Vísir - 30.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 30.12.1938, Blaðsíða 2
V í s 1 K VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Tekin af tví- mælin. * I forystugrein Tímans í gær eru tekin af öll tvímæli um þaö, hvaö forsætisráðherrann hafi átt við með ummælum sín- um 1. desember s. 1., um nauð- synina, sem orðin var á auknu samstarfi stjórnmálaflokkanna í landinu, og „samtölcum allra áhyrgra manna“, „til að ráða fram úr erfiðleikunum“, sem „enginn einn flokkur“ væri fær um að gera, þegar til lengdar léti. Af þessum ummælum ráð- herrans virðist mega ráða það, að hann, eða jafnvel Frams- sóknarflokkurinn í heild, teldi nauðsyn hera til Jæss, eins og nú væri kornið, að samvinna gæti tekist við Sjáfstæðisflokk- inn um stjórn landsins, þvi að sýnt væri, að Framsóknarflokk- urinn væri ekki einfær um það, að ráða fram úr erfiðleikunum, þegar til lengdar léti, og jafnvel ekld heldur, ]k) að hann nyti til þess atfylgis Alþýðuflokksins eins og að undanförnu. En væri þetta réttur skilningur á orðum ráðherrans, þá virtist mönnum sem vart gæti farið hjá þvi, að hann teldi einnig nauðsyn á, að breytt yrði að nokkuru eða jafnvel allverulega um stjóm- arstefnu, svo að framvegis yrði meira farið að ráðum Sjálf- stæðisflokksins, um löggjöf og ríkisstjórn, en gert hefði verið. Mér í hlaðinu hefir verið vik- ið að því áður, að það væri nú enganveginn óhugsandi, að minni hugur hefði fylgt máli hjá ráðherranum, í þessari há- tíðarræðu hans, en af „orðanna hljóðan“ liefði mátt ráða. Og um það eru, eins og áður er sagt, tekin af öll tvimæli i for- ystugrein Timans í gær. Eng- um, sem þá grein les, getur komið það til hugar, að Fram- sóknarflokkurinn telji það æskilegt, að samvinna geti tek- ist milli hans og Sjálfstæðis- flokksinsj um stjórn landsins, með þeim hætti, að Sjálfstæðis- flokkurinn fái nokkuru ráðið i þeirri samvinnu. Og yfirleitt virðist blaðið þeirrar skoðunar, að því fari mjög fjarri, að Framsóknarflokkurinn sé ekki fullkomlega einfær um það, að stjórna landinu og ráða fram úr öllum erfiðleikum, alveg upp á eigin spýtur, „þótt sannleikur- inn sé sá“, eins og forsætisráð- herrann sagði, „að enginn einn flokkur sé fær um að gera það, er til lengdar lætur“! Og síst af öllu telur blaðið, að það mundi vera til hóta, „að t. d. Sjálfstæð- isflokkurinn kæmi í staðinn fyr- ir Alþýðuflokkinn í rikisstjórn með Framsóknarflokknum“!! Ummæli forsætisráðherrans eiga jiví væntanlega við það eitt, að „enginn einn“ af flokkum þingsins sé „fær um að ráða fram úr erfiðleikunum“, fyrir ])á sök að eins, að enginn jieirra hafi meiri hluta í þinginu. Hins- vegar sé nú Aljjýðuflokkurinn svo af sér genginn, að lítið lið sé orðið að honum til nokkurra stórræða og jiess vegna j>urfi Framsóknarflokkurinn frekari liðveislu við, til jiess að geta farið sínu fram eins og áður. Og greinarhöfundur Tímans segir, að það sé „enganveginn útilokað“, að notast mætti við liðveislu Sjálfstæðisflokksins, ef liann vildi „j>að á sig leggja“ og væri ekki „starblindur af stjórn- arandstöðu ofstæki“! Forsætisráðherrann talaði í ræðu sinni um nauðsynina á „samtökum allra ábyrgra manna“. En hafi liann haft í huga viðlíka „ábyrga“ menn og þenna greinarhöfund Tímans, þá verður hann að leita ]>eirra annarsstaðar en í Sjálfstæðis- flokknum. Leikrit Q. Kamban á KqI. leikhásínu Hið nýja leikrit Guðmundar Kamban fær frumsýningu á konunglega Ieikhúsinu í janúar- mánuði. Höfundurinn er sjálf- ur leikstjóri. Aðalhlutverkin leika frú Anna Borg og Thor- kild Roose. (F|0). Danir vilja ekki láta nema 60 kr. danskar fyrir 100 ísienskar. