Vísir - 17.05.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 17.05.1939, Blaðsíða 2
2 VISIR Miðvífcudagínn 17. maí 1939. f- VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 (kl. 9—12 5377) Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Þegar góð mál sigra. DlTAVEITAN er alt í einu “ orðin mál allra flokfca. Það heyrist ekkert talað um Heng- ilinn eða Krísuvík. Eklcert um nauðsyn þess að rannsökuð séu öll jarðliilasvæði á landinu, áð- ur en hafist sé handa um upp- hitun höfuðstaðarins. Enginn minnist á, að það sé miklu vit- urlegra að nota Sogsrafmagnið til upphitunar. Þeir sem áður sáu öll ráð til j>ess að hæta úr kuldanum í íbúðum höfuðstað- arins, nema hitaveituna frá Reykjum í Mosfellssveit, ráða sér tæplega fyrir fögnuði yfir því, að nú eigi einmitt að fara að byrja á hitaveitunni — frá Reykjum í Mosfellssveit. Hita- veitan er að koina. Og j>ó var búið að margsýna fram á, að áætlanir verkfræðinga bæjarins væru til skammar. Enginn mundi Iiætta fé sínu í slíka vit- leysu. Enda hefði málið aldrei verið annað en „kosningabomba íhaldsins" í Reykjavík. Nú eru allir með og enginn á móti. Alla minnir að þeir hafi altaf verið með og aldrei á móti. Svona hefir hitaveitan sigrað hugina. Og þó er þetta mál „liins hug- kvæmdasnauða íhalds“. En það er ekki vert að vera að rifja upp andstöðuna við þetta mál. Sjálfstæðismenn hafa borið það fram til sigurs. Þeir hafa barist fyrir því í bæjar- stjóm Reykjavíkur árum sam- an. Og þá fyrst, er Sjálfstæðis- menn voru koinnir í stjóm landsins, náðist endanleg lausn. Gamall Reykvikingur sagði í gær, að hitaveitan hefð'i „borg- að þjóðstjórnina“. Þessi maður var, eins og margir fleiri, orð- inn vondaufur um, að hitaveit- an kæmist nokkurntíma á, að „óbreyttum kringumstæðum“. Hann taldi hitaveituna slíka höfðunauðsyn, að framkvæmd hennar væri út af fyrir sig nægi- leg til þess að réttlæta það spor, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir stígið með því að ganga til stjórnarmyndunar með göml. um andstæðingum. Vafalaust era margir Sjálf- stæðismenn á þessari sömu skoðun. Allar þjóðir búa sig um þessar mundir af kappi undir það, að geta bjargast sem mest af eigin ramleik, ef styi’jöld skyldi skella yfir. Hvergi í heim- inum er hægt að henda á ein- staka framkvæmd, sem jafn þýðingarmikil sé i þessum efn- um, sem hitaveitan er fyrir okk- ur fslendinga — ekki einungis fyrir Reykjavik, heldur landið alt. Hitaveitan svarar til þess að fundist hefði kolanáma rétt við bæinn, þar sem mokað yrði upp 35 þúsund smálestum á ári, um alla framtíð. Þetta er fjár- hagshlið málsins. En þá er ótal- vardandi samningaumleitsnirnar. Frakkar reyna tð miðla málnm og vilja stofna þríveldebandalag. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Breskir stjórnmálamenn telja fullvíst að breska stjórnin muni senda nýja orðsendingu til Sov- étstjórnarinnar í Moskva innan 24 stunda, en orðsending frá rússnesku stjórninni var afhent bresku stjórninni í London í gær. Þótt ekkert hafi verið látið uppi um innihald orðsendingar Rússa, er þó talið að þeir muni hafa haldið fast við þær kröfur sínar, að hernaðarbandalag verðí myndað millum Breta, Frakka og Rússa, áður en Rússar taki á sig nokkurar skuldbind- ingar