Vísir - 21.08.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 21.08.1939, Blaðsíða 2
VlSIR VtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) 8 í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Verksmiðju- málið. g ÍLDARVEKSMIÐJA Siglu- fjarðarkaupstaðar, sem í daglegu tali er kölluð Rauðka, vegna þess að verksmiðjuhúsið er rautt, liefir verið á livers manns vörum síðustu dagana. Á föstudaginn skýrði Vísir frá því tvennu í senn, að atvinnu- málaráðherra liefði veitt leyfi til að stækka verksmiðjuna upp í 2500 mála afköst á sólarliring og að fulltrúaráð Útvegshank- ans liefði synjað um ábyrgðar- heimild. Þessi tíðindi hirtust sama dag í Alþýðublaðinu og fylgdu fregninni Iiarðvítugar á- sakanir á hendur Eysteini Jóns- syni fyrir að hafa fengið felt í bankaráði Útvegsbankans „að veita Siglufjarðarbæ lofaðan stuðning til síldarverksmiðju- l>yggingar“. I Morgunblaðinu birtist á laugardaginn viðtal við Ólaf Thors um þetta mál. Farast hon- um orð á þessa leið: „Skömmu eftir að ég tók við atvinnumálaráðherraembættinu barst mér umsókn frá Siglu- f'jarðar kaupstað, þar sem farið var fram á leyfi til stækkunar verksmiðjunnar Rauðku upp í 5000 mála afköst á sólarhring, úr 1000 mála afköstum. Auk þess sótti Sauðárkrókshreppur um leyfi til að byggja 2500 mála verksmiðju. Ennfremur hafði verið á- kveðið að stækka Raufarhafnar- verksmiðjuna um 5000 mála af- köst. (Leturbr. hér). Loks var vitað að Kveldúlfur vildi stækka sína verksmiðju á Hjalteyri um 2500 mál, og stjórn verksmiðja ríkisins hafði til jTirvegunar að stækka verksmiðjurnar á Siglu- firði“. Næst gerir Ólafur Thors grein fyrir þeirri togstreitu, sem orð- ið hafi milli stjórnar Rauðku og sjórnar síldarverksmiðja ríkis- ins. „Lyktaði því miáli svo, að báðir aðilar héldu fast á sínu og viðurkendi hvorugur, annars rök“. Því næst segir ráðherr- ann: „Innan ríkisstjórnarinnar var nokkur ágreiningur um málið. Enda þótt þetta mál heyri að lögum til undir atvinnumála- ráðherra, hefir ákvörðunin i því að sjálfsögðu verið tekin út frá sama sjónarmiði, sem um önn- ur stærri mál, þannig, að sem minstri misklið valdi. Varð niðurstaðan sú, að at- vinnumálaráðuneytið heimilaði að stækka Rauðku um 2500 mál með vissum skilyrðum. Þar með hafði stjórnin i rauninni af- greitt málið.“ Síðar í samtalinu segir Ólaf- ur Thors frá því, að báðir ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins hafi verið málinu fylgjandi og að ekki sé annað vitað en að ráð- herra Alþýðuflokksins hafi einn- ig verið þvi fylgjandi. Af þessu virðist mega álykta, að báðir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi viljað veita Rauðku fult stækkunarleyfi, en vegna mót- stöðu Framsóknar hafi til sam- komulags verið gengið inn á að veita aðeins hálft leyfi. Af þessu er auglóst mál, að Morgunblaðið talar ekki í nafni ráðherra Sjálfstæðisflokksins, þegar það i gær leggur málið svo fyrir, að lielst er að skilja, að ekki liafi verið nema um ann- aðhvort að gera, að stækka Rauðku eða Raufarhafnarverk- smiðjuna. Ólafur Thors segir berum orðum að stækkun Rauf- arhafnarverksmiðjunnar liafi verið ákveðin. Leyfið, sem liann veitir Rauðku, er því ekki til þess að útiloka stækkun Rauf- arhaf narverksmið j unnar. Hér er því ekki um annaðhvort að ræða stækkunina á Raufarhöfn eða Rauðku, heldur hvort- tveggja. Siglfirðingar eru að. vonum gramir yfir úrslitum þessa máls. Þeir höfðu fengið tilboð um lán til verksmiðjunnar. Slíkt tilboð liggur ekki fyrir um Raufar- hafnarverksmiðjuna svo vitað sé. Lánstilboðið var ekki bund- ið við ábyrgð ríkissjóðs, heldur að eins Útvegsbankans. Sigl- firðingar