Vísir - 23.11.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 23.11.1938, Blaðsíða 3
V I S I K sem vid erum tengdir fornum og sterkum böndum“ - - Frásögn Thor Thors, alþingismanns. Thor Thors alþingismaður kom til landsins í gærkveldi, úr för sinni til Ameríku, en í förinni hefir hann verið um þrjá mánuði. Tíðindamaður Vísis hitti Thor að máli nú í morgun og spurði hann frétta úr ferðinni, og fer hér á eftir útdráttur úr frásögn hans. Ríkisstjóm Nýfundnalands bauð fulltrúum frá ís- landi, Noregi og Bretlandi til lands síns og var ætlast til, að þeir dveldust þar um kyrt í hálfan mánuð, til þess að kynn- ast landi og þjóð, og þá einkum fiskiveiðum og fiskverkun þar í landi. Af liálfu íslendinga var mér falið að fara þessa för, en af liendi Norðmanna var J. Hal- vorsen, framkvæmdastjóri sölu- sambands Norðmanna í Krist- ianssund, kvaddur til fararinn- ar, en af liálfu Breta fór J. W. Johnson, framkvæmdastjóri frá Hull, en hann er faðir hinnar frægu flugkonu Amy Johnson, sem allur heimurinn kannast við fyrir afrek hennar. Við urð- um allir samferða frá Bretlandi og með í förinni var Mr. Davis, fulltrúi Nýfundnalandsstjórnar- innar í Lundúnum. Eins og kunnugt er, er aðalat- vinnuvegur Nýfundnalandsbúa fiskveiðar og hagar þar að ýmsu leyti hkt til og hjá okkur. Þó eru fiskveiðar þeirra reknar með noltkuð öðru móti og ekki með sama nýtískufyrirkomulagi og tíðkast hjá okkur. Undanfar- in ár hafa verið Nýfundnalands- búuni mjög erfið, einkum vegna bágborinnar aflcomu sjávarút- vegsins. Nýfundnaland hafði áður s j álfs l j órnarfyri rkomulag, líkt og Canada og Ástralía. Hafði það sérstakt löggjafarþing og réði öllum málefnum sínum sjálft fram til ársins 1932, en þá var fjárhag landsins svo illa komið, og liann orðinn svo þröngur og erfiður, vegna þess að ríkisskuldirnar höfðu tvö- faldast á nokkrum árum og lánstraustið var auk þess þrotið, að löggjafarþingið þár í landi neyddist til þéss að leita ásjár hjá Bretum. Árangurinn varð sá, að Bretar ábyrgðust ríkis- skuldir Nýfundnalands og út- veguðu nauðsynleg lán, en lög- gjafarþingið var afnumið og 'hefir nú sjö manna stjórn, skip- uð af Bretum, æðsta vald í öll- í.um málefnum landsins. í Nýfundnalandi var okkur tekið með fádæma rausn og gestrisni og áttum við kost á að kynna okkur allrækilega fisk- veiða- og fiskverkunarmál þar n landi, bæði með viðræðum við fisklcaupmenn, sjómenn og verkamenn og með því að heim- sækja útgerðarstöðvarnar. Meðan við dvöldum í landinu áttum við lalsverðar viðræður við ráðamenn fisksölumálanna þar, um sameiginleg áhuga- og- vaiulamál fiskframleiðsluþjóð- anna, og mun það síðar sýna sig, liver árangur verður af þeim viðræðum. Frá Nýfundnalandi fór eg til Bandaríkanna og dvaldi þar í röskan mánuð, aðallcga í New York, en fór auk þess til Chica- go, Minneapolis og Boston. Að- alerindi mitt þar var að kynna mér líkurnar fyrir sölu á niður- suðuvörum hinnar nýju niður- suðuverksmiðju S.I.F., og fékk eg send sýnishorn héðan að Iieim- an af fyrstu framleiðslu verk- smiðjunnar. Það er óhætt að fullyrða að varan sjálf líkaði prýðilega, en við þurfum ýmsu að