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefir fengið kæru á liendur ó- j>ektri lconu fyrir að hafa fram- ið fjársvik með þeim hætti, að hún hefir komið inn í búðir og keypt vörur og borgað með ís- lenskum 100 kr. seðlum og narrað afgreiðslufólk til þess að taka peningana fyrir sama verð og danskar krónur. Er konunni svo lýst, að hún sé um fimtugt. Hafa allmargar verslanir beðið nokkurt tap á þessum viðskift- um. (FÚ). Gjafir til Mæðrastyrksnefndar: Þ. B. io kr. E. G. 5 kr. Síma- fólk 38 kr. Margrét 10 kr. J. S. 20 kr. Gömul kona 10 kr. Jakobína Torfad. 5 kr. J. J. 5 kr. L. F. 50 kr. Áheit J. T. 5 kr. N. N. 20 kr. Nafnlaust 25 kr. N. N. 10 kr. Þ. G. 5 kr. 1. Þ. 5 kr. Frá gamalli konu 2 kr. Björn Kjartansson 20 kr. Starfsfólk rafveitunnar 145 kr. Sigr. Jónsdóttir 10 kr. Áfengisversl- unin 300 kr. N. N. 20 kr. Frá Lillu og Nenna 5 kr. Ónefnd kona 10 kr. Starfsfólk S.Í.S. 64 kr. Rannveig Þorsteinsdóttir 2 kr. S..J. 10 kr. P. PI. 10 kr. Völundur 250 kr. N. N. 75 kr. Starfsfólk Strætisvagn- anna 15 kr. Afi og amma 100 kr. N. N. 10 kr. Ingibjörg 10 kr. E. 5 kr. S. B. 10 kr. T. 25 kr. ÞuríS- ur Erlendsd. 2 kr. Kisa 50 kr. N. N. 5 kr. Starfsfólk Olíuverslunar 71 kr. T. R. 50 kr. Olíuverslun Islands h.f. 200 kr. Katrín 10 kr. N. N. 2 kr. Nafnlaust 10 kr. Penn- inn 50 ki'. S. Gunnlaugsd. 9 kr. SkipasmiSur 2 kr. Helgi Vigfús- son 20 kr. Dagbjartur Jónsson 10 kr. N. N. 5 kr. Nafnlaust 50 kr. Starfsfólk sjúkrasamlags (viSbót) 20 kr. Stella og Systa 20 kr. L. S. H. 20 kr. FríSa 10 kr. Nafn- laust 25 kr. G. 'Ó. 10 kr. M. 5 kr. Ó. S. 10 kr. Úttekt hjá Kron 75 kr. Fatabögglar • frá Kr. P., Þ. Þórðard., Vesturg. 30, E. H. prjónapeysa, Þ. Pétursson skófatn- aSur, Émelía Bjarnadóttir sælgætis- pakkar, Silli og Valdi hnetur, Liver- pool sælgæti, Freyja sælgæti, Penn- inn jólakort og ■ jólaumbúSir. Enn- fremur epli og appelsínur. Kærar j>akkir. — Nefndin. Sjö herskip Ffshcos og tondarspil!' irinn Jose Luis Diez áttust viö. Skipshöfnin hleypti tundurspillinum á. land allmikid skemdum og er hann enn á bresku landssvæði. Einu lierskipi Franeo sökt og ööru lileypt á land. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Sjóorusta var háð í nótt sem leið við Gibraltar — milli Jose Luis Diez, hins fræga tundurspillis lýðveldis- stjórnarinnar og sjö herskipa þjóðernissinna. Þjóðernissinnar lögðu hið mesta kapp á, að komast í færi við Jose Luis Diez. Fyrir allmörgum vikunt lenti í sjóorustu milli þessa tundurspillis og herskipa þjóðernissinna og komst tundur- spillirinn allmikið skemdur til Gibraltar. Hefir hann verið þar til viðgerðar síðan og allan þann tíma hafa herskip Franco’s verið á sveimi, stundum alt að því tíu skip, til þess að leggja til orustu við Jose Luis Diez, er hann legði úr höfn. En skipshöfnin var staðráðin í að nota fyrsta tækifæri, sem gæfist, til þess að komast á brott. Loks í nótt varð af því að tilraunin var gerð. En