Vísir - 14.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 14.12.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAG5LAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Kitstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). 8 í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hverjir sviku? IIÚ er mönnum að skiljast það, hvers vegna Alþýðu- flokkurinn hefir frá upphafi verið andvígur hitaveitumálinu. í gær segir Alþýðublaðið, að „aukning atvinnuleysisins stafi af því, að bæjarstjórnarmeiri- hlutinn hafi svikið öll sín lof- orð i sambandi við hitaveit- una“! Samkvæmt þessari kenningu blaðsins hefði atvinnuleysið ekki átt að aukast, ef engin lof- orð hefðu verið gefin um liita- veituna. Og liver veit nema þá hefði alls ekkert atvinnuleysi verið liér í bænum. Alþýðuflokkurnn var á móti hitaveitumálinu i upphafi. Hann hefir vafalaust þóst sjá það fyr- ir, að ef ákveðið yrði að ráðast í það fyrirtæki, og síðan yrði einhver dráttur á framkvæmd verksins, þá mundi það valda „aukningu“ atvinnuleysisins. Þegar flokkurinn sannfærðist um það, að hann mundi ekki geta fengið því ráðið, að mál- ið yrði algerlega lagt á hilluna, þá tók hann það til hragðs, að reyna að tef ja fyrir framkvæmd þess, með því að krefjast rann- sóknar á sem flestum jarðliita- svæðum, áður en ákvörðun yrði tekin um rannsóknina á Reykj- um í Mosfellssveit. Með þeim hætti mun hann helst hafa þóst sjá ráð til þess að fresta því nokkuð, sem fram hlyti að koma, aukningu atvinnuleysis- ins, sem af því hlyti að stafa, ef „Ioforð“ yrðu gefin um hita- veituna, og einhver dráttur yrði síðan á efndúnum. Alþýðuflokkurinn hefir vafa- laust beðið mikinn hnekki af völdum liitaveitumálsins, vegna afstöðu sinnar til þess. Þó mun það varla geta talist nema „einn naglinn“ í líkkistu flokksins. En það er alveg bersýnilegt, að flokkurinn muni nú sjálfur vera kominn á þá skoðun, að hita- veitan sé uppspretta allrar þeirrar ógæfu, sem yfir hann hefir dunið síðustu árin, og þvi verður honum það fyrst fyrir, ef eitthvað bjátar á, að reyna að rekja orsakirnar til hitaveit- unnar. Að öðru leyti er nokkur breyting orðin á „tóninum“ í skrifum blaðsins um atvinnu- leysið í bænum og kröfurnar, um aukningu atvinnunnar. Að vísu reynir blaðið enn af fremsta megni að bera blak af ríkisstjórninni fyrir aðgerðar- leysi hennar um að bæjta úr vandræðunum. En þvi meira og þvi heimskulegar veitist það að meiri hluta bæjarstjómar, sem það segir að neiti „að gera nokk- urn skapaðan hlut“ til þess að hæta úr neyð alvinnuleysingj- anna, eins og það sé algerlega einskis vert, að hæta 75 mönn- um við í atvinnubótavinnuna. Hins vegar er það tekið að reyna að haga orðum sínum eins og þvi þyki það í rauninni skifta ekki alllitlu máli, að bælt verði úr „neyð verkamannanna“. En meðan hlaðið lætur það ógert, sem þó er það eina, sem á þess valdi er, eða Alþýðuflokksins, til þess að bæta úr þessari neyð verkamanna, þá er engin von til að menn trúi á sinnaskifti þess. Alþýðuflokkurinn getur ef liann vill komið því til leiðar, að ríkisstjórnin verði við kröfum verkamanna, sem aukin framlög til atvinnubóta, jæssar vikur, sem eftir eru af árinu. En svo fjarri fer því, að flokkurinn vilji nokkuð gera til þess, að hann þvert á móti lætur blað sitt mæla alt eftir ríkisstjórn- inni og stappa í liana stálinu um að láta ekkert af hendi rakna í því skyni að bæta kjör verka- mannanna. Þess vegna er held- ur ekkert mark takandi á orða- gjálfri blaðsins um að það sé öðrum „siðferðilega skylt“, að bæta úr ástandinu. En var það ekki Alþýðuflokk- urinn, sem einu sinni lofaði öll- um þeim vinnu, sem vildu vinna? — Og „hverjir hafa svilc- ið?