Vísir - 11.11.1938, Blaðsíða 7

Vísir - 11.11.1938, Blaðsíða 7
Föstudaginn 11. nóvember 1938. V I S I R UTVAiPIÐ VIKUNA SEM LEIÐ. Eg ætla mér aS leiðrétta mis- skilning á ummælum í Vísi um .Útvarpið, sem eg liefi orðið var við. Það hafa sumir spurt, þvi sé ekki talað um þetla og því ekki um liitt, og því sé verið að hlífa þessu eða hinu. Svarið er, að það er ekki verið að hlífa neinu, heldur að það, sem ekki er getið um sérstaldega, finst þeim, er þetta ritar, vei’a á þann veg, að það sé ekkert um það að segja, hvorki til lofs eða lasts, enda mætti liitt æra östöð- ugan, að elta dagskrána lið fyrir fyrir lið, ef ekkert er um þá að ~ * # segja. Það verður að éins minst á það, sem „br.“ finst stinga að einliverju leyti í stúf til annarar hvorrar liandar. Þá vill „br.“ geta þess, að á einstöku liði, sem eru að nokkru leyti ulan dag- skrár, svo sem kensluna, guðs- þjónustur, landbúnaðar-, Fiski- félags-, liúsmæðra-, bindindis- og aðra slíka tíma, mun ekki verða minst, nema þeir séu sett- ir sem aðalefni á dagslcrá, eða gefist til sérstakt tilefni. Þá segja sumir við „br,“: „Þvi hef- ir þú ekki sett út á þétta eða hitt, mér þótti það lireint lineyksli.“ Þvi er til að svara, að blaðagagnrýni er ekki fyrst og fremst fólgin í því, að setja út á, heldur i því, að segja kost og löst; í öðru lagi er það, að hafi ekkert verið um eittlivert atriði sagt, þá er það af því, að „br.“ liefir ekkert fundið at- hugavert við það. Þar með er elcki sagt, að það geti ekki verið misskilningur lijá honum, það má meira en vera, en liann vill fá að segja það sem lionum finst, en ekki öðrum. Þeir geta sjálfir sagt sína skoðun. Sömu- leiðis vill „br.“ biðjast undan þvi, að menn séu að hringja liann upp til að segja honum ‘fyrir verkum um það, hvað og hvernig hann eigi að skrifa um Úlvarpið, því slíkt kemur oftar fyrir en þægilegt er. Útvarpið vikuna 1.—7. nóv., að báðum dögum meðtöldum, er með betri vikum, sem komið liafa enn á þessu liausti. Skáta- kvöldið var þó heldur leiðinlegt, ekki síst kvenskátasöngurinn, og eru slik félagskvöld i heild ekki hæf til þess að vera aðal- efni dagskrár. Ludvig Guð- mundsson kom á föstudag með enn eitt erindi um vinnuskóla fyrir æskulýðinn. Um vinnu- skólana og starf Lúðvigs er ekki nema alt hið besta að segja, en hann og útvarpsráð mega ekki halda, að lilustendur alment geti lagt eyrun við þessu mál- efni slag í slag á örskömmum tíma. Það er ekki last um mann, að segja, að hann sé ekki heppi- legur útvarpsræðumaður, hann gelur verið ágætur fyrir þvi„ en Lúðvíg er nolckuð þreytandi 1 Útvarpinu, og hann vantar sliilning á því, livað geti haft þýðingu fyi'ir hlustendur og hvað ekki. T. d. sagði hann í einu erindi — af fjórum — frá nefnd, sem skipuð hafði verið um þetta mál, og sagði þar ná- kvæmlega frá liverri breytingu, sem á nefndinni varð, nú fór þessi úr henni og nú kom þessi í staðínn o. s. frv, Slíkt verður ofviða i 25 mínútna erindi, og það sem máli skíftír er eklci, hverjir voru í nefndinni, heldur hvað liún gerði. Á kvöldvökunni las Sigurjón skáld Friðjónsson eftir sig kvæði, en hann á að láta aðra lesa upp kvæðin sín, þvi sjálfur gerir hann það ó- skemtilega. Sigurður Skúlason mag. las upp sögu eftir O’FIaherty, og var upplesturinn góður, en