Vísir - 15.09.1939, Side 2

Vísir - 15.09.1939, Side 2
2 VlSIR Föstudaginn, 15. septbr. 1939» 100 | Eftir Óskar Gíslason ljósmyndara. ára iiíiiiirli 1| osmyitdasnií ðimrar, Ljósmyndasmíði í þeirri mynd, sem hún birtist okk- ur í dag er vissulega eitt þeirra fyrirbæra á sviði tækninnar, sem verðskuld- ar almenna athygli. Það er því ekki ótilhiýðilegt að minnast hennar að nokkru á þeim merkilegu tímamót- um, sem aldarafmæli ávalt hlýtur að vera. Það liggur þá beinast við, að rifja upp fyrir okkur, sem lif- um á öld hinna hraðstígu fram- fara, hvernig umhorfs var fyrir einni öld á sviði ljósmynda- tækninnar. En áður en út í það verður farið er óhjákvæmilegt að minnast nokkurum orðum á forsögu málsins. Alheimsorðið Photographie, — sem á íslensku hefir verið þýtt Ijósmynd, — táknar eins og menn vita ljósletur eða Ijós- teikning og er sú hugmynd æva- gömul. Sjálf var Ijósmyndavél- in þannig úr garði gerð: Svartur kassi með gati framaná, en það var hið svokallaða Camera ob- scura — myrkra kompa — sem þekt var aftur úr forneskju. Þegar Ijósinu var lileypt inn um opið þá kom fram mynd af lilutnum, sem fyrir framan stóð, á bakveggnum í kassan- um. Baptista Porta fann upp á því að setja bjúggler í gatið 1559. Myndina sem þannig birt- ist mjög greinilega á gagnsæju bretti aftarlega í kassanum, var síðan teiknuð með ritblýi. Mörgum kom til bugar hvernig hægt væri að láta Ijósið sjálft teikna myndina. Hinn gamli gullgerðarmaður Fabricius hafði þegar á sextándu öld tekið eftir þvi að sólin hefir hæfileika til að sverta hluti. Silfrið úr Frei- burgnálnunum, sem bann ætl- aði að breyta í gull, varð svart fyrir ábrif sólarljóssins. Löngu seinna eða um 1805 hélt Frakk- inn Joseph Niépce áfram rann- sóknum, sem grundvölluðust á þessari uppgötvun. Hann og leiktjaldamálarinn Jacque Da- guerre unnu síðan í félagi að þessum rannsóknum, með þeim glæsilega árangri að þeir síðan — aðallega þó Daguerre — eru taldir hinir eiginlegu höfundar I j ósmyndasmíðinnar. Þeir visindamenn, sem unnið hafa að uppgötvun þessa merki- lega fyrirbæris — ljósmynda- smíðinnar, eru fjölmargir, og frá öllum löndum. Þar sem einn hætti tók annar við og svo koll af kolli. En þetta er sameigin- leg saga allra merkustu upp- götvaná mannsandans. Þegar minst er höfunda Ijós- myndasmíðinnar er það samt einn maður, sem ber aðalheið- urinn. Enda er hann alment talinn aðalhöfundur hennar, en það er Frakkinn Louis Jacque Mandé Daguerre. Um Dagueri’e vita menn raunverulega miklu minna en hinn fræga félaga hans, Joseph Niépce. Daguerre er fæddur árið 1789 í Cormeilles í úthverfi Parísar, þar sem faðir hans gegndi hin'u auðmjúka starfi réttarþjóns í hinum litla rétti hverfisins. Snemma á dögum byltingar- innar, þegar Daguerre var fiinm ára, fékk faðir hans aðra atvinnu i Orleans. Á þessum erfiðu tímUm fór mentun hans af skiljanlegum ástæðum mjög forgörðum. Hann var snenuna ráðinn Iijá húsameistara í bænum og er sagt að þar hafi komið fyrst í ljós-hjá honum miklir hæfileikar í teikningu. Seinna fékk hann talið for- eklra sína á að senda sig lil Par- isar og fékk liann þar atvinnu hjá leiktjaldamálaranum