Vísir - 16.11.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 16.11.1938, Blaðsíða 3
V I S I K óp Iram í morgun ad vidstoddu miklu ijölmenni. Mavgi maima úr Hafnarfirði og Reykjavík var viðstatt hina hátíðlegu afji.jújHin minnisvarðans ú gröf óþekta sjómannsins i Fossvogskirkjugárði kl. 10 árdegis í dag, að viðstöddu Sjó- mannadagsráðinu, en í því eru, sem kunnugt er, fulltrúar frá Ölluiri stéttarfélögum sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Sjómannadagsráðið hefir látið I)úa til minnisvarðann. Er hann í löguri sem viti, úr steinsteypu, á þriðja meter á hæð, og er efst á lionum ljósalijálinur. Stendur vitinn á fjörugrjótsstalli en um leiðið er steypt lág girðing, sem táknar öldur liafsins. Er mirin- isvarðinn hinri smekklegasti. Var Rikarður Jónsson mvnd- liöggvari hafður með í ráðum um gerð og útlit en Felix Guð- mundsson lét steypa Iiann Ljósalijálminn gerði Nýja blikk- smiðjan Á varðanum eru tveir koparskildir, Stendur á öðrum: „Leiði óþekkta sjómannsins frá 1933“, en á hinum: „Reistur í tilefni af Sjómannadeginum 1938.“ Mannsöfnuðurinn stóð berhöfðaður meðan Ásgeir skipstjóri Sigurðssori flutti ræðu þá, sem hér fer á eftir. Að henni lokinni var tjaldinu svift af varðanum og lagði Ásgeir sveig á gröfina, með böndum úr fánalitunum. Er letrað á hvítu böndin: „Til minningar um þá, sem létu lifið í hinni votu gröf“ —- og „Frá sjómannadeginum“. Á rauðu og bláu böndunum eru svartir krossar. Ræöa Ásgeirs Sigupðssonap skipstj. umhyggju og vinsemd, sem í því felst, að tryggja líf og limi sjómannanna á alla lund sem best. Þau skörð, sem Ægir heggur í fylkingar sjómannanna ís- Iensku, svara til mannfalls stör- þjóðanna í hinum skæðustu or- ustum, ef að miðað er við mann- fjölda þjöðarinnar og er þvi sorglegri, sem því fylgja oftar vandræði þeirra, er éftir lifa, Eg hefi minst hér með fáum orðum hins síðasta slyss. Frá þvi slysi eru engjr til frásagnar — þar hurfu þeir allir í hina votu gröf. . En stundum skolast líkamir hinna látnu sjómanna á land og þá oft öþekkjanlegir. Eg tel eigi þau stórslys, er hér hafá orðið á undanförnum árum, því það er harmsaga. Við það stórslys er skeði 10. apríl 1933, er b.v. Skúli fögeti fórst við Grindavik, atvikaðist það svo, að nokkrir hinna liraustu drengja komust á land og héldu lífi, en aðrir — 13 að tölu — urðu eftir á skipsflakinu og létu lífið. Meðal líkanna, er rak á land, var eitt óþekkjanlegt. Eru líkin öll gjrafin liér í þessum. garði. Vér erum nti stödd við leiði ö- þekta sjómannsins frá því hörmulega slysi. Hér hvílir hann meðal félaganna, er biðu sömu örlög og hann. Hér hefir lionum verið gerð- ur varði. Þessi minnisvarði er í hugskoti okkar sjómannanna eins yfir alla hina, þar til öðru vísi skipast. Þetta er vina og bróðurlcveðja frá fyrsta sjómannadeginum, er haldinn var í Reykjavik siðasta sumar. Mun í framtíðinni verða séð um þetta leiði af þeirri nefnd, er stendur fyrir sjómannadegin- um á hverjum tima. Varðmn er eins og menn munu sjá í líkingu vita og undirstaðan fjörugrjótið við ströndina, þar sem öldur hafsins leika um, stundum þýtt og mjúklega og á stundum vilt og hamslaust. Þessi stytta eða varði gæti því verið ábending til þjóðarinnar um eitt af því, sem hún þarf að gera fyrir sjómennina, og það er að lýsa upp ströndina, svo í lagi sé. Aðrar þjóðir liafa hin gífur- legju útgjöld, er nefnast her- kostnaður. Þjóðirnar beygja sig Minnisvarðinn á gröf óþekta sjómannsins. Islenskir sjómenn og aðrir viðstaddir vinir og ættingjar