Vísir - 08.11.1939, Blaðsíða 1
Ritst jóri:
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON.
Sími: 4578.
Rk itstjórnarskrifstof ur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Afgreiðsla:
HVERFISGÖTU 12.
Sími: 3400.
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Sími: 2834.
29.
ar.
Reykjavík, miðvikudaginn 8. nóvember 1939.
258. tbl.
Leopold og Wilhelmma
bjóða aðstoð sína til mála-
miðlunar um leið og Hali-
fax flytur ræðu sína um
stefnu og markmið Breta.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í moix'un.
Halifax lávarður, utanríkismálaráðherra Bret-
lands, flutti ræðu í gærkveldi, þar sem hann
gerði grein fyrir styrjaldarstefnu Breta, og
markmiði þeirra, er styrjöldinni væri lokið. Enda þótt
ræðan sé flutt rétt á eftir ræðu Molotovs, f orsætis- og ut-
anríkismálaráðherra Sovét-Rússlands, sem réðist hvass-
lega á Breta og Frakka í ræðu sinni á byltingarhátíð-
inni, svaraði Halifax lávarður honum ekki, heldur ein-
skorðaði sig við það efni sem að framan greinir, og tók
enn ítarlega fram en áður hvers vegna Bretar hefði
tekið þá stefnu, sem reynd ber vitni.i Vitnaði hann bæði
í umrnæli Chamberlain’s forsætisráðherra hér að lút-
andi og eigin ummæli máli sínu til skýringar og stuðn-
ings, en lagði enn frekari áherslu á þau rök, sem áð-
ur hafa verið fram lögð málstað Breta og bandamanna
þeirra til stuðnings. Um sama leyti og Halifax lávarð-
ur var að flytja ræðu sína varð það kunnugt, að !tveir
af þjóðhöfðingjum álfunnar, Wilhelmina drottning í
Hollandi og Leopold konungur í Belgíu, hefði boðist
til þess að gera tilraun til þess að miðla málum í styrj-
öldinni, en þau hafa sem kunnugt er áður boðist til
þessa. : i-fpj
Halifax lávarður kvað Breta og bandamenn þeirra berjast til
þess að koma í veg fyrir, að sú sorgarsaga gerðist aftur, að of-
beldi og ágengni væri höfð í frammi af þeim, sem meiri mátt-
ar eru, gegn smáþjóðum, samningshelgin að engu hofð og
hátíðlega gefin loforð, og hann sagði að ef framhald yrði á
slíku væri öryggi Bretlands og annara þjóða í jhættu. Bretar
sagði hann, hefði farið út í styrjöldina, til þess að bæla niður
ofbeldið, og koma því til leiðar, að trygg skipan kæmist á
sambúð þjóðanna, sambúð sem bygðist á virðingu fyrir alþjóða-
lögum og samningum, þannig að þjóðimar gæti búið óttalaus-
ar um framtíðina. Ef þetta gæti ekki tekist væri vissulega á-
stæða til að hafa hinar mestu áhyggjur um framtíðina, en
hann kvaðst trúa því að með samtökum þjóða milli mætti
auðnast að ná því marki, að tryggja friðinn og friðsamlega
sambúð Evrópuþjóða. Hann tók það fram, að Bretar væri ekki
hefnigjarnir, og fyrir þeim vekti ekki að vinna ný lönd eða á
nokkurn hátt að koma ósanngjamlega fram við þær, sem lægri
hlut byði, heldur væri höfuðmarkið, að tryggja friðinn fjnrir
þær sem aðrar þjóðir. 1 þessu hlutverki hefði Bretar og Frakk-
ar samúð og stuðning ekki að eins allra 'pem í breskum og
frönskum löndum og nýlendum búa, heldur og meginþorra
þjóða heimsins.
TILBOÐ LEOPOLDS KON-
UNGS OG WILIIELMINU
DROTTNINGAR.
Það var, sem getið var í
fyrstu fregnum, um fund þeirra
Wilhelminu Hollandsdrottning-
ar og Leopolds Belgíukonungs,
ekki látið neitt uppskátt um
hvert viðræðuefni þeirra væri.
í fáorðum tilkynningum um
viðræður þeirra var ekki vikið
að þvi, sem var höfuðtilgangur-
inn með fundinum, en það var
að ræða livort eigi væri tíma-
hært að bjóðast til þess á ný, að
gera tilraun til þess að miðla
málum milli þeirra þjóða, sem
taka þátt í styrjöldinni. í orð-
sendingum, sem sendar hafa
verið til Georgs VI. Bretakon-
ungs, Lebrun Frakklandsfor-
seta og Ilitlers ríkisleiðtoga,
lýsa þau áhyggjum sínum um
hvað gerast muni, ef styrjöldin
komist á það stig, að enginn
styrjaldaraðili sýni nokkra
miskunn, en þessi mikla liætta
vofi altaf yfir og yrði afleið- j
ingarnar ekki aðeins hinar óg- ;
urlegustu fyrir þær þjóðir, sem
taka þátt í styrjöldinni. Ilætt-
an mikla vofi einnig yfir öðr-
um þjóðum og þau konungur
og drotning taka það fram, að
þau telji það skyldu sína gagn-
vart þegnum sjálfra þeirra, að
hjóðast til að aðstoða við að
finna lausn á vandamálunum,
en að sjálfsögðu hafi þau vel-
ferð og framtíðarheill sjálfra ó-
friðarþjóðanna fyrir augum.