breyta um frágang vörunn- ar, til samræmis við framleiðslu keppinautanna á þessu sviði. Eg geri mér góðar vonir um mark- að fyrir framleiðslu okkar í Bandaríkjunum, en liitt er eng- um efa bundið, að miklir erf- iðleikar verða á vegi okkar, en við verðum að horfast í auguvið þá erfiðleika og leggja megin- áhersluna á það, að gera fram- leiðsluvörurnar samkepnishæf- ar livað gæði og.verð snertir. S.I.F. liefir þegar aflað sér sölu- sambanda viðsvegar i Banda- ríkjunum og verða frekari sýn- ishorn af framleiðslu niður- suðuverksmiðjunnar send bráð- lega vestur og reynt að hefja sölu þar í landi hið bráðasta. Jafnframt þessum verslunar- erindum hafði eg talverð af- skifti af undirbúningi þátttöku okkar í lieimssýningunni í New York, sem verður opnuð á vori komanda. Vann eg að því rnáli ásamt framkvæmdastjóra sýn- ingarinnar, Vilhjálmi Þór, sem nú er búsettur í New York. Mið- ar undirbúningi okkar vel á veg og hefi eg nú meðferðis tillögur um öll aðalatriði sýningarinnar, sem eg niun leggja fyrir sýning- arráðið einhvern næstu daga, til athugunar. Hinn 11. þ. m. var fáni íslands dreginn að liún á sýningarhöll okkar, um leið og fánar annara þjóða. Þann dag var torgi því, sem liggur að sýn- ingarskálunum gefið nafn og kallað Friðartorgið, og er það táknrænt að því leyli, að allar þjóðir vinna í einingu andans að lieimssýningunni, þótt þær kunni að vera sundurlyndar á öðrum sviðum. Þá má að lokum geta þess, að eg hefi meðferðis samning frá Columbia-félaginu í New York um för 38 manna söngflokks, er kolna skal til Bandarikjanna í byrjun októbermánaðar \n. k. og ferðast um landið á vegum félagsins frá Hull eða Leith til Bandaríkjanna og heim aftur, en sér auk þess söngmönnunum fyrir öðrum farareyri, þannig, að þeir þurfa ekki að afla sér gjaldeyris til fararinnar. Söng- flokki þessum er ætlað að lialda 48 söngskemtanir, en auk þess mun Iiann syngja einu sinn á hei mssýningunni. Columbiaf é- lagið setur það sldlyrði, að Jón Ilalldórsson verði söngstjórinn og hafi alla umsjón með för- inni og ráði söngkröftum öll- um. Ennfremur óskar félagið eftir að Stefán Guðmundsson verði einsöngvari í flokknum. Vænti eg þess, að gott sam- komulag verði um för þessa, og að hún megi verða okkur til fyllsta sóma. Að lokum vil eg leggja herslu á það„ að eg lít svo á, að við eigum að beina augum okkar meir í vesturátt, en við höfum gert til þessa. Það er sannfæring mín, að við eigum að leítast við að konia viðskiftum okknr á sviði fremleiðslu og fjármála yfir til Bandaríkjanna, meir en gert liefir verið til þessa, og vænti að það megi takast, ef vel er á haldið. Heimssýningin í New York á að verða auglýsing fyrir okkur, þannig að auðveld- ara verði að ná viðskiftum í Bandaríkjunum, og því nsest þurfum við að koma á beinum siglingum milli Islands og Am- eriku. Mcð aukinni viðkynningu aukast möguleikarnir til við- skifta við stærstu og ríkustu þjóð heimsins, sem við íslend- nigar erum tengdir svo fornum og sterkum böndum. Gúínr markaðnr fyrir íslenskar rjnpnr I Danmörkn Dönsk blöð bera fram kröfur um það, að tollur á íslenskum rjúpum verði lækkaður úr