Vísir


Vísir - 05.12.1938, Qupperneq 2

Vísir - 05.12.1938, Qupperneq 2
2 VISÍR Mánudaginn 5. desember 1933 Tuttugu stdrskip Le Havre vegna Daladiep veynip að leiða verkföllin til lykta áðnp en þingið kemup saman á fimtudaginn. London, í morgnn. Daladier, forsætisráðherra Frakklands, leggur nú mikla áherslu á, að reyna að leiða verkföllin í landinu til lykta, en í kjölfar allsherjarverk- fallsins komu verkföll víða um land, og verður enn ekki séð hvenær þeim muni lykta. Alvarlegasta verkfallið er sjómannaverkfallið í Le Havre, en tuttugu milliferðaskip, þeirra meðal stórskipið Normandie, liggja tept þar í höfninni vegna verkfallsins. Aðstaða Daladiers er alment talin sterkari eftir verkfallið en áður. Hann var sann- færður um, að allsherjarverkfallið mundi mishepnast, og þess vegna vildi hann ekki sættast, enda þótt líklegt væri talið, að verkamenn væri ekki með öllu ófúsir til þess að aflýsa allsherj- arverkfallinu á síðustu stundu. Nú ber öllum saman um að allsherjarverkfallið hafi mishepnast. , VlSIR DAGBLAS Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. FélagsprentsmiÖjan h/f. Hrossakaup? OÆÐA forsætisráðheri’a 1. ** desember liefir mjög styrkt þá trú manna, að spádómarnir Unx „þjóðstjórnina“ muni ekki með öllu úr lausu lofti gripnir. Hinsvegar er þess að gæta, að þó að ráðherranum hafi verið full alvara um það, að þjóðar- nauðsyn beri til þess, eins og nú er komið, að stjómmálaflokk- arnir í landinu geri vopnahlé sín á milli og einbeiti kröftum sínum að þvi að vinna að „þörf heildarinnar“ í slað þess að ein- blína á flokkshagsmuni, og jafnvel þó að hann talaði þann- ig í fullu umboði flokks síns og málsmetandi menn í öðrum flokkum væri honum sammála um þetta, þá er þjóðstjórnar- hugmyndin þrátt fyrir það litlu nær því að koirtast í fram- kvæmd. Til jiess að samkomulag geti orðið um þjóðstjórn, þarf fyrst og fremst að nást samkomulag mn einhvern samvinnugrund- völl mUli flokka þeirra, sem hana eiga að mynda. En á því eru allar líkur til að þjóðstjórn- arhugmyndin strandi þegar í fæðingunni, því að hjá því verð- ur ekki komist, ef vel á ai5 tak- ast, að einhver flokkurinn ráði einn mestu um það, hvernig sá grundvöllur á að vera. En þetta frumskilyrði fyrh’ því, að þjóð- stjórnarfyrirkomulagið geti nokkuru góðu til vegar komið, virðist ráðherranum ekki hafa veriö Ijóst. Háðherraim taldi það, í ræðu sinni, mikinn ljóð á ráði flokk- anna, að þeir þættust „einir full- færir til að ráða fram úr erfið- leikunum“, þótt sannleikurinn væri sá, „að enginn einn flokk- ur sé fær um gera það, er til lengdar lætur“. Af þessu virðist mega ráða, að það vaki fyrir ráðherranum, að viðreisnar- stéfnuskrá þjóðstjórnarinnar eigi að vera þannig úr garði gerð, að sérstaklega sé gætt hagsmuna hvers flokks, sem að stjórninni stendur, „svo að allir geti verið ánægðir“. En þó að með þeim hætti yrði sæmilega séð fyrir „þörfum hvers flokks, þá leiðir enganveginn af þvi, að „þörf heildarinnar“ væri þá betur borgið. Miklu fremur mætti gera ráð fyrir þvi, að með l>essu yi’ði stofnað til hrossa- kaupa milli flokka í stærri stíl en áður hefir þekst, en að „heildin“ væri sist nokkuru nær en áður. En ef það eitt vakir fyrir ráð- herranum, að aðstaða Fram- sóknarfl. til þess að fara með stjórn landsins, með stuðningi