Vísir - 03.02.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 03.02.1939, Blaðsíða 3
Föstudaginn 3. febrúar 1939. VISIR 3 Páll Steingrímsson: Um Björn á íslensk skáld, önnur en rímnahöfundar, hafa heldur lítið að þvi gert, að setja i kvæði ævi- sögur manna eða æviþætti. Þorsteinn Erlings- son kvað Eíðinn, yndisleg Ijóð um Ragriheiði biskupsdóttur og Daða Halldórsson — og lauk ekki við. Gat skáldið leikið sér þar að vild inn- an rúmra takmarka, því að saga þeirra elskand- anna i Skálholti er óljós um margt. — Sira Matthías orkti Grettisljóð, stiklaði mjög á efn- inu og flaug stundum út fyrir sögu-mörkin. En ekld kom það að sök. Saga Grettis fyllir allar eyður og sker úr, ef á milli ber. Jón Magnússon kveður um stórlyndan kot- bónda og stórlátan, Björn á Reyðarfelli, fer fljótt yfir sögu og staldrar ekki við, svo að telj- andi sé, nema þar sem fyrir verða mestu at- burðir og atvik i lífi söguhetjunnar. Það er ekki á allra skálda færi, að segja í ljóði — svo vel, að lítt eða ekki verði að fundið — ævi-atriði manns eða konu, sem enginn þekkir og erígin saga hefir frá gengið. Fram undan eru tvenns konar hættur: Sé mjög fljótt yfir sögu farið, má einatt við því búast, að fáir hafi hennar fullkomin not. Kvæðin geta verið ágæt- ur skáldskapur, hvert um sig, en liættan er sú, að söguþráðurinn kubbist sundur alla vega, svo að verkið verði alt í molum af þeim sökum. Taki skáldið liins vegar þann kostinn, að segja þáttinn mjög ítarlega, láti sér dveljast meira og minna við flest atvik, þau er einhverju máli skifta, og gefi sér tóm til nákvæmra lýsinga, er býsna hætt við, að úr verði gutlandi mærð og málalengingar. ----o----- Jón Magnússon hafði við enga sögu að styðj- ast, livorki rilaða né víða kunn munnmæli, er hann kvað flokk sinn um Björn á Reyðarfelli. Sagan var hvergi til, nema í sál hans sjálfs. Og honum hefir skilist, svo sem rétt var, að vænt- anlegum lesöndum mundi lientugt ■— og raunar fullkomin nauðsyn — að fá eitthvað um sögu- hetjuna að vita, annað og meira en það, sem komið yrði fyrir i kvæðum, án þess að verkið yrði um of langdregið og mikið fyrirferðar. Hann tók þvi þann kostinn, að rita fáorðar skýr- ingargreinhr og dreifa þeim meðal kvæðanna. Fer vel á þessu. En lieldur munu það fátið vinnubrögð og líldega eins dæmi með islenskum skáldum, að minsta kosti á síðari öldum. Með þessari tilbreytni hefir skáldinu tekist, að varpa glöðu ljósi yfir athafnir Bjarnar og ævikjör, án þess að nokkursstaðar kenni mærðar eða lopi sé teygður að nauðsynjalausu. — ----o----- Björn á Reyðarfelli er engi kotungur að upp- runa, ef mældur er á viðtekinn kvarða aldar- andans. Hann er sonur sýslumannsins þar í hér- aðinu, hefir verið til menta settur og lokið stú- dentsprófi. Er svo ráð fyrir gert, að hann leggi stund á lögvísi, að dæmi föður síns, og vonar „sá borðalagði“, að svo megi skipast, að sonur- inn „erfi ríkið“ þar um sveitir, er stundir líða. — Björn er alþýðlegur í háttum, vaskur maður o# liið besta viti borinn, bókelskur í liófi, vill ♦ njóta gæða lífsins að geðþótta sínum, liesta- maður einn liinn mesti og hneigður til ferða- laga. Svo kemur ástin til sögunnar. Björn fellir liug til umkomulausrar stúlku, vinnukonu á heimili föður sins. Og er upp kemst, verður þeim feðg- um mjög að orðum. Þykir sýslumanni drengur- inn hafa lotið heldur lágt og tekið niður fyrir sig, en engu verður um þokað. Skiljast þeir feðgar í vonsku og fer Björn