Vísir


Vísir - 12.04.1939, Qupperneq 3

Vísir - 12.04.1939, Qupperneq 3
Miðvikudaginn i2. apríl 1939. v rsiR 3 Indriði Ginarsson ritliöfnniur F. 30. apríl 1851 — D. 31. mars 1939 I. Siðasti hirðmaðurinn Þegar Indriði Einarsson var ■ liálfníræður, kom út og var I sýnt nýtt leikrit eftir hann: Síðasti vikingurinn, um Jörgen Jörgensen, sem vér köllum Jör- und hundadagakonung. Eins og kunnugt er, togast alt af tvær skoðanir á um gang heimsins. Eldri kynslóðunum finst venjulega, að þær yngri muni aldrei jafnast á við hina miklu menn, sem á undan eru farnir, að guð og menn og alt sé orðið breytt og ólíkt því, sem var í fyrri daga. En hins vegar reyna flestir að lialda fast i þá trú, að þrátt fyrir alt miði mannkyninu í áttina til framfara, þó að brautin virð- ist hlykkjótt. Indriði Einars- son leit á lífið frá báðum þess- lim sjónarmiðum. Hann var alt af ungur i anda, þótti gott að vera með æskunni og skildi hana. Og hann var hagfræð- ingur, sem lét oft liugann dvelja við hækkandi tölur og vaxandi framfarir. En liann fann það lika, að með hverri kynslóð týnist eitthvað af verð- mætum, að rninsta kosti í bili. Menningin sk.iftir hömum, og vöxtur vissra eiginleika gerist einatt á kostnað annara, svo að erfitt er að segja, hvort stenst á livað vinst eða tapast. Með Indriða Einarssyni virð- ist mér liorfinn af sjónarsvið- inu siðasti hirðmaðurinn á ís- landi. Hann var kurteis mað- ur, en kurteis er, eins og kunn- ugt er, dregið af court, sem þýðir hirð. Hann dáðist að prúðmensku og göfuglæti þeirra kynslóða, sem höfðu sótt frama með því að kunna að vera með tignum mönnum, en ekki með þvi að fara i bætt- ar buxur, stinga höndunum í buxnavasana og kjafla karlana upp til þess að komast til upp- befðar og valda. Ekki svo að skilja, að hann líli smáum augum á alþýðu manna. Henni er engin virðing sýnd með því að gera ráð fyrir, að hún hafi vondan smekk. Eg hefi komið á marga sveitabæi með Ind- riða, og eg hefi aldrei þekt hæ - verskari gest. Hann ávarpaði húsfreyjur og ráðskonur: ma- dame! — eins og hann væri að tala við greifafrúr i Ver- sailles. Og þær kunnu að meta það. Hirðmenskan var runnin honum i merg og bein. Kurteisin kom að innan, sú kurteisin sanna, siðdekri öllu æðri, af öðrum sem lærist. Indriði var jafnmikið prúð menni við alla, háa og lága, kunnuga og ókunnuga, vanda- bundna og vandalausa. Eg er viss um, að hann hefir alt af verið kurteis við sjálfan sig, sem er ef til vill allra mestur vandinn, jafnmikið prúðmenni í einrúmi og i veislusal. Og kurteisin er ekki tóm fágun. Ifún heimtar rétt hugarfar, ef hún á að vera annað en gríma. Indriði fann, að það liefði ver- ið ókurteisi að gera öðrum sársauka að nauðsynjalausu, að öfunda aðra nienn eða vera illa við þá, — að ganga ekki beinn, vera ekki glaður og reif- ur, láta hugfallast, bera ekki elli og erfiðleika prúðmann- lega. Þess vegna var alt af hressing og lyfting að hitta hann og jafnvel sjá hann á- lengdar á götunni. Nú er liann horfinn sjónum, silfurhærði öldungurinn með léttu hreyfingarnar, fulltrúi gamallar glæsimensku með æskulundina og framfarahug- inn. Það varð enginn vábrest- ur við