Vísir - 01.09.1939, Side 4

Vísir - 01.09.1939, Side 4
4 VISIR Föstudaginn 1. september 1939. VtSIH OAGBLA9 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Kitstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) 8 í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Lokuð sund. yONIR þeirra, sem treystu því, að Bretum tækist að miðla málum i Danzig-deilunni, eru að efngu orðnar. 1 gærkvöldi gaf Hitler út yfirlýsingu um það, að hann gæti ekki lengur beðið eftir svari Pólverja við kröfum sínum. í stað þess að senda samningame’nn til Berlín, hefðu Pólverjar tekið að her- væðast. Þjóðverjar hefðu beðið eftir svari Pólve’rja í tvo daga, og úr því ekkert heyrðist frá þeim, yrði ekki á það litið öðru- vísi en seta synjun við hinum þýsku kröfum. En fyrsta krafa Þjóðverja væri sú, að Danzig sameinist Þýskalandi þegar í stað skilyrðislaust. Talið er að yfirlýsing Hitlers hafi komið mönnum alveg á óvart í Lond- on og því er haldið fram þar, að Pólverjar hafi ekki vitað neitt um skilmálana fyr en í gærkvöldi. Þótt þessi yfirlýsing kunni að hafa komið að óvörum, þá er sýnilegt á öllu þvi, sem fram hefir farið síðustu dagana, að stórtíðinda var vænst. Jafn- framt hervæðingunni hafa vefrið gerðar allar varúðarráðstafanir. Fanska stjórnin beindi í gær til- mælum til allra þeirra, sem gætu því við komið, að fara frá Paris. Flutningur barna og ör- kumla fólks frá London og ýmsum öðrum stórhorgum Englands hefst í dag. 1 öllum löndum álfunnar liafa verið gerðar varúðarráðstafanir eftir þvi sein við hefir verið komið og nauðsynlegt tahð. Menn hafa þannig búist við hinum verstu tíðindum, þótt vonarneisti hafi lifað fram á hina síðustu stundu. Enn er ofsnemt að full- yrða, að styrjöld verði ekki af- stýrt. Danzig verður óhjá- kvæmilefga sameinuð Þýska- landi. En ekki er fullljóst hvað Pólverjar gera og siðan banda- menn þeirra. I gværkvöldi sögðu Þjóðverjar frá smáskær- um á austurlandamærunum, en þegar þetta er ritað hefir ekki enn komið til styrjaldar. * En hvað sem þessu líður, þá liefir rás viðhurðanna verið sú liina síðustu daga, að ekki er sýnilegt, hvefrnig styrjöld verð- ur afslýrt. Líkurnar eru á þess- ari stundu meiri fyrir þvi, að það sem allir hafa óttast sé nú að verða að veruleika. Þjóðverj- ar hafa kastað tefningunum að því er Danzig snertir. Nú veltur alt á því, hvernig þeim leik verður svarað. Ekkert hefir komið fram um það, að Pól- verjar vilji fyrir sitt leyti slaka til. Og Vesturríkin, Bretar og Frakkar, hafa fram til þessa stöðugt áréttað þær yfirlýsingar sínar, að þeir standi við hhð Pólverjum i þessum ágrein- ingsefnum. Hér virðist þvi mál- um í slíkt óefni komið, að blóðs- úthellingar verði ekki umflún- ar. Þau tíðindi, sem nú eru að gerast, eru svo geigvænleg, að ‘ eðlilegt er að menn vilji láta segja sér þau tvisvar. Mann- kynið liefir aldrei gert sér jafn skýra grein fyrir hörmungum og viðbjóð styrjalda eins og einmitt nú. Allur þorri manna í öllum löndum þráir friðinn umfram alt. Á þá að trúa því, að miljónum manna verði teflt í opinn dauðann? Hernaðarundirbúningur er ekki