Vísir - 28.06.1939, Blaðsíða 7

Vísir - 28.06.1939, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 28. júní 1939. VISIR l§land lieimsótt eftir 13 ára brottveru. Vidtal vid Sigupd Sigtryggsson lektor. Sá tími árs er nú kominn, er góðir gestir flykkjast til lands- ins, úr ýmsum áttum, til þess að kynnast landi og þjóð eða endurnýja gömul kynni, og mega allir slíkir gestir vera þjóð- inni aufúsugestir, ekki síst landar vorir, búsettir erlendis, er korna heim af trygð við land sitt og fólk. Einn þeirra, maður borinn og barnfæddur hér í Reykjavík, sem um langt skeið hefir verið starfandi í Danmörku og getið sér hinn besta orðstír fyrir mentastörf sín, er nú hingað kominn í stutta heim- sókn. Er hann Sigurður Sigtryggsson lektor, sonur Sigtryggs heitins Sigurðssonar sem frá því um 1880 til dánardægurs 1903 var starfsmaður í Reykjavíkur apóteki, og flestir Reyk- víkingar af eldri kynslóðinni muna eftir. Sigurður lektor Sig- tryggsson varð stúdent 1902 og fór utan til náms og lauk mál- fræðisprófi við Kaupmannahafnarháskóla 1907. Bað tíðinda- maður Vísis hann að segja Iesendum sínum frá starfsferli sín- um og varð hann góðfúslega við þeirri ósk. í frístundum mínum hefi eg gert mér það til gamans og fróðleiksauka, að kynna mér menningarsögu Islands, og ór- angurinn af því grúski er bók sú, sem við dr. Sigfús Blöndal gáfum út saman, þ. e. Myndir úr menningarsögu Islands, sem einnig hefir komið út á dönsku og þýsku. Fyrstu færeysku stúdentarnir voru útskrifaðir í vor. Tíðindamaður Vísis hafði frétt, að Sigurður hefði komið hingað frá Færeyjum, og spurði liann um ferðalag hans þangað. Eg kom hingað frá Færeyj- um, segir Sigurður Sigtryggs- son. Dvaklist eg þar hálfan mánuð sem prófdómari við nýj- an mentaskóla og útskrifaði þessi slcóli nú fyrstu stúdent- ana. Áður fyrr urðu Færeying- ar að fara til Danmerkur til þess að taka stúdentpróf, og í einstöku tilfellum til Islands. Landi vor Niels R. Finsen kom, sem kunnugt er, frá Færeyjum til náms í latínuskólanum hér og lauk stúdentsprófi hér. Gast mér vel að því, sem eg sá og heyrði í Færeyjum og líst mér vel á skóla þeirra og vona, að hann þrífist vel. Tel eg, að danska stjórnin hafi sýnt Fær- evingum kurteisi með því, að velja Islending til að vera próf- dómara í fyrsta sinni, sem stú- dentar eru útskrifaðir frá fær- eyskuni mentaskóla. Ógleymanlegur dagur. Úr þvi að eg var nú kominn til Færeyja gat eg ekki stilt mig um að skreppa til íslands, en það eru nú 13 ár frá því, er eg kom lieim seinast. Og hlessað gamla landið tók sannarlega vel á móti mér, þvi að eg hefi aldrei séð fjöllin og jöklana á suður- ströndinni fegurri, en er við sigldum með ströndum fram í glaða sólskini og sáum hlá- f jallageiminn í allri sinni dýrð. Þar sem eg verð að nota sumar- leyfið að nokkru til starfs, get eg að eins verið hér heima hálf- an mánuð og hefi liugsað mér, að skreppa landveg norður. Illakka eg til þess, að fara land- leiðina norður. Hefi eg ekki átt þess kost fyr, en nú eru tím- arnir hreyttir og samgöngu- hæturnar