Vísir - 03.03.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 03.03.1939, Blaðsíða 3
Föstudaginn 3, mars 1939. V I S 1 R 3 Sjö hundruð ára dánar- Snorra Rækíarsemi fpænda vorra, Nopðmanna. Sturlusonar minning Motto: „Man engi nú Snorra Sturluson.“ Kolbeinn grön. Eftir rúm tvö ár, eða í sept- ember 1941, eru liðin 700 ár frá dauða Snorra Sturlusonar, fræg- asta og ógleymanlegasta íslend- ingsins, sem lifað hefir á landi hér. í tilefni af þessum tímamót- um hefir frændþjóð vor, Norð- menn, ákveðið að heiðra minn- ingu Snorra með þvi, að reisa honum minnismerki að óðali hans, Reykliolti í Borgarfirði. Áður hafa Norðmenn heiðrað minningu Snorra með stofnun Snorrasjóðs. Verður Norðmönn- um ekki nógsamlega ]>akkað- ur sá sómi, sem þeir hafa sýnt Snorra á seinni tímum, enda má segja, að ]>eim sé það skylt, þar sem Snorri var myrtur að undirlagi Norðmanna-konungs. E41 — hvað gerum vér Islend- ingar, þjóðbræður Snorra, til að sýna honum sóma við þetta tækifæri? Vita ekki íslendingar hvers virði það er fyrir þá, að Snorri er Islendingur? Jú, það vantar ekki, að vér erum nógu grobbnir yfir þvi, að eiga Snorra, og þegar vér komum til annara landa, þá erum vér stoltir af því, að vera samland- ar lians frá „Sögueyjunni“. En það er eins og oss finnist að erlendum þjóðum einum beri að heiðra minningu Snorra, en að vér þurfum sjálfir ekkert um liana að liirða. Þetta er ófyrir- gefanlegt tómlæti, sem verður oss til minnkunar sem menn- ingarþjóð, ef vér látum aðrar þjóðir verða þess varar. Það er elcki nóg, að guma af frægum feðrum, en vera svo í flestu verrfeðrungar, sem látum menningu þjóðarinnar drukna í illdeilum og erlendum öfga- stefnum. Það þarf að liugsa um fleira en munn og maga, pólitík og peninga, þótt það sé golt með öðru góðu. Mér detlur í hug í þessu sam- bandi, dálitið atvik, sem kom fyrir mig rétt fyrir jólin síðustu. Eg fór í bókabúðir og ætlaði að kaupa Heimskringlu Snorra til að lesa liana enn einu sinni, mér til gamans um jólin. Þá mætti eg einum kunningja mínum, sem einnig var að leita að sömu bók. En livað skeður? Heims- kringla Snorra Sturlusonar var ófáanleg í bókabúðum í höfuð- borg „Sögueyjunnar“, á því Herrans ári 1938. Hinsvegar fékst þar nóg af kiljönskum bókmentum og öðru álíka and- legu góðgæti. Á 700 ára dánar- afmæli Snorra munu margir útlendir mentamenn heimsækja ísland, og margir þeirra munu telja það heilaga slcyldu sína, að kaupa rit Snorra á frummálinu við það tækifæri, ef þeir eiga þau ekki áður. Það væri því meira en meðal-skömm — já, það væri liöfuð-skömm — ef Snorra-Edda og Heimskringla Snorra yrðu ófáanlegar í bóka- búðum hér á þvi Herrans árl 1941. Það er auðvelt að geta sér þess til, hvaða álit liinn mentaði heimur fengi á „Söguþjóðinni“ eftir slíka frammistöðu. Það er rétt, að vér erum fáir og fá- tækir, en eitthvað verðum vér að gera til að lieiðra minningu Snorra. Vér liöfum ekki efni á því, að verða oss opinberlega til minnkunar frammi fvrir al- lieimi á 700 ára dánarafmæli iSnorra. Þess vegna verður að liefjast lianda. Það minsta, sem eg lield að vér getum gert fyrir minningu Snorra við það tæki- færi, er það, að gefa út vandaða, vísindalega liátíðaútgáfu af rit- um Snorra, Heimskringlu og Snorra-Eddu. Útgáfu, sem sér- staklega sé tileinkuð tækifær- inu, og svo vönduð að öllum frágangi, sem frekast er kostur á. Islensk bókagerð er komin á svo liátt stig, að eg er viss um að slík útgáfa af ritum Snorra gæti orðið Islendingum til mik- ils sóma, ef vel væri til hennar vandað. Ef Fornritaútgáfuna vantar fé til að gefa bækur Snorra út fyrir 700 ára dánar- afmælið, þá verður Alþingi það, er nú situr, þegar