Vísir - 13.03.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 13.03.1939, Blaðsíða 2
miður, ekki yrði komist hjá þvi á þessu ári, að herða enn á þeim, eins og frekast væri fært. VISIR VtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S i m > r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 VerS 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Ekkert Ián? I síðasta hlaði Tímans biriist * löng grein eftir Jónas Jóns- son, sem hann kallar: Kúlu- Andersen og Héðinn Valdimars- son með „nýju fötin keisar- ans“. Fjallar grein þessi um 60 miljón króna lánið, sem svo miklar sögur liafa gengið um, að ríkisstjórnin myndi geta fengið erlendis, og Héðinn Valdimarsson skrifaði 14 dálk- ana um i blöð kommúnista og vill láta þakka sér, livort sem nokkuð verður úr þvi eða ekki. I sama Tímablaði er birt yfir- lýsing friá fjármálaráðherran- um þess efnis, að rikisstjórnin hafi „ekki fengið neití láns- tilboð i hendur“, að henni liafi engin gögn borist „er gefi það til kynna“, hvort um raun- verulega lánsmöguleika fyrir ísland sé „hér“ að ræða, og að engu hafi verið lýst jTir um það, að ríkisstjórnin muni ekki ræða við aðra um lántöku „fyr en séð væri hvað úr þessu máli yrði.“ Af yfirlýsingu fjármálaráð- herrans má sjá, að all er í ó- vissu um þetta marg-umrædda lán, og var það þó að vísu á allra vitorði áður. En af grein Jónasar má ráða, að slíkt lán mundi livorki honum né Fram- sóknarflokknum eða rikis- stjórninni á nokkurn liátt kær- komið. Er greinin lítið annað en lirakyrði og svivirðingar um þessa tvo útlendinga, sem hér voru á ferð á dögunum, þeirra erinda, að grenslast eftir því, hvort ríkisstjórnin vildi nýta aðstoð þeirra til þess að útvega landinu þetta umrædda lián. I upphafi greinar sinnar segir J. J. að höfuðstaðurinn hafi síðustu dagana verið „full- ur af glæsilegum vonum um nýja gullöld“, menn hafi „full- yrt, að tveir miljónamæringar væru í þann veginn að flytja hingað 60 miljónir króna“ og „ætluðu að borga allar skuldir íslands, þíða upp frosnar inn- stæður við verslanir kaup- manna hér á landi, svo að á- batavænleg verslun i stórum stíl gæti byrjað að nýju“. Fjármálaráðherrann hefir nú ár eftir ár, i fjármálaræðum sínum, útlistað það fyrir þjóð- inni hver vandræði viðskiftum landsins við útlönd stæðu af „frosnu innstæðunum“, van- skila-skuldunum, sem hvíldu eins og farg á gjaldeyrisversl- uninni sökum þessara skulda, ekki sisf. hefir hann talið, að óhjákvæmilegt væri að halda innflutningsliöftunum og herða á þeim því meir sem lengra liði. Mönnum hefir skilist, að ráðherrann teldi þetta þó „illa nauðsyn“, og í síðustu ræðu sinni sagði hann skýrt og skil- merkilega, að það ætti að vera markmiðið að losna alveg við öll innflutningshöft, þó að, því Jónas Jónsson virðist nú líta nokkuð á annan veg á „frosnu innstæðurnar“. Hann virðist ekki telja þess mikla þörf, að „þíða“ þær, þær séu í rauninni að eins „frosnar við“ verslanir kaupmanna, þær komi því engum öðrum við, og ef þær verði „þíddar“, þá verði það ekki til annars, en að „ábata- vænleg verslun í stórum stíl gæti byrjað að nýju“! Og hverj- um skyldi það svo sem geta orðið að gagni, nema kaup- mönnunum? Að vísu er það nú nokkuð torráðin gáta, hvernig það mætti verða að ábatavænleg verslun gæti „byrjað að nýju“, án þess að liagur almennings hefði batnað eða dýrtíðin í landinu minkað. En ef sú yrði afleiðingin af lántöku til að „þíða frosnu innstæðurnar við verslanir kaupmanna“, þá flyti þó einhverjum öðrum en kaupmönnum sjálfum eitthvað gott af henni. Jónas endar svo grein sína með þeim ummælum, að „lík- legast“ væri það íslendingum „hollast, að húa að sínum heimalda gróða“. Ef