“ Atvinnnleysismálin. Fjölfiun í atvlnnubótavinnu, bæði af Mifu bæjarstjórnar Ofi ríkisstjórnar. Kl. 5 í gær var fundur hald- inn við verkamannaskýlið við höfnina, en atvinnuleysisnefnd Dagsbrúnar hafði boðað til fundarins. Verkamenn gengu því næsí að stjórnarráðshúsinu og hafði nefndin lal af Skúla Guðmunds- syni atvinnumrh. er vísaði hópnunx til bæjai'stjórnai’, en sagði, að í'íkisstjórnin myndi taka endanlega ákvörðun í at- vinnuleysismálunum nú í dag, en gat þess að liann hefði lagt tillögur til úrlausnar fyrir bæj- arstjóm. Mannsöfnuðurinn hélt þvinsest niður í Póslhússtræti og átti nefnd frá þeim tal við borgar- ritara og Jakob Möller, og skýrði Jakob nefndinni frá þeim viðræðum, sem hann hafði átt við atvinnumrh., og kvað engar tillögur liggja fyrir frá honurn til endanlegrar lausnar i þessum málum. Mannfjöldinn beið franxan við bæjarski'ifstofurnar til kl. 8, en liélt því næst heim til Jakobs Möller, en hann var þá ekki viðstaddur. Var þá farið upp á Skólavörðustíg að húsi Benedikts Sveinssonar, og leitað til Bjarna Benediktssonar bæj- arfulltrúa, sem þar var staddur. Ávarpaði hann mannfjöldann og skýrði frá því, að bæjarráð liefði samþykt fyrir forgöngu Sjálfstæðismanna að fjölga í atvinnubótavinnunni um 75 manns og myndi vinna með fullri feslu að lausn þessara mála. Eftir nokkra viðdvöl á Skólavörðustígnum hélt mann- söfnuðurinn til heimkynna atvinnumálaráðherra, en þar var þá lögregluvörður fyrir, og bar ekki til tíðinda. í dag mun rikisstjórnin hafa ákveðið að taka 50 menn í vinnu, þar af 25 menn í vega- vinnu og verja bensínskattinum til þeirra verka, en 25 menn ískyggilegar horfur um framtíðarsamvinnu Breta Og Þjóðverja. Að fyrirskipun Hitlers tók sendi- herra Þjóðverja ekki þátt í blaðamanna veislunni þar sem Chamberlain talaði Blaðamenn Þjóðve#ja einnig fjarstaddir. Times birtir harðorða ritstjórnargrein. „Ódæðisverk unnin í nafni hinnar þýsku þjóðar af því valdi sem ráðandi er í landinu um stundarsakir.“ EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. CHamberlain flutti ræðu í gærkveldi í hinu árlega blaðamannasamsæti, þar sem að vanda voru viðstaddir sendiherrar erlendra ríkja og ræð- ismenn, stjórnmálamenn og margt annað stórmenni, en ræðu þessarar hafði verið beðið með óvanalegri eft- irvæntingu, vegna þess hversu horfur í alþjóðamálum eru að ýmsu ískyggilegar um þessar mundir, en talið var víst, að Chamberlain mundi gera alþjóðavandamál- in að umtalsefni. En samsæti þetta varð sögulegra en nokkurn óraði og rendu menn þegar grun í það, er það fréttist, að blaðamenn Þ jóðverja liefði tekið sig saman um, að taka ekki þátt í því, en þó varð.undrun manna vitanlega margfalt meiri, er það vitnaðist, að sendiherra Þjóð- verja, von Dirksen, og aílir sendisveitarmennirnir, myndu ekki sitja hófið. Vegna f jarveru von Dirksens og starfsmanna hans er nánast íitið á þennan atburð sem stjórnmálalegan árekstur, Þjóðverjar lxafi með þessari framkomu viljað láta i ljós vanþóknun sína á unxmælum Chamberlains í neðri málstofunni undanfarna daga, en þau hafa sum verið Þjóðverjum lítt að skapi. Það eru einkum ummæli hans um þýsk blöð, sem Þjóðvei-j- um hafa gramist, en Chanxhei'Iain lýsti xJir því í neðri nxálstof- unni að blað það, sem vítt hafði Baldwin lávarð fyrir ræðu lians, væri ekki í miklu áliti, og ummæli