Alþýðuflokksins eins, sé nú orð- in of veik, og liann verði því að afla sér aukins stuðnings ann- arsstaðar frá, jafnvel þó að það kunni að „kosta“ eitthvað, þá er alveg óhætt að fullyrða það, að hann muni verða að leita þess stuðnings hjá einhverjum öðrum en Sjálfstæðisflokknum. Að svo stöddu verður að öðru leyti ekkert um það fullyrt, hverjar undirtektir þessi þjóð- stjórnarhugmynd muni fá. I>ó virðist svo sem hún hafi enga hrifningu vakið í Alþýðuflokkn- um, ef nokkuð má á því byggja, sem Alþýðublaðið segir um það, En ef til vill stafar það af því, að laun þau, sem Alþýðuflokk- urinn hefir fengið fyrir stuðn- ing sinn við Framsóknarflokk- inn til þessa, þyki heldur ekki vera til skiftanna. Iþpóítakvik- mynd I. S. I. S.l. mánudagskveld bauð 1. S. í. ýmsum að sjá iþróttakvik- mynd þá, er sambandið hefir látið taka undanfarin ár af ýmsum íþróttaviðburðum. Forseti Í.S.Í. lét þess getið, að þessi myndataka væri aðeins tilraun, en hugmyndin væri að lialda áfram töku slíkra mynda, og þær l>á sendar um landið og notaðar til kenslu. Hugmyndin er ágæt, en eigi hún að ná tilætluðum árangri, verður að liaga kvikmyndatök- unni öðru vísi framvegis, þvi að til kenslu er þessi mynd óhæf, að undanteknum kaflanum um sundið að Álafossi. Hinsvegar er liún að ýmsu leyti ágæt sem „auglýsinga“- (Propaganda)mynd og þá helst sá liluti, er fjallar um skíða- ferðirnaf. Sá liluti er ágætlega tekinn, skemtilegur og fræð- andi. Ekki er nógu mikið sýnt af frjálsum iþrótlum og knatt- spyrnu, en of mikið af skrúð- göngum o. þ. h. Kvikmynd l>essi er þó spor í rétta átt og ætti íþróttanemend- ur að sjá liana. Hún verður sýnd í kveld kl. 9 í húsi Ií. F. U. M. Skákmótid á Akureypi, Önnur umferð skákþingsins á Akureyri fór þannig. Baldur vann Guðmund Guðlaugsson, Guðm. Arnlaugsson vann Júlí- us, Jóhann vann Jón Sigurðs- son, Guðm. Eiðsson gerði jafn- tefli við Unnstein, Bjöm bið- skák við Jón Ingimarsson. — Þriðja umferð fór sem hér seg- ir: Unnsteinn vann Baldur, Júl- íus vann Guðm. Guðlaugsson, Jóhann vann Guðm. Arnlaugs- son, Jón Sigurðsson vann Jón Ingimarsson, Björn vann Guðm. Eiðsson. Samtímaskák tefldi Baldur i gær við 33 menn. Vann 15, tapaði 12 en gerði 6 jafn- tegli. Jakob. Samtíðin, desemberheftið, er komið út, fróðlegt og læsilegt aS vanda. Þar er athyglisverð grein, sem nefnist: „Brúarfoss“ kalíar, og er bygð á viStali viS Pétur Brandsson loft- skeytamann. KvæSi er þarna eftir Gísla skáld Erlendsson. Þá er hér 2. greinin í greinaflokki ritstjórans Frá London, og nefnist hún: Þeg- ar Bretinn talar. Ættu menn aS fylgjast með þessum greinuni. HreiSar E. Geirdal skrifar hér grein og yrkir kvæði um listamanninn M. Simson á IsafirSi, og bústað hans. Þá er þarna mjög athyglisverS grein er nefnist: Réttur vor til dauSans, eftir konu, sem fyrirfór sér, er hún hafði ritaS greinina. LífsskoSun mín heitir grein eftir Kemal Ata- túrk, hinn nýlátna tyrkneska ein- ræðisherra. Ennfremur er grein um Toscanini, smásaga: ió mínútur fyrir klukkan 12 og fjölda margt annaS. Daladier sigraði allsherjar- verkfallsdaginn, en hann þarf að treysta þann sigur, sem hann vann þá og leiða verkföllin, sem nú standa yfir, til lykta fyrir 8. þessa mánaðar, er þingið kemur saman. Mundi það bæta mjög aðstöðu hans, einkanlega ef samkomulag