Vísir - 14.12.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 14.12.1938, Blaðsíða 3
V I S IR Noregsfarar Ármanns 1938. Glímufélagið Ármann 50 ára. Á morgun eru liðin fimmtíu ár síðan Glímufélag Ármann var stofnað. Forvígfismenn að stofnun félagsins voru þeir Pétur Jónsson blikksmiður og séra Helgi Hjálmarsson. Á glímuæfingu sem þessir félagar stofnuðu til og fram fór á Rauðarártúni — Guð- laugs sýslumanns — þann 15. dtíSember 1888 var félagið skýrt „Ármann“ að viðhöfðum húrrahrópum 20—30 glímumanna. — Jens Guðbjörnsson. Séra Helgi Hjálmarsson flutt- ist úr bænum 1894. Hafði hann þá verið búinn að bljóta þann lieiður, að sigra á tveimur fyrstu kappglímum, sem félagið tólc þátt í, en næstir honum urðu séra Einar Þorvarðarson og Freysteinn Jónsson ljós- myndari, á kappglímunni 1889, en á seinni kappglímunni 1890 var Friðrik Jónsson nr. 2 og Freysteinn Jónsson sjómaður nr. 3. Pétur Jónsson tók ekki þátt i kappglímum, en var ætíð for- inginn sem þjálfaði og undirbjó allar kappglímur, sem voru háð- ar á þjóðhátíðunum, sem haldn- ar voru flest árin fram yfir alda- mótin. Á eftir að séra Helgi Hjálmarsson fluttist úr bænum, urðu þeir: Ásgeir Gunnlaugsson lcaupm., Sveinn Árnason fiski- matsstjóri, Chr. Zinisen versl- unarmaður, Erlendur Erlends- son veggfóðrari, Kristinn Pét- ursson, Þorgrimur Jónsson veggfóðrari, Valdimar Sigui'ðs- son og hans bræður úr Steins- húsinu, Jón Gíslason og Magnús Hannesson, mest starfandi kraftar í félaginu, undir forustu Péturs, og í blöðunum frá þeim tíma sést, að þeir liafa verið sigursælir kappglimumenn. Sökum þess, að gjörðabækur félagsins frá þesum tíma glötuð- ust ásamt félágslögunum, verð- ur eigi liægt að segja nákvæm- lega live margir voru þá í félag- ipu, en samkvæmt upplýsingum þessara nefndu félaga munuþað haí’a verið um 70 manns. Til fróðleiks skal bentá,aðsetningin „standa beinn og bolast ekki“ var sett inn í félagslögin sem glötuðust, fyrir aldamót, og síð- an tekin upp í glímubókina, og ' ætti setningin að vera skráð djúpt inn í meðvitund sérhvers glímumanns. Um aldamótin hefir Jónatan Þorsteinsson komið fram sem snjall glímu- maðui' og hefir starfað ötult að félagsmiálunúm. Árið 1906 er eittbvert viðburðaríkasta árið eftir aldamótin; þá koma i fé- lagið margir nýir menn, Guðm. Guðmundsson er kosinn for- maður. Sömuleiðs fer að bera á glímugörpunum Hallgrími Benediktssyni, Guðmundi Stef- ánssyni og Sigurjóni Péturssyni. Þá var ný gjörðabók fengin og i liana margt fróðlegt ritað um viðureign glímumannanna, en vegna þess, að í bókina er fyrst ritað 1906, töldu ungir félagar að Ármann væri þá stofnað, og með þessari nýju vakningu stofnuðu þessir glímumenn ó- dauðlega sögulega þætti með glímukunnáttu sinni. Félagið sjálft var þá orðið 17 ára gam- alt, en hafði mist aldursvottorð sitt, gjörðabækurnar, — og þar sem að. engir athuguðu að afla nýrra vottorða, þá var full á- stæða til þess að yngri menn vissu ekki um hinn rétta aldur, þar til að séra Helgi Hjálmars- son bauðst til að gefa fæðingar- vottorðið, sem ekkl verður vé- fengt eða hrakið. Eg vil þá minnast á nokkra sögulega þætti ur þróun félags- ins og styðst viö gjörðabókina frá 1906. — Konungsglíman á Þingvöllum 1907 er merlcur við- burður, þar sem þá tóku þátt í glímunni frægir glímugarpar, og mun þar bafa ráðið bæði gæfa og glímusnilli Hallgríms Benedilctssonar, sem var sigur- vegarinn. Um skjaldarglímuna 1909 er Sr. Helgi Hjálmarsson. Pétur Jónsson. i gjörðabókinni eftirfarandi: „Skjaldarglíman var liáð 1. febr. i Iðnó. Húsið var troðfult. .