Vísir - 14.01.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 14.01.1939, Blaðsíða 3
Fyrsta knattspyrnu- þinginu lokið. Kjarninn í tillögum Jóns Magnússonar, um knattspyrnumótin, samþyktur. Hinu fyrsta þingi íslenskra knattspyrnumanna er nú lokið. Það tók mörg og merk mál til umræðu og réði fram úr þeim svo sem heppilegast þótti. 1 gaérkveldi hófst fundur kl. j úmlega 9 og stóð til rúnilegá 2Yz eftir: níioýáetti. Fyi-sta iiiál á dagskrá voru reikningarnir fj’rir Þjóðverjaheimsóknina. — Höfðu þeir legið fyrir fyrri fundum þingsins, en ekki verið ræddir vegna þess, að frágangi þeirra þótti ábótavant. Var þeim einnig visað frá að þessu sinni. Næsta mál var fyrirkomulag knattspyrnumótanna og tók Frímann Helgason fyrstur til máls í því. Iiafði liann gert ráð fyrir að flokkunum yrði fjölgað um einn og raðað niður mótum fyrir alt sumarið. Er þetta all- flókin tilhögun við fyrstu sýn og var málinu vísað til nefndar. Þá var tekin fyrir tillaga Jóns Magnússonar er birt var i Iþróttasíðunni í gær og hann bar fram í samráði við G. S. Gíslason og Herstein Pálsson. Var A-liður tiIL — um nafna- breytingarnar —4 samþyktur strax, en síðara liðnum visað til nefndar. Með samþ. fyrra hlut- ans hlýtur það að fylgja nokk- urnveginn af sjálfu sér, að síð- ari hlutinn verður samþyktur. Nefndina, sem um þetta mál l'jallar, skipa þeir Frímann Helgason, Guðjón Einarsson og Jón Magnússon. * Þá bar Ben. G. Waage fram till. um það, að K. R. R. sé falið að sjá svo um að hér sé jafnan æfður úrvalsflokkur. Var till. samþykt, enda sjálfsögð, en nú er eftir að sjá hvernig gengur að koma lienni í framkvæmd, það gengur venjulega ver, þeg- ar til á að taka. Þá bar Gísli Sigurbjörnsson fram þessa ályktun, út af till. Jóns Magnússonar og Frímanns Helgasonar: Ársþing knattspyrnumanna i Reykjavik, haldið 13. janúar 1939, lætur í ljós ánægju sína um framkomnar till. um nauð- synlegar og sjálfsagðar breyt- ingar á tilhögun knattspymu- móta i Reykjavik og þakkar mönnum fyrir mikla og ágæta vinnu, sem þeir hafa lagt í þessi mál. Ársþingið samþ. að vísa öll- urn framkomnum till. til sér- staki-ar nefndar til atlmgunar, enda verði unnið að þeim liið allra fyrsta. Þessar þrjár tillögur, sem hér fara á eftir, og allar voru born- ar fram af Jóni Magnússyni, form. Fram, mega heita merk- ustu tillögurnar, sem fram komu á þinginu, að þeim und- anskildum, sem áður liafa ver- ið nefndar: Ársþing knattspyrnumanna, haldið i Oddfellowhúsinu 13. jan. 1939 samþ. að fela K.R.R. í samráði við stjórn Í.S.Í., að ráða hingað erlendan knatt- spymudómara i sumar, í þeim tilgangi að halda liér námskeið fyrir dómara og dæma Knatt- spyrnumót íslands eða Reykja- víkurmótið, ef ástæður eru fyr- ir hendi. Ársþing knattspyrnumanna 1939 samþ. að skora á stjórn Í.S.Í. að skipa framvegis í stjóm íþróttavallarins í Reykjavik einn mann eftir tilnefningu K. R.R. Ársþing knattspyrnumanna samþykkir að skora á stjórn íþróttavallarins að beita sér fyr- ir því, að völlurinn verði tilbú- inn til æfinga eigi síðar en 5. apríl n. k., ef veður Iiamlar ekki framkvæmdum. JÓN MAGNÚSSON. Fjölmargar aðrar till. voru bornar fram og eru þær helstu um þetta: Að fenginn sé erlend- ur dómari og þjálfari í sumar (J. M.), völlurinn verði tilbúinn lil æfinga 5. apríl (J. M.), „Knattspyrnumínútur“ í út varpinu, hvort dómarar eiga að taka laun fyrir störf sín o. m. m. fl. Það virðist mega ætla af þessu þingi, að það hafi ekki verið svo vel undirbúið sem