Vísir - 14.06.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 14.06.1939, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Miðvikudaginn 14. júni 1939, JAPANIR LOKA ALÞJOÐA- HVERFINU í TIENTSIN. Þýskar og ítalskar bifreiðar fara frjálsar ferða sinna, en allir ein- staklingar rannsakaðir áður en þeim er leyft að halda að eða frá útlendingahverfinu. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Frá Tientsin berast þær fregnir, að Japanir hafi í morgun kl. 6 lokað alþjóðahverfinu þar og sett það í einskonar umsátursástand, og nær þetta einkum til forréttindasvæða Frakka og Breta. Herverðir Japana gæta girðinga þeirra, sem settar hafa verið umhverfis alþjóðahverfið og leyfa mönnum hvorki að fara þar út né inn, nema því að eins að leitað hafi verið nákvæmlega á þeim áður, en að öðru leyti hafa þeir ekki hindrað umferð manna til alþjóðahverf- isins. Þá leyfa Japanir einnig bifreiðum, sem bera ít- alskan eða þýskan fána að fara að og frá útlendinga- hverfinu, óhindrað og án þess að leitað sé í þeim, eða þær rannsakaðar sérstaklega, enda eru slíkar bifreiðar ekki stöðvaðar af hervörðum Japana. Bretar hafa boðið út öllu fótgönguliði sínu í Tientsin til þess að verja sérréttindasvæði sitt, og hefir fótgönguliðið staðið á verði frá því í gær, síðari hluta dags, við úthverfi sérréttinda- svæðisins. Þær fregnir berast frá Hongkong að Japanir hafi hafnað málamiðlunartillögum Breta, sem gengu í þá átt, að settur yrði á stofn gerðardómur þriggja manna til þess að úrskurða um ágreiningsefni Japana og Breta, og skyldi gerðardómur þessi þannig skipaður að Bretar skyldu tilnefna í hann einn fulltrúa, Japanir annan, en þvínæst skyldi oddamaður skipaður af ein- hverju hlutlausu ríki eða aðila. Amerikiimeiiii reyna nýjan flugbát. Ilanii g’etiir flogrið ÍOOOO km. án viðkonau. San Diego, Cal., 25. maí. (U.P.). Flugvélaverksmiðjur Consolidated Aircraft hafa fyrir nokk- uru lokið við að smíða flugbát, sem tekur 52 farþega, á að geta flogið 16 þús. km. án þess að bæta við sig eldsneyti og flogið á 15 klst. jTir Atlanthafið. Er nú verið að reyna flugbát þenna, en reynsluflugin fara fram með mestu leynd og er haldinn strangur vörður um hann, dag og nótt. VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) S i m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Ófyrirleitni kommúnista. SÁ atburður gerðist um þing- tímann í vetur, að þing- maður einn gerði sig sekan í því að síma til útlanda rangar fregnir af því, sem gerst hafði á Alþingi. Þessi þingmaður var Einar Olgeirsson. Þá var verið að ræða um heimild fyrir Þjóð- verja til flugferða og var von á þýskri sendinefnd til þess að ræða þessi mál við ríkisstjórn- ina. Um sömu mundir var þýska lierskipið Emden vænt- anlegt í heimsókn. Forsætisráð- herra hafði sagt um ákveðið at- riði, að um þetta yrði rætt þeg- ar nefndin kæmi. En Einar tók sig tii og símaði til útlanda að forsætisráðherrann hefði sagt, að þetta yrði tekið til umræðu þegar Emden kæmi. Útlendir lesendur hlutu að halda, að ís- lendingum væri ætlað að semja við Þjóðverja með fallbyssu- kjafta herskipsins fyrir framan sig. Þessi fregn hafði ýmsar mjög óþægilegar afleiðingar í för með sér; svo sem vita mátti. Nokkru áður hafði það gerst, að í lieimsblaðinu Manchester Guardian birtist löng grein um ímyndaðar fyrirætlanir Þjóð- verja liér á Islandi. Fregn þessi var tekin upp af blöðum víða um heim og varð til þess að vekja algerlega rangar hug- myndir um afstöðu íslands í heimspólitíkinni. Ekki liggja fyrir sannanir um að þessi grein sé rituð af kommúnistum á Is- landi, en allar líkur henda til þess að hún sé undan þeirra rifjum runnin. Það er alveg óþarfi að fjöl- yrða neitt um það hverskonar verknaður er hér á ferðinni. Hver maður, sem hugsar nokk- uð um það, sem nú er að gerast í heiminum, skilur til fullnustu livílíkur voði sjálfstæði landsins getur verið búinn af slíkum söguburði. En það er æði hast- arlegt, að kommúnistar skuli reyna að sannfæra nokkurn mann