að heiman með unnustu sina, félaus og illa búinn undir slarf og slríð. Leitar á náðir frænda sins, góðs bónda, og fær lijá honum land að Reyðarfelli — uppi við fjöll og lieiðar og firnindi óbygðanna. Ganga hinir ungu elskendur bráðlega i heilagt hjóna- band, en halda því næst til „fyrirheitna lands- ins“. Reyðarfelli, En aðkoman þar er ærið kökl. Kotið niður nítt og flestu rúið, húsalaust að kalla, en kofar þeir, sem uppi hanga, óhæfir mannabústaðir. Máttarviðir fúnir, veggir snaraðir, þekja sigin — fönn og klaki á hverju gólfi. — Og frumbýlingana vantar í rauninni alt til alls — nema sjálfstraustið og heilagan eld ást- arinnar. Hann logar glatt öllum stundum, en fagrar vonir kynda undir. Alt er unaður og hamingja — þátt fyrir einangrun og örðug- leika. — En „mörg er búmanns-raunin“ og róðurinn stundum þungur. Þeim búnast ekki vel, hjónun- um á Reyðarfelli. Fátæktin vill ekki „víkja um reil“. Hún situr kyr, livort sem Birni líkar betur eða ver. — Hann reynist mikill um ráðagerðir, en smár i framkvæmdum. Sér einatt hilla undir allsnægtirnar, en þær svikjast um að koma. Hin efnalega velgengni þar á Reyðarfelli er eins og regnboginn. Hún er ávalt á næsta leiti. Og drott- inn allsherjar lætur undir höfuð leggjast, að gefa björg i bú með barni hverju. — En ástina í kotinu fá engir örðugleikar svæft eða kæft. — Hún kulnar ekki, þó að alt annað næði og frjósi. -----o——- Það verður hlutskifti sumra skálda, að stirðna og ryðga fyrir aldur fram. Andlegu eldarnir kulna og áhugamálin fara i þurð. Ljóðadísin kemur sjaldnar og sjaldnar í heimsókn, uns liún kveður og „kemur ekki meir“. En eftir sitja skáldin með liörpuna í höndum og láta sér ekki skiljast, að náðartíminn sé genginn um garð. Jón Magnússon er enn á besta aldri. Og eg þykist mega ráða af likum, að örlög hans sem skálds verði önnur en þau, sem að ofan getur. Hann er enn á öru framfara-skeiði og vex með hverri nýrri bók, sem frá honum kemur. Iiann gerist æ betur og betur „skygn og læs á leynda skrifl“ í sálum mannanna, flýgur hærra og kafar dýpra. Og engi vafi getur á því leikið, að innra með honum býr enn þá hið ylríka, gró- andi vor. -----o---- Ljóða-bálkurinn um Björn á Reyðarfelli hefst á sérstölcu inngangskvæði, er nefnist Gamall heimur. Er það bersýnilega orkt með nokkurri hliðsjón af lunderni og baráttu söguhetjunnar, en segir hins vegar all-greinilega til um hugar- stefnu skáldsins. — Jón Magnússon er manna íslenskastur að eðlisfari og ann mjög fornum þjóðar-dygðum. Hann er sveitapiltur að upp- runa, umkomulítill og ólst við þröngan kost. Og engi vafi er á því, að Ijóðlínur þær hinar fögru, er nú slculu greindar, muni geta átt við hug lians sjúlfs, sálar-liag og tilfinningar, er hann kvaddi Þingvallasveitina, lrina „heilögn jörð“ þjóðarinnar, og fluttist suður hingað: Eitt maí-kvöld eg kvaddi þig að lokum. Það kvöld er geymt í minjasárum hug. Eg leit um öxl, sá gnúpa í gyltum þokum og geisla í hverjum væng, sem þreytti flug. Hugur unglingsins fyllist ljúfum minningum um dásemdir og unað æsku-stöðvanna, en þung- ur tregi og söknuður legst i hverja hugsun: Ilver lægð, hver hæð, hvert fjall mér sögu sagði og sina fegurð inn í harm minn dró . . . Hann hafði ekki, hinn ungi sveinn, frá mikl- um framavonum eða veraldargæðum að hverfa. Samt liggur við, að brottförin ætli að verða honum fullkomin ofraun. — En liann herðir huginn og tekur til fótanna: Eg flýtli mér og hljóp sem út úr