Vísir


Vísir - 15.09.1939, Qupperneq 3

Vísir - 15.09.1939, Qupperneq 3
Föstúöáginn, 15. septbr. 1939. VlSIR 3 flxel Thorsteinson, blaðamaður: Fyrir aftan vígstöðvarnar á vopnahlésdaginn. í Valencicnwes og: Mons. í fyrsta kafla frásagnar þessarar var lýst flutningi kanadiskra nýliða frá Englandi til Frakklands haustið 1918 o. s. frv. í grein þeirri sem hér birtist er því lýst, þegar tilkynningin um vopnahléð var birt, og verunni í Mons í Belgíu, sem var tekin að morgni vopnahlés- „Hreld, en fagnandi þjóð. dagsins. Næsti kafli heitir: — Hert á mittisólinni.“ NÓG SOFIÐ. NÝR DAGUR. í dagrenningu vöknuðu menn við það, að lúður var þeyttur. Það var lúðurþeytarinn, sem í ókkar floklíi var, sem þeytti lúður sinn sem ákafast til merk- is um, að nóg væri sofið, nýr tlagur með nýjum skyldum væri r,unninn. Hlick varð fyrstur út, eins og tíðkast, en kom bráðlega aftur með skjólu, fulla af vatni. Og nú var tekið til óspiltra málanna að þvo sér og snyrta til. Nikkel- vasaspeglarnir voru festir á þil og menn fóru að raka sig hver um annan þveran, því að illa rakaður mátti enginn koma til nafnakalls, sem fram átti að fara innan stundar, hvað þá ó- rakaður, og lá hegning við slík- um brotum á lieragareglunum. „Nú fer þér hráðum að geðj- ast betur að Frakklandi, Jack“, sagði langi Mike, er hafði ný- lokið við að skera yfirskegg sitt, sem var eldrautt á lit, og hjóst nú til að skafa af sér kjálka- hýunginn. „Hefirðu komið þér í kynni við þær frakknesku?“ spurði Hlick glottandi. „Ne-ei,“ sagði langi Mike, „hvað híður síns tíma, en ef við verðum hér til morguns------! En segðu mér, karl minn, ertu búinn að gleyma þessari, sem þú hittir í Lundúnum?“ „Nei! En þú varst svo æstnr í Boulogne, manstu ekki?“ „Maður guðs og lifandi, nei!“ sagði Mike og liló við, „eg kemst ekki í liugaræsingu af að tala um kvenfólk. En, sjáðu til — ,“ Mike lækkaði róminn, „það er krá hérna í næstu götu. Þar fást vín, livít og rauð, livað segirðu nú, ha?“ „Drúfnasafi,“ sagði Hliclc fyr- irlitlega. „Bjóddu þeim frakk- nesku uj)p á glas, en ekki mér!“ „Leyfðu mér að tala út, mað- ur! Þar fæst líka konjak! Held- urðu, að það jafnist ekki á við miðlungsgott skoskt brenni- vín ?“ „Hver veit?“ sagði Hlick og rétti úr sér. Hann glápti á Mike með rakvélina í hendinni. „Það Væ'ri kannske ekki úr vegi að hragða á því!“ „Nú líkar mér i þér hljóðið. Gott og vel! Við leggjum í púkk, félagar, og förum á stjákl hérna um Valenciennes í kveld. — Heyrðu mig, Jack, hvemig var það, livar ólstu manninn í Bandarikjunum ?“ . „Pennsylvania“, sagði Hlick, eins og það skifti engu máli, enda vanur því, að Mike léti dæluna ganga. „Pennsylvania", endurtók Mike. „Pliiladelphia“, sagði Hlick. „Philadelphia", endurtók Mike og var snefill af undrun í röddinni, hefir liklegast haldið, að Jack væri ekki stórhorgar- vanur. „Philadelphia!“ sagði Hlick enn, „stór horg, ef þú veist það ekki. Verksmiðjur, nóg vinna, dollarar í vasanum, ef menn nenna að vinna, fallegar stúlk- ur, af öllum þjóðum, frakk- neskar líka! Eg þekki þær margar.“ „Alia. Enskar líka?“ „Enskar lika!“ „Og samt þurftirðu að fara til Lundúna til þess að —“ „Sjáðu hérna, Mike!“ sagði Hlick og var votlur þess í rödd lians, að hann ætlaði ekki að láta Mike haldast uppi neitt fleipur um ónefnda stúlku í Lundúnahorg, „eg er ekkert harn og eg hefi þekt margar stúlkur og eg er orðinn sárleið- ur á öllu kvenfólki. En það var nú einhvern veginn svona, þeg- ar eg liafði verið innan um tóma karlmenn mánuðum saman, alt frá þvi í vor, eins og þú veist, að eg fór að liugsa um, að það gæti þó verið tilhreyting í því, að tala við kvenmann. Og þeg- ar eg kom til Lundúna leit eg dálítið í kringum mig. Þú mátt gjarnan vita það og þið allir. Hún heitir Nellie og hún er elda- huska í gistiliúsi og mér list vel á hana. Hver veit nema eg taki hana með vestur, ef —“ „Vestur? Hvað starfaðirðu þar?