í stað að veita nægilegt fé til þess að hægt sé að liefjast handa um undirbún- 1800 FJÖLSKYLDUR. FJÖRTÁN EIMSKIP. Það voru 1800 landnemafjöl- skyldur, sem fluttar voru til Li- byu frá Neapel og Genúa undir yfirstjórn Balbo landstjóra, í Libyu, sem nú er ekki lengur nýlenda, lieldur liluti hins ítalska keisaraveldis, og er land- inu skift í fjögur fylki. Land- nemarnir liöfðu að eins nauð- synlegasta fatnað með sér, nokkura muni, aðallega minja- gripi o. s. frv. Þeir liöfðu selt alt, sem þeir gátu við sig losað, áður en þeir fóru. Á leiðinni til Libyu var séð fyrir þeim að öllu leyti af ríkisstjórninni, alt frá því þeir stigu upp í járn- brautarlestina til Neapel eða Genúa og þar til þeir voru komnir til síns nýja heimkynn- is í Libyu, þar sem alt var til- búið og Balbo sjálfur i eigin persónu afhenti þeim lyklana, að íveru- og peningshúsum. Alt fór þetta fram með miklum há- tíðleilc. Þetta er nútimaland- nám undirbúið og skipulagt af liinu opinbera. Landið er brotið, ]>urkað eða vatni veitt á það, hús reist, gripir keyptir o. s. frv., svo landneminn og fólk hans getur þegar tekið til við ræktun landsins. Landnemarnir eru undir verndarvæng ríkisins og verða. Á þessu landnámi er því alt annar braguræn á land- námi fyrri tíma, er landnem- inn og fólk lians varð að gera alt sjálft frá rótum, grafa brunna, reisa hús o. s. frv. UNDIRBÚNIN GSST ARFIÐ. — ÞAÐ ÞURFTI AÐ YINNA TRAUST ARABA. Undirbúningsstarfið var mik- ið og erfitt. Libya —- mestur hlutinn — er sandauðn. Það þurfti að veita vatni á landið og ing útgáfunnar þegar á næsta vori. Það má segja þeim það til hugarléttis, sem kunna að liorfa í kostnaðinn, að þeir peningar munu koma aftur með vöxtum, og meira að segja að miklu leyti í erlendum gjaldeyri. Því ef þess liátiðaútgáfa verður veru- lega vönduð og myndum prýdd, sem liún má til að vera, og seld við lióflegu verði, þá munu út- lendir hátíðagestir kosta kapps um að eignast liana til minning- ar um íslendinginn, sem gnæfir eins og fjall upp yfir alla nor- ræna rithöfunda fyrr og síðar, að þeim þó öllum ólöstuðum. Sennilega mun líka rnargur Is- lendingur vilja eignast slíka út- gáfu, því enn eru margir Islend- ingar með þjóðlega liugsun, þó margt sé gert til að uppræta hana úr þjóðarsálinni. Það mundi því sennilega frekar verða peningalegur hagur en lialli á útgáfunni. Islendingar! Snorri Sturluson á það margfaldlega skilið, að þetta, og helst fleira, sé gert til að heiðra minningu lians. Á sprengikvöld 1939. Jón N. Jónasson. undirbúa það til ræktunar og fyrst og fremst þurfti að friða landið — sannfæra Araba, hina innfæddu þjóð, um það, að það væri ekki verið að ganga á rétt hennar. Það var erfiðleilcum bundið, en það er talið liafa tek- ist — en þó reynir ekki á þetta fyrr en landnemunum fer að fjölga. En væntanlega verður ekki sömu sögu að segja og i Egiptalandi. Þetta var átta ára starf. Það var barátta við sand- auðnina og erfitt Ioftslag, ara- biska ræningjaflokka, trúar- bragðaflokka, sem eru ofstækis- fullir mjög og vopnasmygla, sem voru vanir að leggja leið sína um Libyu að vild. — Akrar í Libyu þurfa stöðugrar að- gæslu og liirðu. Ef þeir eru van- ræktir leggja miskunarlausir eyðimerlcurvindarnir alt í auðn á nokkurum vikum. Jafnvel heilar borgir verpast sandi. Einhver besti vinur landnem- ans ítalska er „sparto-jurtin“, sem bindur hinn sendna jarð- veg og kemur í veg fyrir upp~ blástur. En svo var einnig farið að gróðursetja „Eucalyptus“ og olífu-jurtir og i reitum milli þeirra vaxa nú vínviðir, maize, korn og grænmeti. 