Vísir - 21.06.1939, Síða 2

Vísir - 21.06.1939, Síða 2
2 VtSlR Miðvikudaginn 21. júní 1939. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Féiagsprentsmiðjan h/f. Kommún- ista-dekrið. JþEGAR útvarpsumræðurn- ar um gengismálið fóru fram í vor, talaði Haraldur Guðmundsson mikið um „sam- vinnu Sjálfstæðisflokksins við kommúnista“. Haraldur sagði, að Alþýðuflokkurinn gæti ekki tekið áfram þátt í stjórn lands- ins, nema þessari samvinnu yrði tafarlaust slitið. Hér í blaðinu var Haraldi bent á það, að þessar ásakanir í garð Sjálfstæðisflokksins liefði ekki við neitt að styðjast. Hinsveg- ar væri Alþýðuflokknum inn- an handar að sanna trú sína á þessar ásakanir. Hann gæti framkvæmt liótun Haralds og „dregið“ Stefán Jóhann „út“. Nú liafa vikurnar liðið, án þess að nokkur „útdrátlur“ hafi far- ið fram. Svo það er alveg sýni- legt að Haraldur hefir talað af sér, þegar hann fór með þessar ásakanir og hótanir í garð Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn taka því þess vegna með jafnaðargeði, þótt samstarfsmennirnir i Al- þýðuflokknum láti dálítið ó- friðlega við og við. En samt er rétt að benda þessum mönn- um á það í allri vinsemd, að þegar staðlausar ásakanir eru bornar fram, livað eftir annað, ofan i mótmæli þess, sem fyr- ir verður, þá er um rógburð að ræða. Alþýðuflokkurinn liefir því um tvent að velja: hætta þessu atferli ,eða fram- kvæma hótanir sínar. Alþýðublaðið brýnir þessa dagana þá skyldu mjög fyrir Sjálfstæðismönnum, að vera á verði gegn kommúnistum. Það hafa engir verið á verði gegn kómmúnistum, nema Sjálf- stæðismenn. Umsvifamesti maður í Alþýðuflokknum var árum saman Héðinn Valdi- marsson. Og það er eftirtekt- arvert, að einmitt eftir stólfóta- bardagann 1932, varð uppgang- ur Héðins mestur í flokknum. Næstu árin á eftir fóru brodd- ar Alþýðuflokksins hvern 9. nóvember ofan i Iðnó, til þesss að gera sér giaðan dag í minn- ingu afreka Héðins. Nú er Héð- inn orðinn „A1 Capone“ í aug- um Alþýðublaðsins. Og þó hef- ir Héðinn sennilega aldrei líkst þessum heimsræmda bófafor- ingja meira en þann dag, sem Alþýðuflokkurinn féll honmn til fóta. Svona var nú verið á verði gegn kommúnismanum í þá daga! Og þá var Alþýðuflokkurinn bærilega á verði við síðustu bæjarstjórnarkosningar! Þá voru þeir á sama listanum Ste- fán Jóhann og Einar Olgeirs- son, Haraldur og Héðinn. Það er ekki nema hálft annað ár síðan þetta gerðist. Og svo er Alþýðuflokkurinn að ásaka Sjálfstæðismenn um samvinnu við kommúnista! Alþýðublaðið hefir bent á það, alveg réttilega, að sægur af kommúnistum sé i ríkis- slofnununum. Hverjir liafa ráðið þessa menn fjl starfa? Ekki liafa Sjálfstæðismenn gert það. Nei, það eru einmitt þeir, sem nú brýna Sjálfstæðis- menn mest til atlögu, sem vald- ir . eru að þessari upphefð kommúnista. Margsinnis hefir verið á það bent i Alþýðublaðinu, að kom- múnistar stofni félög undir als- konar yfirskyni, til þess að út- breiða stefnu sína. Fyrir rúmu ári gaf blaðið það í skyn, að „KRON“ væri „öflugasta út- breiðslutæki Stalins á íflandi“. Einn fremsti maðurinn í þessu ,,útbreiðslutæki“ er einn af kunnustu þingmönnum Al- þýðuflokksins, Vilmundur landlæknir. Kommúnisminn hefir dafnað hér á landi, vegna þess að Al- þýðuflokkurinn liefir ekki ver- ið á verði. Og einmilt dekur flokksins við kommúnista á undanförnum árum, er þess valdandi, að Sjálfstæðismenn í verkalýðsfélögunum trúa Al- þýðuflokknum ekki betnr en raun er á. Þar eimir eftir af gamalli tortrygni, sem Alþýðu- flokkurinn verður að vinna bug á. Vonandi tekst flokknum þetta eflir því, sem fram líða sfundir. Sjálfslæðismenn í verklýðsfélögunum munu aldr- ei slá á útrétta höiul, þegar þeir eru orðnir öruggir um, að einlægni fvlgi handtakinu. a Aðalf undur Fisldrækt- arfélags Þingvalia- vatns var háður i Valhöll sunnud. 