Vísir - 31.01.1939, Blaðsíða 4

Vísir - 31.01.1939, Blaðsíða 4
V I S 1 R «*»■«sottaís.*»ta «*.•. wwuffammcnimMiNMinnaMnBMauMmu'acMuart -•« AÖsóknin var orðin svo dræm, aíS eigandinn neyddist til aÖ láta „iítkastaram 1 ‘‘ skifta, uni hlutverk. ★ Næsía alþjóðaniót skí'Öamanna, þar sem kept verður um heimsmeist- aratitla í skíðaiþróttinni, fer frarn i Zaijcppane í Póllandi xi.—19. febr. næstkömandi, og hafá 16 lönd þeg- ar tilkynnt þátttöku sína. Zakójxane er mikiÍS þektur vetr- ariþrótfastaÖur. Hahn liggur í 900 m. hæÖ yfir sjó, og við rætur 2000 m. hárra fjalla. ! * Pyrverandi heimsmeistari i hnefa- leik, Jimmy Braddock — það var Jharrn, sem vann heimsmeistaratitil- inn af Max Baer, en tapaði hon- um fyrir Joe Louis — er nýlega orÖinn gjaldþrota. Knattspyrnan á Englandi. Á Jaugai'daginxi fóru svo Seikar, sem hér segir: Aston V. -—Arsenal 1:3; Bolton—Leicest- er 4:0; Charlton—-Middlesbro’ 3:0; Chelsea—Manch. U. 0:1; Everton—Huddersfield 3:2; Grimsby—Blackpool 2:0; Leeds Liverpool 1:1; Preston— Bírmingliam 5:0; Stoke C.— Derby C. 3:0; Sunderland— Brentford 1:1 og Wolverhamp- ton—Portsmouth 3:0. 3Þ§ .er röðin þessi: Tæikii • Mörk Stig Derby Co. 26 46—31 35 JEvertotj 25 51- -28 34 W’hampton 25 46—20 31 Liverpool 26 45—29 30 'Stoke C. 27 45 -48 29 Middlesbro’ 26 56 -44 28 Gharlian A. 25 36 -43 28 Leeds U. 25 43 -44 27 Arsenql 25 3Þ—24 26 Bolton; 25 44 37 25 Marn-h. U. 26 37- -35 25 Sunderland 25 33—37 25 Grimshy 26 36—40 25 Aston Iv. 25 42—39 24 Preston N. E. 24 35- -37 23 Huddersfield 26 36—30 21 Blackpool 25 30—43 21 'Chelseá 25 35—49 21 Brentford 24 33—50 20 Leicester C. 26 31—49 20 Porísmouth 24 24- -43 20 Bírmingliam 26 41—54 18 Um það bil sem Braddock var á hátindi frægðar sinnar var hann vellauðugur maður — eins og þeir eru yfirleitt þessir frægu atvinnu- menn í hnefaleikum. En þegar hann tapaði fyrir Louis, dró hann sig í hlé frá frekari íþróttaiðkun- um, keypti veitingahús, eins og einn | fyrirrennara hans, Jack Dempsey, j og ætlaði sér að lifa á greiðasölu, ! en nú er hann orðinn gjaldþrota. ■ Það hefir heyrst, að hann muni ætla * ,að boxa sig ríkan aftur. * Það hefir verið gömul venja í Síberíu á aðfangadagskvöldið, að bera veislumat á borð í einhverju afhýsi, eða i annari stofu en þeirri, sem heimilisfólkið dvaldi sjálft í. Það var kveikt ljós í herberginu, svo að hver og einn gæti fundið það, og dyrnar hafðar opnar, svo að menn gætu farið út og inn eftir óskum. , Þetta var gert vegna flóttamanna, er strokið höfðu úr fangabúðunum og voru á leið þaðan — eitthvað út í heiminn. Þetta var jólagjöfin til þeirra. * 1 fyrra fundu þýskir vísindamenn upj) smásjá, sem stækkaði milljón sinnum. Nú hefir Rússa nokkrum, dr. Vladimir Zworzkin, tekist að búa til smásjá, sem er ennþá full- komnari. En hann segir, að hér sé engu takmarki náð, heldur verði meiin að fullkomna þetta sjóntæki, uns takist að gera mannsaugum sjá- anlegt