Vísir - 17.12.1938, Side 2

Vísir - 17.12.1938, Side 2
V I S 1 R VÍSI8 DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. jCGe’ngið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hálfsögð saga. :-mm AC DONALD, fyrverandi M forsætisráðherra Breta, virðst ekki „eiga upp á pall- borðið“ hjá Jónasi Jónssyni, formanni Framsóknarflokksins, að þvi er ráða má af forystu- grein Tímans i fyrradag, sem J. J. er höfundur að. í grein sinni segir J. J. að Mac Donald hafi ekki „sett England á höfuðið“ í stjórnartíð ensku socialistanna 1929—31, af því að hann hafi verið verkalýðs- sinni, heldur af þvi að hann hafi verið „sérstakur aumingi og lít- ilmenni“! Hann sé nú „fyrirlit- inn í sínu landi“ og talinn þar „aumasta dæmi um auðnuleys- ingja í hópi stjórnmálamanna“, enda látið „hégómleika, tildur og augnabliks ginningar“ stjórna ákvörðunum sínum. Um foringja verkamanna- flokkanna á Norðurlöndum segir J. J. hinsvegar, að þeir hafi stýrt frændþjóðum okkar með mikilli prýði „og vaxandi viðurkenningu íhaldsflokkanna í sínum löndum“, en þeir séu þó eindregnir verkalýðssinnar. En nú er þess að geta, að Mac Donald hafði um langt árabil verið hinn viðurkendi foringi verkamannaflokksins enska og í engu minni metum í flokki sín- um en foringjar verkamanna- flokkanna á Norðurlöndum í sínum flokkum. Hinsvegar er þess eklci að dyljast, að um gengi verkamannaflokkanna í þessum löndum hefir skíft mjög í tvö horn. Á Norðurlöndum hefir fylgi þessara flokka farið jafnt og þétt vaxandi að und- anförnu. Breski verkamanna- flokkurinn hefir hins vegar átt mjög í vök að verjast, og er það ef til vill af því, að hann sé enn á „gelgjuskeiðinu“,enda er hann mikhi yngri en t. d. „bræðra- flokkar“ hans í Danmörku og Svíþjóð. En þar við bætist, að uni margt er mjög ólíkt á kom- ið með verkamönnunum á Bret- landi og á Norðurlöndum. Og ef það er svo, að Mac Donald hafi „sett England á höfuðið“, þá er það að sjálfsögðu ekki síð- ur sök flokksins en hans sjálfs, þvi að flolckurinn hafði . gert liann að foringja sínum, og hafi hann verið „sérstakur aumingi og lítilmenni“, þá getur ekki hjá þvi farið, að svipuðu máli sé að gegna um flokkinn. Nú er í rauninni svipuð saga að gerast í Frakklandi, eins og í Englandi 1931, þegar Mac Donald sagði skilið við flokk sinn, til þess að „bjarga land- inu“. Daladier, forsætisráðherra Frakka, hefir að vísu ekki sagt skilið við sinn flokk, en hann hefir slitið allri samvinnu við þá flokka, sem undanfarin úr lial'a verið i stjórnarsamvinnu við liann. Hann hefir sannfærst um það, að áframlialdandi stjórnarsamvmna við þessa flokka mundi leiða til glötunar fyrir land og lýð, alveg eins og Mac Donald liafði sannfærst um það 1931, að verkamannaflokk- urinn breski mundi steypa Bretlandi í glötun, ef hann færi áfram með völd og breytti ekki um stjórnarstefnu. Sama daginn sem Timinn birtir grein J. J. um Mac Don- ald, birtir blaðið einnig grein um Daladier og það sem nú er að gerast í Frakklandi. Ber blaðið franska forsætisráðherr- anum söguna hið besta og segir að liann hafi nú brotið á bak aftur „öfgarnar til vinstri“, til þess að bjarga landi sinu frá glötun. En það segir ekki sög- una nema til hálfs, þvi að það lætur í veðri vaka, að