18. júni. — Félagið var stofnsett í fyrra sumar, en varð þá seinna fyrir, en til var ætlasl í öndverðu, og vanst ekki tími til að afla lil klaksins, svo sem æskilegt liefði verið. Nú stendur félagið miklu betur að vígi, enda var sam- þykt einum rómi, að efla starf- semi þess svo, að klekja mætti einni miljón seiða á komanda vetri. Fundurinn gerði samþykt um, að skrásetja skuli alla báta við vatnið og tilgreina eig- endur þeirra. Skal og merkja alla bálana með áframhald- andi tölu með samskonar regl- um, sem gilda um báta við sjáv arsíðu. Fól fundurinn stjórn félagsins að koma þessum á- kvörðunum í framkvæmd, svo að þeim verði lokið ekki seinna en 15. júlí næstkomandi. Skal engum heimilt að setja bát á vatnið eftir þann tíma, nema merktur sé á fyrrgreindan liátt. Rætt var nokkuð um ólög- lega veiði aðkomumanna við vatnið, bæði í almenningi og fyrir landi einstakra manna. Nú er svo ákveðið i landslög- um (8. gr. laga um lax- og sil- ungsveiði, tölul. 1 og 4, og 9. gr-): „Landeigendum, er land eiga að stöðuvatni, er einum heimil veiði í almenningi vatnsins, og er hún þeim öllum jafnheimil.“ „Nú er fiskiræktarfélag stofnað við stöðuvatn, og hverfur þá veiðiréttur til þeirra einna, sem félagar eru í fiski- ræktarfélaginu.“ „Eigi má maður leyfa öðrum veiði í sameignarlandi eða fé- lagsvatni eða í afrétti eða al- menning.“ Liggja sektir við í lögum, ef út af er brugðið. Þótti nauðsyn til bera, að þessum lagaákvæðum væri ein- dregið framfylgt framvegis. og hafa safnað þar saman miklum fjölda herskipa. veldin hafa forréttindasvæði í. Fjögur bresk skip stöðvuð. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Swatow er ein af þeim borgum sem stór- Fregnir frá Hongkong í morgun hérma, að Jap- anir hafi byrjað að setja her á land í Swatow klukkan fjögur í nótt. Héldu hersveitirnar þegar af stað inn í landið frá borginni og hafa, að þvi er vitað verður, lítilli eða engri mótspyrnu mætt. Eigi er vitað með vissu hvað fyrir Japönum vakir sérstaklega með því að setja herlið þarna á land nú, en að sjálfsögðu mun það styrkja hernaðarlega aðstöðu þeirra í Suður- Meulen- berg biskup. Ilátiðnliöld í Laiulakotí á Japanir setja her á land í Swatow Kína, og vafalaust verða hersveitir þessar sendar gegn kínverska hernum, sem að undanförnu hefir getað tafið framsókn Jap- ana í þessum hluta Kína. En annað og meira getur legið hér á bak við. Swatow er ein af þeim borgum Kína, sem sérstök ákvæði eru um í samningum stórveldanna um Kína. Stórveldin eiga þar mikilla hagsmuna að gæta og siglingar þangað eru miklar. (Swatow er á suðurströnd Kína, alllangt fyrir norðan Hongkong gegnt suðurhluta Formosa) Japanir hafa safnað saman miklum fjölda herskipa í og fyrir utan Swatow. Hefir öllum erlendum skipum verið bannað að fara inn á höfnina í Swatow. Herskip Japana hafa stöðvað fjögur bresk skip, sem ætluðu þangað. Japanski yfirforinginn í Norður-Kína endurtók í gær þá stað- hæfingu sína, að ef Bretar gripi til viðskiftalegra þvingunar- ráðstafana gagnvart Japönum, myndi japanski herinn ekki við- urkenna nein réttindi Breta í Kína og ekki gera neitt til verndar og öryggis lífi og eignum Breta þar í landi. Tvö bresk herskip, um 1000 smálestir hvort eru nú komin til Tientsin. Bifreiðir með matvælum, sem breskir hermenn fylgdu fóru inn í alþjóða- hverfið í gær, og gerðu Japanir ekki tilraun til að stöðva þá. Hinsvegar hafa Japanir tilkynt að þeir muni halda áfram eftir- liti sínu og rafmagnsstraum verði hleypt í gaddavírsgirðingar á kveldin. og straumurinn ekki tekinn af fyrr en á morgnana. Þá segja Japanir að tilgangur þeirra sé ekki að svelta inni fólk- ið í alþjóðahverfunum heldur að koma í veg fyrir að þau séu undirróðursmiðstöðvar. Og gildi þetta um öll forréttindasvæði i Kína, enda þótt deilurnar standi aðallega um Tientsin og Koolang-Su á Amov, en japönsk herskip hafa nú í margar vikur hindrað alla flutninga milli eyjarinnar og meginlandsins. 