til vill á liann við það, að jafnan muni hollastur „heima fenginn haggi“. En skyldi það ekki að talsverðu leyti vera komið und- ir því, hver „bagginn“ er, eða liverskonar? — Stjórn Fram- sóknarflokksins á viðskiftamál- um landsins fer að minsta kosti að verða of þungur baggi fyrir þjóðina að bera, þó að „heima- :fenginn“ sé. Og vist má telja, að bragð sé að „þá barnið finnur“, þegar fjármálaráðherrann er sjálfur farinn að stynja undir honum. Siestaíuiiiluri í Oielloifliu I m ou Fundur var einnig haldinn á Akureyri og útvarpsumræður fara fram á næstunni. Stúdentafélag Reykjavíkur og Stúdentaráð Háskólans boðuðu til almenns stúdentafundar um sjálfstæðismálið í gær, og hófst fundurinn í Oddfellow-húsinu kl. 2 e. h. Fyrstur tók til máls Ragnar E. Kvaran landkynnir, þá Benedikt Sveinsson fyrv. alþm., Guðbrandur Jónsson prófessor, Eirikur Sigurhergs- son, Gísli Sveinsson sýslumað- ur, Guðmundur Benediktsson bæjargjaldkeri og Carl D. Tuli- nius forstjóri. Fjölmenni var mikið á fund- inum og auk stúdenta var al- þingismönnum og rikisstjórn boðið á fundinn. Nokkur á- greiningur var milli ræðu- manna um stefnu þá, sem bæri að fylgja í sjálfstæðismálunum í framtíðinni og var svo að heyra, einkum á jafnaðarmönn- um þeim, sem þarna töluðu, að þeir teldu ekki timabært að segja upp sambandinu við Dani að svo komnu máli. Aðrir ræðu- menn tóku hinsvegar alt aðra og ákveðnari afstöðu til máls- ins. Engin ályktun var ger á fundi þessum, en væntanlega fara frekari umræður um málið fram á næstunni. Stúdentafélag Akureyrar hélt einnig fund um málið í gær en í ráði mun vera að ', úlvarps- ræður fari fram um málið milli stúdentafélaganna hér og á Akureyri. Handtökur í London, Liverpool og Manchester. um líf dómara, sem dæmdi hermdarverkamennina í fangelsi. Setið EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morguri. Frá Liverpool er símað, að lögreglan þar hafi með höndum rannsókn á því, hvort írskir lýðveldissinnar eru valdir að því, að tilraun hefir verið gerð til þess að veita vatni á veðhlaupa- brautina við Ainstree, en þar stendur mikið til 24. mars, því að þá fara fram einhverjar mestu veðreiðar ársins (Grand national steeplechase). Flóðgarðar, sem liggja milli veðreiðabrautarinn- ar og Leeds-Liverpool skipaskurðarins hafa bilað — eða verið skemdir af mannavöldum — og hef- ir flætt yfir svæði, sem er 2 ferhyrningsmílur að stærð. Lögreglan í London, Liverpool og Manchester vinnur stöð- ugt að því að elta uppi þá, sem vinna að hermdarverkatilraun- um. Einkanlega hefir lögreglan í London haft sig mikið frammi seinustu daga, vegna sprengjutilræða, og hafa leyni- lögreglumenn handtekið fjölda manna, en allmargir hafa verið látnir Iausir aftur. Mikið af sprengiefni hefír fundist. SPRENGJUTILRÆÐIÐ í LONDON. Vopnaðir lögreglumenn eru á verði í Manchester við hús dómara þess, sem nýlega dæmdi Ira, sem sekir voru fundnir um hermdarverk, í alt að 20 ára fangelsi. Er. dómurinn hafði verið uppkveðinn hrópuðu þeir: „Lifi írska lýðveldið“, en vinir þeirra og stuðningsmenn hafa heitstrengt að hefna þeirra. Óttast lögreglan, að þeir sitji um líf dómarans. United Press. Miklar æsingar í Slúvakíu. Þjfiðverjar snúast á sveif með Slóvöknm, Stjórnarfnnónr f Prag. EINKASKEYTI TIL VlSIS. , London, í morgun. St jórn Tékkóslóvakíu kemur saman á fund í dag til þess að ræða um Slóvakíumálin. Er sagt, að sumir tékknesku ráðherrarnir, sem skipaðir voru í stjórn Slóvakíu, sé ekki að skapi þýsku stjórninni, en þess gætir nú m jög í þýskum blöðum, að Þjóðverjar hafi samúð með Slóvökum. Búist er við, að tékknesku ráð- herrarnir kunni að segja af sér. Miklar æsingar eru í Slóvakiu út af