dauða lians, hann skilur ekki við neitt forustulaust lið eða liálfgerð stórvirki. Hann Iiafði lokið æfistarfinu og dreg- ið sig i hlé frá allri baráttu. En hann liafði saiiit ekki lif- að sjálfan sig. Hans er sakn- að, og það er eins og höfuð- borgin hafi minkað við að missa síðasta liirðmanninn sinn. S. N. II. Leikritask:áld.id Skáldin eru tár sögunnar, sagði þýskt skáld eitt. Skáldin eru áliorfendur mannlífsins, þau standa á bakka hinnar stóru elfar og horfa á straum- inn, er án afláts brunar að flæði fram, stundum lygn og þungur, en stundum byltist liann um sker og flúðir, ými$t með sól- skin á vanga i sumarveðri, eða úfinn i skapi, er skýin drúpa höfði til jarðar. En áfram renn- ur hin mikla móða, ián afláts til endimarka. Þótt skáldin ber- ist með straumnum, eins og aðrir dauðlegir menn, knýr innri þörf þá til að nema við og við staðar, skyggnast um í allar áttir, horfa fram á við og aftur í tímann, athuga eðli mannlifs- ins, móta áhrifin i sinni eigin sál og gefa þeim nýtt líf í list- rænu formi, i ljóðum, leikrit- um, sögum eða á annan hátt. Indriði Einarsson var korn- ungur skólapiltur, er hann um- skapaði íslenskar þjóðsagnir í „Nýjársnóttinni“ og eftir það helgaði liann líf sitt leikrita- skáldskap, er því varð við kom- ið fyrir önnum lífsins. Hann sótti yrkisefni sin i islenskar þjóðsögur í „Nýjársnóttinni“, „Hellismönnum", og „Dansin- um i Hruna“, en i sögu þjóðar- innar í leikritunum „Sverð og bagall“ (frásaga úr Sturlungu) og „Síðasti víkingurinn“ (Jör- undur Hundadagakonungur), en „Skipið sekkur“ lýsir hjú- skaparlifi og er samið i anda Ibsens. Auk þessara 6 leikrita þýddi hann „Víkingana á Há- logalandi“ (með Eggert Ó. Bríiii), „Æfintýri á gönguför“ og á síðustu árum æfinnar ell- efu leilcrit eftir Shakespeare. Indriði Einarsson var gagn- kunnugur erlendum leikrita- skáldskap, alt frá Sophokles hinum griska til Shakespeares, Scliillers, Ibsens, Maeterlincks og annara, en einkum munu þessi fimm höfuðskáld heims- bókmentanna hafa snortið Iiuga lians og gætir áhrifa þeirra víða i leikritum hans. Þannig hefir „Jónsmessunæturdraumur“ Shakespeares haft áhrif á „Nýjársnóttina“, Gvendur snemmbæri er „lustige Person“, er mjög ber á i ýmsum ritum klassiskra leikskálda bæði á Englandi og annarstaðar, hundshausinn á Gvendi snemmbæra er úr 3ja þætli „Jónsmessunæturdraumsins“. „Hellismenn“ hefðu sennilega aldrei orðið til, ef höfundur- inn hefði ekki þekt „Ræningj- ana“ eftir Schiller. Leikrit Ibsens, einkum „Et Dukke- hjem“, „Fruen frá Havet“ og „Hedda Gabler“ endurspeglast í „Skipið sekkur“. Maeterlinck var meistari í að vekja óhug og fyrirboða illra atburða með lit- ilfj örlegum leiksviðsútbúnaði eins og vindgusti, óvæntum liöggum og þess háttar og kennir jiessara álirifa allmjög i „Skipið sekkur“. Ógáutan í „Dansinum i Hruna“ átti að verða nokkurskonar íslenskur Mefistofeles og er sambland af hinum jijóðlega íslenska Ivölska og Mefistofeles Goetlies og Marlowes hins enska, er að sumu leyti varð fyrirmvnd Goethes. Þannig mætti lialda á- fram til þess að sýna samband hins islenska leikritaskálds við heimsbókmentirnar. Það var að vonum, að