Vísir - 12.05.1939, Blaðsíða 5

Vísir - 12.05.1939, Blaðsíða 5
Föstudaginn 12. maí 1939. VISI R & Dr. Jón Dúason: Norðurhatslðndin eru hagfræðileg eining. Norðurhafslöndin eru Fær- eyjar með ca. 30 þús. íbúa, ís- land með ca. 120 þús. ibúa og Grænland með ca. 20 þús. íbúa. í Norðm-bafslöndunum búa því ca. 170 þús. manna samanlagt. Að flatarniiáli eru þessi lönd ca. 3—4 sixinum stærri en öll Norð- urlönd til samans. Þau eru mjög vogskorin, svo strandlengja þeirra er geysilega mikil. Lofts- lagið er að visu eyjaloft í kald- ara lagi. En hafnir leggur þó ekki á vesturströnd Grænlands norður að beimskautsbaug, og enn miklu siður á slíkt sér stað um hafnir á íslandi og Færeyj- um. Árvissa kornrækt er sem stendur ekki hægt að reka í þessum löndum. Vel má vera, að tæknin bæti úr því síðar, þvi erfiðleikariiir á kornrækt eru ekki þeir, að kornið ekki þrosk- ist, heldur hinir, að það fæst varla þurt í hús að haustinu. En menn skyldu halda, að auka- kostnaðurinn við að þurka kornið í þurkhúsum yrði lægri nú Futabayama, sem befir aldrei beðið ósigur á Hon-basho (stórmóti). Hann er27 ára gam- all, 176 sm. á liæð og vegur venjulega um 260 pund. (F. berst nú með japanska hernum í Kina). Glímt er alt árið um kring, en þau mót, sem ákveða i hvaða flokki glímumennirnir skuli teljast, eru haldin tvisvar á ári í Tokyo í 13 daga i hvort sinn — í janúar og maí. Þau mót heita Hon-basho. Japanski ghmumaðurinn virð- ist ekkert vera annað en ístran og fitan, en liann er geysisterk- ur.Á æfingum stendur liann upp við vegg og styrkir vöðvana með því að láta 10—15 aðstoð- armenn stanga sig í kviðinn. Þegar höggið skellur á kviðnum, stæla þeir vöðvana, svo að að- stoðarmennirnir hrökkva aftur á bak. En það er kostm- að hafa ístru, segja japönsku glímu- mennirnir, þá er erfiðara að ná utan um mann. Glimumennirnir eta ekki eins mikið og alment er álitið. Á morgnana æfa þeir í klukku- tíma á fastandi maga, borða sið- an o-kayn (mauksoðin hrís- grjón) og sofa þvi næst í 3—4 tíma. Að þvi loknu ela þeir sér- stakan rétt, sem nefnist „Chan- ho-ryori“. Þann rétt matreiða glímumennirnir sjálfir. Allir glímumennirnir fá um £7 i föst laun mánaðarlega, en árstekjur geta verið 2000—5000 stpd., eftir vinsældum hvers manns. Auk þess fá þeir hluta af iimgangseyrinum af mótun- um tveim í Tokyo og ákveðna uppliæð fyrir hvern unninn bar- daga. En þótt launin sé há, þá þurfa glímumennirnir líka $ð eyða miklu. Þeir hafa lióp deshi, sem þeir þurfa að gefa að horða og vasapeninga. Tamanishiki hefir t. d. 80 deshi. Þegar glímumennirnir hætta „störfum“ fá þeir árlega 200— 500 stpd. í eftirlaun. Sumir lifa á þeim einum, aðrir kaupa sig inn í fyrirtæki og enn aðrir ger- ast Toshiyori, þ. e. formenn glímumannaflokks. en flutningskostnaðurinn á korni frá öðrum löndum. En eigi Norðurhafslöndin mikla framtíð fyrir sér, verður hún ekki reist nema að litlu leyti á auðæfum moldarinnar. Eitt augnakast sýnir, hvar henn- ar er að vænta. íslausar hafnir, viðáttumikil og geysiauðug fiskimið benda á hafið. Á ströndum þessara sæva situr fyrsta liafsiglingaþjóð Norður- álfunnar — sú, þjóð heimsins sem næst eftir Malaja, sigldi fyrst óttalaus um opin heims- höfin. Sá heiður verður aldrei af Islendingum tekin. Önnur stórfeld auðæfi þessara landa er fossafl íslands og málmar Grænlands, ef þetta tvent næði að sameinast. í febrúar leitar sannarlegt ó- grynni af fiski inn á miðin út af suður- og vesturströnd ís- lands. Það er trauðla ofmælt, að frá þvi í febrúar og fram í byrjun júni séu á þessum mið- um meira ógrynni fiskjar, en nokkurstaðar annarstaðar í víðri veröld á þessum tíma árs. Er komið er fram i byrjun júni, dreifist fiskurinn, og úr því er litið um afla við Island árið út, að fná skildri síldveiðinni