Vísir - 30.05.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 30.05.1939, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S f m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 (kl. 9—12 5377) Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 aurar. Fólagsprentsmiðjan h/f. Framkvæmd hitaveitunnar IIVAÐ ætli margir Reykvík- u ingar yrðu á móti, ef al- menn atlcvæðagreiðsla ætti að fara fram i dag um tilboðið frá Höjgaard & Schultz? Liklega elcki einn einasti maður. Jafnvel Sigurður Jónasson mundi elcki hætta á ævilangar sjálfsafsak- anir yfir þvi, að hafa á úrslita- 6tundu hrugðið fæti fyrir besta mál, sem nokkurntíma hefir verið tekið upp á íslandi. Og þó eru menn yfirleitt sammála um að tilboðiðfráHöjgaard&Scliultz sé i sjálfu sér ekkert mjög á- kjósanlegt. En hér er um þetta tilboð að ræða, eða ófyrirsjáan- lega frestun á framkvæmd, sem er mikilvægari, ekki einungis fyrir hag og afkomu allra höf- uðstaðarhúa, heldur allra lands- manna, en nokkuð annað, sem nú er á döfinni. Fyrir rúmu ári skrifaði for- maSur Framsóknarflokksins Jónas Jónsson, grein i Tímann um hitaveitumálið. I grein þess- ari sagði Jónas Jónsson alveg hispurslaust, að engin von væri um að þessi framkvæmd kæm- ist á „að óhreytíum kringum- stæðum“. Nú hefir breyting orð- ið á. Sjálfstæðisflokkurinn hefir tekið höndum saman við stjórn- arflokk'ana, sem fyrir voru, um lausn aðkallandi vandamála. Fyrsti árangurinn af þeim „breyttu kringumstæðum“ er «á, að innan fárra mánaða er hægt a? byrja á hitaveitunni frá Reykjilm. Því var haldið fram, meðan útlit var fyrir að málið leystist ekki, að ástæðan væri sú, að á- ætlanir verkfræðinga bæjarins etæðist ekki gagnrýni erlendra fjármálamanna. Þessari ástæðu er endanlega hrundið. Þvi var líka haldið fram, að „hitanám- an“ á Reykjum mundi reynast ónóg. Einnig þessari ástæðu er hrundið. Það er meira að segja engu líkara en að „forsjónin sé að grípa i taumana“, því einmitt á þeh’ri stundu, sem málið ligg- ur fyrir til úrslita, vellur nýtt heitt vatn upp úr jörðinni í tug- um Iítra á sekúndu, eins og til að sannfæra þá, sem kynnu enn að vera efunargjarnir. Á þessum tímum húa þjóð- irnar sig undir ófrið með ýms- um hætti. Smáþjóðimar, sem ekki búast við að taka þátt í hildarleiknum, leggja alla á- herslu á, að þurfa sem minnst til annara að sækja, ef til styrj- aldar kemur. Stríðsundirbún- ingur er einnig hafinn hér á landi. En í þeim undirhúningi er hitaveitan Iangsamlega stærsti þátturinn. Hér vofir yf- ir að þurfa að kaupa kol fyrir 300 krónur smálestina, eins og var í síðustu styrjöld. Hver vill hætta á það, ef hjá verður kom- ist? Máltækið „að bera í bakka- fullan Iækinn“ er á ensku „að flytja kol til Newcastle“. En Newcastle er, eins og kunnugt er, einhver mesti kolabær þar i landi. Eftir að skilyrði eru feng- in til virkjunar hitanámunni á Reykjum er jafn fráleitt að flytja kol til upphitunar Reykja- vik og Newcastle. Það er að bera í bakkafullan lækinn og engum samboðið nema Bakkabræðr- um. Það er óþarft, að fjölyrða um kosti