vegna landamæra nágrannaríkjanna. Talið er að breska stjórnin muni hafna þessari kröfu Rússa um algert hernaðarbandalag, þótt hún viðurkenni þörfina á því að Bretar og Rússar veiti hvor öðrum hjálp og aðstoð, eftir því sem nauðsyn krefur. í öðru lagi er talið líklegt að breska stjórn. in leggi áherslu á það, að Rússar ábyrgist landamæri Póllands, Rúmeníu, Tyrklands og Balkanríkjanna. Ennfremur mun breska stjórnin lýsa yfir því, að ef Rússar verði við þessu munu Bretar fyrir sitt leyti reiðubúnir til þess að ábyrgjast vestur- landamæri Rússlands og veita því alla aðstoð, ef á það. verður ráðist úr þeirri átt. Ólafur konungsefni Norðmanna og Martha krónprinsessa eru á ferðalagi í Bandaríkjunum um þessar mundir, en þau fóru vestur um haf fyrir nokkuru til þess að opna norsku sýn- inguna á Heimssýningunni í New York. Því næst hafa þau ferð. ast um allar Norðmannabygðir í Bandaríkjunum og Canada og hvarvetna verið tekið með kostum og kynjum. Nú — á þjóðhá- tíðardegi Norðmanna — eru þau i Kaliforníu. Á myndinni hér að ofan eru þau með börn sín þrjú, prinsessurnar Astri<I, Ragn- hild og Harald prins. QIæsile(0iir ápangup af* vJð— peisnapstapfiim 1 Frakklandi in öll sú heilsuvernd, öll þau skilyrði til að fegra bæinn, öll þau þægindi, sem hitaveitan læt- ur í té framyfir kolauppliitun. Það er dálítið gaman að' hug- leiða það, að einmitt bæi’inn, sem dregur nafn sitt af reyk, skuli verða fyrsta reyklausa höfuðborgin í heiminum. Hitaveitan gefur útsýn yfir ónotaðar auðlindir þessa lands. Ilvað vissu Englendingar fyrir nokkur hundruð árum um þann auð, sem þeir gengu á? Hvern dreymdi fyrir því, að kolanám- urnar ættu eftir að verða ein traustasta undirstaða liins breska heimsveldis? I jarðhit- anum á íslandi felast þau auð- æfi, sem ógerlegt er að meta til fjár. Hitaveitan til höfuðstaðar. ins er fyrsta stórfelda tihaun- in, sem gerð hefir verið til þess að hagnýta þann auð. Sjálfstæðismenn liafa barist fyrir liitaveitunni. Þeir hafa á- stæðu til að lirósa sigri, nú þeg- ar málið er leyst. Nú er yfirlýst. ur fögnuður þar sem áður var andstaða og tregða. Svona fer þegar góð mál sigra. a Breska herskipið H.M.R. Víndictive kom i morgsn Breska herskipið H. M. S. Yindictive kom hingað kl. 8V2 í morgun. Herskip þetta er skóla- skip, sem áður liefir verið getið, og er þaðcí æfingaleiðangri, en ekki opinberri lieimsókn. Verð- ur það liér lil 24. maí. Skipið er 9.100 smiálestir og á því eru 600—700 manns, þar af allstór fjöldi sjóliðsforingja. efna. Eigi er kunnugt hvert skipið fer héðan. Skipið liggur á ytri höfninni og verður það til sýnis almenn- ingi á morgun ld. 2—6Vo. Verða bátar frá herskipinu í ferðum milli skips og lands. Bátarnir munu verða við Geirshryggju. Almenningi er sýnd vinsemd og kurteisi með því að gefa kost á að skoða skipið og munu menn að sjálfsögðu kunna vel að meta þá hugulsemi. Herskipið H, M. S. Leda, sem hér er við eftirlit með breskum fiskiskipum, fór liéðan í morg- un. ÁðalfuBdur Fíug- málafélagsins. Flugmálafélag Islands hélt áðalfund sinn í gærkveldi í Oddfellowhúsinu. Þessir eru nú í stjórn félags- ins: Formaður Agnar Kofoed- Hansen (endurkosinn) og með- stjórnendur Öm O. Johnson, Bergur G. Gíslason (endurkos- inn), Sigurður