svo miklar, að hægt er að komast langar leiðir á skömmum tíma, og er það ó- metanlegt þeim, sem hafa nauman tíma. Meðan eg dvelst hér í bænum bý eg á Garði. — SIGURDþJR, SIGTRYGGSSON Kenslustörfin byrjuðu þegar á námsárunum. Eg hyrjaði að kenna seinustu árin, sem eg var við nám í Höfn, segir Sigurður Sigtryggs- son, og kendi við ýmsa skóla, þýsku, ensku og sögu. Hélt ég því áfram um skeið, þar til mér 1911 var veitt fast kennaraem- hætti við mentaskólann í Yejle. Starfaði eg þar sem fastalcenn- ari 1911 til 1915. Mentaskóli þessi er bæjarskóli og kjörin ekki eins góð og við ríkisskól- ana og sótti eg þvi um annað embætti og var mér veitt það. Var það aðjunktsembætti við dómkirkjuskólann í Vébjörg- um, en þar var eg til 1920. Fluttist eg þá til Suðurborgar (Sönderborg) á AIsi og varð yf- irkennari (lektor) við menta- skóla ríkisins þar. Þessu starfi gegndi eg til 1931, er mér var veitt lektorsembættið við Vestre Borgerdydskole í Kaupmanna- höfn. Þessi skóli er gamalkunn- og mikilsvirt stofnun og varð 150 ára 1937. Var þá gefið út vandað minningarrit um skól- in og var eg ritstjóri þess og skrifaði í það tvær greinar. Fyr- ir tveimur árum lilaut eg svo emhætti sem eftirlitsmaður í þýslcukenslu við mentaskóla Danmerkur. Jafnframt kenni eg áfram helming viku hverr- ar, en kenni nú aðeins þýsku. Hinn helmingur vikunnar fer í ferðalög til skóla til eftirlits og við önnur störf, sem að eftirlit- inu lúta. • » Rithöfundarstörf. — Kenslubækur. Tíðindamaðurinn spyr Sig- trygg lektor um bókmentastörf lians og segist honum svo frá: „Eg hefi fengist noklíuð við samning kenslubóka í þýsku. Er þar helst að nefna Deutsche Kultur- und Charakterbilder Það er þýsk menningarsöguleg lestrarbólc fyrir æðri skólana og liefir liún náð mikilli út- breiðslu og verið gefin út þrisv- ar sinnum. Auk þess má nefna þýska málfræði, sem er gefin út á þýsku, því að nú er ætlast til, að kenslan fari fram á sjálfu málinu, sem kent er, og hefi eg beitt mér fyrir því í Danmörku. DAUF KAUPHALLARVIÐ- SKIFTI. Oslo 26. júní. FB. Kauphallarviðskifti voru mjög dauf vikuna sem leið. Að eins ein sala á hlutabréfum skipaútgerðarfélaga fór fram í vikunni. —• NRP. iiodns í gær. Fundur var settur ld. 9 árd. með morgunhænum, er sr. Sig- urður Stefánsson annaðist. Vegna fjarveru sr. Jóns Guð- jónssonar í Holti undir Eyja- fjöllum hóf biskup sjálfur um- ræður um Slysavarnamál og þátttöku presta í þeim. Aðrir ræðumenn voru: Sr. Jónm. Halldórsson, sr. Guðm. Einars- son, sr. Bergur Björnsson og sr. Jón Þorvarðsson. Samþ. var i einu bljóði svofekl ályktun: Prestastefnan færir þeim al- úðarþakkir, sem unnið hafa að slysavarnastarfinu fyrr og siðar og væntir þess. að prestastéttin haldi áfram að styðja það starf. og mælist til þess að prestar landsins beiti sér fyrir því, að stofnaðar verði slysavarna- deildir í öllum prestaköllum landsins. Þá mintist biskup hins hörmulega fráfalls frú Guðrún- ar Lárusdóttur og dætra henn- ar síðastliðið sumar. og bar upp til atlcvæða svolátandi kveðju til