blaðsins gæti ekki bakað Baldwin neinn álitshnekki heldur að eins hlaðinu sjálfu. Enn- fremur sagði Chanxberlain, að breska stjórnin hefði ekki fengið svar við nxótmælaorðsendingu sinni gegn getsökum og óvið- eigandi ummælum þýskra blaða í garð breskra stjórnmála- manna. Bifreida vidgerdastofa Bgilsr ViHijálmssonar veitir 45 manns atvinnu. Stærsta iyrirtæki í þeirri grein hér á landi. Kl. 2 í dag bauð Egill Vilhjálmsson kaupmaður blaðamönn- um að skoða viðgerðar og verslunarhús sitt við Laugaveg 118, sem er eitthvert mesta stórhýsi þessa bæjar, en þar hefir hann haft með höndum umfangsmikinn rekstur undanfarin ár og hefir sýnt að hann er einn af mestu atorku og athafnamönnum, stórhuga og áræðinn að hverju sem hann gengur, enda er hann nú orðinn í fremstu röð atvinnurekenda. Að sjálfsögðu vakti það stór- kostlega furðu meðal stjórn- nxálamanná í London í gær- lcveldi, að þýski sendihei'rann. starfsmenn hans og þýskir blaðamenn tóku ekki þátt i veislunni eins og ráð hafði verið fyrir gert. Stjórnmálamenn gera sér fyllilega Ijóst, að því er United Press hefir fregnað, a$ jþessi framkoma Þjóðverja, sem er vitanlega ekkert annað en óbein inólmæli, sé ótvíræð sönnun hnignandi vináttu og samvinnu milli Breta og Þjóðverja. Meðal stjórnmálamanna í London er það altalað, að Hitler hafi persónulegafyr- irskipað sendiherranum að taka ekki þátt í samsætinu, né starfsfólki hans og jafn- framt fyrirskipað þýskum blaðamönnum að koma þar ekki. Þessa ákvörðun á Hitler að hafa tekið, er hann frétti hverju Cham- berlain myndi halda fram í ræðu sinni. Lundúnablaðið Times hefir birt afar harðorða ritstjórnar- grein um þetta mál og fram- acjra í atvinnubótavinnu, sem elcki er vitað um hvar verður. Bæjarstjórn mun taka 75 menn í atvinnubótavinnu, eins og samþykt var áður, en við þann hóp verður væntanlega hætt 25—50 manns, en bæjar- verkfræðingur mun ákveða þau verk, sem unnin verða. komu og afstöðu þýsku ríkis- stjórnarinnar í þessu máli, en blaðið telur hana eiga alla sök á, þar sem hér hafi verið um fyrirskipun að ræða frá henni. Þessar falsásakanir Þjóð- verja (á hendur breskum stjórn- málamonnum) eru ekkert ann- að en liður í grimdarlegri bar- áttu, segir blaðið, sem vekur hrylling í brjósti hvers Englend- ings. Og, heldur það áfram, það mundi vera gagnslaust að mót- mæla nokkuru sinni því, sem er að gerast í Þýskalandi, ef þeim væri ekki jafnframt beint til vakandi samvisku hinnar þýsku þjóðar gegn ódæðisverkum þeim, sem unnin eru í hennar nafni af því valdi, sem ráðandi er í landinu eins og stendur. United Press. Samsætið var haldið í tilefni af 50 ára afmæli félags erlendra blaðamanna í London. Við- staddir voru blaðam. 35 þjóða. Höfðu þeir fengið afrit af ræðu Chamberlains áður en hún var flutt, svo og hinir þýsku blaða- menn, sem hættu við að lcoma. Höfuðatriði i ræðu Cliamber- lains voru: 1. Utanríkismál og alþjóða- mál. Hann kvaðst ekki geta sagt neinar nýjungar, en nota tæki- færið að endurtaka margt, senx liann hefði áður sagt. Alt gerist með þeim hraða nú, að erfitt er að fylgjast með öllu. Hann kvaðst efast um, að nokkur fyr- irrennara sinna hefði átt við eins nxikla ei'fiðleilca að stríða og hann undanfax-na 18 mánuði, nema á stríðsárunum. Sumir aðrir þættust sjá lengra og bet- Viðgerðar og verslunarhús Egils Vilhjálmssonar er, eins og áður er greint, við Laugaveg 118. Stærð lóðar er 3454 ferm. Á lóðinni er bygt vandað stein- steypuhús að stærð 1510 fernx., gólfflötur byggingarinnar er alls 