Vísir - 05.05.1939, Qupperneq 2
2
V I S í R
Föstudaginn 5. maí. 1939.
VÍSIR
DAGBLA0
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson.
Skrifstofa: Hverfisgötu 12.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
(Gengið inn frá Ingólfsstræti).
S í m a r :
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
(kl. 9—12 5377)
Ver8 kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiöjan h/f.
Viðskiftamál-
in og stjórn-
arsamvinnan.
k llir, sem þekkja til íslenskra
“ stjórnmála, vita, að síðustu
árin hefir mestur ágreingur
verið um viðskiftamálin. Það
er ekkert einstakt fyrir okkur
íslendinga, að hér hafa verið í
gildi miklar takmarkanir á inn-
flutningi erlendra vara. Og ekki
heldur liitt, að eftirlit hefir
verið með þeim gjaldeyri, sem
inn hefir komið fyrir vörur,
seldar til útlanda Aðrar þjóðir
eiga við hvorttveggja þetta að
búa. En um framkvæmd þess-
ara mála hefir verið farið hér
eftir reglum, sem hvergi gilda,
þar sem til þekkist. Þetla hefir
valdið réttmætri óánægju og sú
óánægja hjaðnar ekki fyr en úr
verður bætt.
í öðrum löndum j>ar sem
innflutningsliöft hafa verið lög.
leidd, hefir alstaðar verið farið
eftir þeirri meginreglu, að
miða innflulningsmagn hvers
einstaks innflytjanda við það
sem var áður en höftin gengu í
gildi Ef heildarinnflutningurinn
til landsins liefir verið skorinn
niður um t. d. 10% hefir hver
innflytjandi orðið að sætta sig
við 10% minni innflutning en
hann hafði fyrir höftin.
Valdhafarnir liafa hvergi
nema á íslandi flokkað inn-
flytjendur eftir því, hvort um
væri að ræða kaupmenn eða
kaupfélög. Sama hefir gilt um
liáðar álmur verslunarinnar,
kaupmannaverslun og kaupfé-
lagaverslun.
Það er fróðlegt fyi’ir okkur
Islendinga að líta til sambands-
lands okkar, Danmerkur. Þar
hefir sósíalistastjórn setið að
völdum undir forustu Staun-
ings forsætisráðherra. Allir vita
að Stauning er meðal þektustu
sósíalista Evrópu. Það er þess-
vegna alveg gefið, að hann hefir
enga tilhneigingu til þess að
efla hag kaupmanna á kostnað
kaupfélaga. En þær óskir, sem
íslenska verslunarstéttin hefir
borið fram, eru ekki aðrar en
þær, að hér yrðu látnar gilda
samskonar reglur um úthlutun
innflutningsins og í Danmörku.
Verslunarstéttin hefir ekki kraf-
ist forréttinda heldur jafnréttis.
En við þetta hefir ekki verið
komandi. Valdhafarnir hafa
ekki einungis skelt skollaeyrum
við jafnréttiskröfunum heldur
beinlínis brugðist illa við þeim.
Þótt innflutningurinn hafi
minkað til Iandsins, hafa kaup-
félögin aukið sinn innflutning.
Skerðingin hefir öll bitnað á
verslunarstéttinni. Um þetta
hefir verið deilt að undanförnu
og um þetta verður að sjálf-
sögðu deilt þangað til rétting er
fengin þessara mála.
Það er öllum kunnugt að
Sjálfstæðisflokkurinn stendur
óskiftur að þeirri kröfu, að
jafnrétti náist í viðskiftamálun-
um. I umræðum þeim, sem
fram fóru milli flokkanna, áður
en þjóðstjórnin vaT mynduð,
kom þetta svo berlega fram, að
ekki var um að villast. Þess-
vegna er ekki til neins að vera
að tala um það, að þessar kröf-
ur séu teknar upp til þess að
spilla friði i ríkisstjórninni.
