Vísir - 20.07.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 20.07.1939, Blaðsíða 2
* V I S I R Umferð á tveimur járnbrautarstöðV' um í London stöðvast vegna nýrra hermdarverka. ípskip hermdaFverkamenn kveiktu í byggingum og komst eldnrinn í járn- brautarbrú, EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. nemma í morgun kom upp eldur í byggingu við Grænmetissölu-miðstöðina miklu í Southwark Japanir óska eftir ianmnnn Breta, til þess ad varðvcita frið ©g' reglu í liína. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Hiranuma, forsælisráðherra Japan, og Arita utanríkismála- ráðherra ræddu saman í gær um viðhorf Japan gagnvart stefnu Breta í Kína, en svo er ráð fyrir gert, að Arita og Sir Robert Craigie, sendiherra Breta í Tokio, ræðist við á morgun. og varð af hið mesta tjón. Eldurinn breiddist út og kviknaði í járnbrautarbrú skamt frá. Eyðilögðust símar og leiðslur og lagðist niður öll umferð um Cha- ring Cross og London Bridge járnbrautarstöðvarnar- Fimtíu brunabílar komu á vettvang og á þriðja hundrað slökkviliðsmenn unnu að því að slökkva eld- inn og hindra útbreiðslu hans. Það er talið nokkurn- veginn víst, að hér sé um hermardarverk að ræða, sem „írski lýðveldisherinn“ stendur að. Það hefir jafnan verið svo, að þegar írskir hermdar- verkamenn hafa verið dæmdir í fangelsi, hafa ný hermdarverk verið unnin. Þetta hið milda hermdar- verk, sem nú liefir verið unnið, er talið í tengslum við það, að nú er verið að afgreiða ný lög, sem sett eru vegna hermdarverkanna. En samkvæmt þessum lögum er bresku lögreglunni heimilt að gera húsrannsóknir án sérstakrar heimildar, ef grunur leikur á, að þar sé aðsetur slíkra manna, en einnig er heimilt að leita á mönnum, hvar sem er og hvernig sem á stendur, ef grunur leikur á, að þeir hafi ilt í huga. Verður stór- kostlega aukið alt eftirlit með byltingarsinnuðum írum, sem búa í Irlandi, og öllum frum, sem koma frá frlandi. Hafa aldrei áður verið sett lög, sem ganga svo nærri heimilishelginni í Bretlandi- Breska stjórnin telur sig nú hafa sannanir fyrir því, að undirróðursmenn i fríríkinu séu studdir með f jár- framlögum af erlendu veldi. VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) S i m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Heimssýn- ingin í New York. jþV'rTTAKA Islands í lteims- sýningunni i New York hefir vakið allmikla athygli, — jafnvel meiri en búist var við. Ber mönnum yfirleitt saman um,.að fyrirkomulag sýningar- innar sé gott og gefi Ijósa liug- mynd um sögu lands og þjóðar, menningu nútímans og afrek forfeðranna. Sum erlend blöð hafa að vísu látið það áht sitt í ljós, að sýn- ingin beri vitni um nokkuð mikla viðkvæmni íslendinga og jafnvel hégómagirnd, og að þeir flaggi um of með kndafundum Leifs héþna, en það er athyglis- vert, að slík gagnrýni lcemur að- allega úr einni átt, frá frændum vorum Norðmönnum, sem hafa sjálfir látið reisa styttu af Ólafi konungi Tryggvasyni við sýn- ingardeild sína, til þess eins að reyna að tileinka sér afrek Leifs, og ber það vott um átak- anlegan barnaskap, sem að vísu kemur okkur Islendingum í góðar þarfir. Með þátttökunni i heimssýn- ingunni í New York hafa Is- lendingar lagt meira að sér en nokkur önnur þjóð í lieimi, og það, sem áunnist hefir, er fyrst og fremst það, að við höfum sýnt og sannað, að hér býr menníngarþjóð, sem að vísu er fámenn og fátæk, en sækir fram og hefir fengið miklu áorkað á þeim skamma tíma, sem hún héfir sjálfstæðis notið. Þetta er i fyrsta sinn, sem við Islendingar tökum þátt í líkri alþjóða sýningu sem þeirri, sem hér um ræðir, en það verður að eins upphaf