Vísir - 03.02.1939, Blaðsíða 4

Vísir - 03.02.1939, Blaðsíða 4
4 V I S I R Föstudaginn 3. febrúar 1939. UmræðoefDi húsmæðra mn þessar mrnidir er Siice-citrónnsápan. Lengi býr að fyrstu gerð. Á síSari tímum liafa mörg og mikil vandamál um velferð bama, steðjað aS okkur hér í Reykjavík, sem víða annar- staðar í borgum. Er hér ekki að - eins átt við svokölluð „vand- ræðabörn“, heldur börn yfir- leitt. Margir kvarta yfir ókurt- eisi þeirra, ljótum munnsöfn- uði og öðru því, er miður fer. Eg held að við sem erum kom- in til vits og ára ættum að staldra við og reyna aS íliuga, hverju jietta sé að kenna, og væri þá ekki óhugsandi að bót yrði ráðin á þvi smátt og smátt. — Komum við sjálf kurteislega fram, einnig gagnvart börnun- um? Hvernig er framkoma for- eldra gagnvart börnum sínum? Stilling og háttprýði foreldr- anna er fordæmi fyrir börnin, og af því læra þau rnest. Marg- ir hafa þekt lieimili, þar sem foreldrarnir voru til fyrirmynd- ar í þessum efnum og það fólk, sem alist hefir upp á slíkum heimilum, sker sig úr og verður líka öðrum til fyrirmyndar. — Við lcönnumst líka við foreldra, sem fara mjög liranalega að börnum sínum, og ávarpa þau og skipa með ljótum orðum og í vonsku, ef þau hlýða ekki taf- arlaust. Og þetta er gert við börn á öllum aldri, jafnvel hálf gerða óvita. Og svo eru ef til vill hrópuð blótsyrði til áherslu! Þeim, sem gæddir eru nokkurri kímni, fmst það afskaplega hlægilegt, að fullorðið fólk skuli hamast svo gegndarlaust yfir einhverju smávægilegu atriði eða yfirsjón. En í rauninni er það hryggilegt og til stórskaða fyrir börn, sem eiga við slíkt að búa. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að börn, sem mæta slíku atlæti, séu stilt og hátt- prúð, og dagleg æsing og van- stilling er öllum óholl og þá ekki síst börnunum. Meðan barnið er ungt, verður það fyrir miklum áhrifum af foreldrum sínum, ef það er hjá þeim, og semur sig að háttum þeirra. Er það því mjög áríð- andi, að börnin mæti því sem gott er, á heimili sínu, og læri þar að elska „hið fagra, sanna og góða“. Það verður þeim drýgst veganesti. — Gott for- dæmi er hin besta gjöf, sem for- eldrar gefa börnum sínum og aðrir þeir, sem annast uppeldi barna. Munum því öll, í sam- bandi við uppeldi æskunnar, að „lengi býr að fyrstu gerð“. Kona. NlðnrsnðnvOrnr S. I.| F. Dómur útlendinga. Útlend hjón komu í heimsókn til olckar hjónanna á dögunum og bauð eg þeim að snæða með okkur kveldverðinn. — Eg hafði nefnilega útvegað mér dálítið af vörum niðursuðuversksmiðju S. í. F., og var þess vegna viss um, að eg gæti borið fram 1. flokks mat, auk þess, sem mig langaði til að hjónin smökkuðu íslenska niðursuðu. — Ofan á brauð hafði eg t. d. keypt rækjur, sjó- lax, kaviar og hina vel rómuðu gaffalbita. — En hvað átti eg að taka í heita matinn? Eg er nú svo forsjál, að eg hefi altaf dálítið af niðursuðuvörum við höndina. Maður fær oft óvænta gesti, sem maður vill veita það besta sem völ er á. Eg átti í þetta sinn dós af fiskibollum og dósir af blómkáli, gulrótum og græn- um baunum. Átti eg að búa til góða sósu á bollurnar, eða átti eg að bera fram grænmetið með hrærðu smjöri? Hvorttveggja er eins og allir vita lierramanns- matur, en eg var svo hreykin af Kvöldkápur. MA TREIÐSLA. Kvöldkápur þessar voru sýnd- ar á tískusýningu i Hollywood nú um áramótin og vöktu afar mikla athj^gli. Sú til hægri er úr svörtu flaueli og líkist mest munkakufli. því, að við Islendingar skyldum eiga grænmeti, sem er niðursoð- ið hér á landi, að eg ákvað að bera það fram fyrir gesti mína. —- .