Jónsson og Er- ling Smith. Varastjórn skipa þessir menn: Björn Eiríksson, Guðbrandur Magnússon (endurkosinn) og Bendt Bendtsen. Endurskoðendur Halldór Jón. asson og Friðþjófur Jolinson. Fundurinn ákvað að lialda á- fram tilraunaflugum með TF- Sux og samþykti auk þess eft- irfarandi ályktun: „Aðalfundur Flugmálafélags íslands telur það höfuðnauðsyn fyrir framtíð flugsamgangna á íslandi, að Reykjavík eignist nothæfan flugvöll og heitir á stjórnarvöld hæjar og ríkis að greiða sem mest fyrir því máli.“ Oslo, 17. maí. FB. Það er staðfest, að um 200 manns hafa farist af tveimur rússneskum skipum í Hvitahafi. NRP. Það vekur allmikla athygli, að Potemkin aðstoðarutanríkis- málaráðherra Sovétstjórnar. innar, fer ekki til Genf, eins og upphaflega var ætlað, en menn bjuggust við að hann og Hali- fax lávarður myndu ræðast við og jafna ágreiningsatriði þau, sem enn eru á milli þessara ríkja i sambandi við samninga- umleitanirnar. í lians stað fer Maiski, sendiherra Rússa í Lon- don til Genf, og má því ætla að ekki verði frekari árangur af viðræðum hans og Halifax lá. varðar, en orðið hefir, nema að Meðal farþega á „Empress of Australia“, sem flytur bresku konungshjónin vestur um haf eru þrír leynilögregluþjónar, sem eiga, að gæta öryggis þeirra hjónanna. Þessir menn heita Al. bert Foster, David Cameron og Frank Giles. Foster hefir í mörg ár verið annar æðsti maður þeirra deild- ar Scotland Yard, sem nefnist „Special Branch“ og hefir eftir- lit með örygg’i háttsettra útlend- inga, sem koma til Bretlands, og konungsfjölskyldunnar bresku, þegar hún er á ferðalögum. Að undanförnu hafa flestir með- limir Special Branch — um 200 að tölu — verið önnum kafnir við að hafa upp á írskum of- beldismönnum, sem alt ætla að eyðilegga í Englandi. Foster er nú 49 :ára gamall, og eitt af afrekum hans frá fyrri tímum var að liandtaka þýska njósnarann Carl Lody á heimsstyrjaldarárunum. Nú hafa Þjóðverjar skírt tundur- ný viðhorf geri samningagerð- ina auðveldari. Frönsku blöðin ræða um það í morgun, að franska stjórnin hafi ákveðið að beita sér fyrir málamiðlun milli Breta og Rússa, og er talið að tillögur frönsku stjórnarinnar muni ganga í þá átt, að Bretar, Frakk- ar og Rússar myndi með sér þvíveldabandalag, án þess að á- byrgð verði tekin á landamær- um ríkjanna á Balkanskaga. spilli einn eftir Lody. Foster var einnig „skuggi“ Wilsons Banda. rikjaforseta, þegar liann var í Evrópu eftir strið. Cameron, sem er skoskur að ætt og uppruna er að eins rúm- lega fertugur. Hann hefir verið stöðugur fylgdarmaður Georgs sjötta, frá því að hann var „að eins“ liertoginn af York. Lítur konungur á hann sem vin sinn og Cameron elcur altaf í bíl hans. Hinn þriðj er Frank Giles, 42 ára, sem áður var lífvörður her- togans af Windsor meðan hann var prins of Wales, og hertog- ans af Kent. Hann fylgdist með þeim bræðrum á för þeirra til Buenos Aires og hélt fyrir þá dagbók, skv. ósk þeirra. Þá var hann einnig um nokkur ár Iíf- vörður Mary ekkjudrotningar. Giles er góður í hraðritun og •tekur niður bréf fyrir konung ef þess gerist þörf. Skipið Empress of Australia, sem konungur Breta og drotn- London í morgun. Reynaud f jármálaráðherra Frakklands liefir í viðtali við blaðamenn gert að umtalsefni