tundurspillirinn hafði ekki langt farið, er til hans sást af einu herskipi Francos, sem á verði var, og fleiri voru nærstödd, og lögðu þau nú öll til atlögu við tundurspillinn. Var það ójafn leikur, en honum lyktaði með því, að kúla frá einu herskipi Franco olli miklum skemdum á hvalbak tundurspillisins. Gripu skipsmenn þá til þess ráðs, að hleypa honum á land. Skotið var á tundurspillinn af fallbyssum sjö herskipa og einnig úr strandvirkjum í Ceuta í spænska Marokko, hinum megin við sundið, og er það að eins 9 enskar mílur á breidd, þar sem það er mjóst. Tundurspillirinn lagði af stað frá Gibraltar klukkan 1 í nótt og hófst árásin á hann skömmu eftir, að hann lagði af stað, og var sjóorustan háð undir hinum mikla Gibralt- ar-kletti. Þegar herskip Franco höfðu leikið tundurspillinn svo, sem að framan greinir, hleyptu skipsmenn honum á land, en við það rakst Jose Luis Diez á einn af tundurspillum þjóðernis- sinna, Jupiter, og skemdist hann svo, að honum var einnig hleypt á land. Jose Diez er einnig sagður hafa hæft annað her- skip þjóðemissinna með tundurskeyti. Fallbyssukúlur herskipa þjóð- rnissinna ullu nokkuru tjóni í orpi við Catalan Bay, innan indsvæðis Breta. Tveir Bretar ar særðust. Nokkur hluti brim- rjótsins eyðilagðist í skothríð- ini og skemdir urðu á húsum. Jose Luis Diez var hleypt á md innan landamæra Gibralt- rsvæðis Breta. Er skipið því ðnjótandi vemdar að alþjóða- lögum og hafa tvö bresk her- skip og eitt franskt farið á vett- vang og aðstoða sjóliðar af þeim við að koma hinum særðu í land. Meðan sjóorustan stóð yfir var alt setulið Breta í Gi- braltar kvatt til skyldustarfa. Stórskotaliðið beið. reiðubúið við öll fallbyssustæði í virkjun- um og á klettinum. United Press. FRÆKILEG FRAMGANGA VIÐ BJÖRGUN. NORSKRA SJÓMANNA. Oslo 29. des. Skipshöfnin á ameríska flutningaskipinu Schodack, sem bjargaði áhöfninni af norska skipinu Smaragd, er það var að því komið að sökkva, þykir hafa unnið hið mesta afrek. Var mikið um að vera í New York við komu skipsins o*g birtu blöðin lang- ar frásagnir um björgunaraf- rekið. Sérstaka athygli vekur frásögnin um djarflega fram- komu átján ára norskrar stúlku, Svanhild Larsen, dótt- ur skipstjórans á Smaragd, er skipið var að því komið að sökkva. — NRP—FB. Á myndinni sjást þeir Vil- hjálmur Þór framkvæmdastj. og Haraldur Árnason kaupm., m. a. Deilur Itala og Frakka. Frá j>vi er deilur Itala og Frakka komu til sögunnar hafa ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands slaðið í nánu sam- bandi um þetta mál sem önnur. Það hefir ekki liðið svo dagur, að Cambon sendiherra Frakka í London færi ekki í heimsólcn í breska utanríkismálaráðuneyt- ið — eða þá aðstoðarsendi- herra lians — eða Sir Eric Phipps sendiherra Breta i París í Qai d’Orsai. Seinast í gær var aðstoðarsendiherrann franski í breska utanríkismálaráðuneyt- inu til viðræðna. Það liggur ekkert fyrir opin- berlega um það hvað um var rætt, en ]>að er talið, að við- ræðurnar hafi snúist aðallega um deilur ítala og Frakka og hafi aðstoðarráðherrann gert grein fyrir afstöðu Frakka í deilunni um fransk-ítalska samninginn sem ítalir telja sig ekki Iengur bundna við, en Frakkar telja í fullu gildi. Um- mæli breska blaða um frönsk- ítölsku deiluna eru mjög