skyldi, ræðuhöldin urðu svo mikil, þvi að altaf þurftu menn að skýra málin betur og betur, hver frá sínum bæjardyrum. Á þessu mætti ráða bót með þessu. Framvegis verði allar til- lögur komnar í liendur K. R. R. 10 dögum áður en þing skal hefja Láti K. R. R. þegar fjöl- rila tillögurnar og annað er með þarf og sendi hverju félagi eitt eintak fyrir livern fulltrúa þess. Sé till. komnar i liendur þingmanna eigi síðar en viku íyrir þing. Velji síðan hvert fé- lag sér framsögumann i hverju máli, en liann lcynni sér svo af- stöðu félags síns til þess ná- kvæmlega. Ætti með þvi að vera hægt að draga nokkuð úr málæði þingmanna. SKIPHERRANN Á „JOSE LUIS DIEfc“ ER BASKI — OG FYRSTI STÝRIMAÐUR SÖMULEIÐ^. Tundurspillirinn Jose Luis Diez, sem þrívegis lenti í sjó- orustu við herskip Franco, hefir nú verið kyrrsettur í Gi- braltar, en skipshöfnin kom- in til Almeria. — Sjóliðarnir á tundurspilli þessum hafa vakið á sér alheimsathygli fyrir snarræði og hugdirfsku, og er mikið um það rætt í heimsblöðunum hversu vask- lega þeir vörðust í sjóorust- unni við Gibraltar, er sjö her- skip hófu árás á skip þeirra. Skipherrann, Juan Antonio Castro Izaguirre er Baski og aðeins 26 ára gamall og hefir hann verið skipherra á tund- urspillinum í eitt ár. Áður hafði hann haft á höndum stjórn annars tundurspillis, sem þrívegis barðist við her- skip Francos. Var Izaguirre sæmdur heiðursmerkjum fyrir frammistöðu sína. Á unglingsárum var hann bók- hneigður og vildu foreldrar hans, að hann læsi lÖg eða til prests, en þeim til undrunar kaus hann að gerasi sjóliði. ™■■mmm— ,, 1 VISIR Norðmenn tafca nýtt rlkislán tií krepporáðstaíana. Oslo 13. jan. í hásætisræðunni var boðað, að tekið yrði nýtt ríkislán til mótvarna gegn kreppu og at- viiinuleysi. Verður lögð á það höfuðáliersla af ríksstjórninni að sjá sem flestum fyrir at- vinnu. Fénu verður varið m. a. til ýmissa opinberra fram- kvæmda, vegalagningu, nýrra járnbrauta, nýrra símalína, til ]iess að hæta húsakost manna, til nýbýlastofnunar o. fl. Annað mikilvægt atriði i hásætisræð- unni var afnám núgildandi á- kvæða um vínveitingaskatt, en i hans stað kemur 15% vínveit- ingagjald (skjenkeavgift). Aðr- ar breytingar á sköttum eru ekki ráðgerðar. NRP—FB. íhuganir. í smágrein, sem dr. Helgi Péturss ritaði nýlega í Vísi, í til- efni af útvarpserindi mínu um vitrækt, heldur liann þvi fram meðal annars, að íhugunariðk- anir séu í raun og veru tilraun- ir til þess að komast í „sam- bandsástand“, eða stefni í þá átt. Eg man ekki orðalagið ná- kvæmlega, en meiningin var á þessa leið. Þetta er ekki rétt. íhuganir eiga einmitt þvert á móti, ef alt er með feldu, að gera þann, sem iðkar þær, sjálf- stæðan og virkan (,,positivan“), en ekki ósjálfstæðan og óvirk- an (,,negativan“), eins og þvi miður er hætt við að þeir menn verði, er leggja mikla stund á að koma sjálfum sér i „sam- bandsástand“. — Það, sem spiritistar kalla stundum „sitt- ing for deveIopment“, er alt arinað en íhugun. Sá, sem íhug- ar, reynir að ná tökum á sínum eigin huga, og leitar sambands við hin dulrænu djúp í sjálfum sér, og er þá raunar frekar um að ræða það, sem stundum er nefnt samhugur („kontempla- tion“). Ef íhiigun leiðir til „sambandsástands“, er hún ekki réttilega iðkuð, enda verð- ur þá árangur liennar allur ann- ar en sá, sem til var stofnað. Menn mega ekki rugla þessu saman. Eins og eg tók fram í erindimínu umvitrækt,eru ýms- ar hættur samfara íhugun, sér- staklega reglubundinni íhugun, en