De- golli. Ilann sýndi brátt mikla hæfileika og hugvitssemi í þessari köllun sinni og málaði leiktjöld bæði fyrir bið fræga Opera Comique og önnur leik- Iiús. Brátt varð hann æðsti mað- ur á vinnustofu meistara síns, sem hann síðar eignaðist. Hann aflaði sér brált mikils álits í þessari grein og var m. a. höf- undur að mörgum umbótum á ljósaútbúnaði í leikhúsum. Ár- í;ð 1822 uppgöitváðj. (Daguerre hið svokallaða Diorama (sem mikið er notað núna á lieims- sýningunni), en það var gagn- sæ mynd, sem mótuð var á þunt léreft. Léreftinu var stilt upp við glugga t. d. eða annan Ijósgjafa, svo að liægt væri að lýsa það upp hvoru megin sem væri. Síðan var styrkleika lit- anna og litatóninum breytt með því að skjóta inn í lituðu gleri, án þess að áborfendur sjái. Af Ijósinu, sem ýmist féll í gegn um eða endurspeglaðist, var bægt að mynda ýmsar breyting- ar á landslaginu, sem málað var, t. d. breyla morgunlands- lagi í kvölíllandslag o. s. frv. Oft var landslagið lífgað upp með því að hafa hreyfanlega hluti á bak við, sem féllu vel inn í landslagið t. d. mylluhjól á hreyfingu o. s. frv. Þetta minnir ósjálfrátt á kvikmyndir nútímans og sýnir m. a. hugar- flug og snilli Daguerre. Þessar Diorama myndir vöktu óhemju eftirtekt í París, þar sem hann sýndi þær við gífurlega aðsókn, þangað til alt brann 1839. En það er einmitt um þetta leyti, sem Daguerre fullgerði bina miklu uppgölvun sína, sem gerði bann heimsfrægan og nafn hans ógleymanlegt. Menn höfðu Iengi þekt hæfi- leika silfursalts til að skifta um lit fyrir áhrif sólarljóssins, en myndir þær er menn bjuggu til fyrst í stað, urðu ávalt svart- ar í dagsbirtunni. Þá vantaði að finna efni, sem gat fest (fixerað) þær, svo þær þyldu dagsbirtuna án þess að verða svartar. Það var ekki fyr en með tilraunum vísindamanns- ins Joseph Nicephore Niépce að þetta tókst. Árið 1826 frétti Niepce að Daguerre ynni að sömu rann- sóknum og hann sjálfur, kom sér í samband við hann og þess- ir tveir vísindamenn gerðust síðan samstarfsmenn það sama ár og unnu nú kappsamlega að hinu setta marki. Þetta samstarf bar mjög heillavænlegan árang- ur. Niepce dó að vísu árið 1833, en Daguerre endurbætti svo mjög aðferð hans, að aðalheið- urinn af uppgötvuninni féll í hans hlut. j Daguerreotype var uppgötvun , hans kölluð eftir nafni lians. Tók hann mynd á málmplötu, : sem búið var að selja á Ijós- I næm efni, og festi (fixeraði) j hana svo hún þoldi jafnvel . sterkasta sólarljós. Tveir gallar í voru þó á þessari miklu upp- j götvun, var annar sá, að ekki j var liægt að fá nema eina mynd j af því sem tekið var af; ef t. d. DAGUERRE. stúlka vildi fá sex myndir af sér, varð Daguerre að taka sex málmplötur, því ekki var hægt að prenta (kopiera) eftir þess- um plötum. Var lýsingartíminn margar mínútur á hverri plötu. Svo það hefir verið liarla erfitt að láta mynda sig í þá daga. Hinn gallinn var sá, að myndin kom öfug eða eins og mynd í spegli. 