Vísir - 30.12.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 30.12.1938, Blaðsíða 3
V ISI li Undirréttardómur sem mikla attiygli vekur. Frú Goldstein-Ottosson svift leyíi um 2ja ára skeið til aö reka hér i bænum saumastofu. Nýlega var uppkveSinn í undirrétti dómur í máli, sem frú Helga Sigurðsson, eigandi verslunarinnar Gullfoss, höfðaði gegn frú Jóhönnu Goldstein-Ottosson fyrir samningsrof, en tildrög málsins eru þau er hér greinir: Samkvæmt samningi dags. 16. ágúst 1934 réðist stefnd frú Goldstein-Ottoson til verslunar- innar Gullfoss og skyldi hún veita forstöðu saumastofu er verslunin rekur hér í bænum. Var samningurinn gerður í Berlín og á þýsku, og meðal annara ákvæða hans var það er hér greinir samkv. þýðingu lög- gilts dómlúlks: „Frú Goldstein skuldbindur sig til þess, meðan dvöl hennar í Reykjavík stend- ur jdir, að búa hvorki til né láta búa til föt á einstaklinga .... og til þess að taka ekki að sér aðra stöðu í Reykjavík“. Þann 4. ágúst 1935 gerðu aðilar með sér nýjan samning hér í Reykja- vílc og var liann ritaður á ís- lensku, og var stefnd ráðin til þriggja ára frá 15. sept. 1935 til 15. sept. 1938, til þess að gegna áfram sömu störfum og hún hafði haft á liendi áður, þ. e. a. s. að veita saumastofu verslun- arinnar Gullfoss forstöðu, en samkvæmt þeim samningi skuldbatt stefnd sig til að taka ekki „starf hjá öðrum eða vinna fyrir utan verslunina“ á meðan hún dveldi á íslandi. I beinu framhaldi af þessari setn- ingu en þó neðanmáls (vísað niður) var síðan, eftir að samn- ingurinn var vélrijtaður, og um leið og aðilar undirituðu hann, bætt svohljóðandi setningu, sem háðir samningsaðilar undirrit- uðu: „Mér (þ. e. stefndri) er heimilt að starfa í öðrum bæj- um á íslandi að undanskildum Reykjavik og Ilafnarfirði og ná- grenni Reykjavíkur að þessum þremur ái-um liðnum“. Hinn 15. júlí 1938 sagði frú Goldstein-Ottoson upp samniugi þessum frá 15. sept. 1938 að telja, og um líkt leyti giftist hún islenskum manni, Hendrik Ottossyni. Voru teknir upp samningar að nýju millum aðila og bauð frú Helga Sigurðsson stefndri að tryggja henni 5400 kr. lág- markskaup á ári, ef liún vildi gegna áfram störfum sínum fyrir verslunina, en þrátt fyrir þetta kauptilboð tókust samn-' ingar ekki. Hinn 1. okt. 1938 opnáði stefnd síðan eigin saumastofu fyrir dömur hér i bænum og hagaði starfsemi sinni nákvæm- lega eins og saumastofa vei*sl- unarinnar Gullfoss og lagði þannig út í beina samkepni, þrátt fyrir öll ákvæði ráðning- ai-samnings þess, sem liún hafði gert við frú Helgu Sigurðsson. Meðan stefnd frú Goldstein- Ottosson var í þjónustu versl- unarinnar Gullfoss liélt hún málbækur, þ. e. bækur, sem nöfn, heimilisfang og líkams- mál viðskiftamannanna voru færð í, en verslunin lagði til bækurnar, eins og hún hafði á- valt gert, og átti þær. Mun stefnd hafa verið búin að ljúka 4 eða 5 bókum alveg er lnin fór frá stefnanda og ca. % hlutum 5. eða 6. bókarinnar. Þegar stefnd frú Goldstein-Ottosson lét af störfum lijá versl. Gull- foss tók hún með sér allar mál- bækumar án lej’fis stefnanda, c.n klipti blöðin úr bók þeirri, sem í notkun var og liafði einn- ig með sér. Heldur stefnandi því fram að gögn þessi hafi stefnd notfært sér á þann hátt, að hún skrifaði öllum