þess, sem verða mun. Stórþjóðirnar keppast við að kynna búskap sinn og fram- leiðslu og jMj livíla allra augu á þeim, en Iivað er þá um smáu þjóðirnar, sem enga atliygli vekja, vegna áhrifaleysis síns í alþjóðamiálum? Ef stóru þjóð- unum er það nauðsynlegt, að kynna framleiðslu sína með þátttöku* í slíkum sýningum, er smáþjóðunum það lifsnauð- syn. Það er enginn efi á því, að þáttlaka okkar í heimssýning- unni í New York kynnir betur land og þjóð, en nokkuð annað, sem gert hefir verið til þess að vekja athygli á þjóðinni, og það má ætla, að sá kostnaður, sem orðið hefir af sýningunni,marg- borgi sig, heint og óbeint. Vegna hinna erfiðu tima, sem við nú lifum á, eru líkindi til að við verðum að beina viðskiftum okkar inn á nýjar leiðir, að við verðum að leita til Vesturheims, á sama hátt og á stríðsárunum, i stað þess að skifta eingöngu við nágrannalönd vor. Takist okkur að mynda ný verslunar- samhönd í Ameríku, sem lik- ,indi eru til, er það eitl og út af fyrir sig ærinn ávinningur, en að því ber að keppa. Fram- leiðsla okkar hefir verið alger- lega óþekt vestra, en nú hefir að nokkru leyti verið úr því hætt, og má húast við auknum viðskiftum við Vesturheim frá })ví, sem verið liefir. Þá hefir sýningin allmikla þýðingu að því leyti, að líkindi eru til að hún eigi sinn ríka þátt í því, að örfa ferðamanna- strauminn hingað til lands, en það er einnig okkur nauðsyn. Ýmsir telja að vísu annmarka á því, að við gelum búið svo að erlendum gestum að viðunandi sé, og draga í efa, að slíkur ferðamannastraumur sé okkur hollur. Þetta virðist þó hinn mesti barnaskapur. Við höfum ekki efni á þvi, að byggja um okkur kínverskan múr, og við erum að engu leíyti sjálfum okkur nógir. Þjóð, sem þarf að sækja flestar nauðsynjar til annara Ianda, getur ekki og á ekki að búa í sóttkví. Það, sem við verðum að leggja megináherslu á i fram- tiðinni, er að kynna landið, at- vinnuvegi þess og framleiðslu, og reyna að vinna nýja mark- aði. Takist það, má búast við að okkur vegni vel, en ella elcki. Slys með minsta móti í bænum núna. Vísir átti tal við Erling Páls- son, yfirlögregluþjón, í morg- un. Sagði hann að um þessar mundir væri slys með mínsta móti í bænum. Þau væri að vísu jafnan færri á sumrin, en vet- urna, en þetta sumar Væri ó- venjulega gott að þessu Ieyti. I dag mun verða farið að merkja ýms gatnamót með nöglum, eins og gert hefir verið i miðhænum. Verða naglarnir t. d. settir á gatnamótin um- liverfis spennistöðiná á Lækj- artorgi, gatnamót Vesturgötu og Garðastrætis og víðar. Fær lögreglan um 100 nagla í dag. Naglar þcssir eru steyptir úr aluminium og stáli hjá Ámunda Sigurðssyni, bróður Ólafs Sig- urðssonar framfærslufulltnia. Um næstu helgi verður að líkindum komið á einstefnu- akstrinum um Austurstræti. Skiltin hafa verið steypt í Hamri, en sakir anna hjá því fvrirtæki, vegna þess að fiski- f Jotinn var að fara norður, dróst það að skiltin 5Tði tilbúin. Nú er verið að mála þau og verða þau tilbúin næstu daga. Haiikur lioarssoi syodir úr Ity. Haukur Einarsson, hinn ágæti íþróttagarplur K.R., hefir bætt einu afreki enn við þau, sem fyrir eru. í gær synti hann úr Viðey að Steinbryggjunni, ó- smurður, á 1 klst. 37 mín. Haukur lagðist til sunds ld. 2 eftir hádegi og var þá sjávar- hiti 11 stig. Hann var í einum sundbol og sundliettu. I byrjun sundsins fékk hann straum á móti og tilraunaferðir hins nýja báts tollgæslunnar töfðu hann einnig. Þetta mun vera annar besti tími, sem náðst hefir í sundi úr Viðey, þvi að 1937 synti Pétur Eiríksson þessa vegalengd á 1 klst. og 30 mín. I Joyri Cíeorge ver Vprsala saiiin- ingfana. Lloyd