hinna mörgu, er látið hafa líf sitt í hinni votu gröf. Sá atburður, sem er þess vald- andi, að vér erum hér saman komnir í dag, fær oss til þess að renna huganum til fortíðarinn- ar og staðnæmumst vér þá við þá skapraun, er forfaðir vor, Egill Skallagrímsson, varð að þola og varð þess valdandi, að hann orti hið kraftmikla Sonar- torrek. Sílkur harmur svellur nú ís- lensku þjóðinni í hjarta, þvi að mannskaðar ná til allrar þjóð- arinnar. Er nú skemst að minnast þess hörmulega atburðar fyrir nokkrum dögum, er botnvörp- ungurinn Ólafur hvarf í djúpið, með 21 manns áhöfn, allra vaskra drengja. Slíkir sorgaratburðir verða öllum minnisstæðir, bæði körl- um og konum, og ekki hvað síst oss sjómönnunum, sem slupp- um lieilir að þessu sinni, en vit- lím eigfi nema röðin komi næst að oss. Lif sjómannanna er rneiri ó- vissu háð en líf annara stétta þjóðfélagsíns. Nokkurra daga samhugur og hluttekning í sorgum aðstand- enda þeirra, er mist hafa sína í hafið, er að sjálfsögðu þakkar- verð. En hinn varanlegi bróðpr- hugur og samstarfshugur er öllu betri. Það. væri þvi mikil hjálp og góð, ef að þjóðin í heild yildi sýna þessari stétt þá sönnu Virðuleg minningar- athöfn í dómkirkjunni Ásgeir Sigurðsson skipstjóri. undir lierkostnaðarokið, jafnvel þótt þær viti, að enginn græði á striði. Hvers vegna skyldi þá ekki íslenska þjóðin taka á sig þau útgjöld, er til þess þarf, að tryggja líf sjómanna sinna sem best, þar sem það stríð, er þeir heyja, er þjóðinni lífsspursmál. Yér erum hér staddir í dag til þess að afhjúpa þenna minn- isvarða, um hinn óþekta sjó- mann. Vér gerum það í kyrþei, með þakklæti í huga til þeirra, er látið hafa lífið í liinni votu gröf i baráttunni fyrir brauði til lianda þjóð sinni, og með hluttekningu til þeirra er sorg- mæddir eftir lifa. Þér, sem i landi búið, látið þessa láknmynd minna yður á, að sjómennimir kalla á yður og hiðja yður um meira ljós — fleiri vita til þess að varna slys- um og manntjóni. Fyrir hönd forstöðunefndar sjómannadagsins svifti eg blæj- unni af þessum vita, svo að liann inegi lýsa út yfir grafir liinna dauðu. Tímaritid „l»jóðln“. 4. liefti 1. árgangs, er nýkomið út. Er ritið mjög fjölbreytt að þessu sinni og flytur m. a. það efni er hér greinir: Jón Mag'n- ússon: Andvaka, fagurt ljóð, eins og öll önnur, sem þetta nrerka og vandvirka skáld læt- ur frá sér fara. Gunnar Thor- oddsen: Stjórnmálaþættir. Rek- ur Gunnar þar stjórnmálahorf- urnar og viðhorf flokkanna inn- byrðis, ágreininginn í Frain- sóknarflokknum og viðhorf Sjálfstæðisflokksins til sam- vinnu við Framsókn. Hörður Bjarnason: Horft heim að ís- lenskum sveitahæ. — Fjallar greinin um hyggingar og bygg- ingarlag í sveitum, fyr og nú. — Pétur Ólafsson: Þýskaland — Stórveldi. í greininni er rakin þróun hins nýja Þýskalands i höndum nazistastjórnarinnar og kenningar Hitlers í „Mein Kampf“ raktar í sambandi við það. — „Islendingur í Póllandi segir frá“ heitir viðtal við Finn- boga KjaHansson kaupmann, en þar er rakin saga Póllands í megindráttum og ger grein fyrir horfum á viðskiftum milli íslands og Póllands. — Sigurð- ur Sigurðsson herldayfirlæknir ritar um heilsuvernd, viðhald heilsunnar og varnir gegn sjúk- dómum, en þessa ritgerð ættu allir að lcynná sér. — Þá er smásaga, Húsið, eftir André Máurois, grein eftir F. G. Finlc- Minningarathöfn um skips- höfnina, sem fórst með b.v. Ól- afi var haldin í dómkirkjunni í dag og hófst hún kl. 2 e. h. — Fánar blöktu í liálfa stöng á öllum opinherum byggingum