viðskifta- vinum versl. Gullfoss, sem mál höfðu verið tekin af, og vakti athygli þeirra á hinni nýju saumastofu, sem liún liafði sett á stofn. Telur stefnandi að alt þetta framferði stefndu, í fyrsta lagi það að hún tók bækurnar í leyfisleysi úr vörslum verslun- arinnar og í öðru lagi liitt að gögn þessi notaði hún í heinni samkeppni sér til framdráttar, hafi bakað versluninni mikið tjón, meðal annars af því að versluninni liafi ekki verið unt að afgreiða pantanir til við- skiftavina sinna utanbæjar, þar eð málin voru ekki fyrir hendi. Samkeppni stefndu leiddi einn- ig til þess að allmargir af við- skiftavinum stefnanda hurfu í viðskifti lil stefndrar og bakaði það versluninni einnig mikið tjón. Stefnd frú Goldstein-Ottosson hélt því fram, að liún hefði ekki skilið sanming þann, sem ritaður var á íslensku, en í mál- inu er það upplýst að stefnd liafi fengið samninginn til þess að láta þýða liann fyrir sig og var því þessi framburður stefndrar ekki tekinn til greina. Rétturinn lítur svo á, að ekki verði talið að skuldbinding stefndrar um að reka ekki sam- keppnisfyrirtæki í Reykjavík og grend, við verslunina Gullfoss, bafi skert atvinnuréttindi hennar óeðlilega, einkum þar sem uin útlending án allra at- vinnuréttinda var að ræða. Hinsvegar telur rétturinn að þar eð stefnd hafi gifst íslensk- um manni og sé þannig orðin íslenskur ríkisborgari, verði að taka lillit til þess, en óheimilar stefndri að viðlögðum dagsekt- um að reka samskonar sauma- stofu hér í bænum og nágrenni lians, sem stefnd starfrækir nú. Ennfremur lítur rétturinn svo á, að með því að telja verði stefndri alls óheimilt að eyði- leggja málbækurnar er hún fór frá stefnanda og liafi bakað stefnanda óþægindi og fjártjón, og með því einnig að hún reyndi að ráða til sín starfstúlkur frá stefnanda og fór með nokkrar þeirra á hina nýju saumastofu sina, og loks með því að senda öllum viðskiftavinum verslun- arinnar Gullfoss auglýsingakort um saumastofu sina, liafi stefnd unnið til skaðabóta og ákveður þær kr. 1000.00. Loks er stefnd dæmd til að greiða kr. 250.00 í málskostnað. Mál þetta hefir vakið allmikla athygli hér í bænum, allra or- saka vegna og er það að vonum. Slik mál sem þessi eru óvenju- leg liér, og mun því dómarinn liafa stuðst við erlendar réttar- venju að einhverju leyti, en er- lendis eru slik mál sem þessi alltíð, og er tekið strangt á slík- um samningsrofum og þeim, sem að ofan greinir. Ekki mun enn ákveðið hvort dóniinum verður áfrýjað. Skipafreg-nir. Gullfoss og Selfoss eru í Reykja- vík, Goðafoss i Hamborg, Brúar- foss og Lagarfoss í Kaupmanna- höfn. Dettifoss er á leið til Hull frá Vestmanneyjum. Bc&tar frétfír V í s i r er aðeins fjórar siður i clag, en í þess stað verður blaðið haft stærra á morgun, gamlársdag, og mun þá koma íþrótta- og kvenna-síðurnar, auk þess sem sunnudagsblaðið verð- ur borið út um leið. Veðrið í morgun. 