Alþýðublaðið - 11.05.1920, Síða 4

Alþýðublaðið - 11.05.1920, Síða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Xðli konungnr. Eftir Upton Sinclair. 2 stúlkur duglegar geta fengið atvinnu á Álafossi. Uppl. gefur Sigurjón Pétursson. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). Þetta var mál, sem ungi stjórn- ieysinginn hafði enga lausn á, hvorki i huga sér, né hagnýta. „Þú trúir því kannske ekki", hélt hún áfram, „en eg hefi hugs- að um þetta alt, löngu áður en þú komst hingað, Joe. Eg tór í kirkju og heyrði þann háæruverð- uga Spragg segja mönnum, að í augum Drottins vors væru ríkir og fátækir jafnir, og það getur líka vel verið, en eg er ekki Drottinn, og eg hefi aldrei sagt, að eg hataði ekki fátæktina og að eg skammaðist mín ekki fyrir að búa á þessum stað. Og nú ert þú kominn, Joe. Eg hefi hugsað um það daglega, frá því fyrsta. Eg hefi alt af haldið, að eg myndi rífa augun úr þeim, sem gæfi mér undir fótin, án þess að vilja giftast mér. En nú finst mér alt öðru máli að gegna". Hún þagnaði, en byrjaði strax aftur, og mátti heyra á rödd hennar, að hún 'Óttaðist svar hans. Hann sá, að hún stokkroðnaði. „Eg sagði við sjálfa mig’. Þú elskar þennan mann, og þú vilt öðlast ást hans, og ekkert annað. Ef hann á einhvern vísan stað í heiminum, muntu halda honum eftir. Þú kærir þig ekkert um nafn hans eða vini hans eða ekk- ert af hinu öllu — þú vilt hann eingöngu. Hefir þú nokkurn tím- an heyrt annað eins áður?" „Já, Mary". „Hverju myndir þú svara? Er þetta heiðvirt? Hans velæruverð- ugheit Spraggs myndi kalla það spillingu, O’Gorman í Pepro myndi kalla það dauðasynd. Ef til vill hata þeir á réttu að standa — kannske maður eigi að fara á mis við alla hluti, venja sig við óhreinindi og veikindi, svo maður hugsi aldrei um neitt annað. Eg hefi reynt það •— af hug og hjarta. En þetta, það hefir gert út af við mig". Hún sló höndum saman, og Hallur vissi að hún átti við menn- raa, sem voru niðri í jörðinni uhdir fótum þeirra. Gripin af snöggri ástríðu hrópaði hún: „Taktu mig héðan, Joe, gefðu mér tækifæri til þess að sýna, til hvers eg er fær. Eg skal einskis krefjast, aldrei verða þér til tra- fala. Eg skal vinna fyrir þig, mat- búa, þvo og gera alt mögulegt, þræla þangað til blóðið springur undan nöglum mér 1 Eða eg skal fara í vist og vinna sjálf fyrir mér. Og eg skal lofa þér því, að ef þú verður leiður á mér og vilt losna við mig, skalt þú ekki heyra einn einasta kveinstat". Hún lét hendurnar fallast í skaut sér og laut höfði. „Mary", sagði hann lágt, „eg myndi segja já, ef eg héldi, að það dygði. En það dugar ekki". „Því þá ekki?" Þetta og hitt. Prestur einn í Hamborg varð nýlega ioo ára gamall. Hann hefir að meðaltali fermt 500 börn á ári síðan hann var 23 ára. Endnrminningar Erzbergers frá árunum 1914—1920 verða bráðum gefnir út. Má búast við að þær hafi margt fróðlegt að geyma. Meðal annars var hann mikið riðinn við friðarsamningana. Prinsessa fær inMenzu. Konungborið fólk getur veikst sem aðrir dauðlegir menn. Til dæmis um það má geta þess, að Júlíana prinsessa af Hollandi hefir nýverið legið mjög veik af in- flúenzu. 50 kr. þóknun fær sá er útvegar 2 herbergi og eldhús fyrir litla fjölskyldu, fyrir 14 maí. Uppl. á afgr. Alþbl. HernaOaræði Breta ólæknanðl. í Bretlandi hefir nýlega verið fullsmíðað það hraðskreiðasta her- skip, sem til er í heimi. En það er tundurspillir, sem Tyrian heitir. Á reynsluförinni skreið hann rúm- lega 4S enskar mílur á klukku- stund. Tyrian er smíðaður hjá Yarrow & Co. í Glasgow, og er 29. tundurspillirinn, sem þeir hafa smíðað fyrir brezku stjórnina sfð- an stríðið hófst. Hann er 273 feta Iangur og ber rúmlega 1000 smá- lestir. Gufuvélin í honum er af alveg nýrri gerð, sem þeir Yarrow & Co. hafa fundið upp. Hvenær skyldi stórþjóðunum lærast það, að hernaður hefir bölvun, og ekkert nema bölvun f för með sér? Ofurkapp þeirra er orðið að hreinu og beinu æði. Hersbylda úr gildi numin. Herskylda gengur úr gildi á Bretlandi f maizlok. Verða þá allir leystir úr herþjónustu, er ekki af sjálfsdáðum vilja vrra í hernum framvegis. Góður danskur fæst í verzluninni Búbót, Laugaveg 4. Simi 983 B-stöð. Peningar fundnir við Vegamótastíg. Uppl. á Vegamóta- stíg 7. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Preutsmiöjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.