2970 ferm., og er á því glögg- lega liægt að sjá, hve reisuleg bygging er á lóðinni. Húsakynni öll eru björt og sérlega rúnxgóð. Þegar komið er að húsinu verður fyrst fyrir verslunin, sem er í horni bygg- ingarinnar (Laugavegi og Rauð- arárstíg). Verslunin hefir yfir að í'áða rúmgóðu húsnæði fyrir allskonar varaliluti bifreiða. Frá Rauðartárstig er inngangur i hifvélaviðgerðarverkstæðið, sein annast allskonar bifvélavinnu, hverju nafni, sem nefnist. Einn- ig er frá Rauðarárstíg ekið upp hringmjmdaða brekku, upp á efri hæð byggingarinnar. Á hæð- inni er málningarverkstæðið, senx leysir af hendi alla bif- reiðamálun bæði fljótt og vel. Verður þar fyrst fyi'ir manni afar stór loftraxstimótor, sem sogar út alt ryk og málningar- úða, senx stafar frá sprautum þeinx, er notaðar eru við málun bifreiða. Hver maður sem vinn- ur þarna hefir sína grímu, sem nauðsynlegar eru þá sprautu- málun fer fram. Verkstæði þetta er sniðið sanxkvæmt ströngustu kröfum erlendis um slík verkstæði. Sömuleiðis er á þessari hæð hússins gerslípunar og gler- skurðarstofa, þar sem franx- kvæmt er alt, senx að þeirri iðn lýtur. Á hæðinni er einnig geynxsla ur, en meðan ábyrgðin hvíldi á sínum lxerðunx yrði hann að gera það, sem hann áliti sannast og réttast. —• Með hnignandi vináttu Breta og annarsvegar og Þýskalands og ftalíu hinsvegar var elcki nema um tvent að ræða, fallast á að styrjöld væri óumflýjanleg og búa þjóðina undir hana, eða nema ófriðar- orsakirnar á brott með persónu- legum áhrifunx á stjói’nandi menn. Þá stefnu hefði hann valið. Takmark sitt væri friður. Hann minti á sáttmála gerða við Frh. á 4. síðu. fyrir 40—50 bifreiðar, sem þó er notuð að eins til bifreiða- geymslu að vetrinum. Trésmíðavei'kstæðið er í nýrri byggingu, sem fullgerð var s. 1. haust. Annast verkstæði þetta allar bifreiða yfirbyggingar svo og allskonar viðgerðir á yfir- byggingum bifreiða, og er full- komnasta verkstæði hér á landi i þessari grein. í dag lauk það við yfirbyggingu á nýjunx stræt- isvagni, senx ber glögt nxerki franxtaks og dugnaðar livað yfirbyggingar bifreiða snertir, og staðist getur fyllilega erlenda samkepni livar senx á er litið. Verkstæðin geta tekið til yfir- byggingar, málunar og viðgerða að minsta kosti 40 bifreiðar i einu. Nú nýverið er búið að setja niður á verkstæðunum ný- tísku hitunartæki, senx þannig er fyrirkonxið að ofnum er kom- ið fyrir upp á veggjum, og er lofti dælt í gegnunx tækin, sem hitnar við það og því síðan blás- ið út yfir verkstæðin. Eimkatli er komið fyrir í kjallara hússins, sem hitar pípumar i hitunar- tækinu, og við það að Ioftið fer- um pípurnar hitnar það svo, að | þessir stóru salir vex;ða ágætlega | upphitaðir. Einnig er hægt að> dæla nýju Iofti að utan, til en- urnýjunar. Húsið er að mestu alt innangengt. Hægt er að kom- ast á verlcstæðin frá tveim stöð- um í einu. Bak við húsið er smiðja. Áliöld og verkfæri öll eru af’ fullkomnustu gerð svo og vélar allar. Skrifstofur eru og einnig í húsinu. Lóðin er öll afgirt. Við fyrirtækið vinna að stað- aldri 45 manns. Egill Villijálmsson stofnaði fyrirtæki þetta árið 1930. Stai'f- rækti lxann það fyrstu tvö árin á Gi’ettisgöu 16—19. Brátt varð liúsakostur þar svo þröngur, að hann bygði liúsið við Laugaveg og Rauðarárstíg árið 1932, og er nú nýbúinn að auka við það stórliýsi fyrir yfirbyggingai- eins og áður getur. Kjörorð vei’slunarinnar hefir ávalt vex’ið: „Alt á sama stað“~ aðeins Loftup,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.