“ „Verksmiðju!“ „Sjáum til. Og þegar þangað kemur leigirðu einhve’rn ástar- innar „sælukofa“, með rósa- runnum alt í kring, og Nellie hjúkrar hinum heimkomna hermanni!“ „Eg er ekkert harn og þarf engrar lijúkrunar með, sláninn , þinn“, sagði Hlick. „Ilættu geip- an þinni.“ „Er hún lagleg?“ „Svo-na! En hún kann að húa til mat!“ „Þær frakknesku kve vera mestu snillingar í þvi, að húa til mat“, sagði Mike glottandi. „Blessaður kræktu þér þá í eina“, sagði Hlick. „En eg þarf að skrifa Nellie, piltar, hver vill hjálpa mér?“ „Það skal eg gera“, sagði langi Mike hátíðlega, „af eins miklum innileik og eg væri að skrifa fallegustu stúlkunni í Frakklandi!” „Haltu þér saman! Auk þess treysti eg þér ekki.“ „Nei?“ sagði Mike og sejtti upj) undrunarsvip. „Mér er alvara í þessu máli, en þér er aldrei alvara í hug.“ Og það var orð og að sönnu, en Mike var besti náungi alt fyrir það. Þannig atvikaðist þá, þegar Hlick liafði fengið ótal tilhoð um aðstoð og liafnað öllum, að um hádegisbilið þennan dag, þegar við höfðuin „gætt“ okkur á rétti þeim, sem við daglega neyttum, steilctum baunum, að við lögðum af stað fimm sam- an og fóru að skoða okkur um í Valenciennes. En það varð minna úr víndrykkjunni en ætla mátti, og lá það í þvi, að aleiga okkar fimm var 30 frankar, en sú upphæð hrekkur samt til að gera fimm menn góðglaða, livað þá meira, enda skildu leiðir, þegar „ölið var af könnuniii“. Okkur Hlick og Lassa litla lék sterldega grunur á, að Mike og Pat hefði farið að kvnna sér horfurnar fyrir því, hvort vin- skapur mætti takast með glettn- um og gamansömum Irum og fögrum Frakklandsmeyjum. En við gengum niður í hæ, eins og við hefðum ekki fengið okkur fullsadda á göngum. En það er nú dálítið annað, að ganga um lelilega í hægðum sínum, án þess að hera nokkra hyrði og lúta nokkru skipunarvaldi, eða þramma áfram frá morgni til lcvelds, stundum fram á nótt, um aurblauta vegi með þungar hyrðar, liáðir skipunum og geð- þótta annara. VOPNAHLÉ. En loks urðum við leiðir á flakkinu og liéldum áleiðis heim i útjaðraliverfið. Er við nálguðumst það sáum við, að liópur lie’rmanna stóð og las til- kvnningu mikla, sem fest hafði verið upp á húsvegg nokkum. Við gengum inn í hópinn og spurðum hvað um væri að vera. „Það er húið“, sagði frakk- neskur liermaður, sem studdist við hækjur. Og hann hætti við með tárin í augunum: „Striðið er búið!“ 1 Það var eins og enginn gæti áttað sig á þessu til fulls, enda var tillcynningin á frakknesku, en þeir, sem þarna voru staddir, voru flestir kanadiskir eða enskir nýliðar, að undantekn- um þessum frakkneska her- manni. „Búið?“ endurtók einhver. — „Hvað er búið?“ „Stríðið“, endurtók frakk- neski maðurinn. „Stríðið er hú- ið.“ j „Hann segir, að stríðið sé hú- ið“, sagði hermaður, sem að kom. Hann var úr 22. lierdeild Kanadamanna, en í henni voru eingöngu Kanadamenn af frakkneskum ættum, frá Que- hec. Hann rnddist í gegn um 1 þröngina á tilkynningunni. „Voj>nahlé“, sagði frakkneski hermaðurinn. Það skildu allir. „Látum okkur sjá“, sagði her- maðurinn úr 22. herdeildinni. „Jú, liér stendur, að vopnahlé hafi hyrjað í morgun kl. 11. Nú getum við farið heim, piltar!