gæli náðst æs- inga- og óspektalaust, enda vinnur Daladier að þvi, að at- vinnurekendur og verkamenn reyni að sættast á málin frið- samlega. Sjómenn í Le Havre konia saman á nýjan fund í dag, til þess að ræða frekari ráðstafan- ir. Verkfallsmenn búast við því, að hafnarverkamenn muni styðja þá, og stofna til samúð- arverkfalla. Ef samningarnir takast ekki Bonnet hefir mótmælt árás- um Itala á Frakka, við Ciano, sem svaraði því, að ítalska stjórnin teldi sig ekki bera á- byrgð á atburðinum í ítölsku fulltrúadeildinni, er þingmenn æptu: Korsika, Tunis, Nizza. Árásir ítala hafa haft mikil á- hrif á Breta, sem munu styðja Frakka í þessu máli. í Tunis hafa þúsundir ungra manna safnast saman og látið hollustu sína í Ijós til Frakka. Til noklc- urra óeirða kom. Múgur og margmenni safnaðist saman fyrir framan hústað ítalska ræð- ismannsins og söng franska þjóðsönginn. í ítalskri stórversl- un voru rúður brotnar. Miklir mótmælafundir hafa verið haldnir á Korsíku. M. a. var fjölmenni við gröf óþekta Þýskur embættismaður er kominn til Parísar, til þess að undirbúa, ásamt frönsku stjórn- inni, undirskrift þýsk-frönsku yfirlýsingarinnar, sem von Ribb- entrqp og Bonnet undirslcrifa í í París á morgun. Áöur en Coulondre sendiherra Frakka i Berlín, sem aðstoðar við að ganga frá yfirlýsingunni, fór frá Berlín til París, sagði hann: Við vonum að þessi yfirlýsing skapi ný og betri samvinnu- skilyrði fyrir Frakka og leiði til þess, að friðurinn verði trygður. Þýska stjórnin lítur svo á, að hér sé um heimssögulegan við- við sjómennina, hefir ríkis- stjórnin í liuga aö leggja upp um stundarsakir Atlantshafs- milliferðaskipunum Ile de France, Paris og Wisconsin. Franska stjórnin kemur sam- an á fund í dag til þess að ræða sjómannaverkfallið og hvað gera skuli til þess að fá það til lykta leitt liið fyrsta. Að þvi er United Press hefir fregnað hefir sjóliðið í Le Havre fengið fyrirskipun um að taka í sína umsjá skip þau, sem lagt verður upp og önnur skip, sem tefjast vegna verkfallsins, og vernda þau, ef þörf reynist. Stjórnin hefir svift 1300 sjó- menn stöðum sínum vegna verkfallsins í Le Havre. Fjárstraumurinn heldur á- fram til landsins. hermannsins, ræður haldnar og Frakklandi heitið hollustu. Kor- síka skal altaf verða frönsk, eru einkunnarorðin. Mannsöfnuður safnaðist sam- an fyrir framan bústað ítalska ræðismannsins og æptu menn: Korsíka liefir aldrei verið itölsk, lifi Frakkland, lifi Korsíka, hin franska Korsíka. ítalir i Montaban á Frakk- landi hafa mótmælt árásum ít- ala og krefjast þess, að land þeirra virði frið, lög og milli- rikjasamninga. Campinchi flotamálaráð- herra, sem er þingmaður fyrir Korsiku, tók þátt í hátíðahöld- unum, og flutti livatningarræðu lil landa sinna og fordæmdi undirróður ítala í garð Frakka. burð að ræða, og að núverandi landamæri Frakklands og Þýskalands sé viðurkend um alla framlíð. United Press. Nýtt íþróttafélag. I gærdag varð stofnaÖ hér nýtt íþróttafélag, sem hlaut nafniS: Tennis og Badmintonfélag Reykja- víkur. 