eiturslím, er beri með sér sóttkveikjur og sýna hvernig það kemst inn í líkama mannsins og j verkar þar. j * ) , 5 Það hefir verið upplýst, að i . heimsstyrjöldinni miklu hafi Norð- \ menn mist 891 skip og 2153 manns- 1 líf farist, enda þótt Noregur væri hlutlaust land. Meðal þessara skipa voru mörg, ! sem menn vissu ekki hvernig fór- j ust, en geta sér þess til, að það hafi verið settar í þau sprengivél- ar áður en þau héldu úr höfn — ! og hafi þau svo sprungið i loft upj) eftir einhvern ákveðinn tíma. Slik- j ar sprengingar ber allajafna svo skyndilega og svo óvænt að, að það er undantekning, ef menn bjargast. ' --------- iiiMBfim ---------- 1 Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 3 st., heitast í gær 4 st., kaldaSt í nótt 3 st. Sólskin i gær 2.5 st. Pleitast á landinu i morgun 5 st., i Bolungarvík; kaldast — 5 st., á Akureyri. — Yfirlit: Hæð yfir íslandi og fyrir suðaustan land/ Víðáttumikil lægð 1500 km. í suðvestur af Islandi á hægri hreyfingu i norðvestur. — Horfur: Suðvesturland: Austan og suðaust- anátt, allhvast og dálítil rigning. Faxaflói og Breiðafjörður: Suð- austan kaldi. Víðast úrkomulaust. Strætisvagnarnir. Athygli skal vakin á auglýsingu strætisvágnanna hér í blaðinu í dag. Eins og hún ber með sér, 1)reyt- ast ferðirnar og viðkomustaðir nokkuð og ætti þeir, sem ferðast með vögriunum að klippa auglýs- inguna úr hlaðinu og. geyma hana. Ársdansleik heldur knattspyrnufél. Valur i Oddfellowhúsinu laugardaginn 11. febr. næstk. Áskriftarlistar liggja framrni hjá Sigurði Ólafssyni, Mál- aranum og Axel Þorbjörnss. hjá Biering, Laugaveg 3. 50 ára afmælisfagnaði Glimufélagsins Ármann lýkur 5. febrúar kl. 6.30 síðd. og hefst þá borðhald. Stjórn félagsins væntir að bæði ungir og gamlir Ármenn- ingar fjölsæki þennan afmælisfagn- að. — í. R. Vegna miðstöðvarbilunar falla æfingar niður í fimleikáhúsi félags- ins við Túngötu í dag og á mórg- un. Hjónaefni. Síðastl. sunnudag opinberuðu trúlofun sína ungírú Eva Sæ- mundsdóttir frá Akureyri og Jón Hjartarson verslunarmaður, Ljós- vallagötu 14. Dýravinafélag barna við Skerjafjörð hélt aðalfund sinn síðastl. sunnu- dag i barnaskólahúsinu á Baugsveg 7. 1 félaginu eru nú á annað hundr- að börn. Félagslíf er og hefir jafn- an verið hið besta, og hefir skiln- ingur barnanna á dýraverndunar- málinu og áhugi fyrir þvi komið skýrt fram í starfi þeirra fyrir fé- lagið, eftirliti á meðferð dýra, fóðr- un fugla á vetrum o. fl. Stjórn félagsins er skipuð þessum börn- um: Formaður Anton Sn. Bjarna- son, Reykjavíkurveg 6, ritari Svafa Júlíusdóttir, Hörpug. 4, gjaldkeri Össur Sigurvinsson, Hörpug. 36, meðstjórnendur Sigurður Guð- mundsson, Hörpug. 35, og Elíeser Jónsson, Hörpug. 1. Vara-formað- ur er Pétur Sigurðsson, Þverg. 