þessi saga var rétt að koma út í tímariti lians „Sam- tíðin“, og upplesturinn verkaði þess vegna liálfvegis sem aug- lýsing fyrir það, en það er ekki viðlcunnanlegt. Af ldaufaskap misti „br“ niður húsmæðra- tímann á mánudag, og var hann aðalefni dagskrárinnar, en það ættu húsmæðratímarnir ekki að vera, eins og bent hefir verið á. Á þriðjudag flutti Sveinn yf- irlögregluþjónn Sæmundsson mjög eftirtektarvert erindi um gripdeildir og varúðarráðstafan- ir almennings gegn þeim.Sveinn er forslöðumaður rannsóknar- lögreglunnar í Reykjavík og veit hvað hann syngur. Þó nokkuð væri af tölum í erindinu, var það skemtilegt, að byggingu var það skipulegt og mjög áheyri- lega flutt af manni, sem er við liljóðnemami í fyrsta skifti. Á sunnudag flutti Einar Magn- ússon bráðskemtilegt erindi um Mai*co Polo og ferðir lians. Ein- ar er einn besti maður, sem heyrist í Útvarpinu. Hann kann bæði að velja efni og fara með það. Flutningurinn er og fram- úrskarandi góður, en liefði verið enn betri, ef höfundur hefði kunnað erindið utanbókar. Á mánudag flutti Jon Eyþórsson erindi um daginn og veginn, og mintist þar á málefni, sem snertir mjög alla útvarpshlust- endur. Svo er mál vaxið, að út- varpsráð verður að hafa veit- ingu Alþingis fyrir því fé, sem það liefir til umráða til dag- skrár. Auðvitað fara gæði dag- skrárinnar mikið eftir því, úr hverju útvarpsráð hefir að spila. Það fór fram á það við síðasta þing, að heimilaðar væru 75 þús. kr. yfir árið, en, án þess svo mikið sem að tala við útvarps- ráð,skar f járveitinganefnd þetta niður í 60 þús. kr„ og' nemur sú lækkun livorki meira né minna er 20%. Kröfur útvarps- ráðs voru í fullu samræmi við getu Útvarpsins, og hefði mátt framkvæma þær án þess að tekjuhalli hefði orðið á rekstr- inum. Verður þá alveg óskiljan- legt, hvers vegna útvarpsráði er , neitað um nauðsynlegt fé. Með- * an ekki er tekjulialli á rekstrin- um, verða útvarpslilustendur að eiga það víst, að tekjur (Útvarps- ins komi þeim til góða, annað- hvort með lækkuðum gjöldum eða bættri dagskrá, og eins og dagskrá Útvarpsins er varið, er engum blöðum um það að fletta, að það er dagskrána sem á að bæta. Þegar svona ei num- ið við nögl sér, ber útvarpsráð ekki ábyrgð á því, sem miður fer vegna fjárskorts, og manni finst það mega eltki minna vera, en að fjárveitinganefnd hlusti á rök útvarpsráðs. Hér er verlc- efní fyrír hlustendafélögin, en þau hafa því miður legið svo Ivyrfilega niðri eftir kosningarn- ar í útvarpsráð, að ekki verður séð, að þau hafi haft annað tak- mark, en að stimpast út úr þeim; verkefnín eru þó rétt á litið miklu fleirí. Þessari aukagetu vildi cg bæta við: „br“ hefir borist nokkuð mik- ið af þakkarbréfum fyrír eitt og annað, sem i þessum útvarps- skrifum lians liefir staðið, en sá galli hefir verið á þeim öllum, að þau liafa verið nafnlaus. Nú er það ekki hvítra manna æði, að skrifa nafnlaus bréf, því ekki sýnist hugur fylgja þar máli, ef menn ekki vilja ábyrgjast orð sín með undírskrift sinni. „br“ er því lieldur ekki uppveðraður af nafnlausu skjallí, Sama gild- ir auðvitað um skannnir og slíkt. Fornmenn fylgdu eftir liestum sinuni í liestaati, og eins verða menn að fylgja eflir skoð- unum sínum, en það væri ein- kennileg gunga, sem gugnaði við nafnlausar