við Norðurland í júlí—ágúst. Fiskimiðin við Færeyjar eru nú eyðilögð af erlendum botn- vörpungum, og liafa sennilega aldrei verið aflamikil. Færeyingar verða þvi að senda skip sin á vetrarvertíðina við ísland. Er komið er fram í maí—júní, senda þeir það, sem sjófærast er af flota sínum, til Grænlands, og stundar sá floli veiðar við vesturströnd Græn- lands fram í september. Smærri og lakari skipin lialda veiði sinni áfram við ísland, þótt lítið sé að fá í aðra hönd. Færeyingar geta þannig ekki lifað án fiskimiðanna við Is- land og Grænland. Það er lík- legt, að Færeyingar fái % af afla sínum við ísland og % við Grænland. Við Grænland eru nú áhtin vera einhver bestu sumarmið heimsins. Fiskurinn við ísland og Grænland er einn og sami kynstofn, er gengur tálmunar- laust á milli Iandanna. Samt hrygnir þorskurinn við Vestur- Grænland að sumrinu, svo veið- in er þar árviss á þeim tíma eins og á vetrarvertíðinni við Suður- land. Lengi var það svo, að Danir fyrirmunuðu Grænlendingum að stunda neina aðra atvinnu ert sela- og dýraveiðar. En nú er jiessi hindrun rofin. Grænlend- ingar eru nú að koma sér upp flota af hreyfibátum. Þeir eiga nú líklega 100—200 háta með hreyfi og hafa skipasmíðastöð í Iiolsteinsborg norður í Greip- um. Grænlendingar eru góðir sjómenn. Vinnulaunum og verð- lagi á öllum Grænlenskum af- urðum hefir einokunin haldið óeðlilega lágu. Grænland er því samkepnisfært með fiskinn sinn á erlendum markaði, enda hafa íslendingar þegar orðið varir við það. Hitt er meira, að það getur ekki liðið á löngu, áður en Grænlendingar fara að byggja sér sjálfir svo stóra báta, að þeir geta sótt yfir til íslands og stundað vetrai*vertíðina þar. Á þeim tíma árs er enginn fisk- ur við Grænland, svo menn nú viti.Ef Grænlendingar gætu tvö- faldað eða þrefaldað ársafla sinn með þvi að stunda vetrar- vertíðina við ísland, umfram sumarsærtíðina heima á Græn- landi, er ábatinn auðsær. Hvernig mundi íslendingar svo standa í samkepninni við þá með þessar tvær uppgripa ver- tíðir ? ísland er þannig augljós fé- þúfa fyrir Færeyinga, og verð- ur það bráðlega fyrir Græn- lendinga einnig, ef af líkum má ráða. ísland stendur Norðurálfu- þjóðum ekki að baki, hvað snertir tækni og atorku i fiski- veiðum. Fyrir þjóð, sem hefir bundið svo mikið fé í útbúnaði til fiskiveiða, er það mikið tap, að geta ekki látið skipin ganga látlaust alt árið. En það er síð- ur en svo, að íslensku skipin gangi stöðugt til veiða. Langa tíma ársins liggja þau bundin inn á höfnum, af því að afla- vonin við ísland er of lítil á þeim tímum, til þess að greiða þann kostnað, sem útgerðinni fylgir. Bolnvörpuskipin eru tal- in of dýr í rekstri til þess að það svari kostnaði að gera þau út á síldveiðar, þótt venjulega séu sum þeirra gerð út á sild. Veiði íslenskra skipa alls i 8 mánuði, frá ca. miðjum júní fram að miðjum febr. næsta ár, er yfirleitt aðeins siárlítil á móts við það, sem veiðist á 4 mán- uðum vetrarvertíðarinnar. Það væru stórfeld bagræði fyrir íslenska flotann, að geta stundað veiðar í 3—5 mánuði viðVestur-Grænland á uppgripa- mestu sumarmiðum lieimsins, geta lagt aflann uppí grænlensk- um liöfnum og verkað bann þar og baft góð og ódýr grænlensk kol sem nú eru unnin — til rekstursins. Það hefir fundist steinolía á Vestur-Grænlandi. Jarðlögin á Austur-Grænlandi benda ákveðið til þess, að stein- olía sé þar í jörð. Vonin um mikla oliu er miklu vissari þar. Allir landbúnaðarmöguleikar Færeyja liafa enn ekki verið notaðir. En auknir búskapar- möguleikar þar eru miklu fremur fvrir garðrækt en kvik- f járrækt. Garðræktarskilyrði eru til muna betri á Færeyjum en á íslandi. Það er efalaust, að Færeyingar gætu liaft ótak- markaðan markað fyrir þessar vörur á Grænlandi og Islandi, ef þeir