UNDIRTEKTIRNAR. —
UMSAGNIR LUNDÚNA-
BLAÐANNA.
Blöðin í Lundúnaborg ræða
flest tilboð Wilhelminu og
Leopolds af hinni mestu vel-
vild. Þau lofa þau fyrir áhuga
þeirra til þess að vinna í þágu
friðarins, cn þau eru þeirrar
slcoðunar, að það séu sára litl-
ar Iíkur lil þess að nokkur ár-
angur verði af tilboði þeirra,
eins og sakir standa.
Sum blöðin gefa í skyn, að
það sé vegna eigin hagsmuna
Hollands og Belgíu, sem tilboð-
ið hafi komið fram.
Einna mesta athygli
vekja ummæli blaðsins
Times, sem segir, að undir
engum kringumstæðum
geti Bretar horfið frá
þeirri stefnu, að bjarga
Evrópuþjóðunum frá því,
að búa áfram við þá yfir-
vofandi hættu, að Þjóð-
verjar fremji nýtt og nýtt
ofbeldi.
Af hálfu bresku stjórnarinn-
hefir verið tekið fram að orð-
sending Wilhelminu og Leo-
polds verði athuguð vandlega,
en meðal stjórnmálamanna eru
engar líkur taldar til, að banda-
menn taki tilboði um mála-
miðlun, eða yfirleitt að þeir
liviki frá þeim lágmarkskröf-
um, sem þeir hafa áður sett
fram.
-------—rnmammmm-------
Kastast 1 kekki
milli Rússa og
ítala.
London í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Rússar og ítalir eru nú farn-
ir að hnjóða livor í annan á
víxl. I ávarpi kommúnista til
allra þjóða sem birt var í tilefni
af 22 ára afmæli byltingarinnar
voru ítalir bornir þeim sökum,
að þeir sæti hjá í styrjöldinni
af ásettu ráði, til þess að heimta
laun fyrir að silja hjá, þegar
striðinu lyki. Finst Itölum lítt
sitja á Rússum að ráðast á þá
fyrir að vilja vera hlutlausir í
þcssaiá styrjöld, þar sem þeir
sjálfir þykist vilja vinna gegn
því að styrjöldin breiðist út, en
Molotov hafi lýst yfir, að engar
tilraunir til þess að draga Rússa
inn í styrjöld muni bera árang-
ur.
Það er blaðamaðurinn al-
kunni Signor Gayda sem fékk
það hlutverk að taka í hnakka-
drambið á Rússum fyrir hnjóð-
ið í Itali. Segir Gayda, að allur
heimurinn viti, að Rússar liafi
unnið að því alt frá því þeir
komust til valda, að leiða heim-
inn út í ófriðarbál. „Heimsbylt-
ingin“ hefir alt af verið efst á
dagskrá hjá þeim og er enn í
dag, segir Gayda.
Það er minst á það á ný nú að
Balbo landstjóri í Libyu, einn
af þektustu leiðtogum fascista,
réðist nýlega mjög hvasslega á
kommúnista. Yfirleitt gætir
þess mjög í ítölskum blöðum
nú að ítalir hafa meiri ýmigust
ó kommúnistum en nokkuru
sinni og einnig að þeir telja
litlar likur til, að samvinna
haldist með Þjóðverjum og
Rússum í flramtíðinni, þessar
þjóðir geti aldrei átt samleið.
ÞETR FÓRU ERINDISLEYSU TIL MOSKVA — EN MUNDI BRESKUM RÁÐHERRUM GANGA
BETUR?
Myndin er af hermálasérfræðingum þeim, sem Bretar og Frakkar sendu til Moskva sællar minn-
ingar og fóru þeir erindisleysu, sem kunnugt er. Nú er um það rætt i Bretlandi, að senda breska
ráðherra til Moskva (sbr. skeyli um atkvæðagreiðslu „Public Opinion“ í blaðinu nýl.). Á mynd-
inni eru, vinstra megin Joseph Doumenc, franski herforinginginn, t. h. Plukett-Ernle-Erle-Drax,
breski aðmírállinn.
Hlutleysisbandalag á upp-
siglingu á Balkanskaga.
