Vísir - 11.01.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 11.01.1939, Blaðsíða 2
VISÍ R ÐAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsia: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgrei.ðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Eitt í dag - Kað var sagt frá því í Alþýðu- * blaðinu í gær eða í fyrra- dag, að einn af þingmönnum kommúnista hefði nýlega látið svo um mælt á opinberum fundi, að i rauninni ætti togara- útgerðin helst að leggjast niður með öllu. En þó að Alþýðublað- ið hafi þessi ummæli kommún- istans mjög að spotti, og telji þau af mikilli heimsku töluð, þá er það kunnara en frá þurfi að segja, að sú skoðun, sem að baki þeim felst, er eldri i land- inu en kommúnistaflokliurinn. Það er hin ganda kenning Framsóknarflokksins, um tog- araútgerðina sem kommúnist- inn hefir með þessum ummæl- um gert að sinni. En í rauninni er liann þó vel að henni kojninn. Þvi að hánn er sjálfur, komm- unistaþingmaður sá, sem þetta er haft eftir, framsóknarmaður að fornu fari, og alinn upp i þessari „barnatrú“. Sjávarútvegurinn hefir frá upphafi notið litils ástríkis af Framsóknarflokknum. Flokk- urinn hefir að.vísu ekki, sökum kjósendafylgis sins i einstökum kjördæmum, séð sér annað fært, en að leggja smáútgerðinni nokkurt lið i mestu þrengingum hennar. En togaraútgerðin, eða stórútgerðin“ hefir til skamms tíma ekki að eins farið alls á mis i þeim efnum, heldur hefir hún verið lögð í einelti með sköttum og lálögum og margs- konar ójafnaði. Á þessari afstöðu Framsókn- arflokksins til togaraútgerðar- innar, hefir nú síðustu mánuð- ina virst vera einhver breyting i aðsigi. Það var léð máls á því, á siðasta þingi, að taka l>að til athugunar, livort nokkur þörf væri á því, að opinberar ráð- stafanir yrðu gerðar þessari grein útgerðarinnar til viðreisn- ar. Nefnd var skipuð til að rann- saka hag útgerðarinnar, og í blöðum Framsóknarflokksins var jafnvel látið i veðri vaka, að ef rannsóknin leiddi það í ljós, að útgerðin væri í eins miklum nauðum stödd og af væri látið, þá mundi sá flokkur ekki láta sitt eftir liggja, til þess að rétta við hag hennar. Og svo flutti forsætisráðherrann liina frægu ræðu þ. 1. des. s. 1. í þeirri ræðu kvað við alt annan tón í garð „stórútgerðarinnar“ en menn höfðu átt að venjast af ráða- mönnum Framsóknarflokksins. Ráðherrann lét svo um mælt, að stórútgerðin, sem lirundið hefði verið „af stað af ötulum og framsýnum mönnum,“ og megnið af þunga þjóðarbúskap- arins lagst á, hefði síðan orðið „meginundirstaða annara fram- fara og velmegunar þjóðarinn- ar“. Og síðar í ræðunni sagði hann, að með stöðvun togara- flotans væri „ógæfan skollin yfir“ þjóðina, bæði inn á við og út á við, „og sjálfstæðið i hættu fyrr en varir“. — Slíkri hættu skildist mönnum, að ráðherr- ann teldi að þjóðarnauðsyn væri að afstýra. En nú er „annað Iiljóð kom- ið í strokkinn“ hjá Framsókn- arflokknum. í „leiðara“ Tím- ans s. I. laugardag sést þess eng- inn votlur, að það sé talin nokk- ur Jijóðarnauðsyn að afstýra stöðvun togaraútgerðarinnar, heldur sé þar að eins um að ræða einkahagsmuni „aðstand- enda“ þeirra fyrirtækja, sem hættast séu komin og fyrst hljóti að stöðvast. En