Vísir - 03.02.1939, Blaðsíða 7

Vísir - 03.02.1939, Blaðsíða 7
Föstudaginn 3. febrúar 1939. VlSIR 7 Frumsýning Leikfélagsins á leikriti Valentin Katajev: Fléttuð reipi úr sandi. Leikfélag Reykjavikur liafði frumsýningu á rússnesku leik- riti í gærkveldi. Höfundurinn lieitir Valentin Katajev, vinsælt leikritaskáld í sínu föðurlandi. Ólafur Halldói’sson caiíd. phil. hefir þýtt leikinn og nefnt hann í þýðingunni „Fléttuð reipi úr sandi“, seni er sannnefni eins og leikurinn kom fyrir sjónir í gærkveldi í ISnó. í ensku þýð- ingunni heitir leikurinn „Squar- ing the circle“, en Danir hafa nefnt hann „Cirklens Kvadra- tur“. Rússneskt nafn á honum kann eg ekki, en mér er grun- ur á að það sé stærðfræðilegs eðlis. Gangur leiksins gefur tilefni til að álila, að hjónabandsmál- efni kommúnista-æskunnar í Rússlandi í lok N.E.P.-tímabils- ins 1927—28 hafi verið álíka ólej’sanleg og stærðfræðileg fjórskifthig hringsins. Það er skiljanlegt að leikurinn hafi verið meira og minna rétttrúuð- um kommúnistum hlátursefni i sínu heimalandi, því ádeilan á hjónabandsmálefni liins nýja ríkis er jafn meinlaus og góð- látlegt bros yfir þvi að ekki skuli vera hægt að framkvæma jafn auðveldan hlut og þann, að skifta hring í fjóra jafna parta -—- stærðfræðilega! En nú skeðflr hið merkilega, að leikurinn vekur ósvikinn hlátur góðra og gildra horgara í Reykjavik, sem ekkert liafa liaft af „rússneskri hjónabands- sælu“ að segja. Fyrir þeim var svo sannarlega verið að „flétta reipi úr sandi“ á leiksviðinu i Iðnó, en ekki verið að glima við stærðfræðileg liugtök. Til að segja það greinilega og afdrátt- arlaust: á leiðinni frá M.K.A.T. í Moskva til okkar góðu og gömlu Iðnó hefir leikurinn snú- ist upp í „púra grín“ um komm- únista, allar þeirra kennisetn- ingar og alt þeirra athæfi — og þannig breyttur er ekkert því til fyrirstöðu, að hann verði langlífur á leiksviðinu hér rétt eins og í Rússlandi. En hvernig stendur á þessari breytingu? Þýðingin virðist vera vel af hendi leyst. Leskafl- ar úr fræðihókum kommúnista virðast vera samviskusamlega útlagðir. Það vantaði ekki. En leikararnir? Það er hnúturinn. Hér um árið skeði það i Iðnó, þegar sýndur var enskur sjón- leikur, að áliorfendur sprungu af hlátri yfir jafn hversdagsleg- um leilcsviðsviðburði og þeim, að innkoma nokkurra lávarða var boðuð með svofeldum orð- um: Látið lávarðana korna inn. í djTunum birtust nokkrir vel- metnir borgarar, dálítið málað- ir og í dálitið ankanalegum hún- ingum, en reýkvískir borgarar alt að einu. — Ef nú rússnesk- ur kommúnisti, áhorfandi frá M.K.A.-leikhúsinu í Moskva, hefði litið inn i Iðnó í gærkveldi og honum hefði verið sagt að nú kæmu kommúnistarnir inn, t. d. i hópsýningunni í 2. þætti, ætli hann liefði ekki sprungið úr hlátri? Skyldi hann hafa vilj- að viðurkenna „lávarðana“? En svona eru allir hlutir ,,relativir“, það má lika hlægja að ranghverfu hlutanna. ís- lenskum leikurum hentar ekki að sýna enska lávarða, frekar en þeim hentar að sýna rúss- neska kommúnista. Ef vér vilj- um fyrir livern mun kynnast þessum manntegundum, þá skulum vér fara i híó og sjá enskar, ameriskar og rússnesk- ar kvikmyndir. Islenskt leikhús getur aldrei tekið upp samkepn- ina við kvikmyndaliúsin nema á sviði þjóðlegrar listar. Hitt verður aldrei annað en meira eða minna ósjálfstæður eftir- hermuskapur — og trú mér til, kvikmyndaleikararnir liafa jxið! Út frá hugmyndum um „sannan“ leik, verður því ekki dæmt um meðferð leikara vorra á „Fléttuð reipi úr sandi“. Auk þess brestur mig allar forsend- ur til þess, þar sem eg hefi ald- rei til Rússlands komið, kann ekki rússnesku — og er eklci einu sinni kommúnisti! En