Útlendu hjónán voru jafn hrifin af öllu, sem eg bar á borð, og töldu ekki betri vöru fáanlega annarsstaðar. Ætluðu þau meira að segja að taka með sér, er þau færu héðan, sýnis- horn af vörunum, til þess að vinir þeirra heima gætu smakk- að kræsingarnar frá niður- suðuverksmiðju Sambands ís- lenskra fislcframleiðenda. Da. SÍLDARSALAT. Soðnar kartöflur og kjöt, reykt síld, saltsíld, epli og rauð- rófur er skorið niður í lítil fer- hyrnd stykki. Soðnu sellari og asíu blandað vel saman við. Siðast er sinnepi, ediki, sykri, salti, pipar og saft bætt við eftir smekk. ÍTALSKUR KARTÖFLURÉTTUR. % kg. af kartöflum er soðið og þrýst gegnum sigti. Út í þær er svo þeytt sjóðandi mjólk, nægilegri til að þær verði að þykkum graut. 2 matsk. af smjörlíki síðan hrært saman við og þetta sett á kaldan stað. — Þá er búin til þykk tómat- sósa, 2 dl. og i hana er hrærður 1 rifinn laukur, pipar og ögn af sykri. -— Þegar kartöflustappan er nærri orðin köld, er 3 eggj- um (mega vera færri) einu í einu, lirært saman við. Síðast er pipar, salti og stíf-þeyttum eggjahvítunum hrært í. — Eld- fast leirfat er síðan smurt vel. Fyrst er sett lag af kartöflu- stöppu, þá lag af tómatsósunni, svo aftur kartöflustappan og loks tómatsósan. Raspi og rifn- um osti stráð yfir. — Bakist í % klukkustund við góðan eld. TE-BRAUÐ. . . Franskbrauðsneiðar eru skornar niður i smáar Iaglegar sneiðar, sem eru látnar liggja í mjólk eða rjóma þangað til þær eru gegnbleyttar. Síðan bakaðar á pönnu, þangað til þær eru ljósbrúnar og þá velt upp úr sykri og kanel. — Borðist á meðan þær eru lieitai\ HEITT KARTÖFLUSALAT. Soðnar kaldar kartöflur eru skornar niður i sneiðar. Saxað- ur laukur er brúnaður á pönnu og kartöflunum síðan bætt saman við. í þessu er svo hrært mjög gætilega, svo að kartöfl- urnar fari ekki í sundur. Svo er mjólk eða rjóma bætt í og látið sjóða dálitla stund og siðan salti, pipar og ediki bætt í eftir smekk. KARTÖFLUROULETTUR. Soðnum kartöflum er þrýst gegnum sigti. Saman við þær er síðan hrært 1—2 eggjum svolitlu af salti og pipar. Úr „deiginu“ eru svo búnar til rúllur, sem svo er velt upp úr eggi og raspi tvisvar. Bakist á pönnu þar til þær eru Ijósbrún- ar. — Berist fram með steik eða kotelettum. Fískboliur. Fiskbúðíngar. ÍCÖÍÍKÖ»ÍSÍÍÍ>0«Í50ÍÍÖOÍS;JOO!ÍÍ>00< 0 FISKBD Niðursuðuverksmiðja S. 1. F. v ?) SHQMDOO lireinsar hárið fljótt ög vel og gefur því fallegan blæ. Amanti Shampoo er algerlega óskaðlegt hárinu B og hársverðinum. Selt í 8 pökkum fyrir ljóst og § Ú dökt liár. Fæst víða. so;>; soooo; í;í;í;í;i;i;í;í;í; í;ío;í;i; ;;i;í' ;í;í;í;i;í;i;;;í;;;i;i;i;i;i;i;i;i;>;>o;>;;o;í;i;i;;;;;i;i;í;i;í;;;;;í;i;;;;;í;;;;; s; ,r tf ii Ö X I treyjunni yst til vinstri, sem er frá « 5? Mainbocher, er þykt, hvítt satín. Er « l; liún rykt í mittið að framan, en fyr- « B ir miðju er mjótt, slétt stykki úr „pali- ettum“. | « Önnur treyja frá vinstri er líka fra X g Mainbocher. Er hún úr ljósbleiku Jer- § sey, með svörtum fjögralaúfasmára « i úr sama efni á olnbogunum. « x Næst er sport-treyja frá Paquin úr « ;? léttu, grænu efni, með leðurlinöppum g « og leggingum í að eins dekkri græn- í; g um lit. p |í Fjórða treyjan er líka frá Paquin. « $ Er hún ætluð til eftirmiðdagsnotkun- ar. Ermarnar eru hálfsíðar og felling- ar á þeim og framan á treyjunni. Sú síðasta í röðinni er viðliafnar- eða samkvæmistreyja. Er hún úr rauð- og svartröndóttu silfur-lamé. ioo»öoooo;xxxxiöo«KXXiö;xxso;xiooooowxxxxxx>ooo

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.