framleiddu meira en banda sjálfum sér. Slík garð- rækt á Færevjum gæti orðið til stórfeldrar Iiagsbótar fyrir alla aðila. Sigurður búnaðarmálastjóri Sigurðsson gerði ráð fyrir þvi við Dani, að í Eystribygð einni gætu álíka margt fólk lifað á landbúnaði og í einum lands- fjórðungi á íslandi. En í Vestri- bygð voru til forna bálfu færri bygðir en í Eystribygð. Samt eru landbúnaðarmöguleikar Græn- lands fyrir samskonar landbún- að og þann sem relcinn er á ís- landi, mjög takmarkaðir — þótt víða séu þeir mjög góðir. En þar er rúm fyrir miljónir af hálfviltum hreindýrum og fl. barðgerðum dýrum. Landbúnaður Færeyja og Grænlands er það frábrugðinn landbúnaði íslands, að íslenskir bændur á íslandi ættu að geta fengið góðan markað fyrir mjólkur- og búfjárafurðir sínar i þessum löndum, ef þessum möguleikum væri sómi sýndur, og menn vildu líta nokkur ár fram í tímann. Eitt sinn var það Björgvin, sem hafði það blutverk, að vera miðstöð innflutningsins til Norðurhafslandanna. Síðar varð það Kaupmannahöfn. Nú sem stendur hafa ýmsar borgir Norðurálfunnar þetta starf á hendi, bvað verslun íslands snertir. En verslun Færeyja og Grænlands er enn að mestu leyti bundin við Kaupmanna- höfn, og rekin sem fjárpínd á þessum löndum enn. Reykjavik er nú orðin það stór hær, að hann lilýtur að fara að dreyma um það, að verða það, sem Björgvin og Kaup-/ mannahöfn voru einu sinni, og ýmsar borgir Evrópu eru nú, miðstöð verslunar Norðurliafs- landanna. Til þess hefir Revkja- vik alveg sérstaka aðstöðu, vegna Iegu sinnar og nálægðar við sölustaðina. Þá fyrst, er þessir draumar hafa ræst, er ís- land að fullu leyst úr verslunar- álögunum, þótt tjón hinna fyrri tíma sé óbætt. Samvinna milli Norðurhafslandanna um sam- eiginlega verslunarmiðstöð og framkvæmd þessa máls, mundi verða til hagsbóta fyrir alla þátttakendur. Loftslag Norðurhafsland- anna er lientugt starfsemi og atorku. Og á eyjum með 170 þús. íbúa og svo af afskekta hnattstöðu og þá, sem Norður- liafslöndin hafa, fer fyr eða sið- ar að heyrast orðið iðnaður. Hnattstaða Norðurhafslandanna gefur iðnaði þar sérstaka eðli- lega vernd. Það er fyrst að ræða um ýms- ar neytsluiákvarðaðar iðnaðar- greinar. Með réttri skipulagn- irigu ættu allar innlendar verk- smiðjur að geta framleitt ýmsar vörutegundir fyrir markað Norðurlandanna fyrir samkepn- isfært verð. Meii'a að segja ættu sumar verksmiðjur, er hafa innlenda markaðinn að bakhjalli, að geta selt nokkuð af framleiðslu sinni til útlanda. Þetta ætti að vera svo um þann iðnað, er Iiefir efnivöruna inn- anlands. En án skipulags getur þetta ekki orðið, meðan fólkið er svona fátt. Að geta birgt sig sjálf af sem flestum lífsnauðsynjum, er stórrfelt alvörumál fyrir öll Norðurhafslöndin. Samvinna milli þeirra um lausn þessa máls, væri þvi nauðsynleg. En auðvitað yrði Jietta sem alt annað er þeirra er á milli að gerast á fullkomnum jafnréttis- grundvelli og með jöfnum liagn- aði til allra aðila. Ekkert varan- legt samfélag er mögulegt á öðrum grundvelli. En eigi Island mikla framtíð fyrir höndum sem iðnaðarland, verður sú framtið reist á virkj- un fossaflsins á íslandi og upp- komu framleiðsluákvarðaðs stóriðnaðai', er framleiðir fyrir heimsmarkaðinn. Hér eru ís- land og Grænland tengd hinum allra nánustu hagfræðislegu böndum. Grænland er að jarð- byggingu fornt, og þótt landið sé enn lítið rannsakað, sýnir jarðfræði þess nú þegar að það má ganga að þvi sem vísu, að þar sé mikið af ýmiskonar málmum, er gætu verið grund- völlur undir stóriðnað. En næsta orkulind til shkrar stór- iðju eru fossar íslands, ef kol Grænlands sjálfs og olía eru ekki talin með. Að eins norðan til á Auslurslrönd Grænlands er bvrjað að gera þesskonar jarðfræðisrannsóknir, sem nauðsynlegar eru sem