hagsmun- um þjóðarinnar eða „þörf heildarinnar“ lcomi það ekkert við! „Okkur hefir líka borið af leið“ í því éfni, að „tillitið til þjóðarinnar hefir sljóvgast,“ sagði forsætisráðherrann i fullveldisdagsræðunni. „Hin hálfblindu stéttarsjónarmið, hið miskunnarlausa stríð milli flokkanna .... hefir glapið okkur yfirsýn um þörf heild- arinnar,“ sagði hann ennfrem- ur. Og Framsóknarflokkurinn virðist ætla að láta þau um- mæli ráðherrans á sér sannast. En hvað er þá að öðru leyti orðið eftir af „fyrirheitum“ þeim, sem gefin voru i þessari ræðu ráðherrans? H.f. Valur. Nýtt íitgeröarfélag á ísafipdi. Nýtt félag til útgerðar botnv. Hávarðar Isfirðings. 27. des. vai' stofnað á Isafirði útgerðarfélagið h.f. Valur. Hef- ir félagið keypt botnvörpunginn Hávarð ísfirðing af Landsbánk- anum fyrir 140 þúsund kr. Inn- borgað hlutafé er 35.500 kr. Stærsti hluthafinn er ísafjarðar- kaupstaður (bæjar-, hafnar- og lóðasjóður) með 16 þús. kr. Aðrir hlutliafar eru: Lúðvik Vil- hjálmsson skipstjóri, Ágúst Jó- hannesson versl.m., Soffía Jó- liannesdóttir kaupkona, Ámi Ingólfsson stýrimaður og Kaup- félag ísfirðinga. Stjórn félagsins skipa: Guðm. G. Hagalín prófessor, Soffía Jó- hannesdóttir og Kristján Jóns- son frá Garðsstöðum. Framkvæmdastjóri félagsins verður Ágúst Jóhannesson. (Vesturl.) Hjúkronarkvema- fðrín. Þ. 15. janúar n.k. byrja hjúkr- unarkonur að skrifa sig á á- skriftarlista að för þeirri, sem norrænar hjúkrunarkonur fara hingað í júlí. Segir danskt blað svo frá þessu: Lagt verður af sjað frá Oslo þ. 19. júlí með Stavangerfjord og komið aftur þ. 31. júlí. Skip- ið tekur 695 farþega, en hinar íslensku hjúkranarkonur hafa tilkynt, að á Islandi sé enginn sá samkomustaður til, sem rúmi þær og rúmlega 600 gesti þeirra og verða þvi 95 farþegar með skipinu bara venjulegir skemtiferðámenn. Danskar hjúkrunarkonur verða fjölmennastar, 225 sam- tals. Hinar 375 skiftast milli Finnlands, Noregs og Svíþjóðar. Victop Emanuel og Mussolini fagna Chamber- lain vid komu hans til Rómaborgar í dag. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Mikill viðbúnaður hefir farið fram að undan- förnu í Rómaborg undir komu Chamberlains og Halifax lávarðs. Verður þeim tekið með engu minni viðhöfn en Hitler, er hann kom þangað. Borgin verður fagurlega skreytt og hvarvetna bresk og ítölsk flögg, en múgur manns meðfram öllum götum, sem ráðherrarnir aka uin. Victor Emanuel og Mússólíni bjóða þá velkomna þegar eftir komuna. Járnbrautarlest sú, sem Chamberlain og Halifax lávarður fóru í til Rómaborgar fór yfir ítölsku landamærin við Modena fsem liggur í 23 mílna fjarlægð frá ánni Po), í morgun kl. 4.45 eftir enskum tíma, og var öll venjulfcg tollskoðun látin niður falla, en lestin hélt áfram til Genua eftir litla viðstöðu í Modena. Öll morgunblöðin í Ítalíu bjóða Chamberlain og Halifax lá- varð velkominn til Ítalíu, og á forsíðum þeirra allra- birtast eingöngu greinar um þessa þýðingarmiklu heimsókn. Er farið mjög lofsamlegum orðum um forsætisráðherrann og stjórn- málaslefnu hans, og mjög vinsamleg ummæli viðliöfð í garð Englendinga yfir höfuð, og lögð áliersla á það, að þessir stjórn- málamenn túlki skoðanir enskn þjóðarinnar