1 Reykjavík •—2 stig, heitast i gær o stig, kaldast í nótt —3 stig. Sólskin i gær i 0.8 stundir. Heitast á landinu í morgun o stig, á Fag- urhólsmýri, kaldast —6 stig, á Reykjanesi og Siglunesi. Yfirlit: Alldjúþ lægð, en nærri kyrrstæð, yfir hafinu milli íslands og Noregs. Háþrýstisvæði yfir Grænlandi. -—■ Horfur: Suðvesturland: Hvass norðan. Úrkomulaust. Faxaflói— Breiðaf jörður: Allhvass norðan og norðaustan. Sumstaðar dálítil snjó- koma. Otur, .... sem verið hefir í eign Útvegs- bankans, mun nú verða fluttur til Hafnarfjarðar og gerður út þaðan. Er verið að stofna félag í Hafnar- firði, og mun Ásgeir Stefánsson, forstjóri Bæjarútgerðarinnar, verða forstjóri þessa nýja félags. — Skip- stjóri verður Baldvin Halldórsson, áður á júní. Hjúskapur. í gær voru gefin saman í hjóna- band af síra Bjarna Jónssyni, Val- gerður Ólafsdóttir og Viggó Sig- urðsson, sjómaður. Heimili þeirra er á Bragagötu 28. Hjónaefni. Á aðfangadag opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Guðrún Sigurðar- dóttir, Görðum, og Guðmundur Kr. Kristmundsson, bifreiðarstjóri, Laugarnesveg 51. Rakarastofurnar verða opnar til kl. 4þá á gamlárs- dag, en lokaðar 2. janúar, allan dag- inn. Ægir kom hingað í morgun. Höfnin. Þórólfur fór á veiðar í gærkveldi, hefir verið inni frá þvi á annan jóladag. Bordvik, fisktökuskipið, kom hingað í gær frá Keflavík og lestar hér fisk til útflutnings. Fram. Pantaðir aðgöngumiðar að ára- mótadansleik félagsins verða menn að sækja fyrir kl. 7 í kvöld, í Tó- baksverslunina i Eimskip; verða að öðrum kosti seldir öðrum. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Ránagrötu 12, sími 2234. æturvörður í Reykja- vikur apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unni. Samkomurnar i Betaníu við Laufásveg, vekja vaxandi athygli og halda því áfram Þá pantið í nýársmatimsi ' ■ Þ i (1*0 Húsmædur! Ef þér viljið fá það allra besta, strax í dag. StÍCOOOtSOOtÍÍÍOOOOOOOOGOÍSOtÍOÍS! Nýsviðin Dilkasvið { Buff — Gullasch 8 Steik — Hakkbuff ') Grisasteik 8 £í Dilkakjöt Úrvals saltkjöt Allskonar grænmeti KJ ðtbúðin Herdiibreid Hafnarstræti 4. Sími: 1575. SOÍÍt soooot SOOOÍSOOOOÍ stsootst SOOl I matinn: Kálfakjöt. Rauðkál Dilkak.jöt. Hvítkál. Nautakjöt. Gulrætur. Selleri. Púrrur. Stebbabiid, Símar: 9291, 9219, 9142. á hverju kveldi kl. 8)4. Ræðumenn eru þeir Ólafur Ólafsson, kristni- boði og Gunnar Sigurjónsson, cand. theol. sotst stsooot soooooooot soaos^saoe Svinakjðt Hangiljðtið góða og ódýræ NautakjOt Rauðkál Hvítkál Gulrætur Púrrur Kjöt & Fbkor | Símar- 3828 og 4764..| Dilkakjöt Saltkjöt Dilkaruílupylsur Hakk Gullasch Svið Frosinn silungur Nordalsi hós. Sími: 3007. Áheit á Hallgrimskirkju í Saurbæ, afhent Vísi 10 kr. frá G. 00 oýleiiroíir. Nýlenduveldi sem leid undir lok. Niðurl. Þýskaland var einnig farið að svipast uni efiir nýlendum í Kyrrahafi. Þjóðverjar köstuðu eign sinni á Marshall-eyjarnar og sendu selulið þaiigað 1885— 1886, Nauru 1888, en það sém eftir var keyptu þeir af Spán- verjum og stuttu síðar drógu Englendingar sig í hlé frá Sa- nioaeyjum, sem var skift milli Þýskalands og Bandaríltjanna. í Austur-Asíit áttu Þjóðverjar Kiaocliow, sem þeir tóku 1898, og var opinberlega tilkynt, að landsvæði þetla væri tekið í bætur fyrir það, að tveir þýskir trúboðar höfðu verið niyrlir i Kína. En jiað var ekki ótítt, að Evrópuþjóðir öfluðu sér ný- lendna á þennan liátt. Kiao Chow er á súðurhluta Shant- ungskagans og innan, þessa ný- lendusvæðs, sem Þjóðverjar áttu þar til Japanir tóku það í lieimsstyrjöldinni, var horgin Tsingtao, inikil verslunarborg og víggirt. Þar með var liið þýska