1 stjórn voru kosnir: Jón Jó- hannesson, verslunarm., formaður, Magnús Andrésson, kaupm., Kjart- an Hjaltested, bókari, FriÖrik Sig- urbjörnsson, verslunarm., og Odd- ný Sigurjónsdóttir, kennari. — Á stofnfundi voru 30 félagsmenn, og mikill áhugi fyrir að vekja og efla þessar íþróttagreinir. Korsiku- og* Tunisbúar einhuga med Fröhkum. Fransk-þýsAa vinárttuyfirlýsingin komast ekki frá sjómannaverktalls. Islenskur skipstjóri kemur lieim eftir 15 ára dvöl erlendis. Með „Brúarfossi“ í gær kom hingað Bjarni Kristjánsson skipstjóri, með konu sinni og barni. Hann liefir undanfarin ár dvalið í Kanada og er þar nú skipstjóri á stóru farþega- skipi, „Belle Isle“. Birtist hér mynd af Bjarna og skipi lians. Hann útskrifaðist frá Stýri- mannaskólanum fyrir 19 ár- um, þá tvítugur að aldri og stundaði síðan siglingar lijá Eimskipafélaginu og víðar. 24 ára gamall fór hann til Ame- ríku og hefir síðan verið þar í siglingum, fyrst sem stýrimað- ur og síðustu árin sem skip- stjóri. Það er fátítt að íslend- ingar nái þeim frama að verða skipstjórar á erlendum far- þegaskipum. Bjarni er sonur Ivristjáns lieitins Bjarnasonar, skipstjóra og Jóhönnu Gestsdóttur, Stýri- mannastíg 7 hér í bænum. Mun hann dvelja hér 1—2 mánuði. Rí kisþin gskosningar í Súdetalandinu. Að eins einn listi. Hitler og Henlein efstu menn. London, í morgun. Kosningar fóru fram í Súdeta-héruðunum í gær til þess að kjósa þingmenn á ríkisþingið þýska. Kosið var um að eins einn lista, var nafn Hitlers efst á listanum en Henleins næstefst. Með þessari kosningu létu menn i ljós, raunverulega, hvort þeir væri samþykkir innlimun Súdetenhéraðanna i Þýskaland. Samkvæmt fregnum frá Berlín í morgun voru 2.183.965 kjós- endur á kjörskrá, en þar af greiddu 2.152.236 atkvæði með list- anum, en 26.497 sögðu nei. Ógildir seðlar voru 5212. United Press. Innlimun héraðanna er erfið vegna þess, að héruð þessi hafa ekki neinn höfuðstað eða stjórnarmiðstöð. Svæðið nokkuð stórt: 28.000 fkm. með 3 V2 milj. íbúa. Suðurhluti svæðið þess, sem Þýskaland fékk með Miinchen- samningunum, verður sameinaður við gamla Austurríki og settur undir stjórn „Austurmerkur“. Vestri hlutinn telst héðan af til Bayern. En norðurhlutinn, sem er stærstur, verður fylki út af fyrir sig, og heyrir beint undir þýska ríkið (ekki undir neinn lands- hluta þess). Höfuðborg þess fylkis verður Reichenberg. Konráð Henlein verður hér ríkisfulltrúi og fylkisstjóri svo og formað- ur nasistaflokksins í þessu fylki. Fylkisstjórinn heyrir beint undir ríkisstjórnina. Heiti þessa „ríkisfrjálsa“ fylkis verður: „Reichstag“. Kosningar, sem fóru fram í gær, eru að nokkru leyti þjóðar- atkvæðagreiðsla um það hvort íbúar Súdeta-héraða vilja vera með Þýskalandi, og jafnframt kosning þingmanna í þýska „reichstag“. 1 þingmaður fyrir hver 60.000 greitt atkvæði. Aukning með- lima ríkisþings því 30—40 sæti upp í ca. 900 sæti alls. Tékkar, sem búa í þessum héruðum, hafa einnig kosningar- rétt, og eins Súdeta-Þjóðverjar, sem nú eru búsettir eða dvelja i öðrum hlutum Þýskalands. — Þar eð atkvæði Tékka fara ekki fram úr 60.000 fá þeir engan þingmann kosinn í Reichstag. Með innlimun Súdetahéraða og Austurríkis eykst kaþólski hluti Þjóðverja. Hlutföllin verða nú: 1938 1925 Lútherskir....... 52% 64% kaþólskir ....... 38% 32,5% aðrir ...........1 10% 3,5% Hjónaefni. Á föstudaginn opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Sigriður SigurÖar- dóttir, Hverfisgötu 96, og Andrés Blomsterberg, Hringbraut 63. aðeins Loftur,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.