hitaveitunnar. Menn vita að liún er í senn mesta gróða- fyrirtækið og mesta menningar- fyrirtækið, sem til hefir verið stofnað frá því er land bygðist. Hún er svo mikið stórgróðafyr- irtæki, að liún á að vera skuld- laus eign bæjarins á einum ára- tug. Eftir þann tíma færir hún bænum miljón lcróna árlega í breinan arð. Getur nokkur var- ið það, að stöðva þetta fyrir- tæki ? Sú var tíðin, að Reykvikingar skiftust í flokka um þetta mál. Sá tími er liðinn. Það er ekki lengur Sjálfstæðisflokkurinn einn, sem berst fjn-ir því. Allir Reykvikingar, hvar í flokki sem þeir slanda, krefjast þess af full- trúum sínum, að þeir leggi mál- inu lið. a Áfekstup: Bíll fer á hliðíne. Um kl. 8.30 í morgun varð á- rekstur á gatnamótum Suður götu og Skothúsvegai-, milli R. 55 og R. 908. Var R. 908 á leið upp Skot- húsveg en liinn á leið suður Suðurgötu og átti þvi að víkja fyrir hinum, sem átti réttiim á gatnamótunum. Hinsvegar mun R-908 liafa verið á mikilli ferð, þvi að bann velti R-557 og ýtti honum á undan sér 4—5 metra. Málið er í rannsókn. Hraðferíir norðnr nm Akranes. Hraðferðirnar norður um Akranes byrja á morgun, eins og tilkynt er í auglýsingu frá Bifreiðastöð Steindórs í blaðinu i dag. Hraðferðirnar eru þrisvar í viku, norður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, en frá Akureyri mánudaga, fimludaga og laugardaga. Milli Akraness og Reykjavíkur er m.- s. Fagranes i förum, eú'það hef- ir nýlega verið mjög endurbætt, sem getið hefir verið hér i blað- inu. Bílar þeir, sem Steindór notar, eru útbúnir með raf- magnshitun og útvarpi, en bíl- stjórana þekkja allir. — Vafa- laust verða þeir margir, sem kjósa að fara þessa leið. Pétri Zophoníassyni, ættfræðingi, verður halditS sam- sæti i Oddfellowhúsinu annað kvöld, í tilefni af sextugsafmæli hans, og fást aðgöngumiSar í bóka- verslun Isafoldarprentsmiðju. Höfnin. Nova kom á hvítasunnudag. Fer í lcvöld. Lyra kom í nótt. Hekla kom á hvítasunnudag og fór í nótt að lesta fisk á höfnum hér við fló- ann. Súðin fer í kvöld áleiðis til Austfjarða. Snýr þar við og fer sömu leið til baka. Skipafregnir. Gullfoss er á Breiðafirði. Goða- foss kom til Vestmannaeyja kl. n í morgun, er1 væntalegur hingað um miðnætti. Brúarfoss er í Kaup- mannahöfn og Detti.foss í Reykja- vík. íþróttaskóiinn á Álafossi hefst á morgun þ. 31. þ. m. Nemendur á fyrsta námskeið- inu eiga að mæta á morgun kl. 2 á afgr. Álafoss, Þingholtsstr. 2, eða að Álafossi kl. 4 sama dag. Rússar eyðileggja fyrir Japönum. Haröorö mótmæli cg mikil gremja Japana í gard Rússa. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. tvo fallbyssubáta jspanir aðvara Breta og Rússa. Víðtækar varúðarráðstafanir, ef þeir gera með sér hernaðarbandalag, sem nær til Austur-Asíu. — Mark- mið Japana er að sölsa undir sig öll alþjóðahverfi í Kína. Allmiklar róstur hafa nýlega orðið á landamær- um Síberíu og- Manchukuo milli rússneskra og japanskra landamæravarða. Segir í fregn frá Sinking, sem send var til Tokio, að rússnesku fallbyssu- bátarnir Attsa og Sked hafi ráðist á