Vísir - 06.02.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 06.02.1939, Blaðsíða 2
VISIR Katalonia er nií öli á vaidi Franco’s. Her stjórnarsinna á hröðtim flótta til frönsku landa- mæranna. Negrin horfinn, en hinir ráðherrarnir farnir til Maðrid. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morgun. Alger upplausn virðist vera í her lýðveldissinna í Kataloníu og er allur herinn á hröðu undanhaldi til frönsku landamæranna, en her þjóðernissinna fer hratt eftir. Benda allar líkur til, að Katalonía sé öll í þann veginn að falla í hendur þjóðernissinna. Lýðveldisstjórnin — eða Barcelonastjórnin eins og hún tíðast var kölluð frá því er hún flutti frá Valencia og þar til Barcelona féll — hefir verið á hrakningi að undanförnu, í Gerona, Figueras og víðar, og var talið, að hún ætlaði að hafa þar aðalbækistöð, enda gerði hún sér vonir um, eftir fall Barcelona, að auðnast mætti að endurskipuleggja lýðveldisherinn norðar í fylkinu og hindra frekari framrás hersveita h ióðemissinna. Boð- aði forsætisráðherrann — dr. Negrin — að stjórnin liefði fengið liðsauka og vopn, og mundi nú framsókn þjóðernissinna verða stöðvuð. En þetta kom ekki að neinu gagni. Dr. Negrin hefir árangurslaust reynt að tala móð í hersveitir sínar, en þær hafa ekki náð sér cftir fall Barcelona, hvorki haft tíma til þess að búast fyrir til varnar og ekki hefir heldur reynst unt að búa herinn nægilega öflugum hcrgögnum. Og loks hefir ekki verið liægt að hressa við baráttukjarkinn. Hann er bilaður. Hermennimir höfðu mist trúna á, að það, sem eftir var af Kataloníu yrði bjargað. Það er búist við því, að þjóðernissinnar taki Figueras í dag — borg þá, sem Negrin ætlaði sem aðsetur stjórnarinnar. — Hersveitir lj'rðveldissinna eru á undanhaldi norður á bóginn — samtals 130.000 menn, með skriðdreka, fallbyssur og ýmis- konar hergögn önnur til frönsku landamæranna. í dögun í morgun var búist við, að 20.000 hermenn úr her lýðveldisins hefði farið yfir landamærin og voru þeir afvopn- aðir jafnóðum og þeir komu og sendir til hermannaskála, sem komið hafði verið upp handa þeim, en franska stjórnin hafði fyrir nokkuru tekið ákvörðun um, að koma upp hermanna- skálum í skyndi í nánd landamæranna, með það fyrir augum, að flóttamenn og hermenn í stórhópum leituðu yfir þau. Ótölulegur grúi flóttamanna, kvenna og barna er einnig enn á leið til landamæranna. Margt af þessu fólki hefir soltið heilu og hálfu hungri að undan- förnu og er illa haldið að öllu leyti. Hersveitir þjóðernissinna sækja hratt fram á eftir lýðveldis- hernum og hafa flugvélar þjóðernissinna sig mjög í frammi. Bretar úttast að Italir heim^ kalli ekki her sinn frá Spáni, ep stypjöldinni lýkup, en samkvæmt bpesk-ítalska sáttmálanum eru þeip skuldbundnir tii þess. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Heimsblaðið Times gerir að umtalsefni í morgun afstöðu Itala gagnvart Spáni og skuldbinding- ar þeirra samkvæmt bresk-ítalska sáttmálan- um. Kemur í ljós í Times, að breska stjórnin hefir áhyggj- ur miklar af því, að ítalir muni ekki ætla að kalla heim sjálfboðaliða sína frá Spáni þegar í stað er styrjöldinni er lokið, heldur þá fyrst er sigur Francos er alger, bæði hernaðarlega og stjórnmálalega. Slík stefna, segir Times, er ekki í samræmi við bresk- ítalska sáttmálann, að áliti bresku stjórnarinnar, og hefir hún hinar mestu áhyggjur af þessu. I bresk-ítalska sáttmálanum var ákvæði um það, að ítalir skyldi kalla heim allan herafla sinn á Spáni þegar er styrjöldinni væri lokið. United Press. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. m Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar, Félagsprentsmiðjan h/f. A Öalfundur miöstjórnar “ Framsóknarflokksins hef- ir verið háður hér í bænum undanfarna daga. Hófst fund- urinn siðasta laugardag i jan- úar og var lokið s. 1. fimtudags- kvöld. í fornum fræðum er svo sagt, að heimurinn hafi verið skapaður á 6 dögum, en þó að þessi miðstjórnarfundur stjórn- arflokksins hafi verið jafn lengi að verki, væri ekki sanngjarnt að ætlast til þess, að afrek hans jöfnuðust á við það. I síðasta blaði Tírnans er skýrt frá „nokkrum helstu ályktun- um“ þessa fundar, og er furðu htið á þeim að græða. Segir blaðið, að á fundinum hafi eink- um verið „rætt um þau mál, sem nú þurfa skjótastra úr- lausna, og stjórnmálaástand- ið yfirleitt.“ En í „ályktunum“ fundarins er þess sem vandleg- ast gætt, að gera engar tillögur til úrlausnar á nokkuru máli, og að „stjórnmálaástandinu yfirleitt“ er ekki vikið einu orði. Að því er blaðið hermir, hefir fundurinn gert ályktun um það, að höfuðviðfangsefni Fram- sóknarflokksins“ eigi að vera það, „að stuðla að aukinni framleiðslu“. í því skyni hafi fundurinn talið nauðsynlegt, að gerðar yrðu „ráðstafanir til þess að bæta relcstrarafkomu sjávarútvegsins“, og komi þá til greina: „ráðstafanir til liækk- unar á verði afurða, lækkunar á útgjöldum,eða hvorutveggja“! I þessari ályktun felst að vísu viðurkenning á því, að við svo búið megi ekki standa urn rekstrarafkomu útvegsins, sem verið Iiefir undanfarin ár, og mun það verða að teljast góðra gjalda vert af Framsóknar- flokknum. Hinsvegar er engu nær um það, hvernig bót megi verða ráðin á ástandinu, eða með hverjum hætti þvi verði til vegar komið, að afurðaverðið hækki, útgjöldin lækki „eða hvorutveggja“. En þannig eru í rauninni allar þessar „helstu ályktanir“ fund- arins, sem sagt er frá í blaðinu, svo sem, að styðja beri land- búnaðinn og „reisa við atvinnu- hfið i fjárpestarhéruðunum“, að gera verði „öflugar ráðstaf- anir til þess að vinna á móti dýrtíð i landinu“, um „skipuleg- ar rannsóknir á auðlindum og náttúrgæðum landsins“ o. s. frv. Ekkert annað en botnlaust orðagjálfur, sem hvergi kemur nærri „skjótum úrlausnum“ nokkurra mála. Ein ályktun fundarins er á þá leið, að aðkallandi þörf sé á því, „að leiðrétta hina ráð- deildarlausu framkvæmd fram- fræðslulöggjafarinnar í kaup- stöðunum og aðrar hliðstæðar ráðstafanir þeirra“. önnur er um það, „að allir, senl vinna við úlgerð á sjó og landi, taki laun sín í lilut af afla, til þess að trygo verði réttlát laun og vinnufriður“. — Það er nú kunnugt, að yfirstjórn fram- færslumálanna er í liöndum rík- isstjórnarinnar, og ætti mið- stjórn Framsóknarflokksins að vera auðvelt að koma við ein- liverjum leiðréttingum á lienni. En hitt kynni að reynast erfið- 1 ara viðfangs, að koma því til ’ leiðar, að alt kaupgjald fyrir vinnu í þágu útgerðarinnar, ekki að eins á sjó, heldur einn- ig i landi, t. d. fyrir fiskverkun, fiskþvott og þurkun, fyrir flutn- ing á fiski o. s. frv., verði greitt með „hlut af afla“! — En þó að slík „skipulagning“ væri framkvæmanleg, hverju væri þá nær um vinnufriðinn? Ármanns. Hátíðahöldum Ármanns á 50 ára afmæli félagsins lauk í gær með borðhaldi og dansi að Hó- tel Borg. Hófið byrjaði kl. 6Vz, en að því loknu var dansað fram eftir nóttu. Fór samkvæmið hið besta fram. Jens Guðbjörnsson, form. Ármanns, stýrði samkomunni, en fyrstur talaði Eyjólfur Jó- hannsson, frkvstj., og rakti sögu félagsins og stai’fsemi, en þá talaði sr. Þorgrímur Sig- urðsson, Grenjaðarstað, fyrir minni íslands. Guðm. Kr. Guð- mundsson mælti fyrir minni í. S. 1, en síra Bj. Jónsson fyrir minni kvenna. Þór. Magnússon fyrir minni Helga Hjálmai'sson- ar og IJallgr. Benediktsson fyrir minni Péturs Jónssonar blikk- smiðs. Stefán Runólfsson flutti kvæði, en aðrir ræðumenn voru Ben. G. Waage, Erl. Pétursson, Ólafur Sigurðsson og Eiríkur Magnússon. Ármannskrossinum, æðsta heiðursmerki félagsins, voru þessir menn sæmdir: Sr. Helgi Hjálmarsson, Guðm. Guð- mundsson, Halldór Hansen, Hallgr. Benediktsson og Sigur- jón Pétursson. Aðrir heiðursfé- lagar á lífi eru Guðm. Stefáns- son, Winnipeg og Guðm. Þor- björnsson, bóndi. í gær voru þeir Ben. G. Waage og Herm. Jónasson, forsætsráðh. gerðir að heiðursfélögum. Heiðursmerki félagsins hlutu þessir menn: Ág. Jóhannesson, Björn Rögnvaldsson, Eggert Kristjánsson, Erlendur Péturs- son, Eyjólfur Jóhannsson, Guðm. Kr. Guðmundsson, Ja- kob Möller, Jón Þorsteinsson og Magnús Stefánsson. Ármanni og Jens Guðbjöms- syni bárust margar veglegar gjafir í tilefni afmælisns og fjöldi skeyta. Bridgekepninni lauk á fimtu- dag og voru þeir flokkar fyrst- ir, sem hér eru nefndir: 1: Gunnar Viðar, Jón Jóns- son, Skúli Thorarensen og Tóm- as Jónsson. Slig: 14.250. 