sama og styrjöld. Rómverj- ar höfðu þá reglu að búast til ófriðar til þess að friður héld- ist. Hvað mikið af styrjaldar- ráðstöfunum síðustu daga eT gert beinlínis til þess að sann- færa andstæðinginn um að nú sé alvara á ferðum? Þjóðverjar telja sig hafa helgan rétt til sinna athafna. Vesturríkin telja þá fara með ofbeldi og lögleysu. Þjóðverjar hafa stigið örlaga- ríkt spor. Ef Vesturrikin svara í sömu mynt, verður það enn örlagaríkara. Óhamingjan grúf- ir yfir öllu mannkyni. Fram til siðustu stundar verður að vona að eitthvað rofi til í þeirri hræðilegu bliku. Á þeim ákvörð- unum, sem teknar eru á þessu augnabliki, getur oltið velferð og hamingja hundraða miljóna á komandi tímum. Sundin virð- ast algerlega lokuð, en er ekki eihversstaðar hulin leið mihi skersins og bárunnar út á opið haf? Þannig spyrja menn. Svarsins verður ekki langt að bíða. a Talsamband- inu við Eng- land slitið. Engar dulmálsskeyta- sendingar. Ritsímanum hafa borist skeyti um það, að dulmálsskeytasend- ingar séu bannaðar til Frakk- lands, frönsku nýlendnanna og Póllands. Talsambandinu milli íslands og Bretlands var slitið í gær. Talsamband var enn í morg- un árdegis við Danmörku. Fundur utanríkismála- herra Norðurlanda. Oslo 31. ágúst. FB. Fundur utanríkismálaráð- herra Norðurlanda, sem var settur í Oslo í morgun, hafði mikilvæg mál til meðferðar, sem eTu í tengslum við hlutleysi Norðurlanda, og að Noregur, Sviþjóð og Finnland hafa horf- ið frá að miða gengi gjaldmiðla sinna við sterhngspund. Loks birgðir Norðurlanda, ef til styrj- aldar kemur, og vöruskifti þeirra millum. NRP. 22 þý§k her§kip í Eptra§alti. Oslo 1. sept. FB. Þrettán Norðmenn komu til Osló í gær á skipinu Balduin. — Balduin mætti 22 þýskum her- skipum á leiðinni. NRP. Danzig sameinað Stór-Þýskalandi. Þjóðverjar gera árásir á pólsku landamærin og Gdynia. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Þjóðverjar liafa látið tii skarar 1 skríða gagnvart Póllandi með því að heita vopnavaldi til þess að leiða deilu þeirra til lykta. í morgun sendi Förster, leiðtogi nasista í Danzig, skeyti til Hitlers og tilkynti honum að Danzig sam- einaðist Þýskalandi. Landvarnaráðið þýska hefir sent út ávarp til þjóðar- innar og hersins og hvatt alla til þess að sameinast að baki ríkisleiðtogans og leggja á sig hverja fórn, sem nauðsynleg reynist, fyrir föðurlandið. Göring ávarpaði flugherinn sérstaklega, Ráder að- míráll flotann, og Keitel herinn. Bari§t víðast hvar á landamærnm Pól- land§ ogr Þý§kaland$ HRAÐSKEYTI. London, árdegis. Frá Yarsjá er símað, að samkvæmt opinberri tilkynn- ingu hafi þýski flugherinn gert loftárás á margar járn- brautarstöðvar, m. a. járbrautarstöðina í Czew og borg- irnar Ypnic, Wells, Putxk, en þær eru allar nálægt Czew. Samkvæmt upplýsingum frá hermálastjórninni pólsku er barist víða á landamærum Póllands og Þýska- lands. jgf Franska stjórnin kom saman á fund í gærkvöldi og ákvað að kvika í engu frá tekinni stefnu og standa við allar skuldbindingar gagnvart Póllandi. Þýska ríkisþingið kom saman á fund í morgun og ávarpaði Hitler