19. ágúst 1839, eða fyrir 100 árum, útskýrði stjörnuspeking- urinn og stjórnmálamaðurinn Francois Arago uppgötvunina í franska Akademíinu, með þeim árangri, að ríkið veitti Daguerre sama ár 6000 franka árlegan styrk til æviloka, en erfingjar Niepces fengu 4000 franka samskonar styrk, gegn því að uppgötvunin yrði gerð að almennings eign. Næst kemur Englendingurinn W. H. Fox Talbot með upp- götvun sína árið 1852. Er bans uppgötvun grundvöllur að þeirri aðferð, er við notum enn þann dag í dag. Tók hann mynd á pappír (pappírs-negativ) sem á var klórsilfur og prentaði á annan samskonar pappír (positiv). Gat hann þannig fyrstur manna framkallað margar myndir eftir vild. Nú tökum við myndir á fihn- ur og glerplötur og kopierum svo eftir þeim á pappír, sjáum við þá að aðferð Talbots er al- veg sú sama, sem við notum enn í dag. RL il Þannig var áhugaljósmyndari (amatör) útbúinn fyrir 80 árum Upphaflega var plötutækn- inni mjög ábótavant.Voru fyrstí stað teknar myndir á plöturnar blautar, þangað til Russel árið 1861 og J. B. Sayel og B. Bolton árið 1864 komu með fyrstu þuru pöturnar, en sérstaklega urðu þær almennar, þegar Dr. Maddox kom með hinar frægu Gelatine þur-plötur i öskjum. Var nú hægt að lýsa plötuna (Exponera) í sekúndur, þegar mynd var tekin, í staðinn fyrir mínútur áður. Nú geta nýjustu kvikmyndavélar tekið mynd á einum fimtíu þúsundasta parti úr sekúndu, en alment eru myndir teknar úti á einum fim- tugasta til einum hundraðasta parti úr sekúndu. Fyrstu lands- lagsljósmyndarar 19. aldarinn- ar ferðuðust um með tjöld á bakinu, er þeir urðu að slá upp í livert skifti, sem mynd þurfti að taka. Likt var að segja um fyrstu áhugaljósmyndarana. — Þegar þeir héldu af stað til að taka myndir, urðu þeir að burð- ast með bögla á bakinu, sem hermenn nútímans myndu ekki láta bjóða sér. Með hinum merku endurbótum Amöríku- mannsins George Eastman, sem fann upp á því, að nota filmur í stað glerplötunnar ár- ið 1885, gjörbreyttist notkun ljósmyndavélarinnar. Árangur þessarar uppgötvunar Eastmans er liinar lieimsfrægu Kodak- filmur og myndavélar, sem börn nútímans geta jafnvel haft með sér í vasanum. Eru þess- ar myndavélar lians notaðar um allan heim. í vinnustofum atvinnuljós- myndara nútímans hefir tæknin þegar náð svo mikilh fullkomn- un, að hinar margbrotnu að- ferðir binna fyrstu ljósmynd- ara eru nú algjörlega horfnar úr sögunni. Ekki er þar með sagt, að minna sé krafist af at- vinnuljósmyndara núthnans. Á ljósmyndastofu hans er tæknin þegar orðin svo fullkomin, að af honum verður ekld eingöngu krafist tækni, heldur fyrst og fremst mannþekkingar. Fólk, sem myndar sig í dag, vill vera eðlilegt og fá sinn sérstaka svip fram á myndunum. Þess vegna hefir það aldrei verið erfiðara — og skemtilegra — að vera ljósmyndari en núna, þegar ljós- myndasmíðin á 100 ára afmæli. Um þessar mundir heldur Dansk Fotografi Forening stór- kostlega Ijósmyndasýningu í Charlottenborg í Kaupmanna- liöfn, undir vernd hans liátignar konungsins og drotningar ís- lands og Danmerkur, í tilefni af aldarafmæli Ijósmyndasmíð- innar. Verður þarna gefið sögu- legt yfirlit yfir Ijósmyndasmíð- ina frá Daguerre til vorra daga. Þar verður einnig safn nýtísku Ijósmynda, allra tegunda frá öll- um Norðurlöndum. íslenskir Ijósmyndarar liafa einnig sent margar myndir á sýningu þessa. ! 