Óliætt mun vera að telja hana hina veigamestu kappglímu er báð hefir verið í Reykjavík. Hvað úrslit snertir er liún sér- stök i sinni röð og munu þau trauðla fyrnast í minnum þeirra er á horfðu. Þegar fyrsta um- gang var lokið stóðu þeir jafn- ir að vígi þessir þrir: Hallgrim- ur, Sigurjón og Guðmundur Stefánsson, höfðu lilotið eina byltu hver. Þá runnu þeir sam- an á ný og sá umgangur lykt- aði á sama veg. Nú fór að vand- ast málið. Áliorfendur urðu næsta spentir fyrir úrslitunum og kvað þétl við lof í lófa þeirra. Eftir litla hvíld var hafinn enn þá umgangur milli þessara þriggja. Var nú vígamóðurinn næsta mikill — ekki einungis í köppunum, -— gamlir karlar, sem minti að þeir fyrir manns- aldri hefðu verið glímumenn, skulfu eins og strá og ungu stúlkurnar máttu ekki sætum halda. Enn fór sem fyr, Sigur- jón Iagði Ilallgrim, Hallgrímur lagði Guðmund og Guðmundur lagði Sigurjón. — Nú var engin livíld — nú varð til skarar að skríða, þó lúnir væru. — Var nú sóknin öll slcarpari en hin- ar fyrri atlögur og mátti nú ekki á milli sjá. — Úrslit urðu von bráðar og greinileg, og allra dómur var sá, að Hallgrímur hefði vel til skjaldarins unnið.“ Meðal þeirra glímumanna, sem fóru til Stokkhólms á Olympíuleikana 1912 voru nokkrir Ármenningar. Telja margir þá ferð vera merkan við- burð, vegna binnar glæsilegu framkomu þeirra allra, sem þangað fóru, bæði íþróttalega og þjóðernislega séð. Þessir menn fóru þá ferð: Hallgrímur Benediktsson, Sigurjón Péturs- son, Halldór Hansen, Guð- mundur Kr. Guðmundsson, Magnús Kjaran, Jón Halldórs- son, Axel Kristjánsson og Kári Arngrimsson. Sigurjón Pétursson varð glímukongur 1910 og skjaldar- hafi, og var það í mörg ár, en 1914 lagðist starf félagsins nið- ur, þar til 20. október 1919, þá hófst starfið á ný. Næst á eftir Sigurj. verður Tryggvi Gunnars- son glímukóngur. Þá bætast við margir nýir glímugarpar. Svo verður Hermann Jónasson — núverandi forsætisráðherra — glimukongur. Sem góða glímu- ménn má nefna Guðmund Kr. Guðmundsson, sem talinn var glímusnillingur, Eyjólfur Jó- hannsson, Eggert Kristjánsson, Magnús Sigurðsson, Björn Guð- mundsson, Magnús Stefánsson, Páll Þorláksson o. fl. En áður mun liafa verið í glímum Helgi Iljörvar, einn liprasti glímu- maður félagsins. Um 1924 gerist Jón Þorsteins- son glímukennari félagsins og er hann fyrir löngu þjóðkunnur fyrir utanfarir, til Noregs, Dan- merkur, Þýskalands og Sví- þjóðar með leikfimis- og glímu- flokka. Jón hafði ætíð því láni að fagna, að góðir glímumenn voru með honum. Það hafa margir sagt mér, sem sáu bestu glimumennina eigast við, að glæsilegustu tilþrifin mundu þeim aldrei gleymast. Það væri freistandi, að nefna það við- burðaríkasta i íslenskri glímu siðustu 14 árin, þár sem að Ár- mann hefir verið öndvegisfélag- ið með þjóðaríþrótt vora, en rúmið er takmarkað og atriðin mörg. Nefni eg því einungis glímukongana, sem voru: Þor- geir Jónsson, Sigurð Tliorar- ensen, Lárus Salómonsson og Skúla Þorleifsson. Seinna mun eg skrifa um glímuflokkana sér- staklega. Næst er að minnast á, að fé- lagið liefir farið mjög giftu- samlega