eldi, uns alt var horfið sálu minni kærst. Eg greini ekki fleira úr þessu glæsilega kvæði, en það er mörgum þáttum slungið og öllum merkilegum. Það er m. a. lofsöngur til átthaga- trvgðarinnar, trúmenskunnar og drengskapar- ins, og svo forkunnar vel kveðið, að jafna má til bestu kvæða í bókmentum þjóðarinnar. -----o—— Það er óvenjulegt um ljóðabækur — jafnvel liöfuðskálda — að þar finuist fátt eða ekkert lé- legra kvæða. Mér virðist hvert kvæði gott i bók- inni um Björn á Reyðarfelli. Þau eru misjöfn að vísu, eins og allra manna kvæði, en ekkert lálið fljóta með, nema gjaldgengt sé og gott að einhverju leyti. Sum kvæðin eru hrein lista- verk. —■ Sá er einn af skáldkostum Jóns Magnússonar, liversu strangur hann er við sjálfan sig, smekk- vis, vandvirkur og vandlátur. Það var haft eftir Þorsteini Erlingssyni, að honum þætti fátt nógu gott handa þjóð sinni, og átti hann þar vist ekki hvað sís't við bókmentirnar. Eg ætla, að Jóni Magnússyni muni likt farið. -----o ■—■ - Þetta gerist nú lengra mál en til var ætlast i fyrstu. En það fór svo, er til var tekið, að „orð mér af orði orðs leitaði“ og verður við það að sitja. Mun eg ekki rekja sögu Bjarnar lengra en orðið er og láta mér nægja, að birta noklcur sýn- isliorn kveðskaparins. Saga einyrkjans á Reyðarfelli er sögð í 28 kvæðum og ekki við liann skilist, fyrr en í gröf- inni, þar sem þögnin tekur við og skuldir lífsins hér í heimi lúkast að fullu. Hefir öldungurinn margt reynt og misjafnt, er hann stendur fyrir dauðans dyrum, en átt sig sjálfur alla tið og engum lotið,nema ást sinni og guði sínum.Hann gat ekki bognað, en brotna lilaut hann, sem aðrir lians líkar — „í bylnuin stóra seinast“. Þegar Björn kemur með brúði sína að Reyð- arfelli hið fyrsta sinn, blikar loft og láð í ljóma vors og hnígandi sólar. Skáldið segir: Reyðarfell í bláins djúpi blikar. Bygðin liverfur þar að heiða löndum. Yfir gnúpum kveldsins logi kvikar. Kastar ljósi að fjarstu skýja rörídum. 1 öðru kvæði (,,Fardagar“) segir svo um ljómann yfir Reyðarfelli — og andstygðina, sem við auga blasli, er inn í kofana var litið: En heiðarnar ljómuðu, lágt og liátt, með logum á gnípum og dröngum. Og elfin bar glaðan lilátra hljóm með hliðunum endilöngum. -----í fjallabænum var fúalykt og fönn inn í miðjum göngum. Björn tekur til liúsabóta og reisir bæinn úr rústum. Er þvi lýst i góðu kvæði („Reist úr rústum“), sém lýkur á þessu skáldlega erindi: Og jörðin greri upp í efstu f jöll, en angan streymdi heim að nýja bænum. I bláum sldkkjum álfahirðin öll um óttu hvíta dansinn steig i hlænum. Hver skepna reis úr silfurdöggva sæng, og söngvararnir knúðu gyltan væng. Kvæðið „Heilög jól“ liefst á þessu fagra, lát- lausa erindi: Eins og Ijómalogn á hafi liggúr mjöll í heiðaveldi. Tunglið eins og sól á sumri sveipar jökla hvitum eldi. Fólkið verður alt að æsku augnablik á jólakveldi. Þetta erindi („Kaupstaðarferð um vetur“) lætur kunnlega í eyrum gamalla sveitastráka: Hve kalt er fram til fjalla á frostavetri löngum! Hve snauður karl í koti er klæddur stakki þröngum! Og dagur liver er dapur og dimt í bæ og göngum. -----o---- Árin líða — löng og mörg og örðug ár. Ómegð hefir hlaðist á Reyðarfells-hjónin og þar er æ búið við basl og skort. Oddvitinn kemur í heim- sókn, mjúkmáll og blíður, vill ýta f jölskyldunni vestur um haf. Talar fagurlega um auð og alls- nægtir íslendinga vestra. En ekki fær hann af Birni, utan grobb og stóryrði, og liverfur