einni krónu á kilógramm niður í 20 aura og telja að með þvi móti mundi fást góður markaður íyrir rjúpur í Danmörku. (FÚ). CtbreiðtlofundDr Heimdallar. Heimdallur heldur útbreiðslu- fund í Yarðarhúsinu í kvöld ld. 8VL>. Ræðumenn verða Bárð- ur Jakobsson stud. jur., Axel Tulinius stud. jur., Kristján Guðlaugsson ritstjóri, Jóhann Möller aðalbókari og Gunnar Thoroddsen cand. jur. Ungir menn og konur, sem hafa áhuga fyrir að kynna sér stefnumál ungra sjálfstæðis- manna, ættu að fjölmenna á fundinn. „Æskan“ liefir enn þá einu sinni sent mjög góða barnabók á markaðinn: „Sandhóla Pétm'" eftir Chr. Westergaard, danskt skáld. íslensk þýðing eftir Ei- rik Sigurðsson, kennara á Akur- eyri. Þetta er 1. bindi af þrem- ur. I formála bókarinnar er aagt, að von sé á framlialdi, ef þessu bindi verði vel tekið. Þá ætti þess ekki að vera langt að bíða, því að unglingar hljóta að verða hrifnir af þessari bók. —- Aðalsöguhetjan, Sandhóla-Pét- ur, er ágætúr drengur, liraust- ur, drenglyndur og kjarkmikill. Sama er að segja um tvo bestu vini lians. En Pétur er sjálf- kjörinn foringi. Sagan segir frá mörgum æfintýrum þeirra, sem eru heillandi, skemtileg og við- burðarík. — En alvara lífsins mætir Pétri litla á unga aldri. Móður sína misti hann snemma á bernskuárunum og föðiu’ sinn, þegai- liann var 15 ára gamall. Faðir hans lagði lion- um þær skyldur á herðar, að sjá systkinum sínum farborðá, þar sem Iiann var «lstur. Alls voru þau fjögur, systkinin. Það er undravert live vel Pétur rækir húsbóndaskyldurnar, svo ung- ur sem hann er. Elsta systir hans, sem er ári yngri, er hon- um hin besta stoð við bústjórn- ina, og að sumu leyti honum fremri. Hún er með afbrigðum dugleg og skyldurækin. Stúlkur, sem bók þessa lesa, eiga kost á að kynnast ágætuin félaga þar sem Elsa litla er. — Samlíf systkinanna er hið ánægjuleg- asta, en efnin eru lítil. Um tíma er fjárskortur svo mikill, að Pétri liggur við að gefast upp og er að því kominn að gerast smyglari. En þá kemur vinur þeirra og nágranni til hjálpar og gerir það á þann liátt, sem best verður á kosið: að örva karlmannslund Péturs litla og benda honum á arðbæra vinnu. Annars var það ekki ætlunin með línum þessum, að rekja j efni bókarinnar, að eins nefna nokkur atriði til þess að vekja eftirtekt á góðri bók. — Mál og stíll er blátt áfram og eðlilegt. Þýðingin virðist vel gerð. — Frágangur bókarinnar er liinn vandaðasti. Lesendur þessa bindis munu bíða með óþreyju eftir því næsta. Ingimar Jóhannesson. fréttír Veðrið í morgun. I Reykjavík o, heitast i gær i, kaldast í nótt — 4 st. Sólskin i gær 2,5 st. Heitast á landinu i morg- un 1 st., á Sandi, Blönduósi og Grimsey, kaldast — 3 st., Fagur- hólsmýri og Hólum í Hornafirði. — Yfirlit: Alldjúp og víðáttumikil lægð fyrir austan og norðaustan land. — Horfnr: Suðvesturland— Breiðafjarðar: Norðan kaldi. Úr- komulaust að mestu. Fröken Jósefína Jóhannsson, frá Winnijieg var meðal farþega á Gullfossi í gærkvöldi. Rauði Kross íslands er eitt þeirra félaga, sem á skilið stuðning allra góðra borgara. — Styðjið félagið með því að ganga í það nú. Farþ.egar með Gullfossi frá