Sigurbjarnar Á. Gíslasonar, er samþykt var í einu hljóði: Prestastefnan sendir þér lijartanlegar kveðjur sinar og minnist með miklu þakklæti ykkar hjónanna fyrir mikilvægt starf ykkar að kristindómsmál- um með þjóð vorri. Söknuður þinn er söknuður vor allra. Kl. rúml. 10 liófust umræður um endurskoðun sálmabókar- innar. Aðalframsögumaður var sr. Þorsteinn Briem prófastur, og flutti hann langt, ítarlegt og ágætt erindi um þau sjónarmið, sem ráða skyldu við þetta verlc í framkvæmd þess allri, svo að kirkjunni mætti verða til fram- fara og kristnum mönnum mætti verða til blessunar. Ann- ar framsögumaður sr. Árni Sig- urðsson, flutti í stuítu máli nokkur rök þess, að rétt væri að hefja nú endurskoðun sálmabókarinnar. Eftir nokkr- ar umræður var svo málinu frestað þar til í dag. Var þá kl. orðin 12 og fundi frestað. Klukkan 4 hófst fundur á ný með sálmasöng. Biskup las því næst fundinum svo felt sím- skeyti, undirritað af Sigurði Thorlacius, forseta Sambands íslenskra barnakennara: Uppeldisþing Sambands íslenskra barnakennara sendir prestastefnu íslensku kirkjunn- ar kveðju sína, þakkar lieilla- slceyti og tekur undir þá ósk, að íslenskum prestum og kennur- um megi auðnast að vinna sam- an i bróðerni að úrlausn kenn- ingar og siðgæðismála þjóðar- innar. Þá bar biskup prestastefn- unni vinsamlega kveðju frá Mr. Charles Newell, fulltrúa borgar- stjóra Lundúnaborgar, og eins af aðalmönnum breska biblíu- félagsins, sem staddur er liér í bænum. Því næst flutti sr. Gísli Skúla- son erindi er hann nefndi: Is- lensk menningarmiðstöð, og fjallaði um, hvernig verja skyldi sjóði Strandarkirkju. Endaði hann mál sitt með því að hera fram tillögur, er lcveða á um, til hvers sjóðnum skuli varið og hversu stjórn hans skuli fyrir komið. Um málið urðu talsverðar umræður, og tóku þátt í þeim: Sr. Ól. Magn- ússon, Björn 0. Björnsson, Gunnar Árnason, Jón Þorvarðs- son, Kristinn Daníelsson, S. Á. Gíslason o. fl. Síðan voru tillög- ur sr. Gísla samþyktar í höf- uðdráttum, og nefnd kjörin samkvæmt þeim til þess að gangast fyrir fastri skipun á málum sjóðsins. Kosnir voru: Biskup, vigslubiskup Bjarni Jónsson, Ásm. próf. Guðmunds- son, sr. Gísli Skúlason, sr. Guðm. Einarsson, sr. Ólafur Magnússon og sr. Jón Þorvarðs- son. Þá hófust aftur umræður um framtíðarstarf kirkjunnar fyrir æskulýðinn. Nefnd hafði starf- að i málinu. Lagði sr. Friðrik Hallgrímsson fram tillögur hennar. Ræðumenn voru: sr. Gunnar Árnason, Sig. Pálsson, Hálfdan Helgason, Guðm. Ein- arsson, Lárus Arnórsson og S. Á. Gíslason. Siðan var frekari umræðum og atkvæðagreiðslu frestað til næsta dags. Þá flutti sr. Sigtryggur Guð- laugsson fróðlegt og ágætt sögulegt erindi um kirkjusöng, en liann er í þeim efnum manna lærðastur. Var erindið þakkað mjög vel. Síðan var fundinum frestað til morguns. I gærkveldi flutti sr. Einar Sturlaugsson erindi í Dóm- kirkjunni um þýsku kirkjuna, og sr. Böðvar prófastur Bjarna- son annað i fríkirkjunni um lífsskoðun Jesú Krists. Guðjón Jónsson bryti, fimtugur. Fyrsti slökkviliðsbáll