Framsóknarflokkurinn veit það
vel, að samstarfið af hálfu
sjálfstæðismanna getur ekki
haldið áfram, nema að sveigt
sé til í þessum efnum. Þessvegna
má það furðulegt heita, að fyr-
verandi atvinnumálaráðherra
Framsóknar, Skúli Guðmunds-
son ,skuli skrifa um þessi mál
eins og’ hann gerir í Timanum
síðastliðinn þriðjudag. Þess
háttar skrif eru vissulega ekki
til þess fallin að efla frið og
eindrægni meðal þeirra, sem
greint hefir á.
Nafnið þjóðstjórn felur það í
sér, að tekið sé jafnt tillit til
allra borgara þjóðfélagsins. í
viðskiftamálunum skortir mjög
á, að þetta sé gert. Þess vegna
getur þjóðstjórnin ekki orðið
langlíf, nema sú lausn finnist í
þessum málum, sem allir stuðn-
mgsflokkar stjórnarinnar geta
sætt sig við.
a
Nýtt fyrirtæki í
Hafnarfirði.
Fyrir forgöngu Vörubifreiða-
stjórafélags Hafnarfjarðar hefir
verið stofnað nýtt fyrirtæki þar
í bænum, er heitir Bilaverkstæði
Hafnarfjarðar h.f. Eins og nafn-
ið bendir til, ætlar fyrirtæki
þetta að starfrækja bílaviðgerð-
ir og i þvi augnamiði keypti fé-
Iagið af Utvegshanka íslands
liús það, er Rafstöð Hafnar-
fjarðar var áður í. Kaupverð
hússins var kr. 20 þúsund. Hús-
ið er stórt og rúmgott og í alla
staði mjög lientugt fyrir slíka
starfrækslu, sem þarna er að
hefjast.
Undanfarið hefir mikið af
þeirri vinnu, sem þarna verður
framkvæmd, verið unnin i
Reykjavik. Eru þetta þvi mikil
þægindi fyrir hafnfirska bif-
reiðaeigendur, þar sem nú verð-
ur óþarfi fyrir þá að fara með
bifreiðar sinar úr bænum til
viðgerðar. Félagð hefir ráðið
Sigurð Þorsteinsson til sín, sem
aðalviðgerðarmann og verk-
stæðisformann.
Félagið hefir komið sér upp
talsverðum vörulager og mun
hafa á boðstólum varahluti til
bifreiða og bifreiðabarða.
Stjórn félagsins skipa Krist-
ján Steingrímsson bifrstj. og
meðstjórnendur Bjargmundur
Guðmundsson og Guðmundur
Þ. Magnússon.
Breíar báðn Beck
að fara gætilega.
Oslo, 4. maí. FB.
Eftir samkomulagsumleitanir
breska sendilierrans í Varsjá í
gær og Becks er talið víst, að
Beck verði hógværari í ræðu
sinni á morgun en búist var við.
Eru nú minni líkur en áður, að
Pólverjar taki Danzig herskildi,
en ýmsir óttuðust, að þeir
myndi gera það til þess að verða
á undan Þjóðverjum. Ófriðar-
hættan er þvi elcki talin eins
nálægt og ætlað var í gær. —
NRP.
Olium starfsmönnum rússneska
utanríkismálaráöuneytisins vikið frá.
ÁkvÖFÖun um þad tekin á
fjögupfa klst. fundi í Kreml.
EINKASKEYTI TIL VfSIS.
London, í morgun.
Lausnarbeiðni Litvinov’s er aðalumræðuefni
heimsblaðanna í morgun og enn hafa að eins
komið fram getgátur um, hverjar vera muni
hinar raunverulegu ástæður fyrir því, að Litvinov varð
að fara frá. Það virðist í rauninni svo enn, að ekki sé
neitt fyrir hendi, sem gefi áreiðanlegar upplýsingar
um orsök lausnarbeiðninnar. Er því haldið stranglega
leyndu í Moskwa.
Daily Express heldur því fram, að ekki að eins
hafi Litvinov verið neyddur til þess að fara frá,
heldur hafi öllum starfsmönnum utanríkismála-
ráðuneytisins verið vikið frá, að afstaðinni fjög-
urra klukkustunda ráðstefnu í Kremlin.