grund- völlur undir málmleit. Rann- sóknir þessar liafa gefið hinar allrabestu vonir. Og þótt málm- leitin sé ekki byrjuð, bafa fund- ist þarna geysimikil kolalög og ýmislegt fleira. Fái ísland ráð yfir miálmauði nýlendu sinnar, Grænlands, er þar með fenginn grundvöllur undir islenska stór- iðju, stóriðju á Norðurálfuvisu. Kolin á norðanverðri austur- strönd Grænlands eru af sömu tesund og Svalbarðskolin, enda hefir Svalbarð ætíð af okkur ís- lendingum verið talið til Græn- lands. Kolin á vesturströnd Grænlands eru mjög ódýr. Þeim er kynt í öllum gufuvélum á Grænlandi og í öllum skipum, er sigla frá Grænlandi og geta fengið þau. Þótt það liafi ekki svarað kostnaði að flytja þessi grænlensku kol til Danmerkur, vegna þess að kolafragtir frá Englandi til Danmerkur eru ör- litlar á skipum, er sigla frá Englandi inn í Eystrasalt eftir trjávið, gildir alt annað um ís- land, er verður að gjalda fullan flutningskostnað af ]>eim kol- um, sem það fh tur inn. Þessa vestur-giænlensku kol eru mjögv rík að fituefnum. Enskt auð- magnsfélag leitaði nýlega hóf- anna um það í Kböfn, að fá levfí til að vinna olíu úr kolunum á Vestur-Grænlandi, en Ðanix; liöfðu þor og vit til að neita þvL Ágóði danska ríkisins á Kryolitnámunni liefir verið nokkuð mismunandi. En það er ekki ofætlað, að danska ríkið bafi eða geti baft 2—2% málj- kr. i afgjald af þessari einu námu. I hemii vinna nú ca. 100 manns um fáa sumarmánuSLog eru fluttir fram og aftur hanst og vor. Helmingur kryolitsins er sendur til New York, en hinn lielmingurinn til Kaupmanna- hafnar og er þar grundvöllup undir stóriðnaði, öresundS* værkerne. Grænlenski marmarinn er nó brotinn með hagnaði og sendup til ýmsra larida. Það eru til heil- ar eyjar og fjöll af honum. Asbest, grafit og kopar Iiefír verið brotið áður. Málmar þess- ir eru bæði góðir og mikið tii af þeim. Gi’ænlenskt grafít er álitið það besta í heimi og geysi- mikið til af þvi. En kostnaður- inn við að flytja verkafólk fraini og aftur og að auk alt, sem það þarf til lifsins viðurlialds, hefip orðið of liár. Málið horfrr alt öðruvísi við, er starfshæft fólk er liægt að fá i Iandinu, og þar er komin upp landbúnaðarbygð, er getur birgt það að matvæl- um. En á þessar námur má að eíns lita sem fyrirboða þess, sem kann að finnast, er málmleil verður hafin á GrænlandL. Mikil tíðindi bafa gerst á ts- landi síðustu áratugina. Nálægl belmingur þjóðarinnar er kom- inn i þorp við sjávarsiðuna, og bverfur þaðan aldrei aftur upp til sveita. Þvert á móti helduc fólksstraumurinn úr sveitunum að sjónum áfram. Þetta skapar þjóðinni alveg ný atvinnuleg viðfangsefni. Eins og ernir borfa þessi litlu íslensku þorp, er vonandi eiga eftir að verða að stórum borgum, út yfir hafið eftir bráð. Sjóndéildarhringur- inn er að vísu þröngur, enre sem komið er, og þorið enra minna. En alt á þetta eftir að breytast og koma fram í nýrri mynd og með ómótstæðilegu afli lífsbaráttunnar. — Fyrsti „imperialisti" er eg hefi spurnir af, var Islendingurinn Arngrím- ur Þorkelsson Vídalín, d. 17Ö4L bróðir Jóns biskups Vídalihs. Hann hefði varla klofnað úr þessu bergi þjóðar okkar, nema íslenska þjóðin ætti eitthvað af víðsýninu og' kjarkí þessai manns sem almenna þjóðareign. Islensku sjó]x>rpunum er eins. farið og öðrum borgum. Þau liafa ekki annað sér fil bjarg- ræðis en fiski, siglingar, iðnaðí EKIH STRANDAÐ SKIP, heldur er það Bremen, sem er að fara í gegnum „GaillardCut“, þrengsta liluta Panama-skurðsins. Bremen er 51.000 tonn a& stærð, og er stærsta skip, sem farið liefir um Panamaskurðinn. Myndin gefur nokkura hugmynd um að þessi för skipsins liefir ekki verið allskostar auðveld, enda var ]>að 12 stundir á leiðinni i gegnum skurðinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.