það sé að eins vald eða öfgar kommún- istaflokksins, sem Daladier hafi brotið á bak aftur, í stað þess, að hann hefir í því efni engan mun gert á kommúnistum og „ jafnaðarmönnum“. Daladier vai- orðinn sann- færður um það, að stjómar- stefna „alþýðufylkingarinnar“ væri alveg að þvi komin, að „setja Frakkland á höfuðið“. Hann ákvað því að gerbreyta um stjórnarstefnu, og láta skeika að sköpuðu um „alþýðu- fylkinguna“, eða bandalag flokks síns við jafnaðarmenn og kommúnista. En það varð til þess, að þeir flokkar báðir sner- ust á móti honum, og eru nú jafnaðarmenn orðnir jafn hat- ramir andstæðingar hans eins og kommúnistar. Á því er eng- inn munur. En Tíminn reynir að láta líta svo út, sem „Blum og hinir gætnari jafnaðarmenn“ séu hálft um hálft fylgjandi hinni nýju stefnu Daladiers, í stað þess að þeir hafa heitið honum ævarandi fjandskap, engu síður en kommúnistar! Daladier sagði skilið við jafn- aðarmenn, af þvi að hann vildi ekki vera lengur verkfæri í hendi þeirra, til að „setja Frakk- land á höfuðið“. Timinn hrósar hónum fyrir það, að liann hafi brotið á bak aftur „öfgarnar til vinstri“. J. J. úthúðar Mac Don- ald fyrir að gera nákvæmlega það sama. Og hann „þakkar sín- um sæla“ fyrir það, að Fram- sóknarflokkurinn eigi engan mann, sem rækt geti hlutverk hans hér á landi. En líklega á Framsóknarflokkurinn þá eng- an Daladier heldur! Oslo 15. des. Frakkar hefja snemma á næsta ári að endurbæta og auka verslunarflota sinn. Verða smíð- uð mörg ný flutningaskip með ríkisstyrk og er samanlögð smá- lestatala þeirra 500.000. NRP— FB. BÖLUEFNI TIL KÍNA. London 17. des. FÚ. Þjóðabandalagsstjórnin hef- ir ákveðið að gefa 4.000.000 skamta af bóluefni til Kína og verða lyfin send frá Indó- Kína. Er þetta önnur send- ingin sem Þjóðabandalagið lætur Kína fá til þessað berj- ast á móti bólusýki. Tillðgnm dr. Schachts dauffega tekið 1 Loudon. Breskir fjánnálamern vilja ekki að flóttamínnamáliö lé rotað til tflingar ntflntoingsverslnn Þjóðverja. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Dr. Schacht, aðalbankastjóri þýska Ríkisbankans, hefir nú lokið við að ræða tillögur sínar í flóttamannamálinu, við breska stjórnmála- og f jármálamenn. Tillögurnar hnigu í þá átt sem gert var ráð fyrir í fyrra skeyti, að Gyðingum yrði leyft að fara með nokkurn hluta eigna sinna úr landi, í þýskum ríkisskuldabréfum, sem erlendar ríksstjórnir síðan keyptu af flóttamönnunum, og notuðu verðbréfin til kaupa á þýskum útflutningsvörum. Bretar, sem áfellast Þjóðverja fyrir óheiðarlega við- skiftasamkepni, og eru að grípa til aukinna ráðstafana til þess að styðja útflutningsverslun sína, hafa tekið dauflega í þessar tillögur. Tillögur dr. Schachts hafa ekki enn verið lagðar fyrir bresku stjórnina, heldur hefir dr. Schacht rætt þær við helstu f jármálamenn og sérjfræðinga í viðskifta-ogþjóð- hagsmálum og munu tillögurnar nú verða teknar til at- hugunar af stjóminni, en dr. Schacht halda heimleiðis. Að því er United Press hefir fregnað hafa f jármála- menn ekki tekið þessum tillögum með neinum fögnuði. Þeir eru ekkert hrifnir af því, að flóttamannavanda- málið sé notað í því skyni, að auka vöruflutninga frá Þýskalandi. United Press. Afstada CJbLambeplains gegn Itdlum og Þjódvepjum liardnai*. Engin liernaðappéttindii handa Franco, nema ítalir kalli heim meira af herafla sinum á Spáni. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Eitt höfuðumræðuefni fréttablaðanna í álfunni um þessar mundir er hin fyrirhugaða Rómaborgarför Chamberlains — hvaða tillögur Chamberlain muni leggja fyrir Mússólíni, til úr- lausnar hinum miklu vandamálum, sem enn eru á döfinni og eru Þrándur í Götu fyrir því, að Chamberlain geti orðið nokk- uð ágengt með friðartillögur sínar. Þessi mál eru Spánarmálin og Afríkumálin. Þrátt fyrir ýmsar flugufregnir um hið gagn- stæða telur United Press, samkvæmt þeim heimildum, er áreið- anlegar teljast, að afstaða Chamberlains gagnvart ítölum og Þjóðverjum sé harðnandi. En Spánarmálin og Afríkumálin verður að leysa. Um Spán- armálin er það að segja, að það er eins og kviknað hafi einhver von um, að úr kunni að rætast, þar sem engar stórorustur hafa verið um skeið, og litlar líkur til, að nokkur úrslit geti orðið á vígvöllunum í náinni framtíð, og því sé ekki fjarri að álykta, að betur horfi, ef sáttatilraun yrði gerð. En hvað gerast mun á Spáni er enn þá mjög í óvissu. Unted Press telur, sam- kvæmt nýfengnum upp- lýsingum, að, Chamberlain muni halda því fram í ræðum sínum við Musso- lini, að ekki sé unt að veita Franco hernaðarréttindi að svo stöddu, nema því að eins, að ítalir kalli heim frá Spáni verulegan hluta þess herafla, sem þeir hafa þar. Chamberlain og Halifax lávarður ætla sér alls ekki að hvika frá grundvelli þeim, sem þeir byggja á af- stöðu sína gagnvart Spáni. — þetta er talið ótvírætt merki þess, að Chamber- lain sé í þann veginn að taka ákveðnari stefnu gagnvart Itölum og Þjóð,- verjum. Það er ennfremur talið lík- legt, að Afríkumálin beri á góma í viðræðum hresku ráð- herranna við Mussolini og Ci- ano, einkanlega Suezskurðar- málið, en önnur vandamál, er varða Afríku, kunna einnig að verða rædd. Flugufregnir um, að Chamberlain muni slaka mikið til gagnvart Mussolini, hafa ekki við rök að styðjast, en um það ganga nú miklar flugufregnir, svo sem að rætt verði um breska Somaliland, jafnvel að Bretar láti það af hendi; en hið sanna virðist það, að afstaða Chamberlains gagn- vart einræðisrikjunum sé að harðna, og mjög ólíklegt að liann muni bjóða slík fríðindi sem heilar breskar nýlendur, enda er því yfirlýst af honum sjálfum, að það verði ekkert samkomulag gert í Róm nema að því tilskildu, að þingið sam- þylcki það, en breska þingið hef- ir alveg nýlega látið í Ijós vilja sinn varðandi nýlendurnar, svo að það virðist ólíklegt í fylsta máta, að Chamberlain stingi upp á að láta Mussolirii fá slík- an bita sem Breska Somaliland. United Press. ANTHONY EDEN, fyrrverandi utanríkismálaráðlierra Bretlands, er einn þeírra stjómmálamanna Bretlands, sem sætt hafa harðri gagnrýni í þýskum blöðum, enda er hann einna fremstur í flokki þeirra, sem vilja enga undanlátssemi í skiftum við einræðis- ríkin, og var það ágreiningur um þetta, sem olli því, að Eden baðst lausnar. En þótt hann hafi margsinnis gagnrýnt stjórn- ina fyrir utanríkismálastefnu hennar, er Eden enn talinn hklegt ráðherraefni, og ef Chamberlain neyðist til að taka afstöðu gagnvart