út frá hinu sjónarmiðinu, þvi sem tekur til getu og skilnings leik- ara vorra á þjóðlega vísu, má mjög vel dæma leikinn. Út frá þvi sjónarmiði verður ekki ann- að en gott eitt sagt um frammi- stöðu þeirra — dálítið misjafn- lega gott eins og gengur. Indriði Waage liefir i leik- stjórn sinni mjög nákvæmlega lagt áliersluna á hið gamansama í leiknum, og vandlega forðast að gefa liinum „siðferðilega Sovét-eftirlitsmanni“ tækifæri til að boða álit sitt (og Sovéts) á stofnun og slitum hjónabands. Leikarinn, sem fer með þetta hlutverk, Valur Gíslason, tekur lika varfærnislega á hlutunum, og fer ávarp lians til góðra á- liorfenda i salnum (kommún- ista) fyrir ofan garð og neðan. Valur er i örum vexti sem leik- ari, og hann hefir ekki rýrt álit sitt með „félaga Flaviusi“, hvorki livað gervi né fram- komu snerti, en skilningur hans lýsir virðingarverðri varúð. Leikur Indriða sem Abram var nokkuð misjafn. Á köflum þótti manni leikarinn gera hlutverk- ið full-ankanalegt — og er því þó enganveginn að neita, að þessi „ung-kommúnisti“ er sam- fcland af grammófónplötu og heigli, sem þar að auki er þýf- inn og alt annað en sannsögull. Dálagleg æska það! En á köfl- um náði Indriði fullkomlega tökum á áhorfendum og sýndi þenna rússneska æskumann með ósvikinni, þjóðlegri gam- ansemi. Nýr á leiksviðinu var Árni Jónsson i lilutverki Vasya, sem er mannlegri en félagi hans Abram (samúð höfundarins!). Það er óhætt um það, að þar hefir leiksviði voru bætst nýti- legt leikaraefni. Vöxtur og fas er í besta lagi, og röddin með sérkemýilegum hreim, nokkuð sárum en viðfeldnum, ef leik- arinn lærir að heita röddinni i lágu tali og draga úr raddsveifl- um í geðshræringu. Árni Jóns- son skilaði íilutverkinu þoklca- lega, liafði fulla samúð áhorf- enda og ngut sín að öllu vel á leiksviðinu, nema hvað lionum hættir við óeðlilegum geyplum i kringum munninn. Að þar sé leikari á ferð, er ekki að efa. Regína Þórðardóttir hafði líkt og Indriði heldur óásjálegt hlutverk og hún skilaði þvi heldur ekki heilsteyptu. Leik- konunni hættir oft við tilgerð á leiksviðinu, leikur liennar verð- ur innantómur og hreyfingar fálmandi. Áliorfandinn er aldrei oruggur livar hún muni bera niður næst, á hvaða strengi leik- ið er. Þetta kom fram í leik hennar í Ludmillu að óþörfu. Ludmilla er að vísu tepruleg, en liún er fædd húsmóðir og i öllu, sem að húsmóðurstörfum lýt- ur, á að vera öryggi og festa lijá lienni. — Hjá Þóru Rorg, i hlutverki liinnar sílesandi (og metorðagjörnu) Tonyu kom fram öryggi og festu. Þetta rask- aði hlutfallinu á milli stúlkn- anna og kann að liafa komið óþarflega hart niður á frú Reg- ínu. En alt fyrir það var leikur frk. Þóru ánægjulegur og með ágætum framan af — síðri í ást- aratriðunum í síðasta þætti. En þyngsta lilassinu veltir Har. Á. Sigurðsson, í hlutverki öreigaskáldsins. Öreiga slcáld hans er svo blankt að andlegum og veraldlegum auði, að ekki verður til jafnað nema frægustu fyrirmynda úr „skálda“-stétt — en ekki rúsSneskra skálda, fyrir alla muni! Kómik Har. Á. Sigurðssonar er svo rótgróin, að lionum munar ekkert um að vaða inn í kommúnistiskan leik og velta öllu um koll í óstöðv- anlegum, heilbrigðum hlátri, og Emilian öreigaskáld getur bar- ið sér á brjóst og sýnt kraftana í fullu trausti þess, að það er hann, sem her á sínum traustu herðum sand-kommúnistiskan reipa-flétting og' gefur ekki baun fyrir rússneskan sovét-út- reikning í hjónabandssökum. Lárus Ingólfsson og Elly Þor- láksson sýndu rússneskan dans i 2. þætti af miklu fjöri, en á- nægjan af dansinum var minni en skyldi, vegna þess hve fólkið í liópsýningunni var sundurleitt og sumt alveg