Vísir - 03.03.1939, Blaðsíða 4

Vísir - 03.03.1939, Blaðsíða 4
4 V I S I K Föstudaginn 3. mars 1939. Frá tískusýningu. MA TREIÐ S LA. Aprikosuábætir. 125 gr. þurkaðar aprikosur, % ltr. sjóðandi vatn, safi og börkur einnar sítrónu, 1 dl. syk- ur, 3—4 blöð matarlím, l1/^ dl. rjómi. Aprikosurnar eru skolaðar og sjóðandi vatni lielt á þær. Látn- ar standa yfir nóttina. Soðnar daginn eftir i vatninu ásamt sykrinu, fcitrónusafanum og þvi ysta af berkinum. Síðan sí- að i hárfínni síu. — Matarlím- inu fyrst dyfið í kalt vatn ogsíð- an leyst upp í 2 dl. sjóðandi vatni. Síað áður en þvi er hrært saman við aprikosurnar. Þegar þetta svo er orðið kalt og byrjar að hlaupa saman (verða ,,stíft“) er þeyttum rjóma hrært saman við. Þetta er svo sett í fallega skál og skreytt með þeyttum rjóma. „Karamel“-ábætir án eggja. 3 dl. mjólk, i/4 1. rjómi, 7 blöð matarlím, kg. sykur, % dl. kalt vatn, vanilledropar eða stöng. — Sykurinn er látiim í pott og vættur með köldu vatni. Potturinn settur á eldinn og ekki hrært í honum fyr en syk- urinn fer að brúnast og á þá að hræra þar til liann er brúnaður, —- 1 matskeið af rjóma er sett saman við mjólkina og hún soðin með vanilíunni. Matar- límið er bleytt upp og þeytt saman við liana. Mjólkin siuð og látin kólna. Þegar hún fer að stirðna, er djálitlu af sykur- kvoðunni og þeyttum rjóma hrært saman við. Sett i form og látið standa á ís.' — Það sem eftir er af sykurkvoðunni er blandað vatni og notað fyrir sósu. Sumir Iiræra þeyttan rjóma saman við og er það mjög ljúffengt. DREKKIÐ LÝSI. Talsvert hefir verið að því gert hér í bæ og hér á landi síðustu árin, að gefa börnum og unglingum lýsi, og er það vafalaust mikilsverð fram- för og lýsið heilsugjafi þeim sem neyta. Sagt er, að i lýs- inu séu tvö mikilsverð fjör- efni — A og D. — Og nóg er til af lýsinu hér á landi og það svo ódýru, að engum er ofvaxið að afla sér þess. Sennilega liafa börn og unglingar allra mesta þörf fyrir þennan hreysti- og heilsugjafa, en líklega hefðu allir íslendingar gott af því, að neyta lýsis daglega — frá einni teskeið og upp í eina matskeið. C-fjörefni er í mörgum matvælategund- um, en einna mest í sítrónum, tómötum og Appelsínum. All- mikið er og af fjörefni þessu í jarðeplum, en það dofnar til muna, ef þau (þ. e. jarðeplin) eru soðin lengi. Sjálfsagt er að sjóða kartöflurnar í heilu lagi og með hýðinu, ef þær eru ekki soðnar yfir gufu. G-fjörefni er og til góðra muna í gulrófum og skarfakáli og fíflablöðum. Hvönn er og talin auðug af þessu fjörefni. í ribsberjum er allmákið af G- fjörefni og sömuleiðis í jarðar- berjum. t þurkuðum ávöxtum og þurkuðu káli er yfirleitt heldur lítið af C-fjörefnum. LÉK SJÁLFA SIG. Belgisk leikkona, Ada Bodart að nafni, er talin vera eini leik- andinn, sem sýnt hefir í kvik- mynd nákvæmlega einn þátt úr lífi sínu. Hún var vinkona Edith Cavell. Árið 1915 tóku Þjóðverjar leikkonuna fasta og lögðu fyrir liana ótal flækju- spurningar í samandi við mál Edit i Cavell, er ákærð var fyrir njósnir, sem kunnugt er, dæmd til dauða og skotin. — Tólf ár- um síðar (1927) var Ada Bodart fengm til þess að leika þenna þátt sinnar eigin sögu í kvik- mynd einni enskri, seni fjallaði um starfsemi og afdrif Edith Cavells. ELSTA ÁSTABRÉF, sem til er i heiminum, svo