Indriði Einarsson sótti viðfangsefni sin i íslenskar þjóðsögur eins og t. d. þeir Matlhías Jochumsson í „Skugga-Sveini“ og Jóhann Sigurjónsson í „Fjalla-Eyvindi“ eða í sögu þjóðarinnar eins og Matthías í „Jóni Arasyni“. En liann varð fyrstur tii að ryðja nýjar brautir, er hann hvarf að sálfræðilegum viðfangsefnum hjónabandsins í „Skipið sekk- ur“, líkt og Kamban síðar í „Vér morðingjar“ og öðrum leikritum. Indriði Einarsson varð braut- ryðjandi i íslenskum leikrita- skáldskap og mun hann ætið skipa þann sess með sóma i ís- lenskri bókmentasögu. Á eflir lionum hafa risið upp allmörg íslensk leikritaskáld, er hafa lært margt af honum og ekki síst öðlast kjark til að skapa nýja listagrein á íslandi, hinn göfuga leikritaskáldskap, er fyrir lians daga var örmjór vís- ir, en er nú orðinn álitlegur meiður og á eftir að þroskast og vaxa á ókomnum öldum. Ind- riða Einarssonar mun þó senni- lega verða lengst minnst vegna Þjóðleikhússins, er liann með óþreytandi elju barðist fyrir um langt áraskeið og liann má telj- ast aðalhöfundur þess og faðir. Hann vildi, að háskóli og þjóð- leikhús yrðu þeir turnar tveir, er gnæfðu hæst í íslenskri menning, og sá réttilega, að ís- lenskri menning væri það lífs- skilyrði, að jiessum tveim hug- sjónum yrði komið í fram- kvæmd. Sköpun þjóðleikhúss- ins var svo háleit hugsjón, að hann varð lengst af einn að berjast fyrir henni. Flestir litu á þessa hugsjón hans sem draumóra hins rómantíska skálds, er aldrei kæmist i framkvæmd, en hann sigraði í þessari baráttu sinni, en fékk því miður ekki að njóta þeirr- ar lokagleði síns gæfusama lifs að sjá leiklnisið taka til starfa. „Höllin er risin, jiótt hún sé. ennþá tóm, svo kemur sálin með söng og leik og blóm“ kvað vinur hans, Þorsteinn Gíslason, fvrir 3 árum, er Ind- riði Einarsson varð 85 ára. Það er i raun og veru dásamlegt, að fátækum íslenskum embættis- manni, er mestan hluta æfinn- ar fékst við þurrar hagfræði- legar tölur og vafalaust var hlaðinn fjárliagsáhyggjum, skyldi auðnast það að lyfta slíku Grettistaki og að skapa Þjóðleikhús íslands. Vafinn læddist aldrei inn í sál hans, sannfæring hans um gildi leik- listar fyrir menning þjóðarinn- ar var reist á bjargi, hann vissi, að „dísir allar deyja, ef harpan þagnar“. Sjálfur var hann i eðli sínu rómantískt skáld, er sá alla tilveruna i hillingum og unni fegurðinni í hverri mynd, sem hún birtist. Tungsljós og víravirki voru uppáhaldsorð hans, og því gekk hann léttum fótum yfir klungur jarðneskra erfiðleika. Meðal bestu vina hans í lífinu var skáldjöfurinn Shakespeare, með honum dvaldi hann mörg síðustu ár æfi sinn- ar, er liann þýddi leikrit hans. Hann sá í anda fjölda af leik- persónum Shakespeares og mvndi hafa fagnað þeim sem vinum, ef þær hefðu birst lion- um. Sjálfur skapaði hann um 100 leikpersónur í leikritum sínum. Eg sé í anda þessar leik- persónur þyrpast um hann, er liann nú kveður þenna heim. Þar er Áslaug álfkona, tíguleg og réttir honum hönd sína, álfa- meyjarnar Heiðbláin og Ljós- björt dansa í kringum hann, lieil i'öð af persónum flykkjast um liann, þar koma Fríður og Hlaðgerður úr „Dansinum í