með því er enganveginn sagt, að liún geti ekki verið stórkost- legt þroskameðal, ef rétt er með liana farið. Eg vil ekki fordæma tilraunir manna til þess að kom- ast í „sambandsástand“, ef það er gott eitt, sem fyrir þeim vak- ir, en slíkar tilraunir eru ekki íhuganir. Það er einmitt mjög nauðsynlegt að gera sér sem ljósasta grein fyrir þessu, svo að menn viti, hvað þeir eru að gera og livert ferðinni er heitið, þegar þeir leggja af stað í þess- ar andlegu næturferðir. Stjörn- urnar, sem lýsa á þeim leiðum, eru ekki of margar samt. Doktorinn talar um „dansk- an framburð“, t. d. á orðinu „líf“. —• Eg er nú sannfærður um, að liér er ekki um nein dönsk áhrif að ræða. Hjá öllum fjöldanum, og sennilega hjá doktornum sjálfum, mun bera meira á v-hljóði en f-hljóði i orðinu „líf“, af þeirri einföldu ástæðu, að orðið verður með þeim hætti munntamara en ella. Ef til vill má kalla þetta „lat- mæli“, en eg hygg að letin, sem þvi veldur, sé íslensk — en ekki dönsk! Grétar Fells. Framsókn Francos. Oslo 13. jan. Hersveitir Francos sækja liratt fram i áttina til Tarra- gona og eru nú aðeins 16 kiló- metra frá Miðjarðarhafi. NRP—FB. Skammarlegnr nnd- irrúðnr I Svisslandi gegn nazistum I Þfskalanfli. Þýska blaðið Völkischer Beo- bacchter hefir birt harðorða að- vörun til Svisslendinga. Blaðið, málgagn nazistaflokksins, segir, að Þýskaland, sem sé eitt þeirra ríkja, sem hafi undirgengist að viðurkenna hlutleysi Sviss — sem hefir verið hlutlaust ríki frá 1815 — hafi rétt til þess að krefjast þess, að menn í Sviss vinveittir Þýskalandi sé ekki of- sóttir þar í landi. Jafnframt .seg- ir blaðið, að f jandmenn Þýska- lands í Sviss sé látnir í friði. í Svisslandi hafi farið fram skammarlegur undirróður í garð Þýskalands árum saman FYRSTA FLUGVÉLASTÖÐVARSKIP ÞJ(>ÐVERJA. Fyrsta flugvélastöðvai-skipi Þjóðverja var hleypt af stokkun- um í Kiel fyrir nokkuru, i viðui-vist Hitlers, Görings og anuara stórmenna. Skipinu var nafn gefið af Hellu von Brandenstein- Zeppelin, og hlaut það nafnið „Graf Zeppelin‘'. Skipið er um 20.000 smálestir og liefir rúm fyrir 42 flugvélar. og liefir hann færst svo í auk- ana, eftjir sameiningu Austur ríkis og Sudetalandsins við Þýskaland, að óþolandi er. — Þýskaland varðar ekkert um innanríkismál Svisslands, en krefst þess, að undirróðurs- mönnum í Svisslandi verði ekki látið haldast uppi að níða Þjóð- verja fyrir hvemig þeir sinna sínum innanríkismálum. Hafnarborgin Djibouti. Deilur ítala og Frakka. Hafnarborgin Djibouti i Franska Somalilandi er keppi- kefli ítala, eins og iðulega hefir verið geti í skeytum að undan- förnu. Af ýmsum er þvi haldið fram, að hinar liáværu kröfur þeirra um Korsíku, Tunis, Sa- voia o. fl. sé frambornar til þcss að bera eitthvað úr býtum — og þá lielst umráð yfir Djibouti — eða a. m. k. að fá framgengt kröfunni um, að hún verði gerð af fríhöfn. ítölum er kappsmál að fá Djibouti vegna járnbraut- arinnar, sem liggur milli henn- ar og Addis Abeba. En Frakkar vilja alls ekki sleppa Djibouti. — Breski blaðamaðurinn O. D. Gallaglier skrifar um Djibouti í Daily Express og furðar sig á þvi, að nokkur skuli ágirnast þessa borg. Kveðst liann aldrei hafa verið eins glaður að fara frá nokkurri borg og Djibouti. í ferðamannabókum er hún kölluð „sérkennileg frönsk borg“, segir Gallaglier. Trúið því ekki bætir hann við. Hún hefir sin sérkenni, en engin frönsk sérkenni. Þegar Abessiniustvrjöldin stóð yfir var talið, að þar væri 650 hvítir menn. Fyrr á