útlöndum í gær voru m. a.: Ungfrúrnar Jakobína Björnsdóttir, Halldóra Ólafsdóttir, Helga Thord- arson, Þórdís Sigurjónsdóttir, M. Hallgrímsson, frú Sigríður Eiríks- dóttir, ungfrú Sigrún Magnúsdótt- ir, frú Soffie Jacobsen, ungfrú Lilly Teitsson, frú Sigríður Þor- grímsdóttir með barn, Friðf. Páls- son og frú, Árni Friðriksson mag- ister, Jónas Jónsson alþm., Jón Árnason skipstjóri, frú Hobbs, ung- frú Helga Kristjánsdóttir, ungfrú Björg Sigurjónsdóttir, Davið Ás- kelsson, ungfrú M. Konráðsson, ungfrú Sigr. Sigurðsson, ungfrú K. Jónsson, frú A. Ebenezersson og Þ. Þorvarðsson. Nýja Bíó sýnir um þessar mundir afar- sjiennandi og vel leikna enska kvik- mynd, er nefnist „Njósnaramiðstöð i Stokkhólmi". Styðst myndin að nokkru leyti við sanna atburði, er gerðust síðustu mánuði heimsstyrj- aldarinnar, en þá mátti heita, að höfuðborgir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar væri njósnaramiðstöðvar stórveldanna. Leikstjóri myndarinn- ar er Alexander Korda, en aðal- hlutverkin leika Conrad Veidt, hinn frábæri þýski „karakter“leikari, og Vivian Leith. — Aukamynd er sýnd af „Mickey Mouse í flutningum". Gamla Bíó sýnir um þessar mundir ameríska niynd, sem nefnist „Óheiðarleg blaðamenska". Sýnir hún baráttu þeirra, sem leitast við að vera heið- arlegir i starfi sinu, og hinna, sem ekki hugsa um annað en eigin hag, hversu sárt sem aðferð þeirra kann að bitna á öðrum. Myndin er i góðu meðailagi. Skopleikarinn Charlie Ruggles fer með eitt hlutverkið og fer það vel úr hendi. Löng frétta- mynd (frá ýmsum löndum og við- burðum) er sýnd, og er hún fróð- leg og skemtiieg. Glímufélagið Armann hefir ákveðið að stofna byrjenda- flokk í íslenskri glimu og býður öll- um þeim ungu mönnuin, sem haía löngun til að læra þessa þjöSlegin ! íþrótt okkar, glimuna, að láta skrái sig i flokkinn fyrir næstu mánaða— mót, á skrifstofu félagsins, sem er opin alla virka daga frá kL 8—itt siðd., sími 3356. —■ Kennari verður Agúst Kristjánsson glímusuíllmgur ísiands. ' Skipafregnir. Gullfoss er 3 Reykjavík, Goðafoss í Hamborg, Brúarfoss í Loudon. Dettifoss var á SiglufirÖi í morgjun. Lagarfoss á SkagaströncL Fimleikaæfing telpna á aldrinum 12—15 ára í Ármani8> eru byrjaðar aftur og verða i fim- leikasal Mentaskólans á ruiðviku- dögum og laugardögum, kL 7—8- Kennari er Fríða Stefánsdóttir. Höfnin. Skallagrímur og Iv. Ólafor' Bjarnason komu frá Englandi m> gærkvöldi. Tjörnin. Ágætt skautasvell er á Tjörninm. þessa daga og ætti bæjarbúar a8- nota sér það, eins og hægt er. Aflasölur. Þessir togarar seldu í Grimsby í gær: Geir 1233 vættir fyrir 1454 stpd., Karlsefni 1560 vættir fyrir 1120 stpd. og Kári 1028 vættir fyr— ir 797 stpd. Gullfoss kom frá útlöndum í gærkvöldí; Meðal farþega voru Georg Ólafsson bankastjóri og frú, Thor Thors al- þm. og Vilhj. Þ. Gíslason skólastj. Næturlæknir: Ólafur Þorsteinsson, Márragötu 4, sími 2255. Næturvörður í Lauga- vegs apóteki og Ingólfs apóteki. Utvarpið í kvöld. Kl. 18.15 íslenskukensla. 1845 Þýskukensla. 19.20 Hljómplötur r Orgellög. 19.50 Fréttir. 