japanska fallbyssu- báta á Usuri-ánni og eyðilagt tvo þeirra með öllu. Kváðu atburðir þessir hafa skeð síðastliðinn laugardag. Japanska stjórnin hefir sent Sovét-stjórninni í Moskva harð- orð mótmæli gegn þessu athæfi, sem mun leiða til alvarlegrar misklíðar milli þessara tveggja ríkja. Sovét-stjómin mun bíða eftir skýrslu frá landamæravörðum sínum um atburðina, en vitanlegt er fyrirfram að hvor þjóðin kennir hinni um tildrögin. HeLstu blöðin í Tokio birta liarðorðar árásargreinar gegn Rússum út af atburðum þessum og fullyrða sum þeirra, að árás- in liafi verið gerð að undirlagi rússnesku ráðstjórnarinhar, sem um þessar mundir standi í samningum við Brela og Frakka um hernaðarlega sam- vinnu, en Rússar yfirleitt sé öndverðir ]>essari samninga- gerð. Telja japönsku blöðin, að frá hendi Sovét-stjórnarinnar sé leikurinn til þess gerður að, dreifa athygli almennings og breyta skoðunum lians með því að telja þjóðum ráðstjórnarríkj- anna trú um að Japanir sýni Rússum yfirgang þegar þess sé kostur, en til þess að styrkja að- stöðu sína sé Rússum nauðsyn- legt að taka höndum saman við lýðræðisþjóðimai’. Þetta telja japönsku blöðin að sé undirrót þeiri’a atburða, sem gerst hafa á Usuri-fljótnu, og er mikil gremja ríkjandi í Japan út af þessum viðburðum. United Press. Fer Smigly'Rydz í beimsðkn til Loiden til þess að ræSa vlh breska herforingja- ráílí? SMIGLY-RYDZ sókn til London, til þess að ræða Við breska herforingjaráðið, eins og að ofan greinir. Að heimsókn þeirra lokinni má bú- ast við að Pólverjar og Bretar hafi tekið fullnaðarákvarðanir varðandi sameiginlegar hernað- arráðstafanir frá hendi beggja ríkjanna. United Press. Bátar á ísafirði fullbúnir til slld veiða. Fréttaritari Vísis á tsafirði símar blaðinu, að þar sé nú mikill hugur í mönnum um síldveiðar á sumrinu. Eru flestir bátar um það bil að verða fullbúnir á veiðar, en þegar eru tilbúnir bátar h.f. Huginn og munu leggja út strax er ein- hverjar síldarfregnir berast. EINKASKEYTI TIL YlSIS. London, í morgun. Það kemur æ greinilegar í ljós, að Japanir óttast mjög afleið- ingar þess, ef fullnaðarsamkomulag næst milli Breta og Rússa. Japanir hafa nógu að sinna vegna styrjaldarinnar í Kína og vegna þess hversu hún hefir dregist á langinn og í hana farið mikið af fé og starfsorku þjóðarinnar, hafa þeir ekki séð sér fært, að takast á hendur nýjar skuldbindingar gagnvart Þýska- landi og Ítalíu, aðal-meðlimunum að andkommúistiska sátt- málanum. Er það þó vitað, að Þjóðverjar hafa lagt fast að Jap- önum, að taka þátt í hernaðarbandalagi ítala og Þjóðverja, og japanska stjómin hefir að undanfömu haft þetta mál til um- ræðu á fundum sínum. En þótt Japanir óttist afleiðingar þrí- veldahemaðarbandalagsins milli Stóra-Bretlands, Frakklands og Sovét-Rússlands, gæti það, ef það nær til Austur-Asíu, haft þau áhrif, að Japanir léti kylfu ráða kasti og gengi í hernaðar- bandalagið með ítölum og Þjóðverjum. Þótt margt sé enn í óvissu um þetta alt er það víst, að afstaða Japana er mjög harðnandi gagnvart Bretlandi, Bandaríkjunum