höfðu enga ástæðu til þess að ætla, að bankinn synj- aði um þá ábyrgð. Þess vegna kemur ákvörðun bankaráðsins þeim algerlega á óvænt, og veld- ur vonbrigðum og gremju. a Liokuoartími §ölnbiiða á föjstudögrniii. Á síðasta bæjarráðsfundi, s.l. föstudag, var lagt fram erindi frá Verslunarmannafél. Reykja- víkur, þar sem félagið æskir þess að bæjarráðið breyti reglu- gerðinni um lokunartíma sölu- búða. Óskar félagið eftir þeirri breytingu, að sölubúðum megi loka kl. 6 á föstudögum á tíma- bilinu 15. sept. til 15. maí, þ. e. á þeim tima þegar opið er á laugardögum til kl. 6. Virðist það mjög sanngjarnt, að bæjarráð fallist á þetta, því að venjulega er elckert að gera í búðum frá kl. 6—8 á föstu- dögum, þegar lokað er á laug- ardögum ld. 6. Þingvallaför Hvatar á morgun. í fyrramálið kl. 10 Vi efnir Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt til Þingvallafarar og verður lagt upp frá Steindórsstöð. Nú er veðurútlit betra en marga undanfarna daga , og haldist þetta góða veður, má búast við fjölmenni í ferðinni. Snælt verður sameiginlega und- ir berum himni i Almannagjá við Öxarárfoss, en síðan ekið inn í Bolabás. Þar geta þær konur tínt ber, sem vilja. Farmiðar fást á Steindórs- stöð frá kl. 9 í fyrramálið. K.R. v.isiii 2. f 1. mötið í gærkveldi kl. 6,15 fór fram úrslitaleikurinn í 2. fl. mótinu milli Fram og K. R. Svo fóru leikar að K. R.-ing- „ÞÝSKALANDI HITLERS" er niii að kenna, ef stýi'jöld brýst iit, Mesta sflMliii i wlio í Siglil. l nOH. Mikil sild. Skipin streyma til Siglufjarðap. Hér er saltað á hverju plani, var sagt á Siglufirði í morgun, í viðtali við Vísi. Skipin streyma nú inn með síld, sem aflast hefir á Hagnesvík, við Flatey á Skjálf- anda, við Rauðunúpa og Gjögur. segir Tiine§. - - Itretar ákveðiiir i aö §tyð|a Pölverja. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Að margra áliti hefir ófriðarhættan aldrei verið eins nálægt og nú síðan dagana fyrir heims- styrjöldina 1914. Samkvæmt áreiðanlegustu heimildum í London mun breska stjórnin ekki breyta afstöðu sinni í Danzigdeilunni og standa við allar skuld- bindingar sínar gagnvart Póllandi. Mikilsmetnir bresk- ir stjórnmálamenn segja, að ekki þurfi að enduríhuga þau lof orð, sem Bretar hafi gefið Pólverjum. Lundúnablöðin og önnur bresk blöð styðja jiessa skoðun. Times segir í ritstjórnargrein, að ef yfir- standandi deilur leiði til styr jaldar sé orsökin sú, að aðrar þjóðir hafi komist að raun um að „Þýskaland Hitlers“ sé „óþolandi nágranni“, þar sem hann skorti skilning á kröfum annara ji jóða — og hann líti svo á, að friðurinn verði að byggjast á því, að öllum kröfum Þjóðver ja verði framgengt. Ef Þýskaland telur ekki hægt að hafa samvinnu við ná- grannaþjóðirnar nema með því móti, að kúga þær til undirgefni við sig, verða þær að sameinast gegn Þýskalandi til þess að vernda tilverurétt sinn. Bretland verður þeirra megin, segir Times. Miklar viðræður fara fram meðal stjórnmálamanna hvar- vetna í álfunni, en mikil leynd hvílir yfir þeim viðræðum, sem nú fara fram milli þýskra og ítalskra stjórnmálamanna, en margt jiykir nú benda til, að ítalir leitist við að afstýra því, að Þjóðverjar beiti valdi í Danzigdeilunni. Halifax lávarður ræðir í dag við Chamberlain forsætisráðli., sem kom frá Skotlandi í morgun snemma, hi-essilegur eftir sumarleyfishvildina, og ók hann þegar til forsætisráðherra- bústaðarins í nr. 10 við Downing Street. Ráðnerrafundur verður haldinn í London á morgun. Japanir setja Bretum úr- slitakosti í Tientsin. Sámkvæmt fregnum sem borist hafa frá Peiping til Shang- hai hefir japanska herstjórnin í