20.15 Kvöldvaka: a) Sveinbj. Sigurjóns- son mag.: Þjóðdansar og vildvak- ar, II. Erindi. b) Oscar Clausen; Hallæri og gjafakorn. Erindi. c} Sig. Skúlason : Saga: „Hefndin‘% eftir Tom Kristensen, I. Upplestur. Ennfremur sönglög og hljóðfæra- lög. 22.00 Fréttaágrijj. Málasamsteypa ar gegn ritstjórum Vísis og Morg- unblaðsins og forráðakonum hús- mæðrafélagsins viðurkend réttmæt af bæstarétti. Málflutningur um efnishilið málsins er því næsta skrefið. Deilur þær, sem risu árið 1935 út af mjólkursölumálunum,. og vöktu þá mikla athygli um land alt, eru enn eigi til lykta leiddar. Eins og lesendum blaðsins er kunnugt höfðaði mjólk- ursölunefnd skaðabótamál gegn ýmsum þeim húsmæðrum, sem fremstar stóðu gegn því ófremdarástandi, er þær töldu að skapast hefði með því umróti, sem gert var með breytingunni á fyrirkomulagi mjólkursölunnar í bænum, og stefndi nefndin einnig ritstjóra Vísis og ritstórum Morgunblaðsins til ábyrgðar í sama máli. Dómur undirréttar féll þann veg að Mjólkursamsölunni voru tildæmdar kr. 2.000.00 í skaðabætur, en málinu var áfrýjað. Á mánudaginn er var fór fram málflutningur íhæstarétti umform- hlið málsins, með því að vafasamt þótti, að málasamsteypa, sem sú er að ofan greinir væri lögum samkvæm. í dag feldi hæstiréttur úrskurð um þetta atriði og er hann sem hér greinir: Úrskurðu r: Hér fyrir dómi hefir því verið lireyft, að ómerkja beri héraðs- dóininn ex officio og vísa mál- inu með öllu frá liéraðsdómi með því að heimildarlaust liafi verið að liöfða mál þetta gegn aðaláfrýj endum öllum sarnan, eða að minsta kosti að þvi leyti sem til ritstjóranna Jóns Kjart- anssonar, Valtýs Stefánssonar og Páls Steingrímssonar tekur. :I?eRa atriði hefir verið lekið sér- staklegg undir dóm eða úrskurð áður en málið væri flutt að efni til. Á fundi Ilúsmæðrafélags Reykjavikur, þar sem hinar gagnstefndu frúr skipuðu þá stjórn, var þann 13. febr. 1935 samþykt ályktun, þar sem með- al annars var skorað á stjórn mjólkursamsölunnar að forðast „að selja gamla og hálfskemda mjólk eða mjólkurvörur“. Og þann -23. s. m. samþyktu félags- L.onur í sama félagi yfirlýsingu nm að.takmarka injólkurneyslu á heimilum sinum og að þær mnndu stuðla að þvív að aðrai; J konur gerðu það líka, uns um- ráðamenn mjólkursamsösfnnnar færu að sinna kröfum þeírra í fullri alvöru. Hinir gagnstéfnda ritstjórar birtu ályklanir þessar í blöðum sínum ókeypis. Jafn- framt hvöttu þeir almenning fil þess að hegða sér samkvæmt á- lyktuninni um takrnörkuis mjölkurneysluimar og bírtu •! hlöðuni sínuin ýmsar ádeilur á umráðamenn mjólkursamsöt- unnar um vörugæði o. fl. YirfY- ast allir aðaláfrýjendur mcð þessum hætti hafá haft svo. náin og samgróin afskifti af nefncf- um málefnum, er gagnáfrýj- andi telur eiga að haba þeím ábyrgð, að honum hafi verið heimilt að sækja þá alla samant í einu lagi til þeirrar ábyrgðar. Það þykir þvi ekki eiga að ó- merkja héraðsdóminn að neinia levti af framangreindum ástæð>- 11 m. Þ v i ú r s k u r ð a s t: Málið eins og það liggur fyrír má flytja að efni tjl fyrir hæsta- rétti. Efnislilið málsins verður -væntanlega tekin til meðferðar í byrjtfn mesla mánaðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.