og FrakkJandi í deilunum um alþjóða- hverfinu í Kína. Og Ahasi Shimbun birtir aðvörun um það, að Japan muni tilkynna Rússum og Bretum, ef þeir geri með sér hernaðarbandalag, sem nái til Austur-Asíu, muni Japanir láta hart mæta hörðu og grípa til víðtækra ráð- stafana, en með hverjum hætti er ekki gefið í skyn. Hversu víðtækar ráðstafnir þessar verða er að öllu leyti undir því komið hversu víðtækt hernaðarbandalag Rússa og Breta verður, ef til kemur. DEILAN UM ALÞJÖÐAHVERFIN. Það vekur mikla atb.ygli, að i deilunni um alþjóðahverfin eru Japanir harðastir í garð Breta, enda segja þeir, að Bret- ar séu potlurinn og pannan í mótspyrnunni gegn Japönum — þeir liafi átt frumkvæði að þvi, að sjóliðar voru sendir í land í alþjóðahverfið í Koolang-Su, af herskipum Frakka og Banda- rikjamanna sem Breta eigin. JAPANIR ÆTLA AÐ LEGGJA ALÞJÓÐAHVERFIN UNDIR SÍG. Það er engum vafa bundið, að Japanir ætla að leggja alþjóða- bverfin undir sig — ekki að eins Koolang-Su , alþjóðabverfin í Shanghai og fl., heldur í öllum ldnverskum borgum. Sennilega munu þeir reyna að ná þeim undir sína stjórn smátt og smátt og ef stórveldin láta undan í Ivoolang-Su, munu Japanir við- bafa sömu aðferð annarstaðar. EN — LÁTA STÓRVELDIN UNDAN? En það er margt, sem bendir til, að stórveldin láti ekki und- an. Enn sem komið er, hafa Bretar, Frakkar og Bandaríkja- menn sjóliða á verði í Koolang- Su — livert þessara stórvelda jafnmarga og Japan. í þessu sambandi vekur athygli yfirlýs- ing ástralsks ráðherra um það, að Bretar ætli að liafa nægan herskipaflota í hinni miklu flotastöð Singapore, ef til ófrið- ar kemur, til þess að gæta hags- muna Bretavelds í Asíu. Auk l>ess hafa Bretar aukið her- skipaflota sinn og viggirðingar í Hongkong og’ víðar þar eystra, en ef til ófriðar kæmi og banda- Frh. á 4. bls. Einkaskeyti til Vísis. London, í morgun. News Chronicle flytur fregn um það í morgun, að Smigly-Rydz hershöfðingi og forsætisráðherra Pól- lands eða Kasprozycki hers- höfðingi muni innan skamms koma til Lundúna til þess að ræða við breska hershöfðingjaráðið um hernaðarlega samvinnu Pólverja og Englendinga. Ens og sakir standa er sendi- nefnd hermálasérfræðinga frá Breta hálfu stödd í Varsjá til þess að kynna sér hermál og hemaðarviðhorf Pólverja og er gert ráð fyrir, að hún muni Ijúka störfum í þessari viku, en þó er það ekki vitað með vissu. Strax og nefndin hefir lokið störfum og er komin heim, er gert ráð fyrir að annarhvor þeirra Smigly-Rydz eða Kaspro- zycki hershöfðingi komi í heim- BRETAR OG FRAKKAR standa sem ein þjóð um allar hermálaákvarðanir, og leggja númegináherslu á það, að fá Rússa í lið með sér. Mynd þessi sýnir Lodin Hore-Belishe, hermálaráðherra Breta og Guy la Chambre flugmálaráðherra Frakka við herskoðun á Le Bourget-flugvellinum við Paris. Nú hefir Hore- Belisha boðið Voroshiloff hermálaráðherra Rússa að vera Yiðstaddur hersýningar Breta í sum- ar, og að sjálfsögðu verða frönslku hermálaráðherrarnir þar einnig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.