25 ÁRA GAMLAR j iSTRÍÐSFRÉTTIR \ 13. sept.: Þjóðverjar halda alstaðar áfram að hopa. Bretar hafa tekið 1500 fanga, mikið af skotvopnum og flutningi. Þjóð- verjar hörfa óreglulega fyrir austan Soissons. 14. sept.: Bresku hersveitirn- ar hafa farið yfir Ourcq og voru í morgun á Jiraðri ferð á eftir óvinunum. 200 fangar voru teknir. Fyrsti franski herinn hefir tekið stórskotalið einnar þýskr- ar hersveitar. Ástralski flotinn tók í gær eftir orustu Herbertshohe íNýja- Pommern, sem er stærsta eyj- an af Bismarkseyjunum. 15. sept.: Frá París er opin- berlega tilkynt að Þjóðverjar hafi yfirgefið Amiens. — Und- anbaldi fyrsla, annai’s og þriðja bers Þjóðverja er hraðað enn meir. Fjórði her Þjóðverja er byrj- aður að hopa og skilja þeir al- staðar eftir á vígvöllunum fjölda særðra manna og mikið af hergögnum. Her Belga hefir haft sig á Herafli Evrópurikja: Landher í friði og stríði. Það hefir verið hálferfitt að átta sig á heraukningum stór- veldanna í Evrópu síðustu mánuðina og þeir sem hafa ekki beinlínis reynt að fylgjast með öllum fréttum þar að lútandi, vita nú vart upp né niður. — Þess vegna birtir Vísir nú tölurt þær, sem hér fara á eftir, svo að menn geti nokkuð áttað sig á hvernig sakir standa. Þær eru teknar eftir erlendu blaði, og eru eftir sérfróðan mann í hermálum. Þýskaland. — Friðartímaher þess var í vor 8—900 þús. manna. Með þeim viðbótum, sem gerðar liafa verið i sumar mun herinn nú vera kominn upp í 2 milj. a. m. k. (Þéss ber að geta, að þetta er ritað síðustu dagana í ágúst, áður en stríðið braust út). Þjóðverjar geta svo smám saman aukið herliðið upp i 8 miljónir, en aðeins lítill hluti þess ér fullæfður og skortur er á fyrirliðum og úlbúnaði, svo að endurnýjun hersins tekur alllangan tíma. Frakkland. Friðartímaherinn í heimalandinu er um % milj. manna, en mun nú vera um l1/^ milj. vegna þéss hve margir Iiafa að undanförnu verið kall- aðir til vopna. Á ófriðartímum getur Frakkland kallað 6 milj. manna til vopna heima og mik- inn fjölda í Afrílcu. Pólland. Friðartímaher um 1/í milj., sem nú er um 1% milj. Pólverjar liafa yfir að ráða 3V2 milj. æfðra manna og svo er þess að gæta, að hinir yngri ár- gangar éru fjölmennastir hjá þjóðinni. ftalía. Friðartímaherinn er venjulega 300 þús. manna, en mun nú vera IV2—2 milj. auk þeirra sem eru í Abessiniu og Libyu. f ófriði munu ítalir géta kallað 8—9 milj. til vopna. Rússland. Friðartímaherinn mun vera um 1,8 milj. en er að likindum nú um 3 milj. Rúss- land mun á ófriðartímum geta ráðið yfir 8—10 milj. manna i bernum, en lntt er óvist, hvort nægir fyrirliðar sé til og vopn. England. Friðartímaherinn er tæpléga 200 þús. og af lionum eru deildir i nýlendunum. — Heimaherinn enski (Territorial Army) mun vera 340 þúsund manna og þar við bætast þær 200 þús., sem herskyldan náði til í sumar og éiga að fá 6 mán- aða æfingu. f alt ættu Englend- ingar að geta kallað um 10 milj. til vopna, en það tekur tíma. Loftflotarnir og endur nýjun þeirra. Heimsstyrjöldin varð til þess, að flugtækin tóku geysilegum framförum. Eftir stríðið voru framfarirnar fyrst hægfara, en síðustu ár hafa þær orðið mjög