Vísir - 17.11.1939, Page 1

Vísir - 17.11.1939, Page 1
Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Ri: 'tsíjórnarskrifstofur: Eélagsprentsmiðjan (3. hæð). 29. ár. Reykjavík, föstudaginn 17. nóvember 1939. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÖRI: Sími: 2834. 266. tbl. Markmið Hitler: heimsyfirráð á bak aftur. Verður hafin mikil sókn - - eða hjakkar í sama fari til vors? EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Oll þýsku blöðin segja Breta og Frakka bera ábyrgð á því, að enginn árangur varð af til- boði Wilhelminu drotningar ög Leopolds kon- ungs — og þar með á framhaldi stríðsins. Blöðin hafa í hótunum við Breta og segja, að hér eftir berjist Þýska- land gegn Bretlandi, þar til það sé gersigrað, og heims- yfirráð þess brotin á bak aftur, en til þess eins að geta haldið í heimsyfirráð sín hafi Bretar farið í styrjöld. I fregnum frá Þýskalandi segir, að Hitler hafi rætt við helstu flokksleiðtoga og yfirmenn landvarnanna í gær og fram eftir kvöldi, en ekki hafi verið látið neitt uppskátt um það, sem gerst hefir á þessum fundum. Verður því ekki neitt sagt að svo stöddu með vissu um hvað hæft er í þeim orðrómi, að Hitler vilji láta'til skarar skríða, og einbeina öllum herafla Þýskalands gegn Bretlandi og Frakklandi, og reyna að knvja fram sigurinn hið fyrsta, en þessi áform eru í þeim anda sem þýsku blöðin tala nú, en hinsvegar er því einnig haldið fram í ýmsum fregn- um, að ágreiningur sé um stríðsstefnuna meðal leiðtoga Þýska- lands. Vilja leiðtogar hersins fara gætilega og ekki eyða kröftum hersins og þjóðar nnar í mikilli sókn eins og sakir standa. Hvort þetta byggist á því, að þeir telji tímann óhentugan til hernaðar- legra aðgerða í stórum stíl eða sókn ekki nægilega vel undir- búna, er ekki kunnugt. En tilgátur hafa einnig komið fram um, að ágreiningur sé mikill um hvort ræða skuli friðarskilmála eða ekki, og sé nokkur friðarvon, er allur dráttur skiljanlegur, en vilji Hitler og nazistar sókn, en herforingjarnir frið, horfir vitanlega alvarlega um einingu og samheldni Þýskalands. Fregnir hafa og borist um, að nokkurir yfirmenn í hernum hafi verið handteknir að skipan yfirmanns leynilögreglunnar. KVENNALÖGREGLAN í LONDON. í Kvenna-lögreglusveitin í London hefir verið aukin að undan- förnu. Eitt af hlutverkum hennar er að leiðbeina fólki til neðan- jarðarbyrgja, þegar loftárásir eru yfirvofandi. — Eins og sjá má á myndinni eru kven-lögregluþjónarnir með stállijálma og gasgrímur. Hroðalegt bílslys inn við Tungu. í morgun varð hroðalegt bílslys á Suðurlandsbraut, 1 ná- munda við Tungu. Varð þar maður, sem var á leið til vinnu sinnar hér í bænum, fyrir fólksbifreið og slasaðist svo að hon- um er vart líf hugað. Af þeim, sem um þetta slcrifa, hallast sumir að því, að Hitler vilji láta til skarar skríða liið fyrsta, þar sem verkanir hafn- bannsins komi æ skýrara í ljós og hagur þjóðarinnar þrengist og óánægja hljóti að magnast því lengra sem líður. Þá sé og þess að geta, að Bandamenn verði búnir að koma sér upp miklu öflugri her í Frakklandi næsta vor en þeir hafa þar nú. Breskir stjórnmálamenn liafi opinberlega lýst yfir því, að ef ekki komi til neinna stórkost- legra átaka í vetur yrði aðstaða Bandamanna stórum betri en nú. Þeirra gerðir miðast allar við að draga alt á langinn, þvi að þeir hafi „tímann með sér“, og sé það rétt ályktað, er Þjóð- verjum nauðsynlegt að knýja fram úrslit sem fyrst. En jafn- vel þótt Hitler hefði sitt fram og sókn yrði ákveðin, fer það eftir veðráttu á þeim tíma árs, sem nú er, hvort hernaðarlegar aðgerðir séu gerlegar á vestur- vígstöðvunum í mjög stórum stíl, og getur því svo farið, að „alt hjakki í sama fari“ til vors. Aðvaranir til Belgíumanna. í ritstjórnargrein í Völkisclier Beobachter í dag eru Belgíu- menn aðvaraðir við samvinnu við Breta í þeim miálum sem varða hafnbann og siglingaeft- irlit, en Belgiumenn hafa að undanförnu verið að ræða þessi mál við Breta, vegna þeirrar ó- ánægju, sem það hefir baltað, að belgisk skip hafa orðið fyrir miklum töfum vegna siglinga- eftirlitsins. Segir fyrrnefnt blað, að lilutlausu ríkin verði að gera sér ljóst, að ef þau liafi sam- vinnu við Breta í þessum mál- um og þoli það, að vörur til þeirra séu teknar, af því að grunur sé um að þær eigi að fara til Þýskalands, verði Þjóð- verjar að grípa til sinna ráða, og hindra vöruflutninga frá hlutlausli löndunum til Bret- lands. SKIPATJÓN 1 STRÍÐINU SAMKV. LLOYDS REGISTER. Samkvæmt Lloyds Register er skipatjón af völdum kafbáta og tundurdufla frá stríðsbyrjun sem hér segir: Alls liafa sokkið 102 skip, samtals 412.320 smálestir, þar af áttu hlutlaUsu löndin skip, sem voru samtals 94.693 smál. Af hlutlausum löndum hefir Noregur orðið fyrir mestu tjóni. Norðmenn hafa mist 10 skip, samt. 24.848 smál. Svíar 7, samt. 11.282, Danir 2 skip, samt. 12.288. — NRP.-FB. BRUNINN MIKLI í VENEZUELA. Frá La Unillas í Venezuela er símað, að um 1000 manns liafi farist í brunanum mikla, sem geisar á olíulindasvæðinu þar í grend. — NRP.—FB. MAÐURINN, SEM SÖKTI ROYAL OAK. Þetta er mynd af Prien lautinant, sem hleypti af tund- urskeytinu, er sökti herskipinu Royal Oak í Scapa Flow. Ný bardagaaðferð: FLOGIÐ MEÐ ÍKVEIKJU- MENN YFIR LANDAMÆRI FRAKKLANDS. •—o- Þjóðverjar eru farnir að beita nýrri bardagaaðferð. Þeir láta flugmenn varpa sér niður í fallblífum innan landamæra Frakklands til þess að kveikja í bensínbirgðum og slíkum stöð- um. Nokkurir menn, sem þann- ig þafa komist inn i landið, hafa verið handteknir. Þetta er sam- kvæmt fregnum frá Frakklandi. Elsta kona Noregs 105 ára. Elsta kona Noreg á afmæli í dag. Hún heitir frú Iíaren Pannewiz og er nú orðin 105 ára. Heldur hún enn sálar- kröftum óskertum. NRP.-FB. Þegar »Arne Kjöbeu var sökt. Norska skipinu Ame Ivjöbe frá Bergen hefir verið sökt. Skipið var 11.019 smálestir að stærð. Var það þýskur kafbátur, sem sökti því við Englands- strendur norðai-lega, algerlega fyrirvaralaust. T undurskeytið kom á mitt skipið og klauf það i tvent. Áhöfnin komst i björg- unarbátana, 23 menn í annan, en 17 í hinn. Náðu bátarnir landi eftir 40 klst. hrakninga. — Arne Köbe var nýtt skip á leið frá nýlendum Hollendinga í Asíu til Danmerkur með 14.- 000 smálestir af gasolíu. -— Koli t u tan rí kismálar áðher ra sagði í dag. að beðið væri eftir skýrslu skipstjórans á Arne Kjöbe. áður en ákveðið væri hvað norska ríkisstjórnín gerði í málinu. NRP—FB. brj óta lyrkieski lilin iir til heræfiia á Mbifi. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Samkvæmt fregn frá Istam- bul safnast tyrkneski flotinn þar nú saman, en talsverður liluti flolans hefir verið á Mið- jarðarhafi að undanförnu. Bresk og frönslc lierskip taka að sér eftirlit á þeim slóð- um Miðjarðarliafs, sem tyrk- nesku skipin voru, um stundar- sakir. Fullyrt er, að tyrkneski flot- inn hyrji miklar flotaæfingar á Svartahafi innan skamms. Breski flugforinginn kemur á næstunni. Á næstunni er breski flugfor- inginn Bames væntanlegur hingað, en eins og mönnum mun kunnugt, var það hann, sem strauk á brott frá Raufar- höfn með flugvél sína, þrátt fyrir gefið drengskaparloforð. Flugvélin lenti á Raufarhöfn 26. sept. Voru þá níu menn með vélinni og kváðust þeir hafa vilst. Snemma morguns þ. 28. flaug svo Barnes á brott, eli áð- ur liafði Agnar Kofoed-Hansen, flugmálaráðunautur, haft tal af flugmanninum og ítrekað við hann, að liann mætti ekki fara á brott. Með Barnes verður kona hans og liefir komið til orða, að þau dvelji að Bessastöðum þar til stríðinu lýkur. Bre§k herskip tortíma þý§k(im kafbát. 