10. Gæslumenn félagsins eru þau Böð- var kennari Pétursson og frú Hlíf Magnúsdóttir. Peningajíjafir til Vetrarhjálparinnar. Starfsmenn á húsgagnavinnu- stofu Jóns Halldórssonar kr. 53-°°! Starfsfólk hjá Ölgerðin Egill Skalla- grímsson kr. 109.00, Starfsfólk hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur kr. 99.00. Kærar þakkir. F. h. Vetrar- hjálparinnar. Stefán A. Pálsson. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður i Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. Útvarpið í kvöld. Kl. 17.30 Endurvarp frá Kaup- mannahöfn: Norrrænir alþýðutón- leikar, I: Danmörk. 19.20 Erindi Búnaðarfélagsins: Landbúnaðar- tilraunir Dana (Pétur Gunnarsson búfræðikandidat). 20.15 Erindi: Lífsviðhorf kvenna fyr og nú (ung- frú Jóhanna Þórðardóttir). 20.40 Hljómplötur: Létt lög. 20.45 Fræðsluflokkur: Sníkjudýr, III. (Árni Friðriksson fiskifr.). 21.05 Symfóníu-tónleikar: a) Tónleikar Tónlistarskólans. 21.50 Symfóníu- tónleikar (plötur) : h) Symfónía nr. 4, B-dúr, eftir Beethoven. UEl€Al TVÖ verslunar- eða skrif- stofuherbergi til leigu. Tilboð merkt „80“ sendist Vísi fyrir fimtudagskvöld. (402 vertíðarstUlka óskast suður með sjó. — Uppl. í síma 1059. (399 STÚLKA óskar eftir góðri vist. Uppl. á Laugarnesvegi 73 og í síma 2352 frá 6—7 í dag og á morgun. (405 Biwr stúlka” óskast í vist. Þarf helst að sofa heima. A. v. á. _________________________(411 STULKA óskast liálfan dag- inn Túngötu 42, eftir 5. (412 REFARÆKT. Ábyggilegur piltur, sem vill læra liirðingu refa, óskast nú þegar. Lúðvík Guðmundsson, Hverfisgötu 98. Simi 5307, ld. 3—5 e. li. (414 STÚLKA óskast í nágrenni bæjarins 2—3 mánuðí. Uppl. á Hávallagötu 38. (417 STÚLKA óskast í vist allan daginn. Sérberbergi. Uppl. á Laugavegi 132, niðri. (424 STOLKA óslcar eftir formið- dagsvist. Uppl. síma 4603. (425 HCiSNÆDll GOTT herbergi óskast, ekki langt frá miðbænum. — Tilboð, merkt: „Herbergi", sendist'Vísi. (400 GÓÐ forstofustofa óskast nú þegar. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 4889. (401 LÍTIÐ lierbergi með nauð- synleguslu búsgögnum óskast strax. A. v. á. (404 FORSTOFUHERBERGI með liita og ljósi til leigu Bræðra- borgarstíg 35, uppi. (406 HERBERGI nálægt miðbæn- um til leigu með ljósi, hita og ræstingu. Uppl. í síma 2852. (415 GOTT forstofuherbergi ósk- ast. Uppl. síma 4714. (421 HERBERGI með fæði til leigu strax. Royal, Túngötu 6. (422 TIL LEIGU 1. febrúar for- stofustofa móti sól, með hús- gögnum, Vesturgötu 24. (420 1—2 HERBERGI og eldliús með þægindum óskast nú þegar eða sem fyrst. A. v. á. (427 ÍTÁS’Át-fSJNHl KETLINGUR (högni) hefir tapast. Litur: Svartur með hvít- ar tær og bringu og blesu á trýni. Gegnir nafninu Bússi. — Finnandi góðfúslega beðinn að skila honum Grundarstíg 2 A. (409 BRÚNN kvenbílstjóraskinn- lianski tapaðist síðastliðið mið- vikudagskvöld niður við höfn. Afgr. vísar á eiganda. Fundar- laun. (418 BRÚNN kvennskinnlianski tapaðist á leiðinni úr miðbæn- um að Garðastræti 35. Skilist þangað gegn fundarlaunum. — (420 ^irrUNÐÍtfZ&YTÍLKYHNlNGM MINERVUFUNDUR mið- : vikudagskvöld. Hagnefndarat- riði: Umboðsmaður og æðsti- , templar. (408 j ÍÞAKA í kvöld kl. 8(4- Kosn- ing embættismanna o. fl. (403 j ST. SÓLEY nr. 242. Fundur ! annað kvöld kl. 8. Dagskrá: 1. Imitaka nýrra félaga. 