Isaíjarðar. GUÐJÓN JÓNSSON Hann er borinn og harnfædd- ur Reykvíkingur, sonur merk- ishjónanna Jóns Halldórssonar. hins mesta sægarps og heppnis formanns á opnum hátum liér við Faxaflóa í mörg ár, og konu þans Guðrúnar Nikulásdóttur, ér var stórvel gefin sæmdar- kona, vel hagmælt og orti hún sinn eigin útfararsálm, er sung- inn var við útför liennar. Strax á unga aldri eða þegar Guðjón var 9 ára gamall, vakti hann á sér athygli fyrir að vera óvenju músikalskur. Hann spil- aði lög á korktappa, að ekki sé nefnd hárgreiða, og á munn- hörpu litilf jörlega, spilaði hann af snild, enda gafst honum frá Verslunarmannafélagi Reykja- víkur dýrindis munnharpa, er hann svo lék á á dansleikjum félagsins nokkru á eftir, til livildar harmoniku- og píanó- leikurunum. Það segir sig sjálft hvilíkt efni Guðjón hefir liaft frá náttúrunnar hendi, á þessu sviði. Og hefði hann haft efni á að kosta sig til náms, eins og núna á sér stað, væri hann nú stór frægur maður. En Guðjón er ekki sá einasti í lífinu, sem fátæktin hefir knúð til að grafa sína hæfileika í jörðu, vaxta- lausa. Hvað um það. Vart mun það liljóðfæri til, sem Guðjón ekki leikur á, og það af ótrú- legri list, af ólæi'ðum að vera. Stuttu eftir að Guðjón fermd- ist, gerðist hann þjónn á Hótel Reykjavík og var þar nokkur ár, og hafði gott af veru sinni þar, að því leyti, að honum gafst þar tækifæri til að kynn- ast tungumálum og má segja, að hann hafi gleypt þau í sig hvert af öðru, og kom fljótt i Þessi mynd er af fyrsta slökkviliðsbíl, sem Isafjarðar- kaupstaður eignast. Er liann farinn vestur þangað fyi'ir skemstu. Bíllinn er Foi'd, og var grind- in keypt notuð suður í Gi’inda- vik, en allar breytingar í slökkviliðsvagn voru gerðar af Erlendi Halldórssyni, vélstjóra í Hafnarfirði. Vagninn er útbúinn eins og vera ber, með slöngum, börk- um, stiga, björgunarsegll, hamí- slöklcvitæki o. fl. Dæluna Iiefir vegamálastJðlíS útvegað erlendis frá. in_jó?S- merkin ei'u eins og á siökkvS— liðsbílum okkar, en til þess að) framleiða þau þarf ekki anraatS an að þrýsta á hnapp, í stað> þess, að liér þarf sá, er sílnr hjaj ökumanni, að hreyfa einskcsnaœ- lofldælu, til að framkvæmsa liljóðið. Ijós að upplagið var þar engu síður en fyrir músikina. Ái’ið 1907 fór Guðjón utan, til Kaup- mannahafnar, og komst þar að senx þjónxx á hinum finustu og hestu kaffihúsum og fullkomn- ustu hótelum. Þau tæp 3 ár sem Guðjón dvaldi i kóngsins Kaupmanna- höfn, sagðist honum svo frá síðai’, að liann hefði haft bæði margt og mikið upp úr veru sinni þar og að það hefði verið sinn einasti skóli í lifinu, sem hann lxefði lært í sér til gagns og gleði, og sérstaklega tungu- málju. Enda komu ávextirnir af veru hans þar fljótt i Ijós, á þann hátt, þar sem segja má að Guðjón tali síðan 5 tungumál sem sitt eigið móðurmál. Að menn geti lært svo mörg mál lýtalítið eða lýtalaust er ekki á annara færi en afburða gáfu- manna og má óhætt telja Guð- jón einn af þeim. Nokkru eftir heimkomu hans frá Höfn eða 1913, giftist Guð- jón konu sinni, Sigríði