Vísir - 16.11.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 16.11.1938, Blaðsíða 2
V í S 1 R PftkÉnd lær ipltnlir og liiHq hriefni . ir lœr. sa nm iðiovamr- r»rn á noiii, iá frain é ganga. EINKASKEYTI TIJL YÍSIS. iSi c::-;,&■ M oL M. London í morgun. fl in fyrirhugaða för Pirov, landvarnaráðherra Suður- Afríku, vekur meiri og meiri athygli, en hann leggur af stað til Berlín'ár á morgun og taka Hitler og æðstu menn Þýskalands á móti honum. Það hefir lítið verið látið upp- skátt um tilganginn með þessari för Pirovs, en hann er nú að koma í Ijós. Að því er Daily Mail segir í morgun fer Pirov til Berlínar til þess að ræða við þýsku stjórnina tillögur, sem ganga út á það, að Þjóðverjar fái nýlendur í Afríku og mjög aukin viðskiftaleg hlunnindi í nýlendum Afríku yfirleitt. Að því er Daily Mail segir er ekki í ráði að láta Þýskaland fá aftur gömlu nýlendurnar, heldur leggur Pirov til, að þeir fái hluta af Kamerun, Angola og Kongo. Ennfremur yrði gert samkomulag um það, að Þýska- land fengi hráefni frsá nýlendunum yfirleitt. Yrði stofnað alþjóðaráð sem hefði með höndum mál, sem varða fram- leiðslu nýlendnanna, og sæi það um, að Þýskaland fengi hráefni í hlutfalli við áðrar þjóðir og þarfir sínar. Ekki er kunnugt hvort breska stjórnin stendur hér á bak við, en Cliamberlain sagði í. neðri málstofunni nýlega, að hann hefði ekki lofað Þýskalandi neinu um að skila aflur fyrri ný- lendum þeirra. Pirov fór, sem menn muna, til Portúgal, á leið sinni til Lon- don, en því var neitað, að hann hefði rætt við portúgölsku stjórnina um nýlendukröfur Þjóðverja. Ennfremur hefir Pirov neitað því, að hann hafi komið vegna þessa máls til London. En það virðist nú komið í Ijós, að það hafi verið höfuð tilgang- urinn með ferðalagi hans, til þess að skapa frið um Afríku. En þessi friður kostar tilslakanir, sem bitna á þeim þjóðum, sem ráða yfir Kamerun, Angola og Kongo. í breskum nýlend- um í Afríku hafa komið fram svo strengileg mótmæli gegn því, að Þýskaland fái nýlendur sínar aftur, að hver mótmælin gegn því á fætur öðrum hafa borist bresku stjórninni. United Press. Kamerun-nýlendurnar í Vestur-Afríku eru tvær og heyra undir Breta og Frakka. Franska Kamerun er 166.500 ferlnn. enskar með 1.880.000 íbúum. Höfuðborg Yude. Breska Kam- erun er 34.000 fhm enskar með 700.000 íbúum. Höfðuborg Buea, Angola í Vestur-Afriku er 485.000 fhm. Ibúatala 3.000.000. Höfðuborg Huombo, nú kölluð Nýja Lissabon. (þm Kongo birt- ist nýlega ítarleg grein í Sunnudagsblaði Vísis). Franeo einrádup á liægra bakka Ebpó, EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morogun. Skeyti frá Gandesa herma, að Franco sé nú ein- ráður á hægra bakka Ebrófljóts, hafi í gær- kveldi tekið þau þrjú þorp, sem enn þá voru í höndum rauðliða þeim megin fljótsins. Heita þessi þorp Aseo, Fix og Ribaroja. Rauðliðar hófu sókn á þessu svæði — fyrir norðan og vestan Tortosa — hinn 25. júlí og tókst að hrekja Franco all-langt frá fljótinu á nokkuru svæði. Hafa bar- dagarnir á Spáni síðan verið harðastir þarna undan- farið. Má nú búast við því, að heldur fari að verða hljótt um ófriðinn þarna suðurfrá, því að veturinn er genginn í garð og orðið erfiðara um allar hernaðaraðgerðir. — , United Press. Gydingar útilokaðir frá þýskn viðskiftalifi. Ofsóknirnar gegn geim mælast allstadar illa fyrir. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London , í morgun. Mr. Walter Funk, fjármálaráðherra Þjóðverja, gaf út þá yfirlýsingu i gær, að Gyðingar myndi gersamlega úti- lokaðir frá allri verslun og viðskiftum í Þýskalandi framvegis. Þeir myndi þó ekki sviftir eignum sínum, því að i stað þeirra yrði þeirn afhent þýsk ríkisskuldabréf. Sagði dr. Funk, að menn af ariskum kynstofni hefði þegar tekið við Gyðingaeignum, er næmi 2 miljörðum marka, en alls næmi eignir þeirra í verslunarfyrirtækjum sjö miljörðum marka. United Press. VÍSIR DAGBLAÐ Útgcfandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Utanríkismál og viðskifti. C INS og sakir standa, eru ut- “ anríkismál og viðskifti hér á landi háð þremur stjórnar- deildum. Allir ráðherrarnir hafa einhver afskifti þessara mála. Sú lausung, sem frain kemur í meðferð málanna, sýn- ir vanþroskað stjórnarfar. Þess er heldur ekki að dyljast, að ýmsar ráðstafanir í utanríkis- málum og viðskiftum, bera keim af sundrung, vanþekking og þroskaleysi. Þrátt fyrir miklar umræður á Alþingi og 1 blöðum um nauð- syn þess, að íslendingar séu \andir við að sinna utanríkis- störfum, er furðu lítið gert til þess að fá hæfa menn til að taka að sér slík störf að nokkrum árum liðnum. Hér hefir að vísu verið stofnuð utanríkismála- deild, með sérstökum skrif- stofustjóra og er það skref í átt- ina til sjálfstæðis í utanríkis- málunum. En hér þarf að taka miklu dýpra i árinni ef duga skal. Aðal utanríkismál vor Islend- inga eru viðskifti. Þótt það sé hverri smáþjóð kappsmál, að sýna sjálfstæðí sití með eigin sendimönnum út á við, er þó hitt meira um vert, að geta á eigin spýtur séð um viðskifta- hagsmuni sína erlendis. Sjálfs er höndin liollust. Utanríkis- máladeildin, sem lýtur forsætis- ráðherra, hefir þvi að aðal- verkefni viðskifti Islands við aðrar þjóðir. En yfirstjórn sjálfrar utanríkisverslunarinnar er í liöndum atvinnumálaráð- lierra að því er útflutninginn snertir, en fjármálaráðherra hefir með höndum innflutning- inn. Þessi þrískifting hinna er- lendu viðskiftamála er næsta ó- liyggileg. Meðal stærri þjóða er þessum málum skift í tvent, og fylgir ráðherraemhætti hvoru um sig, enda er um víðfeðm verksvið að ræða. Hér gegnir mjög öðru máli. Hér eru utan- ríkismálin að miklu leyti að eins utanrikisviðskifti og virðist því full ástæða til að yfirstjórn þessara mála væri hér á einni liendi. Hér ætti að mynda sérstakt ráðuneyti, sem liefði að eins með höndum utanríkismál og verslun. Þcssi mál eru nú svo mikilvæg þjóðinni og þarfnast slíkrar einbeitingar, að eðlileg- ast væri að mynda sérstakt ráðherraembætti fyrir þessi mál. Rikisstjórnin er þar að auki orðin svo umfangsmikið starf, að litill vafi leikur á, að það sé verk fyrir fimm menn, í stað þriggja, sem nú eru, ef stjói’narstörfin eiga að vera vel af hendi leyst. Það getur varla leikið vafi á þvi, að sameining þessara mála undir sérstakt ráð- herraembætti mundi hafa marga kosti í för með sér. Nú ,eru þau í höndum manna, sem hafa mörgum öðrum störfum að gegna og geta því ekki kynt sér þessi mál til neinnar hlýtar. Yerslunarmálin eru nú svo mikið vandamál og svo mikils varðandi fyrir þjóðina, að það er skylda að skifta þeim svo, sem gagnlegast má verða. Hin opinbera yfirstjórn verslunarmálantia er nú á reiki og gætir mjög ósamræmis, van- þekkingar og mistaka í þessum efnum. Úr þessu mætli mikið bæta með því að sameina fram- kvæmdina í höndum manns, sem hefði til að hera reynslu, drengskáp og réttsýni. Stefanolslandi ráðiDH til amerísks útvarpsfélagf. Sendiberrafregn í gær lierm- ir, að Stefano Islandi hefi tekið boði „Columbia Broadcasting Co.“ um að fara vestur um haf og syngja þar á vegum félags- ins. Er Stefano Islandi ráðinn frá 17. júní næsta ár, þar til í nóvemberlok sama ár. Karlakór Reykjavíkur er ráð- inn lil þess að syngja á vegum sama félags næsta ár. Fer Stef- ano að líkindum með kórnum vestur. Stefano Islandi er gestleikandi Kgl. leikliússins þar til í janúar í vetur, að samningar þar að lútandi eru út runnir. lslenskur heimilis- iSnaður á sýoing- unni f Nnw York. Blaðinu hefir borist bréf, er Framkvæmdast j órn íslands- sýningar í New York 1939 liefir skrifað frú Önnu Ásmunds- dótiuf. Bréfið er svohljóðandi: „Samkvæmt umtali við yður leyfum vér oss að fara þess á leit, að þér veljið þá muni, á væntanlegri Prjónlessýningu hér í Reykjavík, sém þér teljið hæfasia sem sýnishorn íslensks heimilisiðnaðar iá Heimssýning- unni í New York, 30. apríl—30. október 1939 og látið oss muni þessa í té til sendingar vestur og ráðstöfunar á sýningunni. Mun- ir þessir eiga að vera úr ísl. ull, ofnir munir og prjónaðir, og verða þeir að sjálfsögðu i á-' byrgð f ramkvæmdars t jórnar- innar frá því þeir koma í vorar hendur og þar til þeim er skilað aftur eða ráðstafað á annan hátt í samráði við yður. Ef þér viljið verða við þessum tilmælum vorum, munum vér síðar ræða um það, er lýtur að móttöku, skrásetningu og af- liendingu munanna. Vér vænt- um þess að fá svar við fyrstu henlugleika yðar.