2. Nefnd- arskýrslur. 3. Innsetning em- bættismanna. Hagskrá: 1. Blað ! stúkunnar, „Neistinn“, lesið upp, o. fl. Félagar fjölmennið. j — Æt. ' (407 i KkaupskafHI í SKINN. Sútuð kanínuskinn og refaskinn, heppileg í kápu- kraga, til sölu i Von. Sími 4448. | (397 ! EIKARSKRIFBORÐ með í skápum til sölu á Vífilsgötu 7, kjallara. (398 ULLARTUSKUR og ull, allar 1 .legundir, kaupir Afgr. Álafoss, Þingholtsstr. 2. (347 ; HVÍTKÁL, gulrætur, rauðróf- ur, guh'ófur, danskar og is- lenskar kartöflur nýkomið. Þor- steinsbúð, Hringbraut 61, sími 2803, Grundarstíg 12, sími 3247. ______________________(382 KERRUPOKAR margar gerð- ir fyrirliggjandi. Magni h.f., Þingholtsstræti 23. (131 CTBp- LÍTIÐ notað hjól til sölu. A. v. á. (410 NOTUÐ, stigin saumavél til sölu. Vörubúðin Laugavegi 53. (416 KOLAELDAVÉL td sölu, mjög ódýrt, Njálsgötu 72, kjall- aranum. (419 hkensiaH KENNI saum í lcvöldtimum. Uppl. i sirna 1136. (423 — Thomas, Tipp og Todd eru í okkar höndum. — Þá verður þess ekki langt að biða, að við náum hinum vinum Hrólfs. — Tókst ykkur að ráða niðurlögum Hrólfs lávarðs? — Hann var ekki hjá einbúanum. Þar var aðeins ung stúlka. — Eg hefði átt að fara þangað sjálfur. — Við sáum tvo menn og ungan pilt fara þaðan í áttina hing- að. — Það hefir kannske verið strák- urinn Hrólfur. Þeir ganga beint í gildruna. Eiginlega .... 281. I THANE-HÖLL. HRÓI HÖTTUR og menn hans.— Sögur í myndum fyrir börn. CESTUR3NN GÆFUSAMI. 83 wel útilátið hnefahögg é liöfuðið af Martin, sem Iiafði læðst að, að hann datt niður þegar og var Bneðvitundarlaus. Laurita sem þegar varð laus greip höndum að andlitinu og i'cyndi að losa grimuna og er henni tókst Jiað kallaði hún: .„Martin, Martin, bjargaðu mér.“ Hinn maðurinn liafði tekið upp sjálfhreyfi- skammbyssu: MHreyfirðu þig um þumlung ertu dauðans jnatur. Eg kann að skjóta þig fyrst — ogegkann að skjóta stúlkuna fyi'st. Ef eg þá drep ylckur ekki bæði tvö.“ Andlitssvipur hans kom nú skýrt í ljós. Mað- nrinn var nágulur í framan, og hinn illmann- legasti — vafalaust eitthvert leiguþý, sem menn eins og Porle og Graunt gátu keypt til þess að fremja illræðisverk. Martin stóð kyrr og liugs- aði hvað gera skyldi. Hann taldi noklcurn veg- inn víst, að hinn mundi ekki raknaður úr roti nú þegar. Laurita hafði laumast lil lians og stóð nú skjálfandi við hlið hans. „Hvað gerðirðu við félaga minn?“ spurði sá með skammbyssuna. „Eg sló hann í rot. Eg óska til guðs, að eg hefði haft tíma til þess að gera hið sama við þig-“ Maðurinn liló illgirnislega. „Engin von. Færið ykkur í sundur.“ „Hvers vegna?