Bjarna- dóttur, Einarssonar, prófasts fi'á Mýrum í Álptaveri, mætri og gáfaðri konu, senx hún á kyn til. Börn þeii-l'a eru 3 synír og ein dóttir, öll hin mannvænleg- ustu. , Þá skeði það að Guðjón stofnar verslun í Vík í Mýrdal og rekur hana með hinni mestu prýði í tæp 7 ár. Vei'ður hann þegar í upphafi mjög vinsæll kaupmaður og þólti gæta liags- muna viðskiftavina sinna sem sinna eigin, og efnaðist vel, þrátt fyrir sín viðurkendu lið- legheit. Guðjón hafði aldrei að verslun eða verslunarstörfum komið fyr en lxann varð kaup- maður sjálfur á þessum erfið- asta stað, sem finst á þessu landi og sýnir þetta hans miklu fjölhæfni á öllum sviðum. Árið 1921 hætti Guðjón kaupmensku í Vík, er liann tók við brytastöðunni um borð í hinum nýja Goðafossi, og má óefað segja, að þar hafi komið réttur maður á réttan stað, því ef Guðjón bryti er ekki skap- aður og fæddur gestgjafi þá er það enginn, enda var Guðjón strax afar vinsæll í stöðu sinni og það júfnt af innlendum sem erlendum, háum sem lágum. — Þeir munu ekki fáir efnalitlu og það jafnt af innlendum sem Guðjón gaf eftir fæði, og fyrir kom það, að hann gaf bág- stöddum fyæir fargjaldi, er hann var bryti, fyrir éigin reikning á skipurn Eimskíp og rikisskipinu Esju. Ég get Irag&- að mér að i það hafi hann láliS alt í alt ekki nokkur hundruðt, heldur mörg þúsund Icrómir, og það vita allir, sem þekkja Guð- jón, að hann kann ekki þaS senm heitir að skera við nögl sér, eSa þekldr neitt það sem heitho smásálarskapur. Hann er ems rnikill höfðingi í reynd sem í sjón, og það er gert sem íxaim gerir, hvort það er í orðí eðæ verki. Hinar miklu vinsældír er Guðjóni hafa hlotnast, kiing- um alt land og erlendis stafa aS hinni skemtilegu og alúðlegu framkomu hans sem bi'yfa og fjölhæfni í gleðskap og alhi viðkynningu, auk persómilegæ gerfileika. Guðjón er giíæsl- menni og fróðleiksmaður imu marga hluti og gleðimaður meS afbrigðum. Iwí sagði eínn sfór- merkismaður og háttsettur, er hann kom úm borð sem farþegE í Gullfoss: „Jæja, hr. Guðjón bryti, nú ætla eg að njöfa þess*. sem kunningi minn sagðí mér, að þér væruð svo skemtíleguri, að sjóveikin gleymxlisfc’ aíveg, og að þar sem þér væi'uð væri' gleðin altaf i liásætíF Ábyggjt- lega eru þeir fleiri, sem bafSá'. heyrt eitthvað svipaði um\Gu?E- jón og metið það fionum líl á~ vinnings. Þó munu útlendingsp:. sem ferðuðust með Guðjóni, sem hi*yta, kunna best að metai kosti hans og fundið að jþcir voru margir og góðir. Að sjájf- sögðu hefir málakunnátta. Guðjóns gert sitt tik Eg efa ekki, Guðjön brytf* að mörg þúsund manns myndu' á þessum afmælisdegi þfnumt vilja af heilum liug þi'ýsta höadJ þína og árna þér Iangra og gleðiríkra lífdaga, með hug- ljúfum þökkum fyrir góða ogf skemtilegu stundirnar. r- íí' J. O. G. E. Fimtíu' ái'a, frækinn þó að flestu sírltE, gjörfulegi Guðjón biyti, gerir alt af snild og vitL Allir heilla óska þessum afrefcs- ■ manná. allsstaðar við Islands sfrendur allavega að góðu kendur. Jónas í GrjóthéimE.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.