Enn eru uppi ýmsar spár um afleiðingar þess, að Litvinov
er farinn frá. Margir ætla, að Molotov muni reynast Þjóðverj-
um vinsamlegri en Litvinov og kunnugt er, að meðal herfor-
ingja Rússlands hefir oft verið um nokkura vinsemd að ræða
í garð Þýskalands. Mme. Tabouis, blaðamaðurinn heimskunni
hallast að því að afleiðing lausnarbeiðninnar verði, að samn-
ingum við Frakka og Breta verði hraðað og fleiri hallast að
þeirri skoðun, jafnvel hefir komið fram, að Rússar hafi auga-
stað á Póllandi, en aðrir halda, sem fyrr hefir verið að vikið,
að stefna Rússa í utanríkismálum breytist ekki, en öðruvísi
verði á málunum haldið. en í tíð Litvinovs og aðrar leiðir farnar.
Það er búist við, að bráðlega muni koma skýrar í ljós hvað
hér er að gerast eða ef til vill þegar eftir ræðu Becks.
United Press.
Menn eip að vera viðbúnir að grfpa til vopn
gegn Bretnm fyrirvaralaust.
EINKASKEYTI TIL YÍSIS.
London í morgun.
„írski iýðveldisherinn“, hinn ólöglegi félagsskapur írskra
lýðveldissinna hefir gefið út ávarp til allra meðlima sinna og
stuðningsmanna, að vera reiðubúnir til þess að berjast við
Breta, því að fyrirsjáanlegt sé, að til vopnaviðskifta muni koma
milli írskra lýðveldissinna og Breta. í ávarpinu er liðsforingj-
um öllum fyrirskipað að vera viðbúnir — hafa til taks birgðir
vopna og skotfæra og vera við því búnir, að úthluta þeim, til
liðsins.
Það er lalið að dómar þeir,
sem upp hafa verið kveðnir í
Englandi nýlega yfir stuðnings.
mönnum Irskra lýðveldishers-
ins, hafi haft æsandi áhrif á
lýðveldissinna í írlandi. Hefir
komið fram ótti við það að lýð-
veldissinnar muni nota tækifær-
ið, ef til Evrópustyrjaldar kem-
ur, að sameina alt írland og
gera Irland að lýðveldi.
«
Hermdarverkin í Englandi
halda áfram. I Liverpool hefir
tveimur táragas-sprengjum ver-
ið kastað í kvikmyndahúsum og
varð að flytja margt fólk á
sjúkrahús og var mart af því
mjög illa haldið. I Coventry
var varpað sprengju í hús-
gagnaverslun og annari í nánd
við gasstöð og þeirri þriðju í
stórverslun. Einni sprengju var
varpað á götu í London. Noklc-
urir menn hafa særst.
United Press.
Ciaio grtili
ræddi i tilsti sendi-
hernnu i piWi.
Friösamleg lausn
Danzig-deilunnar
áhugamál ítala.
Fréttaritari United Press
í Rómaborg símar í morg-
un, að hann hafi fengið
fregnir um það samkvæmt
áreðanlegustu heimildum,
að Ciano greifi hafi rætt við
pólska sendiherrann áður
en hann Iagði af stað til
Comovatns í Norður-ítalíu,
þar sem hann ræðir við von
Ribbentrop.
JOSEF BECK,
utanríkismálanáðherra Póllands, sem í dag flytur ræðu í pólska
þinginu og gerir grein fyrir afstöðu Pólverja til krafa Hitlers
um Danzig og pólska hliðið. Vegna óvissunnar sem ríkjandi er
eftir lausnarheiðni Litvinovs mun Beck verða hógværari en
búist var við. — ítalir reyna nú að sætta Pólverja og Þjóð-
verja.
LOFTÁRÁS Á CHUNGKING
— AÐSETUR CHIANG-KAI-
SHEK
Bridge-keppDiani
lýknr í kvöld.
Einkaskeyti til Vísis.
London i morffun.