og víðsvegar um bæinn, en flestum opinberum skrifstofum, skrifstofum félaga og einstak- linga, söluliúðum og vinnu- slöðvum var lokað um miðbik dagsins. Athöfnin í dómkirkjunni hófst með því að leikið var sorg- arlag, en þvínæst var sunginn sálmuririn „Ég lifi og ég veit“. Síra Bjarni Jónsson hélt minn- ingarræðuna og las upp nöfn allra þeirra, sem fórust með togaranum Ólafi, svo og tveggja manna, Guðmundar Kr. Ólafs- sonar og Ágústs Stefánssonar, sem áður höfðu farist af skip- inu, og nöfn þein-a Sigurþórs Guðmundssonar og Alberts Ól- afssonar, sem fórust af trillu- bát við Andriðsey nú fyrir nokkuru. Risu menn úr sætum sínum til þess að minnast hinna framliðnu og sýna þeim hinsta virðingar og þakklætisvott. Að ræðunni Iokinni var sung- inn sálmurinn: „Þú, guð, ert minri, eg á þig að“. Að því loknu gekk presturinn fyrir alt- ari og tónaði, en kórinn söng: Góður engill guðs oss leíðir, en að lokum voru leikin sorgarlög. IJ.f. Alliance sá uni undir- búning minningarathafnarinn- ar, og fór liún mjög veglega ög virðulega fram. Þessa dagana hefir verið efnt til samskota, til þess að greiða úr fyrir fjölskyldrim þeirra manna, sem fórust með togar- anum Ólafi, og hefir þegar safnast allmikið fé. Margar þessara fjölskyldna munu þurfa á bráðri hjálp að halda og fyrstu peningar eru besta hjálp- in þar til frekar kann úr að rætast fyrir ekkjunum og mun- aðarleysingj unum. Vísir vill beina því til lesenda sinna, að blaðinu er ljúft að veita framlögnm manna í þessu augnamiði viðtöku, og menn ættu að minnast þess, að þótt hver einstakur láti ekki mikið af hendi rakna, fyllir kornið mælinn, og með þessu verður bætt úr brýnustu þörfum þeirra fjölskyldna, sem fyrirvinnu hafa mist. Verslunarráð íslands. ÁrsfunduF þess var lialdinm í gær, Stjópnin endupkosin. ÍRSFUNDUR Verslunarráðs íslands var haldinn í gær, svo sem getið var hér í blaðinu. Fundurinn var settur af Hall- grími Benediktssyni stórkaup- manni, formanni Verslunar- ráðsins. 1 setningarræðu sinni mintist hann félagsmannaVersi- unarráðsins, er látist hafa frá því er seinasti ársfundur var haldinn. Gat H. Benediktsson helstu æfiatriða þeirra. Þeir félagar Verslunarráðsins, sem látist liafa á undangengn- um mánuðum, eru: Axel Tuli- nius, forstj., JesZimsen kaupm., Sveinn Guðmundsson fyrv. hreppstjóri Akranesi, Ilans Pet- ersen kaupm., Ólafur G. Eyj- ólfsson fyrv. Verslunarslcólastj., Helgi Hafliðason útgerðarm. Siglufirði og Sveinn Hjartarson fyrv. forstjóri Siglufirði. Hallgrímur Benediktsson skýrði frá þvi, sem vikið var að hér í blaðinu í gær, að Vérslun- arþinginu yrði frestað þar til nokkuru eftir að Alþingi kæmi saman. Þykir hentugra að halda Verslunarþing á þeim tíma, þvi að margir, sem það sækja, eiga hægara með að koma þá, auk annara kosta, sem það hefir. er, er nefnist „Loftorusta yfir Teruel“, Bókaþáttur, framhalds- sagan „Kvennjósnarinn", — smælki og samtíningur. Tvö hefti af ritinu koma enn út fyrir áramót og ættu menn að styrkja útgáfu ritsins með því að gerast áskrifendur. Ár- gangurinn kostar kr. 3,00 og er ritið því ódýrast allra rita á íslandi. — Afgreiðsla ritsins er á afgreiðslu Vísis. — sími 3400. í ræðu sinni mintist H. B. á erfiðleika verslunarstéttarinnar, hversu þrengt væri kosti liennar, og livatti stéttina til þess að halda fast á rétti sinum. Dr. Oddur Guðjónsson rakti starf- semi verslunarráðsins á liðnu starfsári. Þátttakendum í Versl- unarráðinu fer enn f jölgandi og er áliugi mikill og vaxandi inn- an