einræðisríkjunum líka þvi, sem Eden vildi, er ekki ólíklegt að hann fái aftur sæti í stjórninni, en þó sennilega ekki sem utanríkismálaráðherra fyrst í stað. Er talað um, að hann verði samveldismálaráðherra, en því embætti gegnir Mal- colm MacD.onald nýlendumálaráðherra nú til bráðabirgða. — Anthony Eden er nú í heimsókn í Bandaríkjunum og verið þar ágætalega tekið. Hann hefir verið gestur Roosevelts í Hvíta húsinu. Hér á myndinni er hann (t. li.) með einkaritara sín- um. Kynningarkvðld Alliance Fraicaise. Alliance Francaise hélt fyrsta kynningarkvöld sitt s. 1. fimtu- dag í Oddfellowhúsinu. Yara- forseli félagsins Björn L. Jóns- son setti fundinn um kl.'níú. Fyrsta atriði á dagskránni var það, að Jean Haupt sendikenn- ari flutti slutt erindi um Frakk- land á frönsku og var þvi mjög vel tekið. Síðan flutti Sigurður Nordal, háskólakennari fyrir- lestur um París á íslensku, sem var gerður liinn besti rómur að. Næsti liður á dagskránni átti að vera sá, að H. Edelstein léki á hnéfiðlu, með undirleik Páls ísólfssonar. Vegna veikinda gat Edelstein ekki leikið, en Þór- hallur Árnason lék í hans stað. Léku þeir Páll ísólfsson nokk- ur frönsk lög við ágætar undir- tektir áheyrenda. Þá lásu þeir upp og léku Björn L. Jónsson og Magnús Jochumsson kafla, þýddan á íslensku, úr liinu bráð- skemtilega leikriti „Knock“ eftir franska rithöfundinn Jules Romains. Skemtu menn sér liið besta við upplesturinn. Næst las Jean Haupt upp kvæði á frönsku eftir Victor Hugo. Var flutningurinn hinn skörulegasti. - Loks ávarpaði Pétur Þ. J. Gunnarsson, stórkaupmaður, forseti félagsins, fundarmenn. Þakkaði hann sérstaklega öllum þeim, sem lagt höfðu fram lið sitt 'til þess að gjöra þennan fund sem ánægjulegastan. Síðan lýsti hann Alliance Francaise, tilgangi þess og starfsháttum og hvatti menn til þess að ganga í félagið. Var nú lokið hinum eiginlega fundi, og hófst kaffidrykkja og dans. Skemtu menn sér fram yfir miðnætti. Um sjötíu manns voru saman komnir og nokkrir nýir meðlimir hættust félaginu. Fundurinn hafði farið hið besta fram, svo sem venja er til með fundi félagsins. „E G H E I T I E K K I CHAMBERLAIN—“ I Bournemouth á Englandi býr maður, er heitir Abraham Richard Hewitt. Er hann járnvörukaup- maður, en þótt hann selji mikið af járn-öskutunnum, notar hann sjálfur trékassa. Þetta er bannað í Bourne- mouth. Hewitt var dreginn fyrir dómara og var skipað að brejda um sorpílát. Hann neitaði. — Látið þér aldrei undan? spurði dómarinn Hewitt. — Eg heiti ekki Chamber- lain, svaraði Hewitt. — Þér getið ekki komið, fram sem Hitler við mig! . Hewitt var dæmdur í 3 stpd. sekt strax og 5 sh. fyrir hvern dag, sem hann breytti ekki um sorpílát. U. P. Red Letter. Peningagjafir til Vetrarhjálparinnar. Starfsfólk Sjóvátryggingarfél. ís- lands kr. 175.50, Merkjasalan 11. des. kr. 251.50, Áheit kr. 5.00, Starfsfólk hjá Sjóklæðagerð Is- lands kr. 76.00, Síra Jón Finnsson kr. 10.00, Starfsfólk á Vitamála- skrifstofunni kr. 70.00, Anna og Árni Jóhannsson kr. 10.00, S. Ó. kr. 5.00, Á. G. kr. 5.00, H. Þ. kr. 400.00, Frú Ellingsen kr. 20.00, J. H. Vesturgötu 21 kr. 5.00. Kærar þakkir. f. h. Vetrarhjálparinnar. Stefán A. Pálsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.