Vísir - 14.01.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 14.01.1939, Blaðsíða 2
V ISÍ H VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: ELAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2'834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Úígerðar- töpin. er talið, að rekstrarlialli togaraútgerðarinnar hafi numið 6 miljónum króna á 5 árum. E’n með því er ekki nema „liálfsögð sagan“ um taprekstur útgerðarinnar. Sú saga er ekki einu sinni hálfsögð með þessu, því að bæði er taprekstrartíma- bilið orðið lengra en 5 ár og það er ekki að eins togaraút- gerðin, sem. rekin hefir verið með tapi, heldur yfirleitt allar fiskveiðar landsmanna. Frá og með árinu 1930 mun hafa orðið meira og minna tap á útgerðinni á hverju ári. Og alt þetta tíniabil, sem útgerðin hefir verið rekin með tapi, hefir ekki að eins útgerðin, eða þeir, sem hana stunda, heldur öll þjóðin verið að tapa. Hinsvegar virðist þó svo, sem valdhöfun- um í landinu hafi ekki skilist það til fullnustu, að það þyrfti á nokkum liátt að koma til þeirra kasta, að kippa þessu í lag, eða að þeim væri nokkur annar vandi á höndum i sam- handi við taprekstur útgerðar- innar, en áð stöðva sem fyrst rekstur þeirra fyrirtækja, sem söfnuðu mestum skuldum í bönkunum, og hafa þannig komist í „óreiðu“ þeii-ra og „fjársukk“! Og að sjálfsögðu á að setja nægilega ströng „gjald- þrotalög, svo að forstöðumenn fyrirfækjanna kæmust ekki undan verðskuldaðri refsingu! Nú er nokkur breyting að verða á þessu og valdhafarnir virðast vera farnir að gera sér einhverja grein fyrir því, að af- koma útgerðarinnar muni varða þjóðarheildina svo miklu, að ekki muni stoða að láþ það með öllu afskiftalaust, hvernig henni vegnar eða um hana kann að fara. Hinsvegar er ekki um það að villast, ef það verður nú úr því að eitthvað verði gert útgerðinni til viðreisnar, að þá líta valdliafarnir svo á, að það sé fyrst og fremst gert í þágu útgerðarinnar og „aðstandenda“ hennar, en ekki svo mjög af al- mennri nauðsyn. í blöðum stjórnarfIokkanna er [jessa dagana talað um það, að „ef þjóðin eigi að leggja á sig „þungar byrðar“ vegna út- gerðarinnar, þá verði útgerðin og aðstandendur liennar, og jafnvel [>eir, sem einhverra or- saka vegna kynnu „að vilja“ að hún stöðvaðist ekki, að „færa fórnir“. En hvaða fórnir geta aðstandendur útgerðarinnar fært henni, meiri en þeir hafa gért, méð því að fórna henni ölHun eigrium sinum? Það er einmitt útgerðin, sem á undanförnu viðreisnártíma- bili þjóðarinnar hefir borið byrðar þjóðfélagsins og verið undirstaða allra framfara í landinu, eins og forsælisráð- lierrann sagði 1. desember. Á siðustu erfiðleikaárum útgerð- arinnar hafa aðstandendur hennar lagt allar eignir sínar í sölurnar, til þess að hún gæti haldið áfram að vera þesSÍ und- irstaða framfaranna og vel- megunarinnar í landinu. Nú eru þeir að þrptjam komnir, cn þá eiga þakkirnar, sém þeir fá fyrir það að hafa horið byrðar þjóðfélagsins, að vera þær, að alt verður af þeim tekið. Og sennilega er litið svo á af vald- höfununi, að þeir megi vera þakldátir fyrir það, ef þeir verði látnir sleppa við þungar refs- ingar! Útgerðin hefir tapað miklu fé og á lienni hvíla miljóna- skuldir í bönkunum. En það er þó enginn vafi á því, að ef reikningar liennar væru rétt gerðir upp, þá yrði niðurstaðan sú, að hún ætti óteljandi mill- jónir inni hjó þjóðinni. Og hvernig ætti þjóðin að geta ris- ið undir þeim byrðum, sem á hana yrðu lagðar, ef útgerðin færi gersamlega í kaldakol? — SkíðafeFÖir um helgina. Flest félögin fara nú í skíða- ferðir um helgina, svo að um fleiri staði er að velja en sítSast, er aðeins tvö félög fóru. Ármann í Jósefsdal. í kveld kl. 8 og fyrramálið kl. 9. Far- miðar i Brynju til kl. 6 og á skrifstofu félag'sins k.l 7]/2—9 c. h. Í.R.