1 Koolang-Su stendur deilan milli Japana annarsvegar og Breta, Frakka og Bandaríkjamanna hinsvegar, en í Tientsin vilja Jap- ir sýnilega helst eiga við Breta eina. Margt bendir þó til, að Bandaríkjamenn muni hafa meiri afskifti af þessari deilu hér eftir. i- Miklar umræður fóru fram í Tokio og London í gær. I London kom utanríkismálanefnd bresku stjórnarinnar saman á fund, en í Tokio forsætisráðherra og utanríkismálaráðherra. Því næst gaf Arita skýrslu á stjórnarfundi um stjórnmála- horfur í Evrópu, en Hiranuna forsætisráðherra fór á fund Hirohita keisara. United Press. Mn kQinishjóiii ksii heii í lorgBR. London í morgun. Einkaskeyti til Vísis. Konungsskipið Empress of Rritain er nú á leið til Bretlands og er væntanlegt til Southamp- ton á morgun. Ilerskip hafa fylgt Empress of Britain frá Canada, og þegarsldpið nálgast strendur Bretlands fara bresk herskip á móti því, og verða dætur konungslijónanna á einu þeirra. United Press. Christmas Möller, fyrrum formaður danska íhalds- flokksins, ætlar að eyða sumarfríi sínu á Islandi og í Færeyjum. Hann leggur af stað í næstu viku. 40 ára prestskaparaimæli Meulenbergs biskups. ú Þeir, sem gengu upp Túngötu á sunnudagsmorguninn var, staðnæmdust allir fgrir fram- an Landakotsskólann; þeir sáu að eiltlwað mikið stóð f>ar til, hópur af hátíðabúnu fólki, með marglita, blaktandi fána. Brátt leggur allur skarinn af stað og gengur til kirkju, síð- ast gengur biskup Meulenberg í fullum skrúða. Um leið og skrúðgangan fer af stað, byrja klukkurnar að hringja, svo að alt loftið titrar. Bróðir Ferdin- and hlifir ekki klukkunum sín- um í dag. Það er hátíð í Krists kon- ungs kirkju í Landakoti, þvi að biskupinn á 40 ára prest-- skaparafmæli. Engum finst ó- eðlilegt, að katólski söfnuður- inn í Reykjavík efni til liátíð- ar á þessum merkisdegis bisk- upsins. því að allir, sem ein- hver kyni hafa haft af honum, bera til hans vinarhug og virða hann. Eg fylgist með inn í kirkj- una. Þar blandast saman bljómur ldukknanna og tónar orgelsins, sem Dr. Urbant- schitsch leikur á, af sinni al- kunnu snild. Kirkjan er öll ljósum og blómum skrýdd, sólin skín inrr um liinar marglitu rúður, á skrúða prestanna fimm og kór- drengjanna, og á litlu hvít- klæddu stúlkurnar með blóma- krans á liöfðinu, — það er lit- skrúð, skrautlegt, hálíðlegt. Eg sit þögull. Messan er byrj- uð. Prestur gengur fram fyrir kórinn og tilkynnir, að engin ræða verði flutt við þetta tæki- í'æri; það liafi biskupinn af- beðið. Að lokinni messugerð tónar biskupinn Te Deum (Lof séð Drotni). Kórinn svarar. Allir standa og klukkum er liringt meðan sungið er. Bisk- upinn blessar yfir fólkið, há- tiðinni er lokið. Söfnuðirnir í Reykjavík og Hafnarfirði færðu biskupinum að gjöf dálitla fjárupphæð, er hann mun verja til skreytingar kirkjunni. Lúðrasveit Reykja- víkur beimsótti liann, honum lil mikillar ánægju, og fjöldi skeyta og blóma barst, þar á nleðal skeyti frá forsætisráð- herra. Það var glaðasólskin, veðrið vildi lijálpa til að hylla biskup- inn á þessuin merkisdegi. F. H. B. Strang,|fog: Holotov ræðast við í dag. Itrctar tclja horfwrnar liatnaiitli. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Sjórnmálamenn í París og London eru mjög von- góðir um, að samkomulag í grundvallaratriðum við Rússa sé í þann veginn að nást. Yrði þess þá skamt að bíða, að fullnaðarsamkomulag næðist. — Fregnir, sem komu seint í gærkveldi og,nótt, virðast liafa liaft þau á- hrif, að stjórnmálamennirnir telja miklu betur horfa en áður. Er meiri bjartsýni nú ríkjandi í þeirra hóp en nokkuru sinni. í gærkveldi var búist við því í.London, að Strang, fulltrúi bresku stjórnarinnar, sem send- ur var til Moskva til þess að hraða samkomulagsumleitun- unum við Rússa, mundi fara á fund Molotovs í dag, ásamt sendiherrum Breta og Frakka, þar sem Strang hefði fengið nýjar fyrirskipanir frá London í gær. Á Ítalíu og Þýskalandi ræða blöðin mjög mikið hversu samkomulagsumleitanirnar Frh. á bls. 8.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.