5000 ÍTALSKIR VERKAMENN SENDIR TIL LIBYU. Alt fyrirkomulag um land- námið liafði verið ákveðið til fullnustu í mars 1938 og voru þá gögn öll lögð fyrir Mussolini. Hann samþykti tillögurnar. Var svo hafist handa um fram- kvæmdir og enginn seinagang- ur á hlutunum, sem sjá miá af því hve margar fjölskyldur eru þegar komnar til Libyu. Það var óhemju starf, sem unnið var til undirbúnings þessum fyrir- ætlunum. Það var stuðst við eldri revnslu af landnámi i Li- byu, sem ekki hafði gengið vel. Þá var landinu skift í stórar spildur og leigl út, án þess að landneminn fengi tækifæri til þess að eignast býli sjálfur. Einn höfuðgrundvöllur land- námsins nú er sá, að landnem- inn eignast býlið sitt á samn- ingslega tilteknu tímabili. Til þess að geta komið landnám- inu á traustan grundvöll þurfti að ráða fram úr fjölda mörgum tekniskum, félag'slegum og fjár- liagslegum vandamálum. Og það var stór liópur ítalskra sgr- fræðinga, sem að þessu vann. Og 5000 italskir verkamenn voru sendir til Libyu, alt menn vanir vegalagningum, steypu- vinnu o. s. frv. Þeir unnu að vegagerð, að því að steypa brunna o. m. fl. Fjöldi inn- fæddra verkamanna vann með þeim og Italir, sem fyrir voru, m. a. við að reisa átta nýja landnemabæi og stækka þá sjö, sem fyrir voru. Allir þessir landnemabæir eru í nánd við strendur Miðjarðarhafs, i Tri- polis og Cyrenaica. EKKI DEIGUR DROPI ÚR LOFTI. Það er þurrviðrasamt i Li- byu. Það kemur ekki deigur dropi úr lofti dögum, vikum saman. Vatnsæðar eru ekki grynnra en 15—40 metra og það verður að nota rafmagnshreyfla til þess að dæla vatninu upp i brunna, gegnum mörg síunar- lög, en annarstaðar verður að veita vatni langar leiðir eftir skurðum, sumstaðar alt að 30 km. löngum, frá stöðum, þar sem vatn fæst í jörð. Ein slik vatnsmiðstöð er „Crispi“. Þar eru 16 brunnar, sem voru grafn- ir með vélborum, i alt að 400 metra dýpt, en vatninu er svo dælt í leiðslur, sem það rennur eftir til næstu bygðar- laga. Vatnsleiðslurnar eru alls um 1000 km. (þ. e. frá Crispi). STÓRGRÝTI OG SANDUR. Víða þar sem nú vex hinn dökldaufga vínviður og ýmis aldini var stórgrýti og sandur. Stórgrýtið var notað í undirlÖg veganna sem liggja um landið þvert og endilangt. Alt þetta mikla undirbúningsstarf var unnið undir yfirstjórn Italo Balbo, fyrrverandi flugmálaráð- herra ítalíu, sem kom hingað til íslands með flugvélaflokk fyrir nokkurum árum, eins og öllum mun i fersku minni. HVERT BtLI KOSTAR 165.000 lírur. Alls hefir verið mælt og und- irbúið til ræklunar 53.700 hekt- arar lands og' er metið á 5500 lirur liektarinn. Ríkið greiðir 30% af landverði og liúsa, liitt landneminn. Á lágsléttunum þar sem úrkomur eru litlar lief- ir hvert býli 15 ha. akurlendis. Þar er jörðin frjóvuð og vökvuð með aðfluttu vatni og ræktað korn, grænmeti, ávextir, gi’as, lucernur og baðmull. I liæðun- um þar sem úrkomur eru tiðari eru akrarnir 25—30 lia. að flat- armáli. Þar eru ræktaðar olífur, möndlur, ávextir o. fl. Á þeim 1800 býlum sem nú hafa verið tekin í notkun og ræktun er hibýlaskipun hvar- vetna liin sama. I iveruhúsinu eru 3 herbergi og eldlnis og bökunarofn, en útihús: Hest- liús og fjós, hlaða, svinastía, verkfæraskúr, hænsnahús og haughús. ALT TILBÚIÐ ER LANDNEM- ARNIR KOMA. — ELDSPÝTN ASTOKKURINN Á ELDHÚSBORÐINU. Þegar landnemarnir komu er „alt til reiðu“. Húsið með Landnám Itala í Libyu Herbert Falkow framkvæmdarstjóri, danskur maður, búsett- ur í Milano, sendi einu Kaupmannahafnarblaðinu ítarlega frá- sögn um landnám Itala í Libyu, og birtist hér útdráttur úr greininni. 