frá við svo búið. En þrátt fyrir borginmannleg orð og mikil- læti við oddvitann, býr einyrkinn við þungar áhyggjur. Heimilið er bjargarlítið og hey á þrot- síðustu bók Jóns skálds Magnússonar. um. — „Andvakan arga“ sest við rekkjustokk- inn og bannar lionum svefn um nætur. — „And- vaka“, svipmikið kvæði og höfugt, hefst á þessu erindi: Kvöldið líður. Þögn í bæinn þokast. Þungur stormur lækkar úfinn væng. Niðr i koddann litil augu lokast. Ljúfir draumar vappa um brilc og sæng. — Ilún, sem með mér heyir stríðið þunga, hverfur frá mér inn á draumsins lönd. Hljóðu máli talar önnur tmaga. Tregi minnar sálar varpar önd. ----o---- Og enn líða árin. Börnin tánast upp og fljúga að heiman, undir eins og fært þykir. — Hin þyngsta sorg liefir og barið að dyi-um: Elsti sonurinn liefir druknað af föður sínxmi —- á sumardaginn fyi’sta eitt vorið. Björn kemur með lík drengsins heim til móðurinnar. Þau horfast í augu, beygð og þjáð, og hvort um sig veit hvað hinu líður. Björn situr lieima það vor, og þykir nýlunda, því að sá var háttur hans, eklci síst um vordægur, ao verá mjög að heiman. En er líður að sólslöðum, ríður hann úr garði kveld eitt og stefnir til f jalla. Og er liann kemur heim að morgni liins næsta dags, er liann með nokkuru gleðibragði. Hann hefir talað við guð sinn i einveru og kyrð næturinnár, afklæðst lörfum stórmenskunnar, sagt honum harma sína alla og lijartaþunga og öðlast hugsvölun. „Nótt á fjöllum“ segir frá þessu ferðalagi Bjarnar, auðmýkt lians og ávarpi til guðdóms- ins. Kvæðið er frábær skáldskapur, jafnt að efni sem búningi. Náttúrulýsingarnar blæríkar og glæsilegar, orðaval mjög í samræmi við efni og laðast að því svo fagurlega, að naumast verður á betra kosið. — Fyi’sta erindið er svona: Hver er sá, sem geystum liófagammi grýtta þræðir leið til heiða frammi, stefnir inn í jökla huliðslieim? — Tindur liver er roðinn aftaneldi. Yst í f jarska nóttin bláúm feldi lyftir bak við gyltan skýjageim. Svefninn grípur þúsund fjalla foldu. Fuglar hljóðna. Grösin lúta að moldu. Slikar eru lýsingarnar og jafnvel þaðan af snjallari. Síðast í kvæðinu beinir liinn sorgum þjáði og þjakaði maður orðum sínum til guð- dómsins: — Lifs míns herra, liingað kom eg þreyttur. Harmur minn i nýja von er breyttur. Samt var för mírí þung í þetta sinn. Höfuð mitt í hendur þér eg lagði. Iluga minn þér fyrst í nótt eg sagði, loks sem barn eg flýði í faðminn þinn. Því er jafnað það, sem var til saka. Þitt er drottinvald að gefa og taka. Eða kannske að eins til að gefa, efla, græða, hugga, líkna, sefa. Hinmafaðir, liarmur minn er þinn. Iljá þér, sem i dýrðarsölum drotnar, dimmir lika, þegar reyrinn brotnar, þegar einhver ástvin missir sinn. Harmdögg þin um hjartasár mitt flæddi. Ilún var það, sem mig til lífsins græddi. „Þér skal lielga þetta kveld“ nefnist smá- kvæði, sem skáldið leggur Birni í munn og læt- ur liann kveða til konu sinnar, þegar ljómi æsk- unnar er löngu horfinn, gleðin liljóðnuð og tjaldbúðin tekin að hrörna. — Þar eru m. a. þessar perlur: Enn þá man eg augun þín, öllum demant skærri. Heilög varð hver liugsun min. — Heimurinn fegri og stærri. Bæði horfðu í eina átt út í fjarskans veldi. Dvöldum við i sælu og sátt saman á mörgu kveldi. Mörg góð kvæði mætti enn nefna, svo sem „Slysið á sumardaginn fyrsta“, „Afsal“, „Minn- ingar“, „Á grafarbakka“ o. fl„ en hér verður nú staðar að nema. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.