þingið. Hann sagði, að nú, þar sem vopnaviðskifti væri byrjuð milli Þjóðverja og Pólverja, og ekki hefði tekist að leysa deilumálin friðsamlega, væri ekki nema um eitt mark að ræða, sem Þjóðverjar yrði að leggja alla áherslu á, að ná og það væri að sigra, og sigra sem skjótast. Hitler tilkynti, að ef eitthvað kæmi fyrir hann — svo að hann gæti ekki gegnt störfum ríkisleiðtogans, eða ef hann félli frá, yrði Göring eftirmaður hans, en ef Göring félli frá, þá tæki Rudolf Hess við sem ríkis- leiðtogi. IJr ræðn llftlers. í ræðu sinni gerði Hitler ítarlega grein fyiir því, að hann hefði verið allur af vilja gerður til þess að leysa deiluna frið- samlega. Hann hefði lagt fram tillögur, sem miðuðu að frið- samlegri lausn, og heðið eftir komu pólskra fulltrúa til samn- inga, en þeir liefði ekki komið, og Pólverjar hefði haldið áfram að hervæðast. Hefði þá þolinmæði hans þrotið. Hitler sagðist í öllu hafa sýnt, að hann vildi góða sambúð við Breta og liann endurlók sín fyrri ummæli um það, að núverandi landamæri Frakklands og Þýskalands skyldi haldast óbreytt. Tilraunirnar til þess að umkringja Þýskaland liefði mishepnast og andstæð- ingar Þjóðverja myndu fá að reyna, að hinu þýska stáli myndi beitt svo, að Þjóðverjar sigruðu. Fundurinn var haldinn í Krollóperunni og samþykti þingið innlimun Danzig í Stór-Þýskaland eftir að feld hafði verið úr gildi stjórnarskrá Danzig. I gær var gripið til mjög víðtækra ráðstafana í Bretlandi og þótti sýnt af þeim, að breska stjórnin óttaðist að. til stórtíðinda mundi draga. Fyrirskipuð var hervæðing herskipaflotans, og kallað saman varalið flughers og landhers, en þjóðvarnaliðinu skipað að vera til taks hvarvetna. Einnig var fyrirskipaður brottflutningur bama úr helstu borgum landsins og hófst hann í morgun. Það eru um 3 miljónir manna, sem fluttar verða úr London og helstu iðnaðarborgum landsins, svo sem Glasgow, Leeds ,Bradford, Manchester, Newcastle og öðmm. Fyrst verð- ur lögð áhersla á, að flytja burt böm á skólaaldri, börn undir 5 ára og mæður þeirra, barnshafandi konur, blint fólk, heyrnar- laust og mállaust eða kryplað, og er búist við, að þessi flutn- ingur standi yfir í 4 daga frá London en hálfan annan sólar- hring frá öðrum borgum í Iengsta lagi. Hversu ófriðarblikan hafði færst nær sáu menn greinilega á því, að sérstökum árgöngum breska sjóliðsins, svo sem kaf- bátaskipshöfnum, var skipað að fara tafarlaust til stöðva sinna, og jafnvel togarar, sem teknir hafa verið sem hjálparskip flot- ans, eru lagðir úr höfn. Blöðum verður að sjálfsögðu tíðrætt um till. Hitlers. Bresk og frönsk blöð fullyrða, að pólsku ráðherrarnir hafi ekkert um til- lögurnar vitað, fyrr en þeir lieyrðu þær lesnar upp í þýska útvarpið. Hið sanna í málinu, segja blöðin, er það, að tillögurnar voru aldrei lagðar fomilega fram fyrir Breta, Frakka eða Rússa, en þær voru Iesnar upp fyrir Henderson á viðræðu- fundi og leit liann svo á, að þar væri aðeins um einn þátt sam- lcomulagsumleitananna að ræða. Tillögumar voru ekki af- hentar honum — og ekkert formlega tilkynt um það, og þess vegna hefir