um þjóðhollustu sína, eftir það, sem i ljós hefir kom- ið. Og það er hrein fyrirmunun, þegar Einar Olgeirsson ætlar að fara að segja íslenskum hlöð- um fyrir um það, hvernig þau eigi að skrifa um utanríkismál. Á Alþingi urðu allsnarpar umræður út af Emdenskeyti Einars Olgeirssonar. I þeim um- ræðum sagði Einar frá því, að danskur ritstjóri hefði orðið að Iáta af starfi, samkvæmt kröfu Þjóðverja, vegna þess að blað hans hafði birt orðrétt ummæli bresks þingmanns, tekin upp úr bresku blaði. Ekki vitum vér, hvað Einar hefir haft fyrir sér í þessu. En ályktunin sem Einar dró af þessu var ekki sú, að okkur bæri að fara varlega i op- inheru umtali um Þjóðverja, heldur þvert á móti. Einar Olgeirss. heldur sér enn við sama heygarðshomið. I gær bölsótast hann yfir því, að ís- lensku „horgarablöðin“ séu ekki nærri nógu dugleg að skamma fasistaríkin og hæla sovét-ríkjunum. Einar er svo blindaður, að það hvarflar ekki að lionum, að fjandskapur við fasistai’íkin getur haft mjög al- varlegar afleiðingar fyrir við- skifti okkar út á við. Hann lok- ar augunum fyrir því, að þær afleiðingar mundu bitna sárast á þeim stéttum, sem hann þyk- ist bera fyrir brjósti. Hann rennir ekki grun í, að þjóð sem hefir hlutleysisyfirlýsingu sína eina sér til varnar, muni ann- að hentara, eins og nú standa sakir í heiminum, en að gerast opinber aðili í mestu deilumál- um stórþjóðanna. Yið Islendingar verðum að viðurkenna það, hvort sem okk- ur er ljúft eða leitt, að við verð- um að gæta fylstu varúðar í öll- um umræðum um utanríkis- mál. Þess vegna líta menn á gaspur Einars Olgeirssonar sem fljótræði og ófyrirleitni, alveg eins og Emdenskeytið sæla. En fljótræðið og ófyrirleitnin geta orðið dýrkeypt, þegar erlendar þjóðir eiga í hlut. a Bifreiðarslys í Ljósavatnsskarði í fyrrinótt valt vörubifreið út af veginum í Ljósavatnsskarði, nálægt Hálsi, en tveir menn voru í bifreiðinni. Annar maðurinn, sem í hif- reiðinni var, Friðjón Axfjörð múrarameistari, skarst töluvert á úlnlið og varð fyrir allmiklu blóðtapi. Frá Hálsi var strax símað til Akureyrar og bná hér- aðslæknirinn Jóhann Þorkels- son þegar við og hélt á slysstað- inn um nóttina. Gerði hann við sár Friðjóns til bráðabirgða, en flutti hann þvínæst til Akur- eyrar, á sjúkrahúsið þar sem sár hans voru saumuð. Friðjón er talinn úr allri liættu, en hinsvegar er við því búið að liann eigi alllengi í þess- um meiðslum og ekki vitað hvort hendin verður jafngóð og áður. Job. Lúðrasvcit IScvkj avikiir. Lúðrasveit Reykjavíkur ætl- ar að skemta bæjarbúum með lúðrablæstri á hverjum mið- vikudegi framvegis, og í kVeld verður þetta í fyrsta skifti í skemtigarðinum við Lækjar- götu. Lúðrasveitin liefir verið hrakningi með hljómleika sína síðan girðingin var tekin burt af Austurvelli, en það er áhuga- mál sveitarinnar, að koma sér upp „pavillion“, þar sem hún getur liaft aðsetur sitt með hljómleika í framtíðinni. En L. R. er ekki fjársterk og verður því að fara sömu leið og mörg önnur félög, sem líkt er ástatt með, nefnilega að selja merki til ágóða fyrir sig. Verða merkin seld í kveld og þess vænst, að bæjarhúar styðji lúðrasveilina, sem náð liefir miklum vinsældum í bænum, með því að kaupa merki. Aðalfundur Dýraverndunarfélags Islands verður haldinn í kvöld í húsi K. F. U. M. við Amtmannsstíg, salnum uppi. Gerðardómur þessi átti aðal- lega að útkljá ágreining þann, sem komið hefir upp milli Breta og Japana, af þeim sök- um, að fjórir kínverskir flótta- menn leituðu hælis í hinum breska hluta alþjóðahverfisins en Japanir gáfu þeim að sök, að þeir hefðu myrt japanska hermenn og kröfðust af bresk- um stjórnarvöldum í borginni, að menn þessir yrðu framseld- ir. Þessari kröfu Japana vísuðu bresku stjórnarvöldin á bug, með því fyrsta lagi að þeim bæri engin lagaleg né siðferði- leg skylda til slíks, og í öðru lagi hefði Japanir engar full- gildar sannanir í höndum fyrir því, að menn þessir væru morð- ingjar, en Japanir höfðu knúð fram játningu frá þeirra hendi með