stéttarinnar. Sig. Guðmundsson, fulltrúi Verslunarráðs íslands, ræddi reikning þess fyrir 1937 o. s. frv. Nokkurar umræður urðu á fundinum um innflutnings- höftin og tóku til máls Guð- mundur Guðjónsson, Ólafur Jónsson, Hafnarfirði, Björn Ól- afsson og Hallgrímur Bene- diktsson. — Þeir, sem gengu úr stjórninni, voru allir endur- kosnir: Hallgrímur Benedikts- son, Garðar Gislason og Sveinn M. Sveinsson. Aðrir, sem sæti eiga í stjórn Verslunarráðsins, eru þeir: Jóhann Ólafsson, Carl Proppé, Haraldur Árnason, Björn Ólafsson, Richard Thors og Sigurbjörn Þorkelsson. Þrír togarar seíds ísfisksflia í gær. Þrír íslenskir togarar seldu ísfiskafla í Bretlandi í gær, tveir i Grimsby og einn í Hull. I Grimsby seldi Hilmir 901 vætt fyrir 623 stpd. og Venus 1360 vættir fyrir 1293 stpd. — Sviði seldi 1180 vættir í Hull fyrir 1195 stpd. Samkvæmt heimildum frétta- ritarans í Hafnarfirði seldi tog- arinn Júní í Grimsby í gær 1665 vættir fyrir 1777 sterlingspund. (FjÓ.) .1 .'vsBSfc 'SEÉB&KÍSSSSS? . . MMfiQM Refasýning í StykkisbðifliF. Refasýning var Iialdín 3 Stykkishólmi laugardaginn 12. þ. m. Prófdómarar voru þeir sömu og á undangengnum refa- sýningUin,' þeii' II. .1. Hölmjárft, forstjóri, og öle Aurdal, liinnn norskí refaráðunautur. Sýndir voru alls 107 silfur- refir og 11 blárefir. Sex blárefir hlutu verðláun: Einn 1. verðlaun, tveir 2. vetð- laun og þrír 3. verðlaun. — Níjt- ján silfurrefir Iilutu 1. verð- laun, 25 önnur verðlaun og 36 hlutu 3. verðlaun. — Fjögur dýr hlulu heiðursverðlaun.Voru það fullorðinn refur, eign Sig. Ágústssonar, kaupmanns i Stykkishólmi, fullorðin tæfa, eign Péturs Jónssonar, bónda á Dagverðarnesi, yrðlingstæfa, eig'n Hannesar Stefánssonar ■ i Stykkishólmi og yrðlingsrefur, eign Ólafs Jónssonar fra Elliða- ey, Stykkisliólmi. Auk þess Waut tæfa Hannesar Stefánssonar silfurbikar frá Loðdýraræktar- félagi Islands, sem besta dýr á sýningunni. Ennfremur vora' sýndar sérstaldega tvær fjöl- skyldur, foreldrar og fimm yrð- lingar, eign Sigurðar Ágústs- sonar, cr lilaut 1. verðlaun og foreldrar og 5 yrðliugar, eiga Hannesar Slefánssonar, er lilaut 3. verðlaun. F yrstu-verðlauna dýrin skiff- ust þannig niður á eigendur: Sig. Ágústsson, kaupm., átti 5 silfurrefi, er hlutu 1. verðlaun og 1 bláref; Hannes Stefáiisson 3 silfurrefi; Ólafur Jónsson frá Elliðaey 3 silfurrefi; Pétur Jóns- son á Dagverðareyri 2 silfur- refi; Refabúið á Gríslrólí, Hhigi Hallsson, 2 silfúrrefi; Síg. Skújason í Stykkisliólmi 1 silf- urref; Ólafur Sturlaugsson Ögri 1 silfurref; Kristmann Jóhanns- son í Stykkishólmi 1 silfurref, og Jón V. Hjaltalín, Brokey, 1 silfurref. — Sýningin var vel sótt og er mikill áhugi manna með að kynna sér þennan nýja atvinnuvðg og kynbæta dýrin.— (FÚ.) íslenskir bananar. Blaðið „Sunday Clironicle", sem gefið er út í Mancheáter, birtir þ. 30. okt. s.l. þá fregn, aS tilraunír til bananaræktar hér á landi liafí borið góðan árangur og muni þetta ,,heimskautsafbrigði“ hitabeltís- ávaxtarins brátt koma á heimsmark- aðinn! Slys. 1 gærkvekli kl. rúmlega sex varÍS kona fyrir bifreið á gatnamótum Laufásvegar og Bragagötu. Var hún flutt á Sjúkrahús Hvitabands- ins, en mun ekki alvarlega meidd. Þýski sendikennarinn’, Wolf-Rattkay, ílytur næsta há- skólafyrirlestur sinn í kvöld kl. 8v GLUFIX LÍMIÐ límir alt án undantekn- ingar. — Það er óslítandi, haldgolt, leysist ekki upp í vatni og gerir enga blettL FÆST í NÆSTU BÚÐ. HEILDSOLUBIRGÐIR M. Óiaftsson & Bernhöft.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.