-ingar að Kolviðarhóli. — Lagt upp frá Söluturninum kl. 9 i fyrramálið. Farmiðar i Stál- húsgögn, Laugavegi 11. K.R.-ingar fara kl. 8 í kveld og 9 í fyrramálið. Farseðlar fást í versl. Har. Árnasonar. íþróttafélag kvenna í skála sinn. Lagt upp kl. 9 frá Gamla Bíó. Farmiðar fást í Höddu, Laugavegi 4, til kl. 6. Skíðafélag Reykjavíkur legg- ur upp ld. 10 í fyrramálið, ef veður leyfir, frá Austurvelli. lincolii [IMh íinnor nfti iand. Oslo 13. jan. Lincoln Ellsworth hefir sent loftskeyti frá hækistöð sinni á suðurheimsskautssvæðinu þess efnis, að undanfama daga hafi verið flogið yfir nýtt land þar syðra og er það um 260.000 fer- hyrningskilómetrar að flatar- máli. Ellswortli hefir helgað Bandaríkjunum landið. Hvaða afstöðu Bandaríkjastjóm tekur til þessa er enn óvíst. NRP— FB. Rlkissknldir Norö- maw. Oslo 13. jan. Satnkv. framlögðum skýrsl- um um hag norska ríkisins hafa ríkisskuldimár á síðasta fjár- hagsári verið lækkaðar um 64 milj. króna og nema nú 1428 milj. króna. NRP—FB. Átökin miili einræöis- og lýðræðisrfkjanna byrja, þegar Franco hefir sigrað segir Mn@ Tabouis í L’Oeavre. EINKASKEYTI TIL VlSIS. ; •• London, í morgun. Allmiklar áhyggjur koma fram í blöðum víða um heim í dag út af horfunum í alheimsmálunum, nú þegar viðræðurnar í. Rómaborg eru um garð gengnar, með neikvæðum árangri. Hin mesta tví- sýna ríkir um framtíðina og kemur það glögt fram til dæmis í frakkneskum blöðum í morgun. Það, sem blöð- in ræða um, er hvað gerast muni nú, er viðræðunum í Rómaborg er lokið, en blöðin segja um það, að það hafi verið vitað fyrirfram, að þær mundu engan já- kvæðan árangur bera. Mme Tabouis segir í L’Oeuvre, að um sinn verði kannske alt með kyrrum k.jörum, en til átaka milli ein- ræðisríkjanna annarsvegar og lýðræðisríkjanna hins- vegar muni koma síðar. Mussolini telur hún staðráðinn í að gera tilraun til þess að knýja fram kröfur sínar. Og hún spyr hvenær hann muni hætta á það og svarar spurningunni á þá Ieið, að hann muni ekki gera það fyrr en Franco hafi sigrað á Spáni. Sigur Franco á Spáni á að treysta svo aðstöðu hans til þess að fara sínu fram á Miðjarðarhafi, að hann muni telja sér óhætt að fylgja fastar fram kröfum Italíu, með stuðningi Þjóð- verja. Þegar um þetta er rætt er vikið að því, að Mussolini hafi augastað á Baleareyjum og yrði það hættulegt Frökkum, ef hann hefði þar flota- og flugstöðvar, ef til styrjaldar kæmi þeirra milli. Frakkar óttast, að ítalir muni, þrátt fyrir bresk-ítalska sáttmálann, gera frekari ráð- stafanir til þess að tryggja Franco sigurinn. Blöðin í Ítalíu leggja áherslu á það í morgun, að beggja á- setningur, Chamberlains og Mussolini sé, að vinna að því að friður haldist. Lýsa blöðin yfir því, að hin gamla, hefðbundna vinátta ftala og Breta hafi á ný verið treyst. Popolo di Roma segir enn of snemt að gera sér grein fyrir hver áhrif viðræð- urnar muni hafa á ástand og horfur í Evrópu yfirleitt og um leitt hinna