inn á alhliða íþrótta- eflingu. Það hefir breitt faðm sinn upp í fjöll og út til liafs. Félagið á besta róðrarflokk landsins; flokkurinn fór til Danmerkur fyrir tveimur árum og tók þátt í 50 ára afmæli Dansk Forening for Rosport, með góðum árangri eftir ástæð- um. Félagið hefir reist skiðaskála, sem töfrar fóllcið til sín vetur, sumar, vor og haust. Ágætan sundflokk liefir félagið átt í mörg ár. Frjálsi íþróttaflokkur- inn er með þeim bestu á landinu og nókkrir menn skarað framúr í sumum íþróttagreinum. — Ilnefaleiks- og bandknattleiks- flokka befir félagið baft í nokk- ur ár. „Drengjaflokkur Ármanns“ á varla nolckurn sinn lika, með tilliti til livað ungir drengirnir eru, sagði einn fimleikakennari við mig í sumar, þegar hann liafði séð flokkinn sýna listir sínar. Jú, floklcurinn er vissu- lega góður.“ Síðast en ekki síst skal minn- ast á úrvals fimleikaflokka, senjt félagið hefir sent til útlanda, undir stjórn Jóns Þorsteinsson- ar. Það hefir svo ítarlega verið um flokkana talað í útvarpi og blöðum, hvað þjóð vorri hefir ! verið mikið til sóma sýningar ' þeirra erlendis og hérlendis, og ( ekki langt að minnast um ) lcvennaflokkinn í Noregi síðast- liðið sumar, svo eg sé ekki á- stæðu til að fjölyrða um þá meira. En eg vil geta þess, að enn á ný er verið að undirbúa úrvalsflokkana á stærsta fim leikamót sein haldið hefir verið á Norðurlöndum, en það fer fram í Svíþjóð n. k. sumar. í stuttu máli, félagið hefir 8 íþróttagreinar, 16 flokka en 14 kennara. Ármann hefir þannig giftusamlega aukið líkams- mentunina alhliða, stig af stigi ár eftir ár. Jens Guðbjörnsson hefn' ver- ið formaður félagsins síðustu 11 árin, meðstjórnendur eru nú Þórarinn Magnúss., Ólafur Þór- steinsson, Sigríður Sigurjóns- dóttir, Jóhannes Jóhannesson, Skúli Þorleifsson og Loftur Helgason. Þið brautryðjendur og sér- bver starfandi hönd, á Tíðandi stundum þessi fimtíu æfiárs fé- lagsins, hafið markað djúp spor í líkamsmentun vorrar þjóðái'. Þ|ið eijgið ,rá þjóðlnni þakkir skilið. Glímufélagið Ármann, heill sé þér fimtugu. Stefán Runólfsson. Skitar heimsækja Ansturbæinga i kvelfl. Skátarnir fóru um Vesturbæ og Skerjafjörð í gærkvöldi frá kl. 8—11, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Þeim var tekið tveim liöndum hvar sem þeir komu og leystir út með enn meiri gjöfum en í fyrra. Þá safnaðist af þessu svæði 1128.22 kr„ en að þessu sinni 1310.70 og fatagjafir voru einnig allmiklu meiri en í fyrra. En nú eiga skátarnir eftir að fara um Austurbæinn og út- hverfin fyrir innan bæ. Það er víst engin liætta á þvi, að þeim verði ekki siður vel tekið þar, enda er þörf á því, að söfnunin gangi sem best. Austurbæingar! Veitið skát- unum tilhlýðilegar móttökur og sýnið að ekki sé ofsagt af hinni reykvísku rausn og hjálpfýsi. Aðalfundur Stúdentafélags Reykjavíkur fór fram i Odd- fellowhúsinu i gær og voru þessir menn kosnir í stjórn fé- lagsins: Hörður Bjarnaon, arki- tekt, formaður, Árni Snævarr, gjaldkeri og Ragnar Jóhannes- son, ritari (endurkosinn). Sig. Ólason, lögfræðingur,baðst und- an endurkosningu í formanns- sæti. Er aðalfundarstörfum lauk, flutti L. Guðmundsson, skóla- stjóri, langt og fróðlegt erindi um nýtt landnám, en síðan voru frjálsar umræður um málið. Til máls tóku: Dr. Guðmundur Finnbogason, H. Bjarnason, skógræktarstj óri, Halldór