tímum var Djibouti miðstöð hvers kon- ar ævintýramanna, þrælasala, eitursmygla og vopnasmygla og svo framvegis. Það er búið að uppræta þetta alt, segja menn, en „dhows“ — bátar með sér- kennilegum þriliyrndum segl- um — koma og fara — koma og fara. Og það er eitthvað dular- fult við siglingar þessara báta. Djibouti og kvikmyndaliús. Hús þessi snúa öll framhliðum að Meneliktorgi. Og þar ganga borgarbúar, af ýmsum þjóðum og þjóðflokkum, sér til skemt- unar, eftir sólarlag. Meðan sól er á lofti liggja menn sveittir og við illa líðan í herbergjum sín- um. Og svo labba menn inn í kaffistofurnar við torgið og hlusta á útvarpsfregnir og „jazz“ frá Evrópu og menn furða sig á, að nokkur skuli vilja eignast Djibouti, þvi að það þarf vissulega sterk bein til þess að þola loftslag og líf þar. —- Óþrifnaður liinna innfæddu er mikill. Sumir eru lúsugir eða með geitur. Og það getur komið fyrir, að maður rekist á liolds- veikt fólk. Það er vissara að hafa nóg sóttvarnarmeðul við hendina þar i borg. agher — sem engínn kærír sig um að brjófa sem stendur. Frakkar eru aðalhlutliafaiuir í járnbrautinni íil Addis Abeba. Þeir liafa auðgast á flutniogjuiia afurða frá Abessiniu. Og ítölum líkar það illa, enda hafa þeír nú hafist handa um aðbannaítölurai og Abessiniumönnum að nota 1 liana. Þeir hafa fyrii-skipað „boycott“ og fJytja alt sem flutt verður í vöruflutningabifreiS- um. Það ern Tjögur gistihús í í Abessiniustyrjöldinni var Djibuti undiri’óðursmiðstöð. Réltara sagt: Undirróðursmið- stöðvar. Mótsagnakendar fregn- ir koniu frá tveimur þeim helstu: Bækistöðvum ræðis- manns Abessiniu og ræðismanns Ítalíu. Mussolini vill fá Djibouti til þess að ná járnbrautinni til Addis Abeba og sameina Eri- treu og Ítalska Somaliland, sem liggja að Franska Somalilandi. Gallagher líkir Franska Somali- landi við linot, tveimur fyrr- nefndum nýlendum ítala við hnotbrjótsálmur — og ef Franska Somaliland fáist ekki með góðu kimni Mussolini að „brjóta" hana. Breska Somali- Iand er lika Irnot — segir Gall- Það var einfalt mál hvernig Frakkar á sinni tíð eignuðust Djibouti. Compagnie Nanto- Bordelais gerði út leiS- angur til þess að kaupa höfn einhvei*sslaðar við RauðaliaL Skipstjórinn samdi viðí höfðr ingja Danakils-manna og keypfi stað, sem nefndist Edd, og borgf- aði honum uni 120 steriings- pund fyrir þorpið og IandssvæS- ið umhverfis. En þessi staðnr hentaði ekki Frökkmn því aS þeir seldu hann aftur og hann var innlimaður i Eritreu. Nokk- urum árum síðar — 1862 — keyptu Frakkar Obolc fyrir j 2500 sterlingspund, en hófu þar 1 engar framkvæmdir um 20 ára ! skeið. En svo fóru ítaEr að hafa sig meira i frammi og, lík- ur bentu ti3, að fhitningar myndu fara fram beina leiS milli Abessiniu og Assab í Eri- treu, um sjötíu mílúr fyrír norðan Okob. Þá urðu Fi-akkar smeykir og flýttu sér að semja við Somaliliöfðingjana og árangurinn varð sá, að stofnuS var nýlega — Cote Francaise des Somalis — Franska SonialL- land. Í'-Djibouti hafa Frakkar, olíu- og kolabirgðir og frönsk skip á leið til Franska Lida- Kína og annara landa og staða i Asíu koma þar við á báðuna leiðum. — Indverjar eru fjöl- mennir í kaupsýslustétt í Djibo- uti, en Somalimenn vinna öll skitverkin. En væri eg Frakki eða Ítalí, segir Gallagher, vildi eg ekki berjast til þess að eignast slíkai* stað. Hver sem væri mætti eiga hann fyrir mér. Pétnrs&on bæjarlídcmr, hefrr íegitS -rúmfast- rrr að imdánfömu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.