Tientsin í huga, að setja Bret- um úrslitakosti í Tientsindeilunni. Hvorugur aðila vill nú slaka til í þessari deilu. Bretar sitja við sinn keip og vilja eingöngu ræða um lögreglueftirlit í Ti- entsin, en ekki um silfurbirgð- irnar og gjaldeyrismálin, en þátttöku Bandaríkjamanna og Frakka, sem þeir segja, að einn- ig hafi þar hagsmuna að gæta. Á hinn bóginn halda Japanir til streitu kröfum sínum, að Bret- ar og Japanir fjalli einir um þessi mál. Samkomulags umleitanirnar eru farnar algerlega út um þúf- ur að áliti japönsku herstjórn- arinnar í Tientsin. Var málið til meðferðar á fundi japanskra herforingja í Norður-Kína í gær. Á þeim fundi var það, sem rætt var um, hvað hægt væri að gera til þess að knýja fram Iausn málsins. 1 fregn frá Tokio segir, að Japanir hafi í huga að segju upp níu Velda samn- ingnum, en auk Japan eru Bretland, Frakkland, Bandaríkin og fleiri lönd, ar sigruðu með 4:1. Setiu K.R.- ingar öll sín mörk í fyrra liálf- leik, er þeir léku með vindi, en Framarar settu sitt úr víta- spyrnu fyrst í síðara hálfleik. Leikurinn milli Vals og Vik- ings í gær kl. 5 lauk með jafn- tefli 0:0. aðilar að þessum samningi, en samkvæmt honum er ábyrgst sjálfstæði Kína og viðurkend ýms réttindi er- lendra þjóða í Kína. Það er blaðið Asahi, sem birt- ir fregnina um, að stjórnin hafi uppsögn samningsins í huga. Veður er gott á Siglufirði, en sólarlítið. VeiðiVeður er gott, logn og kyrr sjór. Mest söltun fór fram eftir kl. 12 í nótt. — Mikil síld er sögð á Haganesvík, við Flatey á Skjálfanda, Rauðu- núpa og Gjögur. í nótt eftir kl. 12 var mesta söltun á sumrinu og er nú salt- að af miklu kappi. Saltað var á Siglufirði í gær 6—7000 tn., á Ingólfsfirði 1012, Húsavík 121, Skagaströnd 976, Ólafsfirði 348, Hofsós 18, Sauð- árkróki 513 og Hrísey 229. Saltsíldaraflinn var sem hér segir s.l. laugardagskvöld: Vestfirðir ............. 16 tn. Re'ykjarfjörður .... 6.989 —< Ingólfsfjörður ...... 7.902 —• Hólmavík ............ 5.795 —< Siglufjörður........ 69.168 —< Skagaströnd ......... 6.913 —• Sauðárkrókur .......... 900 —• Hofsós................. 366 •—* Dalvík .............. 1.153 —< Ólafsfjörður......... 2.992 —< Hrísey ..........— 2.394 •—• Akureyri............. 1.317 •—• Suðurland ............. 355 —> Samtals 106.458 tn. Saltsíldin var sem hér segir í fyrra, þ. 20. ág.: Vestfirðir og Strandir................... 19.438 In. Siglufj., Skagaströnd, Sauðárkrókur, Hofsós ............................... 149.707 tn. Eyjafj., Húsavik, Raufarhöfn ............ 21.363 tn. Sunnlendingafj............................ 486 tn. 190.994 tn, 20.8 ’38 471.849 54.099 15.407 128.173 73.530 10.214 39.641 270.196 7.405 10.434 516 Framh. á 4. síðu. LOFTVARNAÆFINGAR í STÓRBORGUNUM. í öllum stórborgum álfunnar eru loftvarnaæfingar orðnar tíðar, enda virðist ófriðarhættan slöð- ugt færast nær. Myndin er frá Alexanderplatz i Berlín, þegar loftvarnaæfingar fóru fram. Merki hefir verið gefið og menn liraða sér í neðanjarðarbyrgin, og á fáum mínútum eru göturnar auðar og mannlausar. Bræðslusíldaraflinn í hektólítrunp: ) 'f,r —I*. ■ • .. . • 21.8*39 -*•- Ríkísverksm...................... 279.591 Rauðka ......................... 26.215 Grána ........................... 9.853 Krossanes ...................... 82.047 Dagverðareyri .................. 42.621 Húsavík......................... 13.392 Raufarhöfn ..................... 66.806 Hjalteyri ..................... 160.539 Norðfirði . .................... 26.428 Seyðisfjörður .................. 35.376 Akranes.......................... 4.076

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.