at- athyglisverð. Blaðið Times seg- ir, að j>að sé fjarstæða, sem fram hafi komið, að Chamber- lain mundi taka að sér að vera sáttasemjari í ]>essu máli, stjórn Frakklands sé algerlega einfær um að útkljá j>að miál við ítali án íhlutunar annara. Það sé ekki með nokkuru móti hægt að húast við, að Frakkar gleymi þvi í hvaða tón ítalir hafi horið fram þessar kröfur. Ef þeir hefði borið j>ær fram í upphafi sem ósk liefði vel getað komið til mála, að Frakkar liefði —- með vinsamlegu samkomulagi -—• veitt þeim eiilhverja úrlausn, en með framkomu sinni hafi ítalir spilt j>ví og slíkt geti nú alls ekki komið til mála. Daily Telegraph segir, að hafi ítalir einhverjar kröfur fram að ■ bera ætti j>eir að bera ]>ær fram milliliðalaust. Þess verði að minnast, að breska stjórnin hafi ekki aðstöðu til ]>ess að vera sáttasemjari í þessu máli. Frakkar og Italir verða, segir hlaðið, að útkljá j>etla mál sín í milli. Eins og getið var um hér í blaðinu var alj>jóðadeild lieims- sýningarinnar í New York vígð bræðralagi og vináttu l>jóða í milli á vopnahlésdaginn að við- stöddum mörgum tugum þús- unda áliorfenda. Af hálfu Bandaríkjanna hélt La Guardia aðal hátíðarræðuna, en að lokinni ræðu hans helgaði Mr. A. Wlialen alj>jóðadeildina bræðralagi og vináttu og nefndi hana „Court of Peace“, en á meðan hljómsveit lék j>jóðsöng Bandaríkjanna voru sextíu fán- ar dregnir að hún, af fulltrúum Jæirra þjóða, sem taka þátt í sýningunni, en 500 dúfum var slept til flugs og flugu þær í all- ar láttir með boðskap um hið ný- stofnaða „Court of Peace“. 21 fallbyssuskoti var hleypt af og flugeldum skotið, sem voru þannig gerðir að ]>eir sýndu fána eða fánaliti j>jóðanna. Af íslands liálfu voru við- staddir, auk Vilhjálms Þórs framkvæmdastjóra, sem dró ís- lenska fánann að húni, Harald- ur Árnason kaupmaður, Kjart- n Thors framkvæmdastjóri og frú hans, Ásgeir Þorsteins- son og frú, frú Bannveig Þór og nokkrir aðrir íslendingar. Dr. Vilhjálmur Stefánsson gat ekki verið viðstaddur athöfnina sök- um fjarveru úr borginni. Þjóíverjar að missa tröna á signr Frareo? Þess er farið að gæta í j>ýsk- um hlöðum, að Þjóðverjar eru farnir að hafa áhyggjur af J>vi, að Franco skuli ekki ganga bet- ur í sókn sinni en reynd ber vitni. Menn hafa hvarvelna Iitið svo á, að með sókn j>essari væri Franco að gera úrslitatilraun til þess að sigra stjórnarherinn, með því að ná Kataloníu á sitt vald, og er höfuðmarkmið Barcelona. Tækist honum að brjóta á bak aftur mólspyrnuna á Kataloníuvígstöðvunum myndi mótstaðan sennilega bila fljótlega í Madrid. Þýska blaðið Völkischer Be- ohachter hefir komist svo að orði um sókn Franco undan- farna daga, að hún hafi ekki borið eins góðan árangur og bú- ast mátti við, og sýni þetta, að hersveitir Francos sé famar að ]>reytast. Enginn verulegur árangur hefir enn náðst í sólcn- inni, segir blaðið. Fíóttaraenn setfast að í No eni Oslo 29. des. 30 flóttamenn frá Tékkósló- vakiu, sem hafa fengið dvalar- leyfi í Noregi, eru væntanlegir til Oslo 6.—7. janúar. Nansens- stofnunin hefir leigt suinar- gistihiis í Ringerike þeim til dvalar. Fæstir ]>essara flótta- manna eru Gyðingar. Hinir eru Súdetar, Þjóðverjar og Austur- rikismenn. -—- NRP—FB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.