Hruna“. — Jörundur gengur til skips------— skáldið bros- Alexander Jóhannesson. III. Hagfræðingurinn Indriði Einarsson var fyrsti íslendingur, sem tók háskóla- próf í hagfræði. Að vísu liafði Arnljótur Ólafsson áður lagt stund á þá fræðigrein við Iiafnarliáskóla, en ekki tekið próf. Ekki veit ég, hvernig á því stóð, að Indriði valdi sér það nám frekar en lögfræðina, sem þá tiðkaðist mest, enda veitti aðgang að mörgum em- bættum. En ef til vill liefir hann búist við, að geta með því stundað meir jafnframt þau fræði, sem stóðu lijarta lians næst, en þau voru skáldskap- ur og listir, þvi að liann hef- ir víst frá upphafi talið fjar- slæðu, að leggja þau fyrir sig einvörðungu sem háskólanám. Hins vegar segir hann i endur- minningum sínum, að sig hafi langað til að fara í liðsfor- ingjaskólann, „því að öll lier- menska hafi sér verið hunang“. Vera má, að eitthvert brot af svipuðum glæsileilc hafi dreg- ið hann að hagfræðinni, því að i þá daga var það nám mjög tíðkað af stórbænda- og aðals- mannasonum, sem sumir urðu siðar mjög framarlega í utan- ríkismálastjórninni og sljórn- málalifinu. Og ýmsir af þeim, sem þetta nám stundnuðu sam- tímis Indriða komust líka síð- ar til mikils vegs og virðingar í Danmörku. Meðal þeirra var prófessor Harald Westergaard, mesti talfræðingur (Statisli- ker) Dana, er tók próf um leið og Indriði, og voru þeir góð- ii vinir. Indriði Einarsson tók próf í liagfræði með 1. einkunn vor- ið 1877 og gerðist árið eftir aðstoðarmaður hjá landfógeta, aðallega við endurskoðun á reikningum landssjóðs, þvi að við aðskilnað fjármálanna frá Danmörku, fluttist endurskoð- unin heim til fslands frá Kaup- mannahöfn. Frá ársbyrjun 1880 var Indriði skijiaður end- urskoðandi á eigin ábyrgð og var endurskoðunin upp frá þvi aðalstarf hans i áratugi, enda varð liann öllum kunnugri í hverjum krók og kima lands- reikninganna. Endurskoðunar- starfinu gegndi hann einn i 20 ár, þvi að það var fyrst um aldamótin, að honurn var feng- inn aðstoðarmaður við starfið. Þegar stjórnarráðið var stofn- að 1904 varð hann fulltrúi þar með svipuðum störfum eins og áður, en 1909 varð hann skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneyt- inu og gegndi því starfi, uns hann fékk lausn frá embætti 1918, eftir nálega 40 ára em- bættisstarf. Þó að endurskoðun allra landsreikninganna virtist ærið starf fyrir einn mann, þá voru launin samt svo lág, að liann varð að bæta á sig mikilli vinnu utan embættis síns við samningu landsliagsskýrslna. Bókmentafélagið liafði gefið út landshagsskýrslur um 20 ára skeið (1855—1875) með styrk frá stjórninni, en eftir að íslendingar höfðu fengið stjórn sérmála sinna, átti stjórnin liér eða landsliöfð- ingjadæmið að sjá um áfram- hald þessa starfs. Úr því varð þó mjög lítið fyrsta kastið, að- eins smáskýrslukaflar voru birtir í B-deild Stjórnartíðind- anna. En frá 1882 fara lands- hagsskýrslurnar að koma út sem sérstakt rit, þó að þær fyrst franian af teldust deild af Stjórnartíðindunum. í landshagsskýrslunum gætir þegar frá byrjun mikilla til- þrifa frá Indriða Einarssyni. I liverjum árgangi er meira og minna af skýrslum eftir