að menn viti, er talið um 3500 ára gamalt. Það fanst fyrir nokkur- um árum á Egiptalandi og er rist eða ritað á stein. Það er biðilsbréf og er orðalagið talið bera vitni um mikla ást og heitar tilfinningar. Viðtakandi bréfsins er einhver prinssessa. Það er talið ljóst af bréfi þessu, að fyrir 3000—4000 árum muni ástfangnir menn liafa túlkað tilfinningar sínar á mjög svip- aðan hátt og meim gera enn • Það er mikil hagsýni að ákveða fyr- irfram og skrifa hjá sér, hvað hafa skuli til matar alla vik- una. Verður þá hægara að raða niður fyrir sér og panta alt i einu til dagsins lijá kaupmann- inum og nokkuð þægdlegra, en að síma ef til vill tvisvar eða þrisvar á dag eftir vörunum. Þetta eru teikningar af „modelIum“, sem sýndar voru hjá Ambassadeurs í París í vetur. —- a. Svört klæðisdragt með loku- fellingu í bakinu á jakkanum. Ermarnar úr blárefaskinnum. Hatturinn (pillbox) er svartur og ísaumaður með rauðu á hægri hlið og á parti að framan. — b. Mjög falleg, létt skinnkápa úr svörtu persnesku skinni (broadtail), sem ei mjög í tísku. Kraginn er litill og ryktur i hálsmálið. Ilúfa og handskjól úr silfurrefaskinni. c. og d. 2 hatlar í nýjustu tísku. e. „Swagger“ úr eftirgerðu bifurskinni. — f. Kápa skreytt^ að framan, aftan og í hálsinn með svöitu skinni af persnesku lambi. — g. Kragalaus kápa úr svörtu ullarefni með quilt-saumuðu crepe-de-chine fóðri. h. Nýtísku hattur, sem geng- ur ofan á ennið og eru börðin uppbrett á hliðunum. Hárið er vafið upp öðru megin á höfðinu. i. Ivihneptur jakki úi persnesku skinni. — j. Mjög algengt Iag á kápu úr persnesku lambaskinni. Þetta lag á kápum minnir nokkuð á þær káp- ur, er í tísku voru fyrir lieimstyrjöldina. HtJSRÁÐ OG HEILLARÁÐ Skinnhanska (hvitt glasé) er best að hreinsa með baðmull, sem vætt er í magnium karbo- nat. Áður en þeir eru notaðir, skal hrista þá vel. • Þegar þér kaupið skinn- hanska, skulið þér ekld láta yð- ur nægja, að fá það númer, sem þér eruð vanar að nota, heldur skulið þér reyna hanskana, því að ekki eru allar skinntegundir jafn teygjanlegar. Það er ágætt að baða þreytta fætur í saltvatni. © Skiljið eldd litil börn eftir ein síns lið í íbúðinni. • Ef mygla hefir komist í brauðkassann yðar, skulið þér þvo hann að innan með klút vættum í ediki. — Það kemur ekki ediksbragð að brauðinu fyrir því. Notið aldrei varalit, þegar þér liafið „iáblástur“ eða sprungnar varir. Það getur ver- ið hættulegt. Eiturefni geta verið í litnum. A5 FOðna. Margir munu ætla, að þeir, sem snögglega skifta lit i and- liti eða roðna, sem kallað er, hvort sem orsöldn er feimni, reiði, gleði, blygðun o. s. frv., roðni ekki annarsstaðar en í sjálfu andlitinu. En þessu er víst ekki þannig varið. Sagt er, að fólk geti alveg eins roðnað um bolinn og geri það oft —- alla leið niður að mitti eða mjöðmum. En vitanlega er þessu sjaldan athygli veitt — af góðum og gildum ástæðum! ummi Lausaveo 35. Aðeins nokkra daga kápur og frakkar með tækifærisverði. Úrval af fermingarkápum og frökkum. Verð frá 75 krónum. Sig. Guðmundsson. Sími 4278. 9 Það sem eftir er á útsölunni af vetr ar höttu m, verður selt með mjög lágu verði. Fjaðpir og filíblém í miklu úrvali. Hattaverslun SofTíu Pálma. Laugavegi 12.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.