“ . Samkvæmt þessu vill Prjón- lessýningarnefndin beina því til þeirra, er muni vilja senda á Prjónlessýninguna, sem baldin verður í fyrri hluta næsta mán- aðar, að líka verður lekið á móti ofnum munum, úr ísl. ull, ásýn- ingu þessa. Þó skal telcið fram, að þeir sem vilja koma munum á íslandssýninguna og geta ekki lokið þeim áður en Prjónlcssýn- ingin hefst, mega senda þá, í síðasta lagi í lok febrúármánað- ar næstkomandi, til frú Önnu Ásmundsdóttnr, Suðurgötu 22. Sjá að öðru leyti útboð Prjón- Iessýningarinnar frá september í haust. Af veiðum. Baldur kom af veiðum i gær með ióoo körfur og Geir með 1800. í nótý kom Kári og Karlsefui. Öll skipm fara til Englands og selja Útvegsbanki íslands h4. sótti um leyfi á fundi bygging- arnefndar síðastl. fimtudag, til að byggja fiskþurkhús úr 'timbri á Kirkjusandi við Laugarnesveg. -—- Stærðin verður 358.14 ferm. London, 16. nóv. FÚ. Roosevelt Bandarikjaforseli skýrði blaðamönnum svo frá í gær, að freginir frá Þýskalandi síðustu tlaga liefðu komið afar illa við almenningsálitið í Bandaríkjunum og sjálfur ætti liann erfitt með að trúa, að slik- ir atburðir gætu átt sér- stað á 20. öldinni. Hann sagði að Bandarikjastjórn liefði ennþá tkki lagt fram nein mótmæli i Berlín, hvorki viðvíkjandi með- ferðinni á Gyðingum í Þýska- landi, eða skemdpm á eignum ameriskra þegna. Þá skýrði bann frá því, að sendiherra Bandaríkjanna í London, Mr. Kennedy, legði mikla áhei*slu á. það, að Bandarílcin og Bretland tækju höndum saman um' að koma Gyðingum til hjálpar. Þá kvað hann það hafa verið sín ráð, að sendilierra Bandaríltj- anna í Berlín hefði verið kvadd- ur lieim lil viðtals. Cordell Hull, utanríkismála- ráðlierra Bandaríkjanna, tjáði sendiherra Þýzkalands í Wash- ington í gær að seinustu atburð- ir í Þýskalandi settu sambandið milli Þýskalands og Bandarilcj- anna í mjög alvarlega hættu. Fulltrúi lögreglustj órnarinnar í New York skýrði frá því, að lögregluverndar hefði verið beð- ið fyrir þýsk sldp, sem voru í liöfn í .New York og fyrir þýska ræðismannabústaðinn þar i borginni. Fregn frá Metz við frönsku landamærin segir að þúsundir Gyðinga beiðist þess, að mega fara inn í Frakkland; aðeins 166 hefir verið hleypt inn í landið. Mjenn hafa meira að segja reynt að komast inn í Frakldand með þvi, að grafa jarðgöng undir landamæragirðinguna, en þetta komst upp og hefir landamæra- vörðum verið fjölgað. Slórbanki einn í Munchen, sem var eign tveggja Gyðinga- bræðra og þriðja manns, liefir verið tekinn og á nú að byrja slarfsemi sina sem þýskur banki. Annar Gyðingabróðirinn var breskur þegn og var honum ekkert mein gert, en lvinn var settur í fangaherbúðir og aðeins sóttur þangað til að undirskrifa afsal fyrir bankanum. Þriðji eigandinn og kona hans frömSu sjálfsmorð á fimtudaginn var. Ilertz, yfin-aljbi í London, hefir farið þess á leit við allar kirkjudeildir í Englandi, að al- mennar bænir fari fram í kirkj- um n. k. sunnudag, fyrir Gyð- ingum í Þýskalandi. þar. Mynd þessi- var tekin. er Pólverjar tóku við þeim landamæraliéi-uðum Tékkóslóvakíu, er þeir liöfðu hótað að taka með hervaldi, ef þau væri ekki látin af hendi mólspyrnulaust. Hér sjást pólskir líerforingjar í broddi fylkingar í Olza, í Teszliep-héraði, Fremstir ganga Grazinoki majór. Rydz-Smigly hershöfðingi og Bortnowski hershöfðingi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.