stórstígar á nýjan leik. Nú er svo komið að, flugherinn er orðinn fastur liður í vígbúnaði hverrar þjóðar. En það er erfitt að afla réttra upplýsinga unt' flugheri þjóðanna, því að forráðamennirnir halda öllu leyndu og það er frekar auðvelt. En þegar talað er um flug- herina, verður að taka eitt at- riði til greina, sém er afar á- ríðandi. Það eru möguleikarnir fyrir endurnýjun og stækkun flotans í slríði. „Æfi“ flugvél- ar i stríði er ekki talin lengri en 3 mán., þ. é. það verður að endumýja allan flugflotann fjórum sinnum árlega. Auk þess þarf svo að endurnýja mennina, aðrir verða að koma í stað þeirra, sem falla. Það má því ségja, að ef þjóð á góðar flugvélaverksmiðjur og hún hefir áhuga fyrir flugi — er ,.air-minded“ —■ þá hefir hún góð skilyrði til að endurnýja og auka fluglier sinn. Þær tölur, sem hér fara á eft- ir, éru þær áreiðanlegustu, sem hægt hefir verið að afla. Þýskaland. Fram til 1935 átlu Þjóðverjar engan lofther, en þá tilkynlu þeir í xnars, að þeir hefði komið sér upp flóla, ér væi’i jafnsterkur flugflota Eng- lands eða 6—800 vélar. Síðan hefir aukningin orðið svo mik- il, að flugvélaeign Þjóðverja vérður að teljast 7—8000 í aðal- liðinu og 2—3000 til vara. Skil- yrði eru góð til éndurnýjunar: Vei’ksmiðjur max’gai’, þar af all- margar í Tékkóslóvakíu og al- menningar lengi haft hægan að- gang að flugskólum. England fór ekld að vígbúast i lofti af alvöru fyrri en í maí 1935 og nú mun flugvélaeign þeirra vera um 3000 og 1500 til vara. Að auki eru, svo flugsveit- kreik og hafið sókn til suðurs við Lieuge. Orustan i Galiziu, sem staðið Ixefir í 17 daga, liefir endað með miklum sigri fyrir rússneska herinn. irnar i nýlendunum. Endurnýj- unarskilyrði ágæt. Frakkland mun eiga 3000— 3500 flugvélar í aðalhei-num og 1500 til vara. Skilyrði til endur- nýjunar og aukningar eru góð. Ítalía hefir lagt mikla áherslu á að eignast sterlcan flughér og hefir tekist það. Nú munu Ital- ir eiga um 2500—3000 flugvél- ar í aðalhei’num og um 1000 til vara, auk þeirra, sem eru í ný- lendunum. Pólland mun eiga- uxn 2000 vélar i aðallxernum og jafn- margar til vara. Skilyi’ði til end- urnýjunar munu vera lieldur góð. Rússland hefir lagt rnilcla á- herslu á að auka fluglierinn og mörg félög hafi verið stofnuð til þess að vekja áhuga ahnénn- ings fyrir flugi. Nú munu Rúss- ar eiga um 5000 flugvélar í að- alhernum og uxxi 2000 til vara. Telja verður, að endurnýjun þessa flugflota sé ei’fiðari en endurnýjun og stækkun flug- flota ofannefndx’a þjóða. Kona nokkur vestur í Oi’egon- fylki i Bandaríkjunum vildi fá heimild til þess að aka bíl. Hlut- aðeigaxxdi yfirvöld synjuðu xxm leyfið, xxema því að eins, að liún segði lil unx aldur sinxx. En það vildi liún ekki með neiixu íxióti gera og hvarf frá við svo búið. Skönnxiu síðar var húxx tekin og dregin fyi’ir lög og dóm, er hún ók lxíl sínunx leyfislaust. Húxx var dæmd í 50 daga fangelsi og þótli mikið, seixi von var. En heldur kvaðst hún vilja taka út refsinguna, en að segja til ald- urs síixs, ]xó að þess kynni að hafa verið einliver kostur að sleppa með það.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.