Vísir


Vísir - 29.06.1939, Qupperneq 2

Vísir - 29.06.1939, Qupperneq 2
V í S I R Bretar senda Þjóðverjum orðsend ingu út af uppsögn flotamálasamn Þjóðverjar hafna röksemdum Breta. EINKASKEYTI TIL VtSIS. London, í morgun. reski sendiherrann í Berlin, Neville Henderson, hefir afhent utanríkismálaráðherra Þýska- lands álitsskjal frá bresku stjórninni, en í á- Iitsskjalinu er gerð að umtalsefni uppsögn Hitlers á bresk-þýska flotamálasamkomulaginu. í orðsendingunni gerir breska stjórnin grein fyrir afstöðu sinni til Þýskalands og neitar því algerlega, að hún miði að viðskiftalegri einangrun Þýskalands og samtök þau, sem ákveðin hafi verið, eða áformuð séu, komi því að eins til framkvæmda, að ágengni og of- beldi sé sýnt öðrum ríkjum af Þýskalands hálfu. Breska stjórnin lýsir sig reiðubúna til þess að hef ja viðræður við þýsku sjórnina um ráðstafanir til þess að bæta viðskiftaaðstöðu Þjóðverja, að því tilskildu, að unt verði að endurreisa gagnkvæmt traust Breta og Þjóðverja. Bjóða Bretar Þjóðverjum upp á, að tiltaka tíma, sem þeim hentaði til þess að byrja samkomulagsumleitanir um nýtt flotamálasamkomulag, en Þjóðverjar höfðu áður gefið í skyn, að þeir vildi gera nýtt samkomulag. En Bretar spyrja hvaða tryggingar Þjóðverjar vilji gefa fyrir því, að staðið verði við hið nýja samkomulag en breska stjórnin telur, að Þjóðverjar hafi ekki haft rétt til að segja upp fyrra samkomulaginu með þeim hætti sem þeir gerðu og án þess að ráðgast við Breta. Þýsk blöð hafna röksemdafærslu Breta og endurtaka ásakanir sínar um, að Bretar stefni að einangrun Þýskalands. Kref jast þau þess, að Bret- ar breyti algerlega um stefnu gagnvart Þýska- landi. United Press. Fypirskipanip Halifax lá- varðs til Seeds senditieppa. NORSKU KRÓNPRINSHJÓNlN. Ólafur konungsefni lagði nýlega sveig á gröf Abraliams Lin- coln og flutti við það tækifæri snjalla ræðu. Lulcu amerísk blöð á hana miklu lofsorði. — Krónprinshjónin hafa aflað sér almennra vinsælda í Bandarikjunum. — Þau voru i Chicago fyrir skemstu. Þau hafa ferðast um nærri öll Bandaríkin. — VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Klerkar og kennarar. jyjIKILL fjöldi klerka og kennimanna er staddur hér í bænum þessa dagana, enda hefir prestastefnan staðið yfir þar til í gærkveldi, en presta- félagsfundur verður haldinn i dag. Hér í bænum hefir einnig staðið yfir kennaraþing, og hafa þvi þær tvær stéttir manna, sem uppeldis og fræðslumálin hafa með hönd- um, tekið á sama tíma þau verkefni til athugunar, sem mestu máli skifta framtíðarhag þjóðarinnar, en það er uppeldi æskunnar til sjávar og sveita. Klerkastéttin og kennararnir eiga það fyllilega skilið að starfi þeirra sé fullur gaumur gefinn. Báðar hafa þessar stétt- ir margt sér til ágætis, og liafa unnið mikil og vegleg störf i þágu þjóðarinnar. Önnur stétt- in er þó ung, en hin einliver elsta starfsstétt hér iá landi. Þess hefir gætt nokkuð á síð- ari árum að starf prestastéttar- innar hefir ekki verið metið að verðleikum, enda ekki svo að henni búið frá hendi valdhaf- anna, að hún geti notið sín til fulls. Einstaka menn finna lienni einnig fátt til gildis, en alt slíkt hjal er markleysa og hleypidómar, sem að engu eru hafandi. Þegar rætt er Um prestastétt- ina mættu menn minnast þess, að henni eigum við íslendingar flest það að þakka frá fyrri öldum, sem við stærum okkur nú af. Klerkar og kennimenn hafa lialdið til skamms tíma uppi öllu menningarlífi í land- inu og starf þeirra hefir verið okkur sem þjóð mikils virði í veraldlegum og andlegum efn- um. Auk þess, sem þeir höfðu með höndum alla fræðslustarf- semi í landinu voru þeir héraðs- höfðingjar og heimili þeirra viða hvar til fyi'irmyndar. Prestsetrin voru miðstöð hins andlega lifs og gleðinnar í sveit- unum, með því að þangað sóttu menn styrk i trú og styrk til leikja, með þvi að þar voru flestar samkomur háðar innan hverrar sveitar. íslenska