liótanir, álika og sá, sem hótar nafnlaust. „hr“ Iiefir að eins fengið eitt slíkt hréf, og þó liann aldrei muni láta það á sig fá, mun liann birla þetta eina bréf, en síðan aldrei söguna meir. Bréfið er vélritað og hljóðar svo, en inn- skotin eru eftir „br“: „Eg hefi, herra rithöfundur (já, já, skárri eru það hátiðleg- lieitin), fylgst vel með útvarps- pistlum yðar i Vísi (eg þaklca fyrir auðsýnda hluttekningu), af þvi getur margt staðist (ja, nú er eg meira en hissa). En þvi i ósköpunum setjið þér ekki á prent þessi orð Sig. Ein. frétta- stj„ sem hann sagði eitt kvöld í fréttunum: „Þetta get eg elcki lesið og veit þvi ekki livað mein- ingin er“ (ósköp eruð þér forvit- inn, maður minn). Þó er þessi maður þýðandi fréttanna (þér segið þó, en hann var orðinn það áður, eins og þér sjálfur takið fram) og á að sjá um all- an frágang á þeim (alveg hár- rétt hjá yður), og hefir verið starfsmaður frá byrjun útvarps- ins (það er nú gott að fá það skjalfest), svo útvarpslilustend- um ætti hann sist að bjóða svona lestur (gullsatt lijá yður, en þér skuluð framvegis liafa gerandann í upphafi setningar). En ef til vill má ekki krítísera dósentinn frá hærri slöðum (ef þér eigið við mig, þá er það mis- skilningur, þvi eg bý ekki hærra en á 2. liæð, þó sé að vísu hár kjallari, en ef þér eigið við að útvarpsstjórn, ríkisstjórn, Al- þing eða jafnvel H. II. konung- urinn liafi bannað mér að „krítisera“ S. E„ þá er það mis- skilningur; þessir aðiljar liafa aklrei nefnt það við mig), en við alþýðumenn (við, segið þér, og sem liélt þér væruð ein- faldur, en svo eruð þér tvöfald- ur eða meira; þér segið al- þýðumenn, svo þér hafið auð- vitað fengið lánaða ritvélina, þvi slík tæki eiga alþýðumenn ekki) gerum það nú samt (ja. þó það væri) og þegar þér gleymið sona ávirðingum Sig. Ein„ þá förum við (eruð þér einn, margfaldur, eða liafið þér umboð frá öðrum?) að taka lítið mark á pistlum yðar (úr því þér eru útvarpshlustandi, þá er þetta alveg sjálfsagt, því þá eigið þér að mynda skoðun yð- ar sjálfur og kæra yður kollótt- ann um mig). Útvarpshlustandi og Yísis- kaupandi (nú, þér voruð þá ekki nema tvöfaldur) “. Þetta er vitanlega alveg hár- rétt, að það er vítavert, að þctta hefir komið fyrir síra Sig. Ein., en „br“ hefir ekki átalið það vegna þess, að það gerðist áður en hann fór að skrifa þessar greinar. Það má alveg fullvissa „Útvarpshlustanda og Vísis- kaupanda“ um það, að „hr“ liefir fulla einurð á því að segja það, sem honum býr í brjósti, og ef síra Sig. Ein. skyldi verða eitthvað á, þá verður ekki lilífst við hann frekar en aðra. En Jiess má geta, að verði einhverj- um eitthvað á, er það lioniim engin afsökun, að öðrum hafi lialdist uppi sama átölulaust. — Annars skal „br“ stinga þvi að bréfritaranum, að skrifa í guð- anna bænum undir víxla, sem liann kynni að vilja selja í bönk- unum, þó liann undirskrifi ekki bréf, því annars verða þeir ekki keyptir, og ef hann skyldi vera óvanur að skrifa nafnið sitt, að forðast þá eins og heitan eld að skrifa nafn annara í ógáti. br. ÍÞRÓTTAMAL Giiðmnodur Úfófs- son formaðnr R.R.R. Guðmundur Ólafsson, fja’rum þjálfari í K.R., hefir af stjórn Í.S.