefanda skrárinnar eins og mér, að gcta engar upplýsingar um hann fengið. Eg hefi slegið lionum upp í allskonar fræðiorðabók- um, en eklci fundið hann. Eg hefi spurt mann eftir mann, sem líklegur var til að vita eitt- hvað um liann, en eng'inn vissi neitt. Það eitt veit eg, að mað- urinn er gyðingur, því leikritið ber það með sér. Eg segi þetta ekki af þvi, að eg sé gyðinga- liatari, eða hafi andstygð á þeim öðrum mönnum frekar, þeir liafa sína kosti og ólcosti eins og annað fólk, en gallahlið þeirra er óneilanlega ekki geðug, og hún kemur nokkuð vel fram í þessu leikriti. Loks seint í gær- kveldi hitti eg mann í leikhús- inu, sem gat sagt mér að höf. væri pólskur gyðingur, meira vissi hann ekki. Það er í fám orðum sagt nauðsynlegt, að leikskráin sé betur úr garði gerð, en hún hefir verið undan- farið. Leikritið sjálft er liarla lítið hugðnæmt; á köflum er það heinlínis andstyggilegt, jafnvel sadistiskt. Það er lýsing á sálar- lífi tveggja manna, sem ekkcrt gera nema kvelja sjálfa sig og Iivor annan. Leikritið flytur á- horfendum engan boðskap, og það hefir vel að gáð enga at- vilcakeðju að geyma. Það er sí- felt sjúklegt samtal um einn ó- geðslegan atburð, samtal sem ; að visu endar hádramatiskt i þriðja þætti, en þátturinn renn- ur síðan út með ákaflega flat- járnaðri brellu, sem þurkar út þau álirif. Það má segja, að í leikritinu sé Iengst af verið að prjóna sömu1 umferðina á sama sokknum. Þó að svo sé, er mjög fjarri því að leikritið sé leiðin- legt, það er hygt upp af hinni mestu leikni og orðaskiftin eru smellin. Manni dylst þó ekki að höf. hefir ætlað að búa til eitt- livað, sem „krassaði“- og hefir þar til hvorki sparað púður né skot, og það skal ekki bregðast, að leikritið hafi fyrir honum fyrst og fremst veri fjárafla- plan. Persónur leiksins eru ekki nema tvær, og það eru því ekki litlar kröfur, sem gerðar eru til leikenda. Það eru hjón. Maður- inn er blóðrauður byltingamað- ur, socialisli af nokkuð fornfá- legri gerð, svipaður þeim í bernsku hreyfingarinnar. Hann heldur blóðrauðar æsingaræður á fundum, er i sjálfu sér liug- sjónamaður, en inn við beinið oddborgari og gauð, þvi þrátt fyrir æsingaskvaldrið, má hann ekki mannsblóð sjá. Það er í sjálfu sér ekki nema gott, en fer skrítilega á byltingamanni. Hugsjónamenskán er þó ekki meira en það, að hann er altaf með annað augað, og stundum bæði, á því að hafa fjárhagslcg- an framgang í flokknum, og hlakkar þá mest til þess, sem hann þerst ákafast á móti — til peninganna. Svona menn eru auðvitað til meðal socialisla eins og’ i öllum flokkum, en þetta er fjarri því að vera meðaltals- mynd af þeim. í tilbót er hann innilega móðursjúkur. Kona hans er eins og fólk gerist og gengur, en lendir i þvi slysi skömniu fyrir giftinguna að lenda í samförum við einn ráð- herra — að manni skilst flokks- ins, þó það standi ekki vel af sér — sem ekki er alveg heill í hans garð, og eftir það kúgar liann konuna með hótunum til þess að vera njósnari sinn um far flokksbræðra sinna, og sigar þrásinnis á þá lögreglu, en þeir skilja ekki hvaðan honum kem- ur vitneskjan um athafnir þeirra. Þetta er óneitanlega tog- að út á eyrunum. Svo fer að lokum, að lconan, sem elskar mann sinn, þreytist á þessu — reyndar fyrst eftir mörg ár — og ræður liún ráðherranum bana. Yið það hrekkur hún upp af hjörunum, sem vonlegt er. Og í þessu meðfædda ástandi hans og aflaða ástandi liennar hefst fyrst þátturinn. Um kvöld- ið er fyrsti þáttur hefst, hefir Bergmann verið á æsingafundi og farið þar mörgum ógætileg- um orðum um ráðherrann, sem liann, án þess að vita það, á framgang sinn í flokknum að þakka, en hann hefir af ósjálf- ráðu hugboði hatað hann; eftir því virðist ástandið í flokknum liafa verið allflókið. Þegar hann kemur heim er konan nýkomin frá verknaðinum, og liann frétt- ir morðið um útvarpið. Vill þá svo til, að hann á heimleiðinni hefir gengið um þær slóðir, sem morðið var framið, og það gríp- ur hann annarsvegar slcelfing um að hann verði sakaður um morðið og tekinn af lífi, og hinsvegar sjúkleg angist yfir því, að hann sé hálfsamsekur morðingjanum vegna haturs síns á ráðherranum. Konan er sífelt að stappa í hann stálinu, og er með ýmsar fyrirætlanir um að koma verkinu á aðra. í þriðja þætti er lögreglan búin að finna lianska, sem haldið er að sé af morðingjanum, en Bergmann hefir mist annan hanska sinn, sem konan að vísu liélt sig hafa týnt þegar hún var í morðerindunum, og nú verða bæði æðisgengin af liræðslu, Frh. á 8. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.