“ „Það er orðrómur, lýgi“, sagði einhver. „Tilkynningin er undirskrif- uð af herstjórninni“, sagði ein- hver. En fregnin valcti engan fögn- uð þessa stundina. Menn trúðu þessu ekki meira en svo. Við héldum í áttina til liúss- ins, sem við liöfðum aðsetur í. En það var enginn fyrir í her- herginu okkar. FÖGNUÐURINN GRÍPUR UM SIG. Seinna þá um kveldið vorum við lcvaddir út og liði fylkt á götunni. Tilkynning um vopna- hlé var lesin upp. Og oklcur var tilkynt, að þá um kveldið mætti allir vera frjálsir ferða sinna. Fögnuðurinn greip nú hratt um sig. Allar dyr stóðu hermönnun- um opnar. Innan stundar hlöktu fánar úr hverjum glugga og það varð krökt á götunni. Þar var dansað, drukkið, kvst og faðm- ast. Menn sleptu sér í glaunin- um. Menn fóru syngjandi götu úr götu . Hermennirnir klæddu sig sem skringilegast og hver um sig reyndiaðskemta sér sem hest. Það var eins og á grímu- dansleik, þegar gleðin stendur hæst. Það var engu likara, en flestir væri liálfsturlaðir — og var það nokkur furða? Jafnvel IJlick tók þátt í gleðskapnum og var farinn að syngja við raust á rúmensku. Og eg sá það seinast til hans þá um kveldið, áður við Lasso gengum til hvíldar, að hann dansaði polka úti á göt- unni við langa Mike, sem hafði náð sér i jjils og ræfil af kven- hatti, sér til „skreytingar“. En — þrátt fyrir alt — þótt menn henti sér út í stjórnlausan gleðskajnnn var það nú samt svo að undir niðri var sönn gleði i flestra hugum yfir því, að nú var þessu lokið, stríðið til lykta leitt. Lasso litli var hæglátur pilt- ur, og eigi þrekmikill líkamlega. Hann kom í herinn frá New York, eins og eg, og um sama leyti. Við höfðum verið tjaldfé- lagar i Niagara og félagar æ upp frá því. Hann var þreyttur orðinn og hans vegna fór eg til hvíldar fyrr en ella. „Hamingjunni sé lof“, sagði Lasso, þegar hann hallaði sér út af, „nú er það búið. Nú verður þess ekki langt að bíða, að við komumst til New York aftur“. Það var eðlilegt, að hann mælti svo. Eg vissi hvað í huga hans hjó. Hann átti þar heim- ili, föður og móður, systur og unga konu, sem var næstum harn að aldri — eins og liann. „Þú verður feginn að komast heim, Lasso. Eg skil það. Eg verð líka feginn, í aðra röndina, að komast vestur. En livað heldurðu um Hlick?“ „Hann verður feginn. Það verða allir fegnir, undir niðri að minsta kosti, þótt jæir láti annað uppi. Þvi ætti hann ekki að vera feginn?“ „IJann er öðru vísi en við liinir“. „Við erum allir eins“, sagði Lasso og það var kannske mik- ið í þeim orðum. Og nóttin leið og nýr dagur rann. En það var öðru nær en að við fengjum að fara lieim þegar, eins og sumir höfðu haldið í einfeldni sinni. YFIR LANDAMÆRIN. Áfram var lialdið, yfir landa- mæri Frakklands og Belgíu, á- fram til Mons. En enn vissum við ekki, livað ætlast var fyrir á „hærri stöðum“ með okkur. Taflinu mikla var ekki lokið, þótt vopnahléð væri komið á. Það átti enn eftir að leika nokk- ura leiki. Og við, peðin á skák- borðinu mikla, höfðum enga hugmynd um næsta leikinn. MONS. Móns! Smáhorg, en liöfuð- horg! Borg sögulegra minja! Alt frá dögum Cæsars, öld fram af öld, er þín getið í sögunni. Saga þín er skráð hlóði vaskra drengja af mörgum þjóðum, en saga þín er einnig saga iðju og slarfs og fórnfýsi sona þinna og dætra, liún er saga stritandi lýða, sem sóttu kol og járn í auðugar námur þínar. Og hún er saga Waudru (St. Waltrud- is), hinnar helgu konu, sem reisti klaustur sitt á einni hæð- inni, innan véhanda þinna! Einnig á timum okkar, er nú har að hliðum þínum, er þín getið í sögunni, liið fyrra sinni 23. ágúst 1914, er hreskt her- inn varð að liörfa undan, þeg- ar her von Klucks lagði þig und- ir sig, hið síðara