Í. verið skipaður formaður K.R.R. fyrir árið 1939. Félögin liöfðu tilnefnt livert sinn mann sem formann ráðs- ins, þar eð þau liöfðu ekki get- að náð samkomulagi um neinn mann. Þessir menn höfðu verið tilnefndir: Stefán A. Pálsson (Fram), Guðmundur Ólafsson (K.R.), Einar Björnsson (Val) og Guðjón Einarsson (Víking). Stjórn f.S.Í. tók lokaákvörðun í málinu í gærkveldi. Lá þá fyr- ir hréf frá Fram, þar sem félag- ið lýsti yfir því, að það styddi GuðmundÓIafsson til formanns, þar sem Stefán A. Pálsson gæfi ekki kost á sér. frestað i þrjár viknr. Þing knattspyrnumanna var sett kl. 8Y2 i gærkveldi. Á þing- inu var mælt öll stjórn í. S. í„ K. R. R. og sjö fulltrúar frá hverju knattspyrnufélagi. Auk þess sálu þingið tveir fulltrúar frá Dómarafélaginu. Fundarstjóri var kosinn Arre- boe Clausen, en ritari Adolf Björnsson og vararitari Brand- ur Brynjólfsson. Allmörg mál voru til umræðu á þinginu og risu deilur nokkr- ar uin sum þeirra, þ. á m. reglu- gerð K.R.R. frá 9. febrúar 1938. Vai’ þess vegna borin fram til- laga á þá leið, að þinginu yrði frestað um þrjár viluir og fimm mannanefnd kosin, er endur- skoðaði reglugerðina og leggi fram álit si'tt ekki siðar cn viku áður en þing konii saman á ný. Þessir menn eru í nefndinni: Ólafur Þorvarðsson (Fram), Sigurjón Pétursson (K.R.), Frí- mann Helgason (Val) og Gísli Sigurbjörnsson (Víking). For- maður Knattspyrnuráðs, Guð- mundur Ólafsson, þjálfari, er fimti maður i nefndinni. Að lokuni var tillaga samþykt þess efnis, að þing jknattspyrnu- manna samþykki að fela K.R.R. að sjá um, að knattspyrnukapp- leikur verði háður í bænum til ágóða fyrir aðstandendurþeiri’a, er fórust „Ólafi“. með togaranum Víkingar, munið æfinguna i kvöld kl. 9. Mætið allir og stundvíslega. * K.R.-ingar vinna af kappi við liið nýja íþróttahús — íshúsið -—- sem bærinn liefir leyft félag- inu not af. Unnið er mest í þegnskylduvinnu og liafa félag- ar sýnt mikinn áhuga fyrir að koma húsinu í lag, t. d. voru 40 K.R.-ingar við vinnu þar s. 1. sunnudag. Var það ánægjulegt að sjá hóp þennan vinna þannig að áhugamáli sínu. Jún Hsrmannsson úrsmiður sjötugur. Jón Hermannsson er fæddur 11. nóv. 1868 að Barðsnesi í Norðfirði. Hann er af góðum ættum kominn. Hermann gamli í Firði er margir Austfirðmgar hinir eldri, kannast við, var föðurarfi Jóns. Ólst hann þar upp. Ilann lærði úrsmíði lijá Ste- fáni Th. Jónssyni, í Seyðisfirði, en síðar i Kaupmannahöfn þar sem liann tók meistarapróf i iðninni. Hingað til Reykjavíkur flutt- ist hann laust eftir aldamótin eða 1903 og liefir rekið úrsmíða- vinnustofu hér síðan. Það eru flestir á þessum aldri farnir töluvert að láta á sjá, en Jón er jafnan liinn sami létt- lyndi, glaðværi unglingurinn. Hvgg eg að fáir á þessu aldurs- skeiði séu eins andlega liressir. Hann fylgist vel með því er gjörist með þjóð vorri og lætur sig það miklu varða, ekki með skvaldri og lirópum á fundum og gatnamótum, heldur í kyr- þeí. Sá, er þetla ritar, hefir þekt Jón meira og minna í 50 iár og altaf er hann sami stranglieið- arlegi maðurinn, er i engu má vanim sitt vita. Eg mundi nú ekki minnast á þetía, ef mér fyndist þetta ekki vera lieldur sjaldgæfir kostir nú á dögum. Vona eg að Jón Hermanns- son eigi mörg árin ólifuð enn og óska honum allra heilla í framtíðinni. H. E. Frú E. Göhlsdorf les í kvöld kl. 8 upp úr sí'Öara hluta