afstaða þýslcu stjórnarinnar í sambandi við þessar tillögur um friðsamlega lausn deilunnar, komið öllum lie’iminum á óvart. Hitt er svo annað mál, að Pólverjar mundu ekki hafa litið Auk loftárása þeirra, sem að framan getur, hafa Þjóðverjar gert árás á hafnarborgina Gdynia, úr lofti, og hafa verið skotn- ar niður 3 þýskar flugvélar, en vitað er, að Þjóðverjar hafa talsvert sterkan flota í Eystrasalti. Ekki hefir enn frést, að árás hafi verið gerð af sjó á Gdynia, en menn óttast, að hún standi fyrir dyrum. Fnndur I lnrsltn stjórniimi kl. 11. Breska stjórnin kemur saman á fund kl. 11 áregis í dag. Ætla menn, að þar muni verða tekin hin mikilvægasta ákvörðun, vegna árásar Þýskalands á Pólland. Þýski herinn hefir gert árásir á landamæri Póllands í mörg- um áttum, sunnan frá Slovakíu, frá Austur-Prússlandi, til suð- urs, á landamærum Efri-Slesíu og beggja megin pólska hliðsins. Loftárás hefir verið gerð á Varsjá og varð mikið tjón af völd- um hennar. Meðal þeirra sem fórust er margt kvenna og barna. Sendiherra Þjóðverja fóráíund Chamberlains. Settur sendiherra Þýskalands í London fór á fund Chamberlains í nr. 10 Downing Street árdegis í dag. Enn hefir ekkert verið tilkynt um hvað þeim fór í milli. Roosevelt Bandaríkjaforsétí hefír fyrirskipað, að senda skuli loftskeyti til allra amerískra herskipa, og tilkynna þeim, að stríð sé byrjað milli Pólverja og Þjóðverja. við þessum tillögum, og hefir pólska stjórnin þegar tilkynt, að þær væri ekki þannig, að hún hefði getað geíngið að þeim. Tillögurnar gengu út á það aðallega, að Þýskaland fengi Danzig, en þjóðaratkvæði færi fram í pólska hliðinu, að ári liðnu, undir stjórn alþjóða- nefndar. í Berlín höfðu menn almefnt sannfærst um það í gær, að stórtíðindi væru í vændum, enda fluttu hlöð og útvarp miklar fregnir um ágengni Pólverja. Svo kom fregnin í gærkveldi um árás pólskra hermanna á útvarps- stöðina í Gleiwitz, sem er Þýskalands megin og sló þar í bardaga milli Þjóðverja og Pól- verja, og féllu margir af Pól- verjum. Pólska útvarpið hefir ekki efnn birt neina fregn um þessa viðureign. f París er öllum viðbúnaði hraðað sem mest má verða. Allsherjar- hervæðing hetfir verið fyrirskip- uð og hermálaráðherrann (Dal- adier) hefir kvatt Gamdin yf- irhershöfðingja á sinn fund. Allir herforingjamir frönsku í Frakklandi, Algier, Tunis, Sýr- landi og annarstaðar, þar sem Frakkar fara með völd, hafa fengið sínar fyrirskipanir. I London. Tilkynningar hafa ekki enn verið birtar um niðurstöður ráðherrafundarins og stóð hann enn yfir, er síðast fréttist. í Varsjá er fólkið sagt rólegt, jþrátt fyrir, að styrjaldarhörmungam- ar eru nú famar að dynja yfir pólsku þjóðina. Pólverjar eru staðráðnir í að verja Iand sitt. Á HEIMLEIÐ FRÁ MOSKVA. Hermálafulltrúar Breta og Frakka á Iieimleið frá Moskva, 14 talsins, fóru í gær um Oslo til Bergen. Breska beitiskipið Sheffield sækir þá þangað. — NBP. NORSKA KRÓNAN OG STERLINGSPUNDIÐ. Noregshanki hefir hætt að skrásetja gengi krónunnar í hlut- falli við sterlingspund. — NBP.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.