framúrskarandi bjálfalegt. Og svo má ekki gleyma hjól- hestinum. Hann var hið eina „rússneska“ í þessu leikriti. Stóð altaf í gangveginum öllum til ama — en engum datt i hug að færa hann úr stað. L. S. Balzac. Háskfilafyrlrlestnr Jean Hanpt. Fyrsti háskólafyrirlestur M. Jean Haupt eftir jólafríið er i kvöld kl. 8 og er efni fyrirlest- ursins „Balzac, líf hans og verk“. Balzac var franskur skáld- sagnahöfundur, f. 20. mai 1799 í Tours, en mentun hlaut hann í Vendome og París. Hann var um tíma á löðfræðingaskrif- stofu, en hafði allan hug á að verða rithöfundur og sneri sér brátt að þvi, en hafði ekki hepn- ina með í byrjun, én brátt fór honum að ganga betur og varð liann víðfrægur rithöfundur. — Hann skrifaði nálega að stað- aldri í 20 ár, vár á ýmsum stöð- um og kyntist fólki af öllum stéttum og skrifaði um það. — Balzac svipar í ýmsu til Charles Dickens. —- Ýms af verk- um Balzac’s hafa verið þýdd á ensku. — Það verður án efa fróðlegt og skemtilegt að lilusta á fyrirlestur M. Jean Haupt um Balzac. — M. Haupt hefir sýnt það í fyrirlestrum sín- um hér, að liaun fer skemtilega með öll viðfangsefni sín, enda er aðsókn að fyrirlestrum hans mikil og her einnig vitni vax- andi áhuga fyrir frönsku og frönskum bókmentum. Farsóttir og manndauði, vikuna 15—21. janúar (í svigum tölur næstu viku á undan) : Háls- bólga 62 (56). Kvefsótt 182 (202). Gigtsótt 1 (o). I'ðrakvef 12 (12). Kveflungnabólga 3 (9). Taksótt 3 (1). Munnangur o (1). Ristill 0 (1). — Mannsját 1 (9). Ein syndin - býðor annari heim, Það hefir nú alveg komið greinilega á daginn, að það var ekki að ástæðulausu, er flestar húsmæðurnar 1 Reykjavík reyndu til að sporna við nýja mjólkursölufyrirkomulaginu. - Því þeir er létu það mál af- skiftalaust og jafnvel þeir er voru hlyntir þvi, treysta sér nú ekki lengur til að vera liljóðir um það, því svo að segja dag- lega hafa þeir þreifað á hvers- lconar kvillum er standa í sam- handi við notkun mjólkurinnar síðan. Þuríður Bárðardóttir ljós- móðir skýrði frá þvi i fyrra i „Vísi“, í sambandi við unghörn- in, að dauðsföllum hefði fjölgað meðal ungbarna síðustu árin, og þann vágest mætti rekja til Samsölunnar. Þessu var enginn gaumur gefinn af þeim er hlut áttu að máli, þvi engin tilraun var gerð til að liafa mjólkina betri. Það gat hver maður sagt sér það sjálfur fyrirfram að það myndi ekki auka á vinsældir og hollustu mjólkurinnar, að kippa fótunum undan þeim, er bestu skilyrðin höfðu til að framleiða heilnæmustu mjóllcina handa okkur, og hlyti að hefna sin. Að það gat lieldur ekki verið farsælt að ala á ríg milli bænda sunnan og austan fjalls, því sameinaðir stöndum vér. Ekki hafa bændur austan f jalls heldur grætt á nýja mjólk- ursölufyrirkomulaginu, því fyr- ir nú ulan þau mörgu víxlspor er voru þá stigin í sambandi við það, svo sem liandvagnaakstur- inn, á þessari bílaöld; að hoði bakaranna var hafnað, að selja mjólkurlítirinn með 2 aura á- lagningu, er gat sparað mikið fé fyrir hændur; að alið var á úlf- úð milli okkar og þeirra, því salan á mjólkinni varð auðvitað minni fvrir þá aðferð; að þeir voru gerðir ófrjálsir menn gagnvart framleiðslu sinni og múlbundnir að einokunarliætti, , er aldrei getur blessast fyrir framleiðsluna. Það lá einnig strax í augum uppi, að við, bestu viðskiftavin- ir Mjólkursamsölunnar, hús- mæðurnar í Reykjavík, mynd- um ekki gera okkur ánægðar með að borga það sein að okk- 11 r væri rétt í þeim efnum án tillits til gæðanna. Að öfug leið var valin í verslunarháttum, er við vorum lögsóttar fyrir rétt- mælar aðfinslur og sá dómur er fallinn, en réttvísin okkar megin, því reynslari er ólýgnust, og hún er búin að sanna okkur ]iað, að við fórum þar með rétt mál. Allflestar húsmæður i Rvik telja foreldra sína til sveitanna og oklcur er því mjög kært að bændur fái sem mest fyrir sitt, enda er það þjóðinni allri til góðs. Á sama liátt er það lífs- spursmál fyrir bændurna að vér i Reykjavik séum aflögufær og áuægð með viðskiftin, því mest- öll þeirra framleiðsla stendur og fellur með þvi, og þjóðinni í heild vegnar betur. Soffía M. Ólafsd. Hjúkrunarkvennamót Norðurlanda, sem haldiÖ verÖur á Islandi dag- ana 22.