Fausts. Upplesturinn er í há- skólanum. íslenskir samníngar- menn I Oslo. Kaupm.höfn 10. nóv. FjÚ. íslensku samninganef ndar- * mennirnir eru komnir til Nor- egs. „Aftenposten“ i Oslo birtir viðtal við IJarald Guðmundsson fyrverandi ráðherra, þar sem hann skýrir fná ýmsu, varðandi atvinnulíf og viðskiftaliætti ís- lendinga. Öll'blöðin í Oslo birta langar greinar um sendinefnd- ina og myndir af nefndarmönn- u m. í viðtali við „Tidens Tegn“ skýi’ir Sveinn Björnsson sendi- lierra frá þvi, að ef samning- arnir dragist mjög á langinn, þá muni þeim verða lialdið áfram í Reykjavik eftir áramót. Við- ræður beggja nefnda, hinnar js- lensku og liinnar norsku fara fram i utanríkismálaráðuneyt- inu norska. íslenska nefndin liefir orðið að taka sér dvöl á Ilotel Holmenkollen vegna verkfalls þess sem starfsmenn gistihúsa og gildaskála hafa gert í Oslo. FORSETAKOSNING í TYRKLANDI. Einkaskeyti til Vísis^ Lcndon í morgctn. Tyrkneska þjóðþingið kom sarnan í morgun og- mintíst Karnals Ataturks, er dó í gær- morgun, en að því búnu var nýr forseti kosinn. Fyrir valinu varð Ismet pasha, hershöfðingi. Hann er fæddur 1884 og gekk í Tyrkjaher 1903. Hann tók þátt í Ungtyrkjauppreistínni 1908 og barðist í heimsstyrj- öldinni við ágætan oi-ðstfr. Síðan gekk hann í Þjóðernís- flokkinn og skipulagði hann að mjög ntiklu leyti. Árið 1922 varð Ismet pasha utan- ríkismálaráðherra og' árið 1924 varð hann forsætisráð- herra og' gegndi því embætti um 13 ára skeið. Hann var nánastí sam- verkamaður Kamals um 10 ára skeið og hafði með hönd- um framkvæmd 5 ára áætl- unarinnar. Núverandi forsætisráð- herra heitir Jalalbayer. United Press. Vextir af banka- vaxtabrétum?. Athygli þeirra, er eíga hanka- vaxtabréf Landslianlcans (veð- deildarhréf) eða hafa þau undir höndum, skal vakin á því, að vextir af bréfum þessum era að eins greiddir til gjaMdaga þeirra. Lista um útdrátí hréC- anna geta menn fengið hjá bankanum og útihúum hans. Þeir munu eiimig vera til hjá flestum sparisjóðum og hrepp- stjórum landsins. (FB). Mót AjnkrnnarkTenns á íslanól 1939. Kaupmannahöfn 10. nóv. FÖ. Mót hjúkrunarkvenna 1 Kaupmannahöfn liefir ákveðið að leiga norska skipiS „Berg- ensfjord“ til jiess að flytfa nor- rænar hjúkrunarkonur á hjúkr- imarkvennamótið á Islandi £ júlí 1939. Ráðgert er að í förinnl taki þátt 700 hjúkranartonur frá Norðurlöndum. Dveljíst 5 daga í Reykjavik og fari síöan til Akureyi-ar. Bretar sigra Norðmenn. Osló, 10. nóvemher.- Bretar og Norðmenn keptu I knattspyrnu i Newcastle í gær» Bretár sigiuðu með 4:0. — Áliorfendur voru 40.000. NRP.- FB. Stiídentafélag Reykjavíkiip og Sænsk-íslenska félagiife Svíþjóð efna til sameiginlegs skemtikvOlds á stúdeiitagarðinum annað kvöld. Skemtunin liefst kl. 8l/z stundvíslega — og flytur þá Fríherra von Schwerin erindi um stúdentalíf í Uppsölum og Lundi. Ennfremur verður skemt með íslenskum og sænskum stúdentasöngvum (tvísöng- ur, kvartett og hópsöngur). — Að lokum verður dans stígínia fram eftir nóttu. — Aðgöngumiðai* á 2 kr. verða seldir í Stúdentagarðinum vH5 innganginn. —- Félögum Stúdentafél. Reykjavíkur og sænsk-ísl. fél. er heim- ill aðgangur með gesti sina. Menn eru beðnir að mæta stundvíslega vegna takmarkaðs húsrúms.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.