ný- lenduríki fullmyndað. En það átti þó enn fyrir sér að stækka nokkuð, því að eftir Agadir- málið 1911 létu Frakkar af hendi við Þjóðverja stóra sneið af Kongo, gégn því að þeir við- urkendi, að Marokkó væri franskt verndarríki. Þegar liinn ungi keisari, Yil- lijálmur II. Iirakti Bismark — járnkanslarann — frá völdum, tók Vilhjálmur við þessu ný- lenduríki — en ekki aðeins því, lieldur tók keisarimi einnig við nýléndupólitík Bismarks, því að Bismarlc leit á nýlendurnar þeim augum, að þær gætu orð- ið þýslcu atvinnu- og fjárhags- tifi til stuðnings — tekið við þeim hluta þjóðarinnar, sem var of þröngt um heima fyrir og vildu flytja að lieiman og gerast landnemar — en Vil- hjálmur keisari sem var ein- ráður mjög sveigði brátt frá þeirri stefnu sem Bismark liafði tekið í þessum málum. í Vil- lijálms augum voru nýlendum- ar hentugt „verkfæri“ til notk- unar í hinni atgengu stórvelda- pólitílc og togstreitu. Það er al- veg vafalaust, að það vakti megna mótspyrnu í byrjun hjá framkvæmdastjórninni og þjóðinni, að hin nýja stefna við- víkjandi nýlendunum var reist á jiessum grundvelli, og vafa- laust var jiað ein af ástæðunum til þess, að hinn mikli nýlendu- skipulagningarmaður, Dr. Bern- hard Dernburg, sem er látinn fyrir nolckurum árum varð að heyja harða baráttu, þar tit hon- um loks árið 1907 auðnaðist að koma því til leiðar, að stofnað var scrslakt hýlendumálaráðu- neyti. Og segja má, að það sé katdhæðni örlaganna, að það var maður af Gyðingaættmn sem átti mestan þátt í því hvert skipulag komst á nýlehdumál ÞjóðVerja. Og þegar Þjóðve.rjar nú heimta nýlendur sínar aftur eru kröfurnar oftast rökstudd- Uppdráttur, seni sýnir nýlendur Þýskalands í Afríku fyrir sfyrjöldt- ma, hvernig þær skiftust milli Eng lands, Frakklánds, Belgíu og Suð- ur-Afríku og loks er uppdráttur a f Stór-Þýskalandi, sem gefur hug- myncl um stærð þess v hlutfalli vi ð nýlendurnar. ar með tilvitnunum í skýrslur þessa manns — og vitnað í ágæta nýlendumála-yfirstjórn lians. Það er kannske of djúpt tekið i árinni að segja, að i byrjun heimsstyrjaldárinnar liafi Þjóð- verjar verið i þann veginn að byrja að geta nýtt nýlendur sín- ar —- — en shk ummæli eru ekki svo ákaflega fjarri sann- leikanum. Eg liefi nefnt stríðið í Austur-Afriku. Það vrði of langt mál að rekja hér sögu vopnaviðskifta allra annar- staðar í nýlendunum. Það var og ekki þar sem úrslilaorust- urnar voru háðar, heldur á víg- völlum Evrópu. Og þegar frið- arsamningarnir í Versölum voru undirskrifaðir var liið þýska nýlenduveldi ekki Iengiir til. Þýsku nýlendunum var skift milli stórveldanna, þannig, að þeim var fengin þar umboðs- stjórn í hendur en hér eru það í rauninni að eins Afríkunýlend- urnar, sem máli skiftir, og af meðfylgjandi uppdrætti má sjá, hvernig skiftingín fór fram. Því má með rölcum halda fram, að baráttan fyrir endur- heimt nýlendnanna hafi livrjað þegar, er friðarskilmálarnir voru gerðir í Versölum, því að í viðauka-umsögnum sínum við friðarsanmingana mótmæla fulltrúar Þýskalands ákveðið, að nýlendurnar sé látnar af" liendi. En á næsfu árum, vat - ekki oft minst á nýlendurnar ii Þýskalandi. Það var nóg,af öSr- uin umhugsunarefnum. Nýlendnanna var ekki krafisl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.