hinum grimmúðugustu pyndingum. Litu bresk stjórnarVöld svo á, að þar sem málið lægi svo fyrir sem að ofan greinir, leiddi framsal Kínverjanna til þess eins, að þeir mundu verða tekn- ir af lífi án fullgildra sannana, en myndu ef til vill verða kvald- ir til frekari játninga. Töldu Bretar þVí að framsal mann- anna væri ómannúðlegt og á- stæðulaust, eins og málið lægi fyrir, en eðlileg leið til þess að leysa málið væri sú, sem að of- an greinir, að gerðardómur yrði skipaður, sem siðan úrskurðaði um það, hvort mennirnir skyldu afhentir eða ekki. Það er vitað, að í Japan er mikil gremja ríkjandi, einkum í garð Breta, Frakka og Banda- ríkjamanna, sem þeir telja að slyrki Kínverja bæði beint og óbeint, enda hefir barátta Jap- ana í Kína fyrst og fremst mið- að að þvi, að brjóta á bak aftur áhrifavald stórveldanna í Kína, en þau eiga þar aftur stórfeldra hagsmuna að gæta, einkum fjárhagslegra, enda fá þau það- an óhemju af nauðsynlegum liráefnum og liafa sett mikið fjármagri í ýins fyrirtæki í Kína. Talsmaður utanríkismála- deildar japönsku ríkisstjórnar- innar í Tolcio, lýsti í gær yfir þvi, að það, sem fyrst og fremst vekti fyrir Japönum með ráð- 1 fyrsta reynslufluginu reynd- ist flugbáturinn svo miklu bet- ur, en vonast hafði verið til, að starfsmenn framleiðendanna og opinberir embættismenn á- kváðu þegar, að eingöngu trún- aðarmenn beggja mætti kynn- ast smíði flugbátsins og fyrir- komulagi hans. Smíði á lionum var liafin fyrir luktum dyrum 1. ágúst s.l. og har verksmiðjan jafnan á móti því, þegar blöðin sögðu frá því að verið væri að smíða undraflugbát hjá Consolidated Aircraft. Það eru aðallega tvær nýj- ungar í smíði flugbátsins, sem ekki má fréttast nánara um. Önnur er vængirnir, sem eru smíðaðir með nýju, svokölluðu Davis lagi, og hreyflarnir, sem eru aðeins tveir. Er hvor hreyf- stöfun þeirri að einangra al- þjóðahverfið, væri að hafa eft- irlit með mynt og fjármagni, sem streymdi að og frá útlend- ingahverfinu í Tientsin. Hélt hann því fram, að óhemja af er lendu fjármagni streymdi þaðan til Kínverja, og væri það undirstaða baráttu þeirrar, sem Kínverjar héldu enn uppi gegn Japönum. Talsmaður japönsku stjóm- Frh. hls. 8. ill 18 cyl. og framleiðir 2000 hestöfl. Davis-vængirnir eru fundnir upp af verkfræðingi að nafni David R. Ravis, sem löngum var hjá Douglas-flugvéíaverk- smiðjunum. Davis vann að þessari uppfinningu sinni í 10 ár. Telja sérfræðingar að Davis- vængirnir gefi 20% meiri hraða en ef notaðir væri venjulegir vængir. Mesti hraði flugbátsins er áætlaður 440 km. á klst. Gert er ráð fyrir að flugbát- urinn flytji að jafnaði 52 far- þega, en svefnklefar aðeins fyr- ir 28. Auk þess er 5 manna á- liöfn: þrír flugmenn, vélamað- ur og loftskeytamaður. Einn af áhöfninni verður jafnframt út- lærður matsveinn. Bensíngeymar verða fyrir um 16 þúsund lítra, en stærstu sprengjuflugvélar Bandaríkj- anna liafa „aðeins“ rúm fyrir um 5500 1. Búist er við að flugfélagið American Export Airlines, sem er skæður lceppinautur Pan- American Airsvays, kaupi þenn- an flugbát og marga fleiri. Er gert ráð fyrir, að liann geti flog: ið frá Boston til Azoreyja á 15 klst. Flugbáturinn Yankee Clip- per, sem ér eign P.A.A., flaug 26. mars s.l. frá Baltimore til Azoreyja á 17 klst. 33 mín. — Leiðin er 4200 km. ÞEGAR PÁLL PRINS VAR I BERLIN. Það var ekki litið um að vera í Þýskalandi, þegar Páll prins, rikisstjórn- andi Jugoslavíu, var gestur Hitlers á dögunum, ásamt Olgu' prinsessu, konu sinni, og Markowitz, utanríkismálaráðherra. Þjóðverjar reyna nú að vingast sem mest við Júgóslava, og var ríkisstjórnandanum sýnt margt, til þess að sannfæra hann um hernaðarlegan mátt Þýskalands, og að gott væri að eiga vel vígbúna vini. Hvort breyting verður á utanríkismálastefnu Júgóslava, er þó með öllu óvist. Þeirra megin-boðorð er að fara sem gætilegast. — Myndin var tekin á hernað- arsýningunni í Berlín. Páll prins stendur við hlið Hitlers.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.