liann. > Hann hnýtir aftur þráðinn við landshagsskýrslur Bókmentafé- lagsins og heldur áfram skýrsl- um, sem legið höfðu niðri um stund, eða hann ryður nýjar brautir og tekur fyrir ný efni til meðferðar eða tekur eldri efni nýjum tökum. I verslun- arskýrslunum tekur hann t. d. upp þá nýbreytni, að reikna allan innflutning og útflutning til verðs, til þess að fá sam- bærileg heildaryfirlit frá ári til árs, í stað þess, að áður var að eins tilgreint vörumagn í hinum og þessum einingum. Þessari skýrslugerð starfaði hann að stöðugt á fjórða ára- tug, jafnframt sinum eiginlegu embættisstörfum, endurskoð- uninni. Þegar þess er gætt, að frumskýrslurnar, sem unnið var úr, munu síst hafa verið betri viðureignar þá heldur en nú gerisl, og að þá voru ekki til neinar talninga- og reikn- ingsvélar, sem nú létta svo mjög undir við slíka vinnu, þá er það hin mesta furða, live miklu verlci Indriði Einarsson hefir afkastað á þessu sviði. En þótt Indriði yrði daglega að glíma við óteljandi smá- muni og skekkjur í reikning- um og skýrslum, þá lét hann það ekki glepja sér heildar- sýnina. Kom það oftast ljós- lega fram í lesmálinu, sem hann skrifaði með skýrslunum. Hugkvæmnin leyndi sér ekki í því, sem hann skrifaði, jafnvel þótt það væru að eins skýi-sluinngangar, enda voru þeir oft mjög skemti- legir aflestrar, kryddaðir með tilvitnunum liingað og þang- að að, og lífgaðir upp með hinum og þessum hugleiðing- um. Honum lét það, að líta á höfuðatriðin og lengja línurn- ar út í framtíðina. Hann var ekki hræddur við stórar tölur, því að liann var stórhuga og bjartsýnn á framtiðina. Hann varð víst líka fyrstur manna til þess að tala um miljónir í sambandi við þetta land, þeg- ar enginn hugsaði sér meira en lmndruð þúsunda. Hann vildi hleypa fjármagni inn í landið, til þess að hleypa nýj • lífi í atvinnuvegina. Hann var því hvatamaður að stofnun banka hér á landi, og síðar lilutabanka með erlendu fjár- magni. í fleiri landsmálum let liann til sin taka, og notfærði sér þá þekkingu á landshög- um, sem hann liafði aflað sér við embættisstörf sín og skýrslugerð. Sem hagfræðing- ur hefir Indriði Einarsson af- kastað svo miklu þjóðnýtu verki, að þessa liluta lífsstarfs lians mun lengi minst. Þorsteinn Þorsteinsson. IV. Bindindismaðurinn Þegar litið er yfir langa og viðburðaríka æfi hæfileika- manns eins og Indriða Einai-s- sonar, verður það alveg ósjálf- rátt, að bera saman í huganum þau mál og þær hreyfingar, sem sérstaka þýðingu hafa haft fyr- ir æfiferil hans, og sérstaklega tengja nafn hans við söguna, og spyrja, hvers lengst muni verða minst, hvers með mestri aðdá- un og þakklæti af eftirkomend- unum. Nú er því þannig varið, að sennilega er hin mesta þjóð- félagsleg þýðing hvers manns fólgin i liinum daglegu störf- um — störfunum, sem int eru af hendi frá degi til dags án þess að nokkur veiti þeim sérstaka atliygli. Og það er auðvitað af- armikil ástæða til að minnast Indriða Einarssonar einmitt í því sambandi, sem mannsins, er um langan aldur inti af hönd- um embættisstörf fyrir þjóðfé- lagið með dugnaði, trúmensku

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.