1 fregn frá Lissabon segir frá i því, að skipstjórinn á norsku skipi, sem er nýkomið til Opor- to, skýri frá því, að þýskur kaf- bátur liafi stöðvað skipið og hó- aði kafbátsforinginn að skjóta það í kaf, ef skipsmenn léti ekki áf henid vistir. — Fengu Þjóð- verjarnir þá nokkra kartöflu- poka, sykur, brauð, saltfisk o. fl., en þegar lokið var við að koma þessu í kafbátinn komu tvö bresk herskip á vettvang og hófu árás á kafbátinn. Fór hann í kaf, en nokkru síðar varð sjór- inn löðrandi í olíu, og er því talið, að kafbáturinn hafi farist. NRP.—FB. Bretar selja Norð- mönnum flugvélar og herskip. Norski flugherinn fékk í dag frá Englandi Gladiatorcltinga- flugvélar þær, sem pantaðar voru í Englandi fyrir nokkuru. Þær geta farið með alt að 398 km. hraða á klst. og eru útbún- ar með 4 hraðskotabyssum hver. Flugvélarnar eru ætlaðar til þess að verja Oslo gegn loftárás- um. Þar sem tókst að fá þessa pöntun afgreidda þrátt fyrir Kl. 6,45 í morgun var Jón Er- lendsson, umsjónarmaður lijá Sláturfélagi Suðurlands á leið til vinnu sinnar. Býr Jón að Álfabrekku fyrir innan bæ og fór gangandi til bæjarins. Yar ung stúlka, Jóni nákomin, sam- ferða honum. Þegar þau voru komin nærri Tungu kom bifreið á eftir þeim og ók hún á Jón. Var hann þeg- ar fluttur á Landspítalann og kom þar í ljós, að liann hafði fótbrotnað á báðum fótum, en aðalmeiðslin voru á liöfðinu. Hafði höfuðkúpan brotnað. — Þegar Vísir átti tal við Land- spitalann, rétt eftir hádegið, um það bil er blaðið fór í pressuna, var Jóni eltki líf liugað. Jón er maður um hálffimtugt. Framburður bílstjórans. Þegar Vísir leitaði upplýs- inga um mál þetta lijá rann- sóknarlögreglunni hafði hún þegar tekið skýrslu af bifreiðar- stjóranum, Jóni Jónssyni, Ljós- vallagötu 14, en hafði hinsveg- ar ekki liaft tal af stúlkunni, sem var í fylgdvmeð Jóni. Bílstjórinn skýrir svo frá, að hann liafi verið á ferð í bíl sín- um, R 846, frá Kleppsholti til bæjarins. Ólag var á ljósaleiðsl- um bílsins, svo að ljósin voru dauf og ók hann því hægt. Telst honum til að hann hafi ekið stríðið gera menn sér vonir um, að Norðmenn geti fengið keypt meira af hergögnum í Englandi til landvarna, og að brátt fáist afgreiddir mótortorpedobátar þeir, sem þar hafa verið pant- aðir. NRP—FB. með 20—25 km. hraða á klst. og farið nálega eftir miðjum veginum. Ekki kvaðst hann hafa séð neinn á gangi á veginum, fyrri en hann var alveg kominn að þvi að aka á Jón Erlendsson og hafi hann þá jafnframt tekið eftir því, að stúlka gekk við hlið hans, vinstra megin, þ. e. nær vegarbrúninni. Jón Jónsson kveðst hafa hemlað strax, en vinstri hluti „stuðarans“ lenti á fótleggjum Jóns Erlendssonar og telur bíl- stjórinn, að hann liafi fyrst kastast aftur fyrir sig, en síð- an fram á við og til vinstri. Kosning í niður- jöfnunarnefnd. Á bæjarstjórnarfundi í gær var m. a. kosið í Niðurjöfnun- arnefnd og fór kosningin svo, að þrír sjálfstæðismenn voru kosnir og einn sósíalisti. Skatt- stjóri er fimti maður í nefnd- inni. Þetta er í fyrsta skifti í mörg ár, sém andstæðingar sjálfstæð- ismanna hafa ekki ge'ngið sam- einaðir íil þessara kosninga, enda hafa þeir jafnan haft tvo fulltrúa þar, þangað til nú. Þessir menn eiga nú sæti i nefndinni fyrir Sjálfstæðis- flokkinn: Sigurbjörn Þorkels- son, Gunnar Viðar og Gunnar Thoroddsen, en af liálfu Al- þýðuflokksins var Ingimar Jónsson kosinn. Varamenn voru kosnir: Sveinn Benediktsson, dr. Björn Björnsson og Björn Snæbjörnsson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.