Jón- asson, Páhni rektor Hannesson, Skúli Þórðarson og Einar 01- geirsson. Voru menn á einu máli um nauðsyn liins nýja landnáms, en skoðanir voru nokkuð sldftar um það, hverja aðferð skyldi liafa við fram- kvæmd þess. Varð það úr, að nefnd var kosin, er fjalli-um málið og leggi tillögur sínar fyr- ir framhaldsfund. I nefndinni eiga sæti: L. Guðmundsson, Guðm. Finnbogason og H. Bjarnason. Fundannenn voru um 60—70 er flest var og er það ekki stór hópur, þegar tekið er tillit til þess, hve fjölmennir stúdentar eru hér i bænum og var aðsókn- in lélegust af hálfu Iinma ymgri stúdenta. En vonandi verður súi breyting, er fram líða s4Œnðir„ að stúdenlar læi’i að meta þeona félagsskap sinn og seti metnatS sinn i að félagslifið standi meS sem mestum blóma. liemendasambðnð Virsf- unerskóla Islaiis SlOÍfllð. Á stofnfundi Nemendasam- bands Verslunarskóla íslands* sem lialdinn var i gærkveldL voru mættir á annaS InmdraS nemendur, eldri og yngri. Sam- þykt voru braðabirgðalög íyrir sambandið, en stofnfundarstörf- um að öðx-u leyti frestað þar til í janúar n. k. og teljast þvi einn- ig þeir nemendur, sem koma á þann fund, fil stofnenda. Nefnd þeirri, sem annast hafðí undír- búning stofnfundar, var falin bráðabirgðastjórn fyrir sam- bandið til næsta fundar. Á fund- inum var einnig kosín fimm manna nefnd til aðstoðar stjórn- inni, að safna fleiri eldrl nem- endum skólans i samnandið sem stofnendum. I nefndinní erta Guðbjarni Guðmundsson, EHs Ó. Guðmundsson, Carl Hemm- ing Sveins, Kom'áð Gíslason og Guðjón Einarsson. Mikill áhugi var ríkjandí ineð- al fundarmanna og má fullyrða, að þessi fundur spái göðu úm framtíð hins nýstofhaða Nem- endasambands. Búast má við aS sambandið láti mjög til sín tafca um velferðar- og hagsmunamál stéttarinnar og skóla Iiennar, enda hefir það mikla möguleika til þess að verða öflugt alls- herjarsamband verslunar- manna, þar sem Verslunarskól- inn útskrifar nú árlega 50—60 nemendur. Eldri og yngri nemendur ættu að f jölmenna á framhaldsstofn- fund, ,til þess að taka vírkau þátt í sambandinu frá slofnuiu Góbj. Veðrið í ntorgmr.. I Reykjavík 6 st„ freitaHt í gacr 4, kaldast í nótt 4 st. Úrkoma í gær og nótt 0.4 mm. Heítast á: Iandinn í morgun 8 st., á Hókmr í Homi- firtSi; kaldast 2 st„ á. Blönduósí. — Yfirlit: Djúp lægð, en nærri kyr- stæð um 500 km. suður af Reykja- nesi. — Horfur: SuSvestnrlánd ■ Stinningskaldi á suðaustan. Rígiiíng öðru hverju. Faxaflói—Vestf jartSar Austan gpla. Sumstaðar dálítil rign- ing. •. Merca. Fundur í Oddfellowhúsinu 5 kvöld kl. 8)4. Fjölmennið. Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn. Goðafoss er í Reykjavík. Brúarfoss fer til útlanda á miðnætti í nótt. Dettifoss er í Hull. Lagarfoss er í Kaupmafma- höfn. Selfoss er á Iéið til. landsins frá Immingham. Austurbæingar! Takið vel á tnóti skátunum í kvöld! Fræðslustarfsemi Lúðvígs Guðmundssonar. Hann hefir þegar flutt tvö er- indi fyrir æskumönnum, urn vinnuskólana og framtíð þjóSSr arinnar (um leið var sýnd kvik- mynd frá vinnuskólanum að Kolviðarbóli). Er hann flutti síðara erindið var Kaupþings- salurinn þéttskipaður. f kvöld flytur Unnsteinn Ólafssan er- indi um garðyrkjumál alment, kl. 9 í Kaupþingsalnum. Áhoga- mönnum um jarðrækf og garð- rækt er heimill aðgangur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.