miklu vandamála (deilurnar við Frakkland) megi segja, að horfurnar sé mjög í óvissu. Parísarfréttaritari Popolo di Roma gefur í skyn, að deilur ft- ala og Frakka séu enn á byrjun- arstigi. Blaðið bendir á, að Chamberiain hefði í rauninni ekki getað boðið neina mála- miðlun opinberlega, þar sem ft- alir hafi ekki formlega borið fram neinar kröfur á hendur Frökkum. United Press. brutust inn í skipsbúrið og tóku úr læstum matvælaklefum það, sem þeim sýndist. Skipstjórinn upplýsti, aS skipið hefSi engan farm haft nema korn. NRP-— FB. — UPPFUNDNING SEM VELDUR STORBREYTINGU Á SÍLDAROLÍUIÐNAÐ INUM. ' 0 Oslo 13. jan. Við „Bergens mekaniske verksteder“ hefir verið gerð uppfundning, sem haldið er fram, að valda muni ger- breytingu á síldarolíuiðnaðin- um. Uppfundningin er ný teg- und síldar-„pressu“, sem ver- ið er að gera tilraunir með þess dagana. NRP—FB. Ósæmileg' fram- koma spænskra sjólida. Oslo 13. jan. Við yfirheyrslur í bæjarrétt- inum í Oslo í gær voru gefnar ýmsar upplýsingar varSandi töku skipsins Norseman, sem herskip Franco tóku og fluttu til hafnar, en skipiS, sem var á leiS til Noregs frá Svartahafi með kornfarm til Komeinka- sölu Noregs, var síSar látiS laust. Samkvæmt upplýsingum gefnum í réttinum komu sjólið- amir fram af hinum mesta hrottaskap og höfðu hótanir í frammi. Þeir tóku farþegaklef- apa til sinna nota og gengu um þá af óhéýrilegum sóðáskap, í BARDAGA VIÐ LEYNISKYTTUR. Mynd þessi er frá gamla borgarhlutanum i Jerúsalem. Enslcir hermenn, sem liafa riffla að voþnum, hafa tekið sér bækistöð í húsi einu, og verjast þar leyniskyttum Araba, sem hafa falist í húsi handan götunnar. Um 70 manns liafa farist í Ástpalía af völdum skógapelda. Fjölda manns er saknað og margir hafa hlotið bruna- sár eða þjást af reykblindu. — Hitabylgjan í Ástralíu heldur áfram. 45 stig á Celsius í Melbourne. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Símfregnir frá Melbourne í Ástralíu herma, að skóg- areldarnir færist enn mjög í aukana og sé kunnugt orð- ið, að 69 manns hafi farist af völdum þeirra. Fjölda margra er saknað. Þorp og bæir eru víða í yfirvofandi hættu. I bæjunum Woods Point, Frick og Marrandyte hafir margt manna flúið heimili sín og óttast menn, að þeir hafi farist í eldinum. Sjúkrahúsin í f jölda mörgum bæjum eru yfirfull af fólki, og hefir það leitað þangað vegna brunasára og reykblindu. Komið hefir verið upp bráðabirgðabæki- stöðvum handa fólki frá skógareldasvæðunum og er þar margt manna sem heíir mist aleigu sína, hlotið bruna- sár eða meiðst á flóttanum, og þar eru örvæntandi for- eldrar, sem leita að börnum sínum, sem týnst hafa, og grátandi börn, sem ekki geta fundið foreldra sína. — Engin merki sjást þess, að draga muni úr hitunum. Hitinn í Melbourne er hinn mesti, sem sögur fara af þar í borg eða 45 stig á Celsius en á hádegi síðastliðnu var hitinn 44 stig á Celsius í Sidney. Fólk úr stórborgunum leitar í þúsundatali út á sjáv- arströndina og sefur þar. United Press. EMILE BERTIN, frakkneska herskipið, sem upphaflega var ráð fyrir gert, að Daladier færi á til Korsíku, Tunis og Algier, en hann fór þess í stað á herskipinu Foch marskálkur. Frakkar áforma nú gifurlega aukn- ingu herskipaflota síns og svara þeir þannig m. a. kröfum ítala um landvirininga og aðrar tilslak- anir. —•

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.