kirkjan hefir verið og er enn víðsýn og frjálslynd, og klerkarnir flestir hinir nýt- ustu menn, vel lærðir og vel- viljaðir almenningi. ‘Um kennarastéttina er aftur það að segja, að hún er ung og hefh’ tiltölulega litla reynslu að baki. Kennararnir liafa þó sýnt að þeir eru starfi sinu vaxnir. Alþýðumentun hefir aukist og alþjóð á nú kost á að nema þau undirstöðuatriði, sem hverjum manni eru nauðsynleg til fram- haldsfræðslu. Það er svo með kennarastétt- ina eins og klerkastéttina, að hún hefir af ýmsum hlotið ó- milda dóma, sem heldur ekki hafa við rök að styðjast. Að þessari stétt hefir verið illa bú- ið, þannig að liún hefir ekki get að notið sín til fulls, en það er ekki hennar sök, og mun vera óhætt að fullyrða að hún hafi rækt starf sitt af alúð og sam- viskusemi. Hitt er og satt að enginn get- ur miðlað meiru, en honum er i té látið, og eru kennarar þar engin undantekning, enda eru nú slöðugt gerðar frekari kröf- ur um kunnáttu þeirra. Nú er svo komið að fram- haldsskólar hafa risið upp víða um land, og við suma þeirra starfa klerldærðir menn og kennarar jöfnum höndum.Þetta er spor í rétta átt, en þó skal það enginn ætla að þróun fræðslumálan na liér á landi haldi ekki láfram, og henni verður aldrei komið í viðunandi horf fvr en unglingar í héraði hverju eiga þess kost að afla sér fram- haldsfræðslu án óbærilegs kostnaðar. Forfeður vorir nutu fræðslu klerkastétlarinnar og urðu margir hverjir gagnmentaðir og veittu afkomendunum auð, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Væri það ekki þjóð- ráð að fara að dæmi þeirra og fela prestunum aukna íhlutun um fræðslumálin í hinum dreifðu bygðum landsins, og gera aðbúð þeirra þannig, að þeir geti notið sín við slíkt starf. Margt er gott þótt gamalt sé. Við erum ekki vaxnir upp úr því að virða reynslu forfeðr- anna, en hún sýnir og sannar að þjóðin lifir enn í dag á þeim fróðleik, sem prestastéttin hefir miðlað landsmönnlmi. Kennarar og lderkar eiga að taka höndum saman um heppi- lega skipan fræðslumálanna, en af því samstarfi má vænta alls góðs, heilbrigðs og þjóðholls. Aðalfundur Lækna- félags íslands. Aðalfundur Læknafélagsins stendur nú yfir. Mataræðisrann- sóknir á íslandi voru til um- ræðu á fundinum í gær og var málshefjandi Júlíus Sigurjóns- son. 1 dag flytur Sven Ingvar, sænskur læknir, sem er gestur fundarins, erindi um meðferð lungnabólgu. Stjórn Læknafélagsins var endurkosin. Stjórnina skipa: ‘Magnús Pétursson, bæjarlækn- ir, form., Páll Sigurðsson, lækn- ir, ritari, og Maggi Júl. Magnús yfirlæknir, gjaldkeri. Vara- stjórn: Valtýr Albertsson, Ósk- ar Einarsson og Karl S. Jónas- son. Fundinum lýkur með hófi að Hótel Borg í kveld. Kynbætur á trjám. Fyrirl. Nilsson-Ehle Nilsson Ehle prófessor flutti annan fyrirlestur sinn í gær- kveldi. Fjallaði hann um kyn- bætur á skógartrjám og vakti erindið mikla athygli. Lýsti prófessorinn hversu Sviar liafa bætt arðsömustu tré sín, greni, furu og birki o. fl. Mestur ár- angur er á öspinni. „Risa“-öp- in vex miklu hraðar. Fanst risaöspin fyrst fyrir 4 árum, en þegar hún var fundin tókst að framleiða slíkar aspir. Græð- lingar frá risaöspinni, sem fanst norðan við Luleá í Svíþjóð, hafa verið fluttir hingað til Iands (að Múlakoti) í fyrravor. Hversu þær þrífast hér er ekki hægt að segja með vissu* enn. Nilsson Ehle er þeirrar skoðunar, að hægt verði að rækta risabjarkir. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Samkomulagsumleitanirnr í Tientsin byrja sennilega í dag. Ræðimenn Breta og Japana í Tientsin verða sendiherra Breta og Arita utanríkismálaráð- herra til aðstoðar. Ræðismenn- irnir lögðu af stað áleiðis til Tokio í morgun Ioftleiðis. — Bretar og Bandaríkjamenn hafa haft að engu boð Japana um að hverfa frá Foochow og fleiri höfnum með öll skip þeirra en norsk og ítölsk skip í Foochow hlýddu boðinu. United Press. Times segir í grein um Tient- sindeiluna, að þolinmæði Breta eigi sér takmörk. Ef Japanir haldi uppteknum hætti muni Bretar hiklaust gripa til mót- vama með því að hindra inn- flutning á japönskum vöram í bresk Iönd, en þarna hafa Bret- London í morgun. ar fundi mjög viðkvæman blett á Japönum, því að hinn nýi iðn- aður í Japan á ekki minst framtíð sína undir þvi komna, að hafa aðgang að breskum mörkuðum. England mun ekki, segir Times, þurfa öflugri flota en þeir nú hafa í Asíu, til þess að koma í veg fyrir að Japanir geti haldið uppi siglingum við umheiminn. NRP. — FB. Farþegaflugferðirnar yfir Atlantshaf byrjaðar. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Flugbáturinn Yamkee Clipper kom til Southampton i gær- kveldi. Meðal farþega yfir Atlantshaf voru margir kunnir menn, meðal þeirra einkaritari Roosevelts Bandaríkjaforseta. — Flugbáturinn Dixie Clipper er lagður af stað áleiðis til Mar- seille um Azoreyjar með yfir 20 farþega. Flugbáturinn er vænt- anlegur til Marseille á föstudag. United Press. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Samkvæmt fregn frá Varsjá er lokið undirbúningi að undir- skrift sérstaks samnings um hernaðarlega aðstoð milli Breta og Pólverja. Er þar gerð ítarleg grein fyrir með hverjum hætti Iivor þjóðin um sig skuli að- stoða hina, ef til styrjaldar kem- ur. Samningurinn verður und- irskrifaður bráðlega. United Press. -------- i—tm--------- Slysavarnafélagih þakk- ar Jdnl Bergsveinssyni vel nnnið starf. Jón Bergsveinsson erindreki fékk á sextugsafmæli sínu rausnarlega gjöf frá Slysavarna- félaginu ásamt svohljóðandi bréfi frá stjórn félagsins: „í lilefni af 60 ára afmæh þínu, leyfum vér undirritaðir stjórnendur Slysavarnafélags Islands oss, að senda þér með- fylgjandi ávisun, sem vinsemd- ar og þakklætisvott frá félagsins hálfu, fyrir trúlega unnið starf í þágu slysavarnanna fram til þess dags. Árnum þér heilla og langrar starfsæfi í þágu mannúðarmál- anna.“ Ennfremlir barst lionum frá kvennadeild félagsins stunda- klukka, afar vönduð, og skeyti fékk liann bæði utan af liafi og frá öllum bygðarlögum lands- ins. Er óhætt að fullyrða að Jón Bergsveinsson liefir unnið sér vináttu, virðingu og traust allra landsmanna fyrir hið ágæta starf í þágu slysavarnanna hér á Iandi. Frá Akureyri Einkaskeyti til Vísis. Akureyri í dag. Klukkan 15.40 í gærdag kom upp eldur i geymsluskúr við liúsið Norðurgötu 38 á Akur- eyri. Skúrinn var eign Boga Ágústssonar, ökumanns, fólk- bifreið var geymd í skúrnum og ónýttist hún, því skúrinn brann allur að innan, áður en slökt varð. Eldsupptök voru þau að sex ára drengur kveikti í rusli undir utanverðum skúrnum. Raimisóknar- leiðangiir. 7 stúdentar frá Cambridge- háskóla, kom liingað með Dettifoss og rannsakar dýpt Mý- vatns í sumar. — Job. Saga alþýðufræðslunnar, ný bók eftir Gunnar M. Magnúss er nýkomin út, sem hátíðarrit S. l.B. Er hún 320 bls. að stærð og prýdd mörgum myndum og forvíg- ismönnum kenslumálanna. Bókar- innar verður nánar geti'Ö síðar. Seðlar úr umferð. Landsbankinn hefir tilkynt, að allir gamlar gerðir af peningaseðl- um bankans eigi að takast úr um- ferð frá 1. júlí n.k. Ættu menn að skifta á hinum gömlu seðlum hið allra bráðasta, þannig, að engin mis- tök leiði af þessum inndrættí. Samkvæmt áreiðanlegum heimilduin, lagði Halifax lávarður fyrir Seeds sendiherra Breta í Moskva, að tjá Rússum, að Bretar teldi afar mikilvægt, að sjálfstæði Eystrasaltríkjanna væri í engu skert, og yrði þess vegna hið væntanlega þríveldabandalag að láta til sín taka, ef á þau væri ráðist. Seeds mun hafa fengið fyrirskipun um, að nefna sérstaklega í þessu samþandi Eistland, Finnland og Lettland, sem öll eiga lönd að Rússlandi. Frönsk blöð segja hiklaust, að breslta stjórnin hafi fallist á alla skilmála Rússa og vænta þess vegna, að samkomulag ná- ist. — NRP. — FB. Samkomulagsumleitanim- ar í Tientsin byrjaðar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.