viðburðunum undanfarna daga. Sidor, sem tók við forsæti í lieimastjórninni, gerir alt sem í hans valdi stendur til þess að draga úr æsing- unum og friða hina æstustu skilnaðarsinna í Slóvakíu. United Press. Svona leit eitt húsið í Southwark út, eftir sprengmguna við rafmagnsstöðina þar. Fimmtío fcassar aí sítrðnom íyrir Framsöknarrefi. * - - Fólkid liggur í hundruðum í kvefi. Með síðustu skipsferðum komu hingað til bæjarins 100 kassar af sitronum, en þær hafa ekki verið fáanlegar urn nokk- urt skeið þrátt fyrir mikla eftirspurn. Grænmetisverslunin mun hafa fengið þessa sendingu, enda er nú svo komið, að hún virðist ein fá innflutnig á ávöxtum, — hafi einskonar einka- sölu í praxis, þótt það sé að sjálfsögðu ekki lögum samkvæmt. Margar verslanir brugðu við, þegar um sítrónusendingu þessa fréttist og gerðu pantanir sínar, en þá kom það upp úr kafinu, að ákveðið hafði verið að fimtíu kössum af þessum liundrað skyldi varið til refafóðurs, en ekki fylgdi það fréttinni, hvort um var að ræða tvífætta Fram- sóknarrefi, eða þá venjulegu ferfættu, þótt' mörgum þyki hið fyiTiefnda sennilegra. Mörgum mun koma það kyn- lega fyrir sjónir, að hinir vísu ráðamenn þjóðarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu, að refirnir þurfi ávexti sér til vaxt- ar og viðgangs, en á sama tíma liggur mikill hluti bæjarhúa í kvefsótt, sem er árleg plága á vetrarmánuðunum. Talið er að slíkum sjúklingum sé það mjög heilsusamlegt, að neyta ávaxta, en svo lítur út, sem stjórnar- völdunum þyki fara betur á að láta ekki fénaðinn einan vesl- ast upp úr karakúlsjúkdómum, heldur verði mannfólkið einnig að sínu leyti að þjást af kvef- sótt, sem þá mætti kenna við stjórnarvöldin og nefna mannlega karakúlsjúkdóma. Slæmar gæftir og litill í Testmannaeyjnm. Fréttaritari Yísis Yest- Fypipspupn til Þjóðviljans Verður næsti fílisíor- seii frikklaids London, í morgun. Franska stjórnin hefir tekið til umræðu á stjórnarfundi for- setakjörið, er fram fer 5. apríh Kosinn verður nýr ríkisforseti í stað Lebrun, í sameinuðu þingi, og eru þessir taldir lík- legastir til þess að verða kosnir, og hefir sá mestar líkurnar, sem efstur er, en hinir minni: Eduard Herriot. Francois Pietri. M. Jeanneney. Leon Berard. Henri Querville. Pietri ráðherra er Korsíku- maður og er aðstaða hans talin sterkari þess vegna. Berard fór til samninga við Franco, eins og skammt er að minnast. United Press. Mikill þorskafli vid Noreg. Osló, 11. mars. — FB. Þorskveiðarnar við Norður- Noreg hafa gengið mjög vel að undanförnu og er aflinn orðinn lielmingi meiri en á sama tíma í fyrra. Vetrarsíldveiðarnar ganga eninig vel. — Aflinn nam síð- astliðna viku 420.000 liektó- lítrum. — NRP. mannaeyjum símar blaðinu að óvenju dauft athafnalíf sé þar nú miöað við það, sem venju- lega tíðkast um þetta leyti árs, enda hafa gæftir verið erfiðar og afli lítill. Hefir kveðið ó- venju mikið að landlegum, en menn gera sér vonir um að úr því fari að rætast senn hvað líður. Yfirleitt munu menn í Vestmannaeyjum liafa litla trú á stjórnarsamvinnu útveginum lil bjargar, ef ekki verður breytt um búnaðarháttu að öðru leyti. Bíða menn og sjá hvað setur, en fylgjast vel með öllu þvi sem gerist á vettvangi stjórnmál- anna. Að gefnu tilefni skora eg á „Þjóðviljann“, að svara eftir- farandi spurningum: 1. Hvaða rök færir blaðið fyrir þeirri staðhæfingu, að eg sé nazisti? 2. Er annar málflutningur blaðsins yfirleitt hygður á samskonar sannleiksgrunni og ofangreind staðhæfing þess? Rvík, 13. mars 1939. Þorsteinn Jósepsson. Næturlæknir: Kristján Grínisson, Hverfisgötu 39, sími 2845. Næturvörður í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.