í heild, en nauð- syn sé á vinsamlegi'i sambúð Itala og Englendinga. Blaðið Messagero leggur þó áherslu á það, að menn skuli ekki vera bjartsýnir um of, eða búast við stórfeldum árangri af þeim viðræðum, sem nú fara fram í Róm. ítalir hafi þegar sett fram þær kröfur, sem þeir muni halda fast við og ekki verði um þok- að, og er þar átt við kröfur þær, sem Italir hafa gert á hendur Frökkum. Hitt er einnig vitað að afstaða Frakka og Englend- inga verður hin sama gagnvart kröfum ítala, og er talið að fult samkomulag hafi náðst milli frönsku og ensku ráðherranna á fundi þeirra i Paris í gær, sem stóð í eina klukkustund. í Parísarblöðunum í morgun er lögð mikil áhei-sla á það, að skoðanir frönsku og bresku stjórnarinnar, að því er kemur til krafa ítala á hendur Frökk- um, sé nákvæmlega eins — breska stjórnin hafi gersamlega fallist á að fylgja sömu stefnu og franska stjórnin, en hún sé sú, að Frakkar og ítalir geri sjálfir út um deilumál sín, en Bretar miðli þar ekki málum. Blöðin eru á einu máli um, að Chamberlain eigi ekki að miðla málum og muni ekki gera það. Blöðin hallast ennfremur að þeirri skoðun, að tilgangslítið sé að stofna til nýrrar fjögurra velda ráðstefnu fyrr en aðal- deilumál Itala og Frakka sé úr sögunni, því að skilyrði til ár- angurs af shkri ráðstefnu sé, að þeir sem hana sækja, eigi ekki í innbyrðis deilum, heldur geti gefið sig að lausn þeirra við- fangsefna, sem fyrir hendi eru, i góðri samvinnu. United Press. Hlébarði brfst nt nr bnri sínn og særir um- sjónarmannlnn hættu- Iega. * Hörg hundrað manns hafa leltað hans, en árangnrslaus*. EINKASKEYTI. London í morgun. Sá atburður skeði í Paignton í Devonshire, að hlébarði braust út úr búri sínu, eftir að hafa ráðist á og sært umsjónarmann- inn stórlega. Strax og vitað var um hvarf hlébarðans brá lög- reglulið borgarinnar við, vopn- aðist rifflum og hóf leit að hon- u m, og mörg hundruð sjálf- boðaliðar tóku þátt í leitinni og höfðu byssur og alt það að vopni, sem unt var að fá færi á. Leitað var í alla nótí í borg- inni og umhverfi hennar, en leitin hefir engan árangur borið, og stendur íbúum borgarinnar stuggur af að hafa þennan vá- \ Stannisg dregur sig i hlé frá formannsstði f- um í flokki sósiallsta. Osló, í gær. Stauning hefir dregið sig í hlé sem formaður danska socialista flokksins eftir f jörutíu ára virka starfsemi í þágu flokksins. He- detoft Hansen, ritari flokksins, verður eftirmaður hans. NRP— FB. VIGTOR EMMANUEL konungur Italiu og keisari Abessiniu tekur á móti bresku ráð- lierrunum við komu þeirra til Rómaborgar,- — Hér sést mynd af Victor Enunanuel, er liann var að koma úr heimsókn á æskuheimili Mussolini. Með honum á myndinni er Ciano greifi, tengdasonur Mussolini o. fl. — Hersveitir* Franeos sækja enn fram hjá Lerida. Bareelona-stjórnin viðurkennip að þeir sæki þar fram. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Fregnir frá vígstöðvunum í Spáni eru mótsagnakendar eins og oft áður. Það virðist þó liggja ljóst fyrir, að Franco veitir betur á Kataloníuvígstöðvunum, en stjórnarhernum á Estrema- duravígstöðvunum. Þeir hafa rofið þar víglínu hersveita Fran- cos á nokkurum stöðum og Franco hefir orðið að senda þangað liðsauka, frá Suð.ur-Spáni og Kataloníu, en í tilkynningum Bur- gosstjórnarinnar er dregið úr því, að stjórnarhernum hafi orðið mikið ágengt þar syðra. Hinsvegar tilkynnir stjórnin í Burgos, að hérsveitir hennar sæki fram á Leridavígstöðvunum, þar sem hersveitir stjórnar- innar eru á undanhaldi og búast við í aftari víggirðingaröð. I opinberri tilkynningu stjórnarinnar í Barcelona eFþað viður- kent, að uppreistarmenn hafi tekið þorpið Beppuig við Lerida- veginn. United Press. Fjðrar borgir I Astraiíu í jfirvofandi bættu vegna skúgarelda. Tuttugu manns hafa favist en tiu er saknað. Lnodon, í morgun. llff ikil hitabylgja gengur nú 1 yfir Ástralíu og er hitinn í Melbourne eitt hundrað og þrettán gráður (á Fahren- heitmæli) og er það miklu meiri hiti, en áður hefir þekst þar í borg. Skógareldar miklir geisa í Victoria um áttatíu og átta þús- und fermílna svæði, og nálgast óðfluga f jórar borgir, sem tald- ar eru í yfirvofandi hættu, ef hitarnir halda áfram, en þeir hafa þegar verið langvarandi. . Vitað er um að þegar hafa tuttugu manns farist í eldinum, en tíu er saknað. Miklir erfið- leikar eru á öllu björgunar- starfi, með því að eldurinn fer mjög fljótt yfir, vegna hinna miklu þurka og hitans, sem ver- ið hefir I Ástralíu undanfarið. Unitd Press. gest vofandi yfir höfði sér. Leit- inni verður haldið áfram í dag. Setuliðið í Devonshire hefir fengið skipun um að aðstoða við leitina í dag, ásamt lögreglu- liðinu og öllum sjálfboðaliðum, sem fáanlegir eru til þess að veita aðstoð sína. United Press. Slys á Isafirði Maðup bíöur bana af skoti. Það sorglega slys vildi til á Isafirði i gærkveldi, að ungur maður, Kristján Edwald, sonur Jóns Edwalds heitins konsúls, beið bana af skoti, en hann var einn i lierbergi sínu, og varð mönnum ekki kunnugt um þetta fyr en í morgun. Kristján heitinn var tvitugur að aldri og hinn mesti efnismað- ur. Hafði hann nýlega lokið námi í Verslunarskóla íslands, og hafði þegar fengið góða at- vinnu. Er mikill liarmur kveðinn að öllum aðstandendum, vegna þessa skyndilega fráfalls. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: io kr. frá M. Þ., 5 kr. frá Miss Kristbjörg Paulson, Alameda, 512, Denny Way, Seattle, Wash.y 2..kr. frá Jóriasi, 4 kr. frá H. og 25 kr frá Öf)nu. ELDUR I 16.000 SMÁLESTA FARÞEGASKIPI. Oslo í dag. Eldur hefir komið upp í breska farþegaskipinu Rumit- hi á Suður-Kyrrahafi. Margt farþega er með skipinu. Fjög- ur skip frá Nýja Sjálandi voru á leið á vettvang til hjálpar, er síðast fréttist. Var þá það skipið, sem næst er, í 300 sjómílna fjarlægð. Rum- ithi er 16.000 smálestir. NRP —FB. Slys á Akranesi. Maður verður fyrir reimskifu og fót- brotnar. Það slys vildi til á Akranési í gær, eftir að bátar voru komn- ir að bryggju, að vélamaðurinn á mb. Skirni, Jóhann B. Jóns- son rann lil á gólfinu i vélar- rúininu og varð fyrir reim- skifu. Brotnaði annar fótlegg- urinn um miðju, en auk þess fékk hann sár á öklá og marð- ist mikið. Strax, að framfarinni hráða- birgða-aðgerð vegna slýssins, fór mb. Skírnir með manninn liingað til Reykjavíkur, og var liann lagður hér á sjúkrahús i gærkveldi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.