ing ferðast með, á sér einkenni. lega sögu að baki. Það var smíðað í Þýskalandi, sem lysti- snekkja fyrir Vilhjálm II, og nefndist þá Tirpitz. Þvínæst kom það til Bretlands eftir stríðið og fór þar í höfn til við- gerðar, en Canadian Pacific Steamships Ltd. feslu þá kaup á því árið 1921 og nefndi það „Empress of Ghina“, og þannig var það skráð. Það sigldi þó aldrei undir þvi nafni, en var sett i Kyrrahafsflotann árið 1922 og var þá nefnt „Empress of Australia". Árið 1923 þegai’ jarðskjálft- arnir miklu geysuðu í Japan, var skipið statt við Yokoliama. Jarðskjálftarnir lögðu ýmsar japanskar borgir í rústir, og fórst þar mikill fjöldi manns, en skipshöfninni á Empress of Australia tókst að bjarga 1.000 manns um borð heilum ó húfi, og flutti fólk þetta úr landi á björgunarbátum sínum. Skipið hélt þvínæst kyrru f3rrir við Japan þar til 8. sept. það ár, og var einskonar hjúkr. unarhæli fyrir Japani, en fyrir veitta aðstoð var skiplierrann, Samuel Robinson, sæmdur hárri orðu af japönsku stjórninni. Skipið sigldi í Kyrrahafi til ársins 1927, en þá var það tekið til Amerikuferða, og hefir gegnt þeim síðan, að öðru leyti en því að það liefir farið í nokkrar skemtiferðir til annara lieims- álfa. Skipið er 21.833 tonn að stærð, og er bæði fagurt og vandað að öllum útbúnaði. Iiinn ágæta árangur af lánsút- boðinu. Kvað hann það eins- dæmi i sögu Frakklands, að jafnstórt lán og liér væri um að ræða — 6 miljarðar franka — hefði fengið jafn góðar und- irtektir og revnd bæri vitni, þar sem menn hefði látiS skrá- setja nöfn sín fyrir ríkisskulda- bréfum vegna j>essarar miklu lánsupphæðar á aðeins nokkur. um klukkustundum. Þessi ár- angur, sagði hann, hefði vakið hina mestu athygli erlendis, og sýndi traust þjóðarinnar á stjórninni og fjármála- og við- reisnarstefnu hennar. Það væri ánægjulegt fyrir stjórnina, að verða svo áþreifanlega vör þessa mikla trausts á þeim límamótum er liðnir væri fimm mánuðir af þeim þriggja ára tíma, sem nauðsynlegur væri til viðreisnarstarfsins, á sviði fé- lagmála, viðskifta og fjárhags. 1 skýrslu stjórnarinnar um fimm mánaða viðreisnarstarf- semi kæmi gi’einilega fram, að öll þjóðin stæði sameinuð að baki Fralddands. Frakkland er sterkt og sameinað og' fært um að vernda sjálfstæði sitt, sagði Reynaud. United Press. ÞEGAR BONNET FLUTTI RÆÐU SÍNA í SOUT- HAMPTON. Bonnet fjármálaráðlierra Frakklands flaug fyrir skemstu lil Southliampton og flutti þar ræðu í veislu, sem hann hélt Alliance Francaise þar i borg. Vakti ræða lians mikla athygli. Sagði hann m. a., að Frakkland óskaði eftir vináttu allra þjóða og allar þjóðir væri vinsamleg- Frh. á 7. síðu. United Press’. Empress of Aostralia komio tii Qoebec. Þúsundir manns þyrptuet niöur til strand- arinnar er skipid varpaði akkerum. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Frá Quebec er símað, að Empress og Australía hafi lagst við akkeri við suðurströnd Orleanseyjarinnar kl. 11.30 í gærkveldi. Var skipið alt skreytt og eitt ljóshaf, en í landi höfðu bál verið kynt á báðum bökkum St. Lorentz-fljótsins. Þúsundir bifreiða streymdu frá Quebec eftir strandvegunum, og geysimikill mannfjöldi horfði á, er skipið varpaði akkerum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.