“ „Við erum að sækja liana. Það er alt og sumt. Við sækjum liana fyrir einhvern, sém hefir meiri rétt til hennar en þú og lávarðsdurgur- inn. Þetta er ekki neitt kvenmannsrán. Við er- um að sækja meyjuna til ]iess að fara með hana til elskaðs föður hennar. Þú hefir liaft meira en nóg afskifti af þessu.“ „Það verður um frekari afskifti að ræða áð- ur en þér tekst að ræna lienni.“ Hann heyrði, að liún dró andann ótt og títt. Hún virtist ekki geta mælt. Hún hafði þrifið i handlegg hans. Hann bandaði henni frá liægt. „Bíddu andartak, Laurita,“ sagði hann. „Eg skal annast þig bráðum.“ Maðurinn færði sig nær — og miðaði skamm- byssunni á Martin. „Hafðu þig liægan lagsmaður,“ sagði liann. „Þú lægir nú steindauður, ef þú hefði ekki hras- að áðan. Það má kraftaverk kallast, að þú slapst. Og kraftaverk gerist ekki öðru sinni, um það máttu vera viss. Eg er kominn til þess að sækja stúlkuna og ef þið fjarlægist ekki hvort annað kemur kúla i þig einhversstaðar, þar sem þér mun bölvanlegt þykja. Eg ælla ekki að drepa þig — þvi að eg vil ekki fá snöru um liálsinn — en þú verður að liggja i sjúkrahúsi um tima — það geturðu hengt þig upp á.“ Marlin gekk fram um fet skyndilega, leil til liliðar sem snöggvast og veifaði og æpti: „Hæ, komið þið piltar, Mallowes og Jolin. Eg er hér. Það er hara einn djöfsa við að eiga.“ Fát kom á manninn og hann sneri sér líka við — eins og Martin Iiafði gert ráð fyrir —• og Martin reiknaði furðu nákvæmt út fjarlægðina milli þeirra, tók undir sig stökk og henti sér á þorparann og greip um úlnlið lians, en við það liljóp skotið úr byssunni — í loft upp. Þvi næst beitti liann öllum kröftum til þess að snúa þorparann niður og reyna að ná skammbyss- unni. Þorparinn lamdi hann í höfuðið aftan frá með vinstri hendi, en Martin riðaði ekki við, þótt hann kendi sárl til. Tak mannsins um skammbyssuskeftið var að linast, en heldur en að láta Martin ná henni greip hann til þess ráðs, að láta hana detta og sparkaði um leið i hana svo að hún lientist inn í runna. Martin reif sig lausan og þeir tóku sér stöðu báðir tveir til nýrrar atlögu. En þorparanum leist ekki ú blik- una, því að liann liafði þegar fengið að kenna á kröftum Martins og vissi, að hann mundi ekki lá staðist honum snúning. „Heyrðu, lagsmaður,“ sagði hann og kendi klökkva í röddinni —“ eg hirði ekki um að lialda þessum leik áfram. Mér var sagt, að það yrði engin tilraun gerð til þess að stöðva okkur.“ Martin vætti varir sínar og reyndi sem best hann gat að dylja æsingu sína. „Jæja,“ sagði hann. „Hver er uppástungan?“ „Láttu mig sleppa — og eg tek félaga minn með mér, en þú tekur stelpuna.“ Martin leit á reipstigann á veggnum. „Hvernig kemurðu honum upp?“ „Eg skal liafa einhver ráð með það.“ Martin liikaði andartak. Hann hafði tekið eft- jr þvi, sem þorparanum liafði yfirsést, að félagi lians var farinn að bæra á sér. Hann var í þann veginn að rakna við. „Gott og vel,“ sagði Martin. „Laurita — legðu af stað heim að höllinni,“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.