2: Kristín og Óskar Norð- mann, Gunnar Pálsson og Jón Guðmundsson. Stig: 11.600. 3: Lárus Fjeldsled, Pétur Magnússon, Brynjólfur Stefáns- son og Guðm, Guðmundsson. iStig: 10760. 4: Einar B. Guðm., Axel Böð- varsson, Sveinn Ingvarsson og Stefán Stefánsson. Siig: 7420. Verðlaunin verða afhent á skemtifundi Stúdentafélagsins um næstu helgL Enginn virðist vita með vissu hvar dr. Negrin er niður kom- inn. Samkvæmt sumum fregnum er hann kominn til Frakklands. Á hann áð hafa farið yfir landa- mærin snemma í morgun. Með vissu verður þó ekkert um þetta sagt. Aðrar fregnir herma, að allir hinir ráðherrarnir hafi flogið til Madrid, en þeim ber ekki saman um hvort dr. Negrin hafi verið í flokki þeirra. í seinustu ræðu sinni boðaði dr. Negrin, að þótt Katalonia félli öll í hendur þjóðernissinna, mundi vörninni verða haldið á- fram við Madrid og annarstað- ar, þar sem lýðveldisherinn enn heldur velli. Engu verður að svo stöddu um það spáð, hvort um langa vörn er að ræða þar syðra úr þessu, eða hvort fullnaðarsigur- inn verður Franco nú auðunn- inn. En hermálasérfræðingar blað anna benda á tvent, sem er Franco mjög í hag. Ósigurinn í Kataloniu hlýtur að draga úr viðnámsþreki og baráttukjarki lýðveldissinnanna, sem enn standa uppi, og nú getur Franco sent allan her sinn suður þang- að, og með þeim ógrynnum af flugvélum og skriðdrekum, sem hann hefir yfir að ráða, er þess vart að vænta, að Miaja fái var- ist mjög lengi úr þessu. United Press. Yalur. 1. flokkur. Innanluissæfing í kveld kl. 9 í í. R.-húsinu. Mætið vel! Roosevelt mótmælir. Oslo i dag. Roosevelt Bandaríkjaforseti hefir liarðlega neitað þvi, að hann hafi nokkuru sinni sagt, að i næstu styrjöld yrði landa- mæri Bandaríkjanna i Frakk- landi. Kallar forsetinn það vis- vitandi lýgi, að hann hafi sagt þetta. Utanrikismálastefna mín er óbreytt, segir Roosevelt. NRP —FB. Forsýi! í Oé á liew York sýoinsini. » Oslo í dag. Norska útgerðarmannasam- bandið og „Norðmannasam- bandið“ hafa stofnað til sýning- ar í Oslo, til þess að gefa mönn- um liugmynd um dcildir félaga sinna á Heimssýningunni. Þótti þessi forsýning vel takast og eru inenn á einu máli um það, að sýningin í New York muni verða Noregi til sóma. — Sýningar- munirnir verða bráðlega sendir til Ameríku. NRP—FB. Bilslys í Noregi. Oslo í dag. Bílslys varð í Surnadal í fyrradag með þeim hætti, að bíll hrapaði af vegi niðm’ hlið- arslakka brattan og biðu allir, sem í bíhium voru, bana, þrir menn og bílstjórinn NRP—FB. Tekjnr norska dkis- ntvarpsins. Oslo í dag. Norska ríkisútvarpið liafði 1 tekjur á s.l. ári kr. 9.900.000, en útgjöldin námu) kr. 7.395.100. Tekjuafgangur varð því um 2.5 milj. kr. — Utgjöld á árinu höfðu aukist um 983.000. NRP —FB. Knattspyrnfélagið Valur heldur ársdansleik sinn í Odd- fellowhúsinu n.k. laugardag. Verð- ur mikið til dansleiksins vandað. — Aðgöngumiðar seldir í Málaranum, Bankastræti 3 og hjá H. Biering, Laugaveg 3. NÝTÍSKU HERNAÐARFLUGVÉL. Það eru hernaðarflugvélar af þessari gerð, sem Bandaríkjamenn em að smíða i stórum stíl fyrir Breta — en einnig fyrir sjálfa sig. Það er í ráði, að auka flugher Bandaríkjanna um livorki meira né minna en 13.000 flugvélar. Flugvélin, sem myndin er af, er svo kölluð Vultee V—12 árásarflugvél, út-btiin til þess að varpa niður sprengikúlum. Hún er búin sex vélbyssum og flytur sprengikúlur, sem vega 3000 pund.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.