—24. júlí er gert að umtals- efni i norska blaðinu ,,Nationen“. Lagt verður af stað frá Oslo á „Stavangerfjord" 19. júlí (miðviku- dag) og komið til Reykjavíkur næsta laugardag. Guðsþjónusta verður i dómkirkjunni í Revkjavik og prédikar biskup Islands, en ]iar næst verður mótið sett og á þeim fundi býður borgarstjóri Reykja- víkur gesti velkomna, en fulltrúar allra Norðurlandanna halda ræður. Bílferðir eru ráðgerðar til Geysis og Akureyrar. (FB.). Hin dönsku áhpif. Grétar Fells mótmælir því í „Vísi“ í kvöld (15. 1.) að eg hafi rétt fyrir livað hin svo- nefnda íhugun (meditation) guðspekinema sé. I>að sem G. F. sagði um það hvernig hugsan- irnar færu að koma er menn iðkuðu þá æfingu, bendir ]ió mjög í þá átt að skýring mín sé rétt. En þrátt fyrir það kemur mér ekki til liugar að neita því, að stundum, og fyrir sumum, kunni æfing þessi sem þeir nefna ihugun að vera sama sem rækileg umliugsun eða liugleiðing. Að þvi er framburð G. F. á orðinu „líf“ snertir, hygg eg að liver sem vit hefir á hljóti að vera mér sammála. Eg átti vitanlega ekki við það að „f“ væri borið fram sem „v“. — Hin dönsku áhrif á íslenskt mál eru um þessar mundir svo sterk, að enginn sem er ekki alveg áliugalaus um þau efni, getur komist hjá því að taka eftir þeim. Það er jafnvel eins og sumir séu alveg að gefast upp. við að rita islenskt mál eða þyki beinlínis gaman að því að rita sem óíslenskulegast. En það er vist, að íslensk menning getur ekki átt glæsilega framtið í vændum ef málinu verður lát- ið liraka líkt og varð á 17. og 18. öld, eða jafnvel ennþá ver. Mátt- ur norrænnar tungu er írtikilL svo mikill, að eg tel vísl að hag- ur Norðurlanda mundi nra standa með meiri blóma, og: áhrif þeirra á gang heámsvið- burðanna væru meirí og heilla- vænlegri, ef ekki liefðu útlend áhrif náð að spilla máli Norður- landaþjóðanna eins og rauir varð á, heldur gengi, eíns og endur fyrir löngu, hið sama mál yfir öll Norðurlönd, eða með ekki nieiri afbrígðum eia það, að hver þjóðín skildi auð- veldlega aðra. En þvi fer fjarrí að svo sé nú. og erfiðleíkarnir i þeim efnum virðast fara vax- andi. Helgi Pjeturs„ Kjarval liefir málverkasýningu i Mark- aðsskálanum yið Ingólfsstræti þessa dagana, en nú er orðið langt síðan þessi ágæti listamað- ur og uppáhald Reykvíkinga Iiefir lialdið sýningu á verkuns sínum. Má vænta þess, að inenn láti ekki tækifærið ónotað, ers streymi á sýninguna, til þess aö gleðja augað og auðga andann. í samfélagi við listamanninn. Á sýningunni eru aðallega ný listaverk, sumpart landlags- myndir, en sumpart hugarflug listamannsins sjálfs. — Sýning* in er opin daglega kl. 10—10. Giitermann’s saumsilki er ekta silki, en ekki gljáður baðmullarþráður eins og margar eftirlíkingar eru. Giitermann’s silkið er afar sterkt og teyg.jan.legt og fúnar ekki. Vandvirkni borgar sig hest. Notið því Giitermann’s sáumsilki svo saumarnir bili ekki. Útvegum beint frá verksmiðjunni allskonar tegundir til heimilisnotkunar og iðnaðar og spörum erleud- an milliliðakostnað. Jóh. Ólafsson & Co. Reykjavík. Heildsöluumboð fyrir Gútepmann ðz Co. Gutach-Breisgau.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.