Þrjátíu og tvær japansk-
ar spre'nffjufliiffvélar fferðu
skyndilega loftárás á aðset-
ursborg Chiang Kai-sheks í
gær. Loftvarnir eru þar eins
og annarssaðar litlar og lé-
legar, en auk þess kom loft-
árásin svo óvænt, að
sprengjur flugvélanna gátu
gert hinn mesta usla.
Óstaðfeslar fregnir herma
að 3000 manns hafi beðið
bana eða sæi'st. Þess er
hins vegar ekki getið, hvort
tekist hafi að skjóla niður
nokkrar af hinum japönsku
flugvélum.
Bústaðir breska sendi-
herrans og hins franska
urðu fyrir sprengjum.
Mörg íbúðarhverfin í
borginni standa í björlu
báli, eða eru þegar orðin að
ösku, svo og verslunarhverfi
borgarinnar.
United Press.
Mun Ciano og sendiherr-
ann hafa rætt sambúð Pól-
verja og Þjóðverja með til-
liti til þess hversu nú horf-
ir. —
Eins og United Press gat um
í gær eru ítalir mjög hlyntir því,
að deilumál Þjóðverja og Pól-
verja leysist friðsamlega. Mun
Ciano greifi hafa rætt um það
við pólska sendiherrann, að
æskilegt væri, að pólska stjórn-
in ræddi þessi mál af hógværð
og stillingu við Þjóðverja, því
að með því móti væri helst auð-
ið að koma í veg fyrir alvarleg-
ar afleiðingar þessarar deilu.
Þótt Ciano greifi hafi rætt
þarinig, að því er ætlað er, við
pólska sendiherrann er talið
víst, að hann muni gefa von
Ribbentrop sömu ráð og óska
eftir því, að Þjóðverjar einnig
ræði málin af hógværð, í von
um friðsamlega lausn.
United Press.
Bridgekepnin heldur áfram 1
kveld kl. 8/2 í Stúdentagarðin-
um. ÖHum er heimill aðgangur
og eru aðgöngumiðar seldir við
innganginn.
Nú standa leikar þannig:
1. Óskar og Kristín Norð-
mann, Gunnar Pálsson og Jón
Guðmundsson + 3160 st.
2. Einar B. Guðmundsson,
Sveinn Ingvarsson, Stefán Stef-
ánsson og Axel Böðvarsson +
840 st.
3. Pétur Magnússon, Lárus
Fjeldsted, Guðmundur Guð-
mundsson og Brynjólfur Stef-
ánsson + 570 st.
4. Tómas Jónsson, Jón Jóns-
son, Gunnar Viðar og Skúli
Thorarensen -f- 4570 st.
Úrslitin fara fram í kveld.
Biínrjöfnnn ntsvara
á Aknreyri.
Nýlega er lokið niðurjöfnun
útsvara á Akureyri og er heild-
arniðurstöðutalan kr. 490.870.
eða um 20% hærri en i fyrra.
Stafar hækkunin að helmingi af
auknum tekjum bæjarbúa, en
10% rálag var lagt á fyrra árs
útsvar. Gjaldendur i bænum eru
1734 að tölu.
Hæstu útsvörin eru sem hér
greinir: K. E. A. kr. 50.000. S. I.
S. (Gefjun, Sjöfn. Freyja o. fl.)
kr. 44.000, Olíuverslun íslands
kr. 11.000, Baldvin Ryel kr.
8.700, frú Guðrún Ólafsson kr.
8.000, Nýja Bíó h.f kr. 7.200,
Kristján Árnason kaupm. (versl.
Eyjafjörður) kr. 5.600, Axel
Kristjánsson li.f. kr. 5.000,
Jakob Kvaran kr. 5.000, h.f.
,.Shell“ á Islandi kr. 5.000.
Á Akureyri er nú svo komið
að K. E. A. er orðið allsráðandi.
en nokkrir kaupmenn liafa þó
getað þrifist þar til þessa. Gefur
útsvar kaupfélagsins nokkra
hugmynd um vellu þess, með
því að kaupfélögin njóta enn þá
sérstakra fríðinda í öllum álög-
um til ríkis og bæja.