1 Falkow var eini Norðurlandabúinn, sem tók þátt í hinum mikla leiðangri, nokkuru fyrir síðustu áramót, með ítalskar landnemafjölskyldur, til Libyu, og er fróðlegt að heyra hverjum augum hann lítur á áform þessi. FRANCO GEFUR FYRIRSKIPANIR. Mynd þessi var tekin á vígstöðvunum í Kataloniu skömmu l'yrir fall Barcelona og sýnir, er Franco er að gefa einum her- foringja sínum fyrirskipun. Eins og liermt er i skeyti, sem birt er hér fyrir neðan er Franco nú í þann veginn að hefja úr- slitasóknina, nema lýðveldissinnar sjiái sitt ráð vænst að biðja um vopnalilé. — Franeo boöai? úpslitasókn á hendnr lýðveldissinnum* ÞeiP hafa fengið <48 klst. frest til að ákveða, livort þeir semja um vopna- hlé eða berjast til þrautar. — Franco vill losna við ítðlsku sjálfboðaliðana. Oslo, 2. mars. Franco hefir tilkynt, að úrslitasóknin af hálfu þjóðernissinna verði hafin næstkomandi laugardag og hefir lýðveldisstjómin fengið tveggja sólarhringa frest til þess að taka ákvörðun um hvort hún vill semja um vopnahlé og frið eða halda stríðinu áfram. — Undirbúningi sóknarinnar er lokið og verður aðal- lega sótt fram á tveimur stöðum, í þeim tilgangi að rjúfa sam- bandið milli Madrid og Valencia, í þeim tilgangi að umkringja Madrid algerlega og knýja þannig fram uppgjöf höfuðborgar- innar, en Franco vill nú forðast að valda þar meiri eyðilegg- ingu, ef hjá því verður komist. Franco hefir snúið sér til yfirhershöfðingja ítala á Spáni, Gambara hershöfðingja, og borið fram kröfur um, að allir ítalskir sjálfboðaliðar á Spáni verði kailaðir heim nú þegar. — Gambara er lagður af stað til Ítalíu loftleiðis til þess að ráðgast við Mussolini um þessar kröfur Franco. —- NRP. — FB. öllum liúsgögnum og áhöldum, útihús, verkfæri, stórgripir, hænsni o. s. frv. Ennfremur matvæli, til þess að landneminn og fólk hans liefði nóg, uns þau sjálf væri komin af slaö með öflun slíks og var í hverju býli hveitipoki, kartöflur, kassi með „makkaroni“ (hveitistöngum, einn af þjóðarréttum Itala), hrísgrjón, matarolía, dósamat- ur, nokkurar vínflöskur, dósa- mjólk, bi’enni, steinolía — og eldspýtustokkur á eldliúsborð- inu. LAUN I BYRJUN. AFGJÖLD. AFBORGUN. Fyrsta sprettinn, þar til fyrsta uppskera er komin í garð fær landneminn kaup. Því næst leggur liann fram lielming af- urða sinna í fimm ár, sem af- gjald. Þessi fimm ár nefnast landnámstímabilið. Þá verður landneminn að ákveða hvort hann vill vera kyr og taka við býlinu, verða sjálfeignarbóndi og greiða andvirðið á 25—30 ár- um. LANDNEMARNIR ÚRVALSFÓLK. Landnámsnefndin velur land- nemana, í samráði við land- búnaðarfélögin og mæðra- og barnaverndarstofnanirnar, og er farið eftir þar til settum reglum við valið. Eitt höfuðskil- yrði er að landnemarnir sé af bændaættum, að í f jölskyld- unni sé 5—8 manns a. m. k., að bæði hjónin og börn þeirra sé hraust og efu allir landnemarn- ir og börn þeirra skoðaðir af læknum þrisvar sinnum, áður en fullnaðarákvörðun er tekin um umsókn þeirra. Sérstakar ráðstafanir eru gerðar til þess, að enginn lialdinn berklaveiki flytjist til Libyu. Loks eiga land- nemarnir að liafa siðferðilega hreinan skjöld og svo sem að líkum lætur vera i liinum fasc- istiska félagsskap og hafa unnið að landbúnaðarstörfum frá blautu barnsbeini. EFTIRLIT OG TILSÖGN * SÉRFRÆÐINGA. Landnámstímabilið njóta landnemarnir stöðugt leiðbein- inga sérfróðra manna, búfræð- inga og landbúnaðarkandidata, en búfræðilegar tilraunastöðvar eru á hveru landnámssvæði, en þar eru einnig reistar kirkjur og skólar fyrir landnemana og börn þeirra — fundahús, póst- og símastöð, skrifstofubygging landnámsstj órnarinnar, læknis- og ljósmóðurbústaður o. s. frv. — Það er landnám með liku fyrirkomulagi sem þessu, er Þjóðverjar hafa í liuga, er þeir fá — eða ef þeir fá — nýlendur sinar aftur. a.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.