sinni að morgni vopnalilésdagsins, er lier Kan- adamanna hreif þig úr höndum óvinaliðsins, skönimu áður en við sameinuðumst þeim, er þann sigur unnu. En þessa haustnótt 1918, er við komum til Mons, var hugur minn ekki hundinn við sögu- legar minningar, hvorki hugur minn, Mikes, Pats, Lasso, Hlicks eða hinna félaganna. ÞEIR, SEM Á UNDAN FÓRU. En við hugsuðum, að eg held allir um liið sama, einkennileg forlög okkar, undarlega rás við- hurðanna, tilviljanirnar í lifinu, eða hvað menn vilja kalla það. Þúsundum, tugþúsundum sam- an liöfðu þeir farið á undan okkur, þessar sömu slóðir og við, fullvissir um, að halda að- eins lífi og limum ef lánið væri með, út i þá óvissu, sem köld skynsemin mundi kalla sterkar likur fyrir limlestingu eða dauða eða hvorutveggja. En hér vorum við nú komnir, til horg- arinnar á liæðinni, er sá upphaf og endi he’imsstyrjaldarinnar miklu, við, sem liöfðum húist við öllu, en hvað sem framund- an heið, var víst, að okkar, ein- mitt okkar, hiðu önnur örlög en þeirra flestra, sem á undan voru farnir. Það var eins og að vera leiddur að hliðum dauðans, til þess að sjá nýtt líf. Hví voru guðirnir okkur svo hliðstæðir? Það var dálítið erfitt að átta sig á þessu nýja viðhorfi. Það vakti nýjar hugsanir, nýjar kendir. Framundan var líf, ef til vill langt líf, ekki langt líf við ævarandi meinsemdir eða ör- kuml, eða stutt líf, sem hlaut að enda á vígvelli. En af framkomu og orðum sumra félaga minna mátti helst ráða, að þeir kynni því illa, að hafa verið svo nálægt því að fá tækifæri til þess að láta til sín taka á vígvöllunum, en orð og framkoma lýsa mönnunum ekki altaf rétt hið innra fyrir. SIR NEVILLE HENDERSON, sendiherra Breta í Berlín er fyrir nokkuru kominn heirn til Englands. Eins og kunnugt er fór hann heim um Holland og fylgdu 5 tundurspillar skipinu frá Haag til enskrar liafnar. Og þegar alkyrð var komin á yfir borgina á hæðinni, að liðnu miðnætti, varð eg þess var, að félagar mínir lágu margir and- '.aka, þótt þreyttir væri. Það voru liugsanirnar, sem eg vék að, sem héldu fyrir þeim vöku, eins og mér, þvi að „við erum allir eins“, við vorum allir eins að þvi leyti, að enn bjó það í okkur, að geta fundið til harns- legs þakklætis yfir því, að við vorum liandhafar mikillar auð- legðar, endurvakinnar ástar til lífsins. Svo var það, hvað scm orðum og framkomu leið. Aðeins lokaþáttur hins viðj- aða lífs var eftir. Óskir, vonir, fyrirætlanir náðu tökum á liug- um hermannanna. Og leiðsögn slíkra hugsana inn á lönd svefns og drauma er góð þeim, sem þreyttir eru og sannfærðir höfðu verið um, að það væri best að hugsa sem minst og láta hverjum degi nægja sina þjáning. En þegar dagur rann og kall- ið kom til þess að rísa á fætur harst hljómur að eyrum, sem vakti ljúfar kendir. Klukkum Idrknanna í borginni á hæðinni var hringt. Og meðan við fægð- um vopn okkar gengu konur, hörn og gamalnienni i kirkju, því að i Mons voru erigir ungir karlmenn eftir. Þeir voru að lieiman, í liernum, í sjúkrahús- um, — eða fallnir í valinn. Yið félagar höfðum engum skyldustörfum að gegna nokkr- ar stundir fyrri hluta þessa dags. Þeir voru fle'stir kaþólskr- ar trúar, félagar mínir, og á meðal þeirra írarnir allir og Hlick. Þeir gengu i kirkju og eg slóst í för með þeim. Og það er enn minnisstæðasta stundin frá þessum dögum, er þeir gengu inn kirkjugólfið liver af öðrum, Mike fyrstur, þá Pat, Lasso og Hlick, og krupu á kné og gerðu krossmarkið fyrir framan myndina af Maríu guðsmóður. TIRANA, höfuðborg Albaníu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.