George flutti ræðu fyr- ir nokkuru og varði friðarsamn- ingana í Versölum, sem hann kvað orðið að lensku að fara skammar- og smánarorðum um. Ræða þessi var haldin í veislu í London. David Lloyd George benti á það, að vegna friðarsamning- anna hefði margar undirokaðar þjóðir fengið frelsi sitt á ný, en nú væri búið að hefta sumar þeirra í þrældómsviðjar á ný — og það væri ekki Versalasamn- ingunum að kenna. Ólafur konungsefni og Martha sæmd heiðursmerki. Osló, 19. júlí. — FB. I veislunni, sem Hákon kon- ungur efndi til — i heiðurs skyni við Ólaf konungsefni og Mörtliu krónprinsessu, sæmdi liann þau hæði nýju Ólafsorðunni, fyrir hið mikilvæga starf sem þau hefði int af hendi fyrir Noreg í Ameríkuferð sinni. Sagði kon- ungur, að engimi, sem þessa orðu hefði fengið, gæti borið hana með meiri sæmd en þau. NRP. Zog' I \orrini*- laiirialiefiiisókn. Osló, 19. júlí. — FB. Frá Stokkhóhni er símað, að Zog fyrrverandi Albaníukon- ungur sé væntanlegur til Sví- þjóðar innah fárra daga ásamt drotningu sinni og tveimUr börnum. Frá Svíþjóð fer hann i ferðalag lil Noregs og mun þá Að því er United Press hefir fregnað, mun Sir Robert Crai- gie þegar hafa verið tilkynt, hver niðurstaðan varð af við- ræðum Arita og Hiranuma og hefir hann gert stjórn sinni að- vart þar um, og var tilkynt í neðri málstofunni í gær, að Sir Robert hefði fengið nýjar fyrir- skipanir. Að því er United Press hef- ir fregnað, mun japanska stjórnin hafa farið fram á það, að Bretar undirgeng- ist að hafa framvegis; sam- vinnu við japanska herinn um að viðhalda friði og reglu í Kína — og einnig, að Bretar viðurkenni, að styrjaldartímaástand sé ríkjandi í Kína. Af þessu er ljóst, að það er ekki lítið djúp, sem þarf að brúa milli Breta og Japana, og er lítil bjartsýni ríkjandi um ár- angur af samkomulagsumleit- ununum. Japönsku böðin hvetja stjórn- ina til þess, að koma fram af festu við Breta. SONJA HENIE KOMIN TIL OSLO. Oslo 18. júlí. FB. Sonja Ilenie er komin aftur til Oslo eftir flugferðalag sitt til Norður-Noregs. — NRP. koma við á fjörðunum á Vestur- landinu, sem heimsfrægir eru fyrir fegurð sína. — NRP. Fjórum breskum her- skípum hleypt af stokkunum á tveim sólarhringum. Fjórum breskum herskipum hefir verið hleypt af stokkun- | um í skipasmíðastöðvum við Tynefljót undangengna tvo sól- arhringa. Jafnframt hefir verið lagður kjölur að tveim nýjutrt herskipum. Hefir það aldrei komið fyrir áður í sögu breskra herskipasmíða, að fjórum her- skipum sé hleypt að stokkunum á tveimur sólarhringum. Er unnið af miklu kappi að því, að Ijúka smíði margra her- skipa í Bretlandi. I rkoiiiui'iuir í \oi»egri. Osló, 19. júlí. — FB. Miklar úrkomur undanfarna daga á Vestfold, Þelamörk og Buskerud hafa valdið stjórtjóni. ITafa víða komið flóð og er það óvanalegt á þessum tíma árs. Ur þessum sveitum berast fregnir um, að ár hafi flætt yfir akra, skolað burt vegum og valdið skemdum á járnbraut- um. Víða hafa jarðhrun valdið tjóni og í Bredal hefir flætt kringum allstórt, bygt svæði, og hafa margar fjölskyldur neyðst til þess að flýja heimili sín. NRP RÁÐGJAFI HITLERS í HEIMSÓKN í KAUPMANNAHÖFN. Myndin er tekin á aðaljárnbrautarstöðinni i Khöfn, er ráðherrann, dr. jur. Hans Frank, kom þangað, ásamt frú sinni. Dr. Frank kom til þess að halda fyrirlestra fyrir Lögfræðingasambandið danska. Frá vinstri: Sendilierrafrú von Rentlie Fink, dr. Frank og kona hans, Reitzel-Nielsen lands- réttarmálaflutningsmaður og þýski sendiheiTann í Kliöfn, von Renthe Fink. —• Þýski ráðherrann Frank er nú í fjármála og stjórnmálaerindum í Hollandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.