Tyrkir og Rúmenar hafa forgönguna.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
Að undanfömu hefir iðulega jverið rætt um það, að Balkan-
þjóðirnár mynduðu með sér bandalag, í þeim tilgangi að
tryggja það, að þær komist hjá þátttöku í styrjöldinni. Það
eru Balkanþjóðirnar sjálfar, sem eru að reyna að koma þess-
um samtökum á, og hafa Rúinenar og Tyrkir forgönguna.
1 fregn frá Istanbul í morg-
un er sagt frá því, að Sarajoglu
utanríkismálaráðherra Tyrk-
lands og sendiherra Rúmeníu i
Tyrklandi Iiafi ræðst lengi við
í gærkveldi.
Að viðtalinu loknu lagði
sendiherrann af stað í skyndi á-
leiðis til Bukarest, til þess að
gefa Karli konungi skýrslu um
viðræðufundinn.
Herliðsflutningarnir til landa-
mæra Ilollands hafa að sjálf-
sögðu vakið mikla athygli og
sumstaðar kemur það fram, að
það sé vegna þeirra, sem Wil-
hehnina drottning og Leopold
Belgíukonungur hafi gert aðra
tilraun til þess að fá ófriðar-
þjóðirnar til þess að setjast að
samningaborði — þau óttist
innrás af hálfu Þjóðverja, ann-
aðhvort í Hollandi eða Belgíu,
og telji nú seinustu forvöð, að
koma í veg fyrir, að styrjöldin
komist í algleyming.
Það er talið, samkvæmt á-
reiðanlegustu heimildum, að
viðræður Sarajoglu og sendi-
herrans í gær, liafi snúist um
væntanlegt hlulleysisbandalag á
Balkanskaga.
Það vekur mikla aihygli að
sendiherrann lagði af stað þeg-
ar í stað að fundinum lokuum.
BRESKIR HERMÁLA-
SÉRFRÆÐINGAR UM
LIÐSSAMDRÁTTINN.
Hermálasérfræðingar breskra
blaða líta svo á, að það þurfi
ekki nauðsynlega að vera svoy
að liðssamdrátturinn í Norð-
vestur-Þýskalandi fari fram
með það fyrir augum, að gera
innrás í Holland eða Belgíu,
heldur sé þetta gert til þess að
treysta aðstöðu liersins í vestur-
hluta Þýskalands yfirleitt. Sum-
ir þeirra leiða athygli manna
að því, að Þjóðverjar hafi æ
meiri bevg af flugferðum
Bandamanna inn yfir Þýska-
land, og standi til að koma upp
fleiri flugbækistöðvum í Yest-
ur- og Norðvestur-Þýskalandi
til þess að gera tilraun til þess
að hrekja flugmenn banda-
manna á flótla, er þeir senda
flugvélaflokka í könnunarflug-
ferðir inn yfir Þýskaland.
------—« MBU9SIW—.-----
Mor ferfilíliislis í
pkveldí.
Erindi fyrv. biskups dr. Jóns
Helgasonar.
Ferðafélag Islands boðaði til
fundar í gærkveldi að Hótel
Borg og var fundurinn mjög
f jölsóttur, þannig að nærri mun
íáta, að þar hafi verið 400—500
manns.
Fyrverandi biskup íslands dr.
.Tón Ilelgason fíulti fróðlegt er-
indi um Reykjavík, eins og hún
var i uppvexti hans, og erindi
sínu til skýringar lét liann sýna
skuggamyndir af flestum hverf-
um bæjarins. Kryddaði hann
frásögn sína með ýmsum gam-
anyrðum og frásögnum, og dró
upp glögga mynd af lífinu í
höfuðstaðnum á síðari hluta
19. aldar.
Að erindi herra bislcupsins
loknu þökkuðu áheyrendur
honum það með dynjandi lófa-
taki, og formaður félagsins,
Geir G. Zoéga vegamálastóri á-
varjiaði ræðumanninn sérstak-
lega og þakkáði honum flutn-
inginn sem og störf lians til að
viðhalda minningunni um
gömlu Reylcjavik. Tóku áheyr-
endur undir með dynjandi lófa-
taki.
Að erindinu loknu setlust
menn að borðum og hófst þá
dans, er stóð yfir til kl. 1 og
skemtu menn sér hið besta.
Síldveiðarnar.
í gær komu þessir bátar til Hafn-
arfjarðar: Freyja með 14 tunnur,
Goðafoss með 23, Ásbjörg með 35
og Rafn með 50 tunnur.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
Þjóðverjar hafa að undanförnu flutt mikið lið til hollensku
landamæranna og' í sumum fregnum segir, að þetta sé árásarlið
það, sem aðallega bar hita og þunga dagsins í Póllandi. I
þýskum fregnum er vikið að því, að herlið þetta hafi verið
sent til hollensku landamæranna, þar sem ekki sé þörf fyrir
það á vígstöðvunum.